Fleiri fréttir

Leiðin til nýja Íslands

Róbert Marshall skrifar

Þó að allar hagtölur bendi til þess að Íslendingum hafi tekist að snúa vörn í sókn er ekki þar með sagt að kreppunni sé lokið. Hún er enda að mjög litlum hluta efnahagslegs eðlis. Hér ríkir hugmyndafræðileg og pólitísk kreppa. Sumir myndu segja tilvistarkreppa. Djúpstæð átök eru um framhaldið. Í grófum dráttum snúast þau um það hvort við viljum "koma öllu í gang aftur“ eða byrja upp á nýtt; endurskilgreina samfélagið, markmið þess og grunngildi.

Velferð og vald

Helga Birna Gunnarsdóttir skrifar

Ég hygg að margir séu mér sammála um að hugtakið vald, eða valdboð, veki frekar með okkur óhug en öryggi. Að í hugum fólks tengist hugtakið oft þvingun til athafna eða skoðana sem ganga þvert á afstöðu þess, vali á lífsmáta og rýrnun frelsis og sjálfsákvörðunarréttar.

Íslenskar og norskar auðlindir hafsins: Olían og fiskurinn

Helgi Áss Grétarsson skrifar

Í allri umræðu um mikilvæg málefni samfélagsins er æskilegt að grundvallarhugtök séu réttilega skilgreind. Þannig er ljóst að það er í senn íslenskt og alþjóðlegt viðmið að villt og vörslulaus dýr, m.a. fiskurinn í sjónum, eru óeignarhæf á meðan þau eru óveidd, sbr. t.d. rit Churchills og Owens frá árinu 2010, The EC Common Fisheries Policy, bls. 77–78. Á hinn bóginn er hægt að skapa eignarheimildir yfir réttinum til að nýta hin villtu dýr.

Skipulagsdagar leikskóla - sjónarmið leikskólakennara

Haraldur F. Gíslason skrifar

Þann 29.04.2012 skrifuðu Samtök atvinnulífsins grein sem þau birtu á heimasíðu sinni um fjölgun skipulagsdaga í leikskólum Reykjavíkurborgar. Í kjölfarið fór ég að lesa umræðuna um málið í netheimum og sitt sýndist hverjum. Oft litaðist umræðan af mikilli heift út í Samtök atvinnulífsins sem öxulveldi hins illa. Það eru sleggjudómar. Fólkið hjá SA er án efa gott fólk sem vill kannski bara græða á daginn og grilla á kvöldin og það e

Vika bankabókarinnar

Kristján Freyr Halldórsson skrifar

Hæ, ég heiti Kristján og ég er verslunarstjóri í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg 18. Bókabúð sem hefur verið á sama stað í 50 ár, gengið í gegnum ýmislegt, t.a.m. flottræflaskap síðasta áratuginn en sem betur fer er hún enn bókabúð og ekkert annað en heiðarleg bókabúð. Ég er í þann mund að fara að skrifa svona bréf um samfélagið okkar og nýja sýn, eða kannski köllun eftir nýjum áherslum en þetta verður kannski bara voða barnalegt bréf.

Skipulagsdagar eða ekki?

Heiða Sigurjónsdóttir skrifar

Innan um fjölmarga neikvæða punkta í umræðu um og gagnvart leikskólum Reykjavíkur kom loksins jákvæður punktur upp á yfirborðið. Við fáum einn skipulagsdag í viðbót. Það gleður mig að Reykjavíkurborg sjái hversu mikilvægt starf leikskóla Reykjavíkur er í raun og veru og vill þar af leiðandi veita okkur aukinn tíma til að vinna að og meta það starf sem við vinnum dag hvern. Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vakti máls á þessu með grein á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins þann 29. apríl.

Vatnsmýrarþyrpingin í mótvindi

Guðjón Baldursson skrifar

Í skilmerkilegri grein Páls Torfa Önundarsonar, læknis á Landspítalanum, reifar hann hugmyndir sínar um viðbyggingu við Landspítalann. Eins og mörgum öðrum sem hafa kynnt sér tillögu að nýjum Landspítala sem nú liggur á borðinu, blöskrar lækninum hin „risavaxna deiliskipulagstillaga Spital-arkitekta" og sá ásýndarskaði sem tillagan gæti haft í för með sér. Tillaga læknisins felst hins vegar í hóflegri stækkun spítalans án mikils skaða fyrir umhverfið.

Beðið eftir kæru frá foreldrum

Eftir rúmlega þriggja áratuga bið er nú hafinn undirbúningur að byggingu íþróttahúss og sundlaugar við Klettaskóla (áður Öskjuhlíðarskóla). Þetta er mikið gleðiefni fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans, svo og alla þá sem láta sig skólagöngu barna með þroskahömlun varða. Góð aðstaða til þjálfunar og íþrótta gerir góðan skóla enn betri.

Stórmerkur dómur!

Dómur Landsdóms frá 23. apríl 2012 í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra, er einn sá merkasti sem upp hefur verið kveðinn hér. Sem vænta mátti var höfuðstarf Landsdómsins að afla upplýsinga í málinu. Það virðist hafa tekist. Tvennt má þó nefna sem kann að hafa skort. Annað lýtur að fjölmiðlafrétt eftir dómtöku landsdómsmálsins um að símtöl starfsmanna Seðlabankans hafi, um og fyrir hrun, verið hljóðrituð. Sé svo, hefði verið mikilsvert að afla hljóðrita af símtölum seðlabankamanna, t.d. Davíðs Oddssonar, formanns stjórnar Seðlabankans, við forsætisráðherra og aðra helstu ráðamenn peninga- og fjármála lýðveldisins fyrir og á hruntímanum.

Iðnaðurinn staðfestir einangrun Samfylkingar

Á Iðnþingi fyrir skemmstu ákallaði starfandi iðnaðarráðherra, Oddný Harðardóttir, þingheim og bað um stuðning við stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálum. Orðrétt sagði Oddný: "Samfylkingin hefur – ein stjórnmálaflokka sem nú sitja á Alþingi – tekið skýra afstöðu um að stefna skuli að upptöku evru með inngöngu í ESB.“

Getur barnið þitt bjargað lífi?

Anna G. Steinsen skrifar

Ég sat í bíói í gær og horfði á heimildarmynd frá Bandaríkjunum um einelti og afleiðingar þess. Myndin er beinskeytt, áhrifarík og segir sögur af foreldrum og börnum þeirra sem hafa lent í einelti með hræðilegum afleiðingum. Afleiðingarnar geta varað allt fram á fullorðinsaldur og í sumum tilvikum sviptu fórnarlömb eineltisins sig lífi. Eitthvað sem hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir.

Þjáningar Tíbeta

Ragnhildur Hannesdóttir skrifar

„People are dying“ syngur ungur Tíbeti á meðan hann strýkur án kunnáttu en með eldmóði á strengi gítarsins míns. Hann er reifaður tíbeska fánanum og bíður eftir löndum sínum á torgi McLeod Ganj á Indlandi. Nokkrir Tíbetar í útlegð hafa safnast saman til að sækja leifar Jamphel Yeshi, sem hafði kveikt í sér í Nýju Delhi nokkrum dögum áður. Yeshi er ekki sá eini sem hefur farið þessa leið í örvæntingarfullri tilraun til að vekja viðbrögð við þjáningum Tíbeta. Síðan í mars á síðasta ári hafa þrjátíu og fjórar sjálfsíkveikjur átt sér stað fyrir málstaðinn. Síðustu tvær núna á hinum fyrsta degi íslensks sumars, 19. apríl. Þessir einstaklingar meta það ofar lífi sínu að vernda jörðina þar sem rætur þeirra liggja. Heima.

Tækifæri til áhrifa

Sigríður Björk Jónsdóttir skrifar

Mörg sveitarfélög leitast nú í meira mæli að virkja íbúa til þátttöku hvað varðar skipulagsmál. Það má til dæmis gera með aðkomu snemma í skipulagsferlinu sem gefur um leið íbúum tækifæri til þess að hafa stefnumótandi áhrif á skipulagsþróun í sínu bæjarfélagi. Fyrir nokkru síðan ákváðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að efna til hugmyndasamkeppni um svokallaða Dvergslóð, sem er reitur í miðbæ Hafnarfjarðar sem afmarkast af Lækjargötu, Suðurgötu og Brekkugötu við rætur Hamarsins þar sem smíðaverkstæðið Dvergur var áður til húsa. Svæðið hefur mikla sögulega skírskotun til bæði sögu Hafnarfjarðar en ekki síður í atvinnusögu landsins en trésmiðjan Dvergur var eitt þeirra húsa sem tengd voru við fyrstu rafstöð sem reist var á Íslandi árið 1904.

Almenningssamgöngur: Já takk

Hjálmar Sveinsson skrifar

Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu munu eflast verulega næstu misseri. Í áætlunum Strætó bs. er meðal annars gert ráð fyrir að tíðni vagna á annatímum yfir daginn muni aukast mikið. Sama er að segja um kvöldin og um helgar. Þjónustutími margra leiða mun einnig lengjast þannig að vagnarnir keyra til klukkan eitt eftir miðnætti. Áætlunin tekur gildi strax næsta haust.

Köfun og öryggi

Anna María Einarsdóttir og Þór H. Ásgeirsson skrifar

Sportköfun er eitt þeirra áhugamála sem er í verulegum vexti í heiminum. Þessi vöxtur endurspeglast í ferðamannaiðnaðinum hér á landi, en mikil aukning hefur verið í köfunartengdri ferðaþjónustu. Nú eru um níu fyrirtæki sem hafa tekjur að hluta til eða í heild af slíkri starfsemi. Sá köfunarstaður sem laðar hvað flesta ferðamenn að er Silfra á Þingvöllum, en þangað koma að jafnaði um 10-15 þúsund ferðamenn til að kafa á ári. Ferðaþjónustuaðilar hafa verið duglegir að markaðssetja Silfru og hafa myndir birst af þeim undraheimi sem Silfra býr yfir í helstu köfunartímaritum heims. Markaðssetningin hefur borið góðan árangur og er Silfra talin vera einn af tíu áhugaverðustu ferskvatnsköfunarstöðum í heiminum.

Kverkatak forsetans

Ástþór Magnússon skrifar

Ólafur Ragnar Grímsson þorir ekki að mæta mér og öðrum forsetaframbjóðendum í kappræður um málskotsrétt forseta á baráttudegi verkalýðsins 1. maí þar sem í tilefni dagsins átti einnig að velta upp þeirri spurningu hvort forsetinn geti með einhverjum hætti staðið vörð um hagsmuni almennings í endurreisninni.

Fjölmiðill í almannaþágu

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Fyrir Alþingi liggur frumvarp mitt til laga um Ríkisútvarpið. Með því er mörkuð sú stefna að Ríkisútvarpið leggi megináherslu á það hlutverk sitt að veita fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Af því leiðir að samfélagslegt hlutverk þess er í forgrunni en viðskiptasjónarmið verða víkjandi. Er þetta í samræmi við það grundvallarsjónarmið sem ríkt hefur í starfsemi ríkisrekinna fjölmiðla annars staðar á Norðurlöndum og víðar, t.d. í Bretlandi, og hefur skapað þeim sérstöðu og traust umfram aðra fjölmiðla.

Þeir sletta blóðinu sem mega það

Sindri Már Hannesson skrifar

Allir eiga sína 5 lítra af blóði sem þeim er frjálst að ráðstafa að vild. Margir kjósa að gefa það til að hjálpa öðrum. Vil ég gefa blóðið mitt? Ef móðir mín sem er í O blóðflokk líkt og ég lægi dauðvona á sjúkrahúsi og þyrfti nauðsynlega á blóðgjöf að halda, væri ég tilbúinn að færa þá fórn? Já, það væri ég. Í venjulegri blóðgjöf er tekinn um hálfur lítri í hvert sinn. Það hljómar mikið, enda er það 10% af heildarmagninu í hverjum manni. Við erum þó svo vel búin líffræðilega að blóð endurnýjar sig og nær aftur hinu gullna, alkunna og eftirsótta jafnvægi.

Hamingjan og Íslendingar

Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Það er oft dregin upp sú mynd að það séu pálmatré, hengirúm og sólarströnd sem séu lykillinn að hamingjunni, en ekki hrímkaldur myrkvaður vetrarmorgunn á hjara veraldar eins og við þekkjum. Rannsóknir styðja þó hins vegar að hamingjuna virðist frekar vera að finna á norðlægum stöðum heldur en þegar nær dregur miðbaug.

Blekkingarleikur Steingríms

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Fyrir síðustu alþingiskosningar höfðu Vinstri grænir svör á reiðum höndum við því hvernig ætti að nýta fiskimiðin við landið svo réttlátt væri. Núna þremur árum seinna hefur svörunum verið snúið á hvolf og látið eins og kosningastefnan hafi aldrei verið til. Flokkurinn taldi vorið 2009 nauðsynlegt að breyta úthlutun kvótans í framhaldi af áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Það yrði að innkalla kvótann og endurúthluta honum eftir nýju kerfi þar sem "jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttar og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind“ eins og segir í tillögu flokksins að nýju ákvæði í 1. grein laga um stjórn fiskveiða. Þetta er rakið í ítarlegri stefnu flokksins Hafið bláa hafið.

Athugasemd frá forstjóra Húsasmiðjunnar

Sigurður Arnar Sigurðsson skrifar

Eigandi Múrbúðarinnar, Baldur Björnsson, skrifaði grein í Fréttablaðið 24. apríl síðastliðinn þar sem hann hefur flest sem lýtur að endurreisn Húsasmiðjunnar á hornum sér.

Vörn Geirs Haarde

Það fer um mig aumingjahrollur þegar ég hlusta á útskýringar fyrrverandi forsætisráðherrans Geirs Haarde á niðurstöðum Landsdóms og þýðingu dómsins. Geir Haarde sagði gjarnan í kjölfar hrunsins að við skildum ekki persónugera vandann.

Nýr LSH fyrir alla

Siv Friðleifsdóttir skrifar

Stjórnvöld hafa um langt skeið undirbúið byggingu nýs Landspítala-háskólasjúkrahúss(LSH). Undirbúningi hefur verið stýrt og ýtt áfram af ráðherrum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og nú Samfylkingar.

Afnám gjaldeyrishafta með upptöku Ríkisdals

Guðmundur Franklín Jónsson skrifar

Gjaldeyrisútboð og lausnir Seðlabankans við afnám gjaldeyrishafta ná ekki flugi og hafa gjörsamlega mistekist vegna vantrausts fjárfesta á bankanum og áætluninni um afnám haftanna.

Bráðnauðsynlegt: Jafnræði í sjávarútvegi

Mörður Árnason skrifar

Við Valgerður Bjarnadóttir höfum á Alþingi lagt fram breytingartillögu sem ætlað er að tryggja jafnræði og afnema í áföngum forræði tiltekinna útgerðarmanna á veiðiheimildum. Við gerum ráð fyrir tuttugu ára aðlögunartíma þar sem útgerðir fái í sinn hlut verulegan hluta af andvirði þeirra heimilda sem þær láta af hendi en borga veiðigjald af öllum heimildum. Að loknum þessum tíma ræðst arður almennings af auðlindinni af viðskiptum á virkum markaði þar sem þó er hægt að taka tillit til byggðahagsmuna.

Hvernig nota stjórnvöld skipulag höfuðborgarsvæðisins til að koma markmiðum í framkvæmd?

Arna Mathiesen skrifar

Íslendingar sáu ekki ástæðu til að leita ráðgjafar hjá arkitektum eða skipulagsráðgjöfum við vinnslu sinnar skýrslu, enda er þar ekkert minnst á borgina eða skipulag hennar. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að réttarhöld varðandi spillingu í borgarskipulagi og byggingastarfsemi hafa öðru fremur markað uppgjör Íra eftir hrunið. Bein tengsl nýbyggðs umhverfis á höfuðborgarsvæðinu og skorts (lykilhugtak í hagfræði) urðu þó deginum ljósari með íslenskum skýrslum sem gerðar voru heyrinkunnar nú um páskaleytið:

Kappræða – rökræða

Sigurður Líndal skrifar

Viðbrögð Geirs H. Haarde við dómi Landsdóms hafa verið mótsagnakennd. Ýmist hrósar hann sigri eða hellir úr skálum reiði sinnar yfir meirihluta dómsins. Reiðilestur hans er þó öllu fyrirferðarmeiri.

Klíkan og kjötkatlarnir

Valgerður Bjarnadóttir skrifar

Getur klíkusamfélagið enn komið okkur á óvart? Já, svei mér þá það gerðist á laugardaginn. Nú mega íslenskir réttkjörnir ráðamenn ekki stoppa við Kerið og sýna gestum okkar, þjóðarinnar, mikilfenglega náttúruna.

Þetta sem helst nú varast vann…

Einar K. Guðfinnsson skrifar

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifar grein í Fréttablaðið um upplifun sína af umræðum um fiskveiðistjórnarmálin upp á síðkastið. Höfundurinn varar við gífuryrðum og órökstuddum sleggjudómum. Það er gott og blessað. En hitt er auðvitað lakara að hann hittir sjálfan sig þar fyrir. Í greininni fellur Guðmundur nefnilega sjálfur ofan í forarpyttina með sleggjudómum og órökstuddum fullyrðingum. "Þetta sem helst nú varast vann varð samt að koma yfir hann.“ Guðmundur Andri segir til dæmis:

Í kjölfar dóms Landsdóms

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Í kjölfar dóms Landsdóms hefur spunnist mikil umræða um störf ríkisstjórna og stjórnsýslu og jafnvel verið látið í veðri vaka að ekkert hafi verið gert til þess að bæta þau vinnubrögð sem dómurinn gagnrýnir. Ríkisstjórnir mínar hafa lagt sérstaka áherslu á umbætur í stjórnsýslu á kjörtímabilinu, ekki síst varðandi vinnubrögð ríkisstjórna og á ráðherrafundum auk fækkunar og styrkingar ráðuneyta.

Ekki drekkja þeim í andlausri setninga iðu

Ísak Rúnarsson og Rúnar Helgi Vignisson skrifar

Það er kvartað undan því víða í samfélaginu að fólk búi ekki yfir nægri færni í meðferð íslensks máls. Háskólakennarar fórna gjarnan höndum og sumir tala um að allir háskólanemar þurfi á ritunarkennslu að halda. Einnig þykir mörgum sem talsvert sé um ambögur í netmiðlum og þá ekki síður í ljósvakamiðlum. Sumum þykir jafnvel sem kennararnir sjálfir séu ekki nógu vel að sér og í skýrslu um íslenskukennslu í átta framhaldsskólum, sem menntamálaráðuneytið lét gera og birt var í fyrra, er vitnað í forráðamann sem hefur þetta eftir einum kennaranum: "Mér hlakkar svo til að kenna börnum ykkar íslensku í vetur.“

Forstjóri Húsasmiðjunnar leiðréttur

Baldur Björnsson skrifar

Óhjákvæmilegt er að benda á nokkur undanskot staðreynda í máli Sigurðar Arnar Sigurðssonar, forstjóra Húsasmiðjunnar, í viðtali við Markaðinn 11. apríl síðastliðinn.

Dómstólaleið: Til upprifjunar

Ögmundur Jónasson skrifar

Þessa dagana heyrist sagt að annað hvort hafi menn viljað samningaleið eða dómstólaleið í Icesave; verið samningamenn eða dómstólamenn! Og nú hafi þeir sem vildu dómstólaleiðina fengið sínu framgengt!

Seðlabankinn þarf að hækka vexti

Jón Steinsson skrifar

Verðbólga mælist nú 6,4%. Hún hefur hækkað úr tæpum 2% frá því í byrjun árs 2011. Verðbólguvæntingar sem lesa má út úr ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa eru um 5,5% og hafa ekki verið hærri síðan í lok árs 2008.

Betri nýting á regnvatni

Hrund Andradóttir skrifar

Þegar regn fellur til jarðar síast hluti þess niður í jarðveg og hluti rennur sem yfirborðsvatn í lækjum og ám. Ógegndræpir fletir í borgarumhverfinu, eins og þök, götur og gangstéttir, raska örlögum regnvatns með þeim hætti að mun hærra hlutfall rennur sem yfirborðsvatn heldur en síast í jörðina. Hefðbundin regnvatnsstjórnun safnar regnvatni í lagnakerfi. Í eldri hverfum Reykjavíkur er regnvatni blandað saman við skólp og hitaveituvatn, hreinsað og síðan veitt út í sjó. Aukið álag í asahláku og rigningu minnkar hreinsigetu slíkra skólpstöðva og í verstu tilfellum er óhreinsuðu vatni veitt út í sjó. Þessi hefðbundna söfnun og flutningur regnvatns getur haft slæm áhrif á vatnabúskap, m.a. lækkað grunnvatnsstöðu þannig að lækir, tjarnir og votlendi þorna upp.

Nýr Landspítali á efri lóð eða RISASPITAL á neðri?

Páll Torfi Önundarson skrifar

Helgi Már Halldórsson, arkitekt og forsvarsmaður ósamþykktrar deiliskipulagstillögu SPITAL hópsins fyrir nýjan Landspítala, gerir mig en ekki málefnið að umtalsefni í grein í Fréttablaðinu 21. apríl. Hann virðist telja að grein mín í Fréttablaðinu 19. apríl sl. hafi fjallað um hann sjálfan, samverkamenn sína og hugarfóstur þeirra. Ég verð að hryggja Helga með því að grein mín fjallaði ekki um hann eða deiliskipulagstillögu SPITAL. Þá kemur hvergi fram í grein minni að ég geri „skoðanir SPITAL hópsins í heild tortryggilegar“ eins og Helgi heldur fram. Ég segi ekki einu sinni að hugmynd SPITAL sé vond. Það er hugarburður hans sjálfs.

Jafnræði, atvinnufrelsi og nýliðun

Grétar Mar Jónsson skrifar

Mikil umræða er nú um frumvarp um fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnarlögunum. Mitt mat er að það frumvarp sem nú liggur fyrir um breytingar á lögunum komi ekki til með að stuðla að jafnræði, atvinnufrelsi og nýliðun þegar kemur að nýtingu sjávarauðlindarinnar. Jafnræði, atvinnufrelsi og nýliðun getur ekki orðið þegar aðeins á að setja 5% af heildarkvóta á Íslandsmiðum - sem er ca. 400.000 þorskígildistonn - í potta.

Vandamál öryrkja á Norðurlöndum

Lilja Þorgeirsdóttir skrifar

Sífellt fleiri öryrkjar sem hafa búið í öðru norrænu ríki leita til ráðgjafa ÖBÍ vegna þess að þeir fá ekki örorkulífeyrisgreiðslur frá almannatryggingakerfinu frá því landi sem þeir bjuggu í. Meginástæðan er sú að mismunandi lög og reglur gilda í hverju landi og ólík túlkun og framkvæmd þeirra. Þá getur fólk verið með örorkumat í einu norrænu landi á sama tíma og það fær ekki mat í öðru. Mismunandi matsaðferðum er beitt og ekki er tekið tillit til örorkumats í öðrum löndum. Vandamálum hefur fjölgað á síðustu árum meðal annars vegna kreppunnar og breytts pólitísks landslags. Þeir sem fá ekki greiðslur erlendis frá eiga í erfiðleikum með að framfleyta sér hér á landi.

Sjómenn! Er ekki nóg komið?

Pálmi Gauti Hjörleifsson skrifar

Miðað við umræður undanfarið virðist sem allir séu orðnir sérfræðingar um sjávarútveg. Margir virðast sjá rómantík í því að fara út á trillu og sækja allan afla Íslendinga í sól og blíðu, syngjandi og trallandi. Allt á þetta rétt á sér, togarar, línuskip, uppsjávarskip, smábátar o.s.frv. og er fjölbreytnin án nokkurs vafa einn af kostum íslensks sjávarútvegs.

Framtíðin endar ekki eftir 30 ár

Helgi Már Halldórsson skrifar

Páll Torfi Önundarson læknir birtir enn á ný hugmyndir sínar og Magnúsar Skúlasonar arkitekts um stækkun Landspítala við Hringbraut í Fréttablaðinu 19. apríl 2012. Á fréttavefnum mbl.is var fjallað um þessar sömu hugmyndir 3. mars í ár og daginn eftir leitaði mbl.is álits undirritaðs á þeim. Nú bregður svo við að Páll Torfi gerir það álit, og reyndar skoðanir SPITAL hópsins í heild, tortryggilegar vegna „beinna fjárhagslegra hagsmuna af sinni tillögugerð“ og mögulegs „hagsmunaáreksturs“!

Örvænting grískra foreldra

Ragnar Schram skrifar

Hvers vegna leita mörg hundruð foreldrar í ESB-ríki til SOS Barnaþorpanna og biðja í örvæntingu samtökin um að taka að sér börn sín vegna fátæktar? Og það á árunum 2011 og 2012!

Það stendur mikið til

Eins víst og að lóan kemur er listahátíðin List án landamæra á hverju vori. Listahátíð þessi hefur það að markmiði að brjóta niður múra á milli fólks og benda á tækifærin í samskiptum manna á milli í stað tálmana, margbreytileikann í stað einsleitni.

Sjá næstu 50 greinar