Afnám gjaldeyrishafta með upptöku Ríkisdals Guðmundur Franklín Jónsson skrifar 26. apríl 2012 06:00 Gjaldeyrisútboð og lausnir Seðlabankans við afnám gjaldeyrishafta ná ekki flugi og hafa gjörsamlega mistekist vegna vantrausts fjárfesta á bankanum og áætluninni um afnám haftanna. Með núverandi fyrirkomulagi mun taka áratugi að losa um höftin og því ljóst að finna verður nýja leið. Gjaldeyrishöft voru sett á til að hefta útflæði erlends gjaldeyris. Síðast þegar gjaldeyrishöft voru sett á entust þau í 60 ár. Gjaldeyrishöft eru þeim eiginleikum gædd að Seðlabankinn neyðist til að þrengja þau með tímanum vegna þess að peningarnir finna alltaf leið og hefur Seðlabankinn komið sér upp gjaldeyriseftirliti sem rannsakar kreditkort einstaklinga og hefur jafnvel ráðist inn með húsleitum í fyrirtæki. Þetta er eitthvað sem engin siðmenntuð þjóð vill gera. En vandamálið er það stórt að ef gjaldeyrishöftunum yrði lyft, þá mundi allur gjaldeyrissjóður Seðlabankans tæmast á svipstundu með tilheyrandi hörmungum. Ef landsmenn vilja losna við gjaldeyrishöftin fljótt og koma á efnahagslegum stöðugleika er aðferðin sú að gera Ríkisdal að lögeyri, samhliða gömlu krónunni með fastgengi við Bandaríkjadollar. Með nýjum lögeyri/Ríkisdal og fastgengisstefnu fylgja aðhaldssöm ríkisfjármál og efnahagslegur stöðugleiki. Fastgengisstefna yrði sett á strax og í kjölfarið 6 til 9 mánuðum seinna upptaka nýja gjaldmiðilsins Ríkisdals (ISD), útgefins af Myntsláttu- og þjóðhagsráði Íslands sem væri ný stofnun sett saman úr Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu. Nýi Ríkisdalurinn yrði með Bandaríkjadal sem stoðmynt. Möguleiki er að gera gjaldmiðlaskiptasamning við Seðlabanka Bandaríkjanna fyrir stuðning við nýja Ríkisdalinn. Afnám gjaldeyrishafta þarf að setja með sérstökum neyðarlögum.• Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands yrði ný stofnun sett saman úr Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu. • Tekin væri upp fastgengisstefna í stað verðbólguviðmiða. Gengi gjaldmiðils yrði strax fest við gengi Bandaríkjadollars. • Með nýjum Ríkisdal (ISD) sem lögeyri og fastgengisstefnu fylgja aðhaldssöm ríkisfjármál og efnahagslegur stöðugleiki og engin gjaldeyrishöft yrðu á nýja Ríkisdalnum. • Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands hefði einkaleyfi til útgáfu Ríkisdals sem ásamt Bandaríkjadal yrði lögeyrir landsins. Eftir sem áður yrðu engar hömlur á notkun annarra gjaldmiðla. • Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands skal m.a. annast myntsláttu fyrir landsmenn, gefa út bæði mynt og seðla í Ríkisdölum. Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands skal tryggja að Ríkisdalir séu að fullu skiptanlegir á pari fyrir Bandaríkjadali. • Stoðmynt Myntsláttu- og þjóðhagsráðs Íslands skal vera Bandaríkjadalur og skiptihlutfall hans gagnvart Ríkisdal vera einn Ríkisdalur á móti einum Bandaríkjadal. • Gengi Ríkisdalsins myndi sveiflast eins og gengi Bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum. • Innan árs frá stofnun Myntsláttu- og þjóðhagsráðs Íslands skal vera búið að skipta öllum íslenskum krónum landsmanna, launum, lausu fé, innistæðum, skuldum, verðbréfum, samningum o.s.frv. yfir í Ríkisdal. • Gjaldeyrishöftum yrði ekki lyft af ca. 1.000 milljörðum af aflandskrónum, þær frystar og sérstaklega samið um losun hafta á þeim. Innlánsvextir á aflandskrónunum yrðu keyrðir niður í 0,0%. Þessir 1.000 milljarðar aflandskróna halda íslenska hagkerfinu í gíslingu. • Eigendum aflandskróna yrðu t.d. boðnar tvær leiðir til að losna úr viðjum gjaldeyrishaftanna; a) að skipta yfir í Ríkisdal með 75% afföllum, eða b) skipti á aflandskrónugengi í 30 ára skuldabréf, gefin út í Bandaríkjadal með 3,5% vöxtum, fyrsta afborgun á tíunda ári. • Þetta sparar tugi milljarða kr. á ári í vaxtakostnað sem skattgreiðendur borga í vexti af aflandskrónum. • Þær upphæðir af aflandskrónum, sem ekki yrði skipt fyrir Ríkisdalinn, yrðu notaðar til uppbyggingar í íslensku þjóðfélagi til áratuga. Líta verður á 1.000 milljarðana af gömlu krónunum sem hafa íslenskt efnahagslíf í gíslingu sem tækifæri, snúa borðinu við og leyfa erlendum vogunarsjóðum að njóta fjárfestingartækifæra í landinu með þátttöku sinni. • Það tæki ca. 6 til 9 mánuði að koma þessari leið í verk. • Rúsínan i pylsuendanum væri sú, að auðveldlega er hægt að leggja verðtryggingu niður með þessum aðgerðum. Langþráð fjármálaöryggiVið megum ekki gleyma því að fólkið í landinu horfir til okkar sem bjóðum okkur fram til stjórnmálastarfa – með von um betri framtíð. Okkar skylda er að rísa undir þeim væntingum. Stuðla að betri framtíð, betri lífskjörum og hugsa í lausnum. En ekki leggja stein í götu alls sem til framfara horfir. Efnahagslífið er einn vefur og starfsskilyrði atvinnulífs og lífskjör fólksins eru samofin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Gjaldeyrisútboð og lausnir Seðlabankans við afnám gjaldeyrishafta ná ekki flugi og hafa gjörsamlega mistekist vegna vantrausts fjárfesta á bankanum og áætluninni um afnám haftanna. Með núverandi fyrirkomulagi mun taka áratugi að losa um höftin og því ljóst að finna verður nýja leið. Gjaldeyrishöft voru sett á til að hefta útflæði erlends gjaldeyris. Síðast þegar gjaldeyrishöft voru sett á entust þau í 60 ár. Gjaldeyrishöft eru þeim eiginleikum gædd að Seðlabankinn neyðist til að þrengja þau með tímanum vegna þess að peningarnir finna alltaf leið og hefur Seðlabankinn komið sér upp gjaldeyriseftirliti sem rannsakar kreditkort einstaklinga og hefur jafnvel ráðist inn með húsleitum í fyrirtæki. Þetta er eitthvað sem engin siðmenntuð þjóð vill gera. En vandamálið er það stórt að ef gjaldeyrishöftunum yrði lyft, þá mundi allur gjaldeyrissjóður Seðlabankans tæmast á svipstundu með tilheyrandi hörmungum. Ef landsmenn vilja losna við gjaldeyrishöftin fljótt og koma á efnahagslegum stöðugleika er aðferðin sú að gera Ríkisdal að lögeyri, samhliða gömlu krónunni með fastgengi við Bandaríkjadollar. Með nýjum lögeyri/Ríkisdal og fastgengisstefnu fylgja aðhaldssöm ríkisfjármál og efnahagslegur stöðugleiki. Fastgengisstefna yrði sett á strax og í kjölfarið 6 til 9 mánuðum seinna upptaka nýja gjaldmiðilsins Ríkisdals (ISD), útgefins af Myntsláttu- og þjóðhagsráði Íslands sem væri ný stofnun sett saman úr Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu. Nýi Ríkisdalurinn yrði með Bandaríkjadal sem stoðmynt. Möguleiki er að gera gjaldmiðlaskiptasamning við Seðlabanka Bandaríkjanna fyrir stuðning við nýja Ríkisdalinn. Afnám gjaldeyrishafta þarf að setja með sérstökum neyðarlögum.• Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands yrði ný stofnun sett saman úr Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu. • Tekin væri upp fastgengisstefna í stað verðbólguviðmiða. Gengi gjaldmiðils yrði strax fest við gengi Bandaríkjadollars. • Með nýjum Ríkisdal (ISD) sem lögeyri og fastgengisstefnu fylgja aðhaldssöm ríkisfjármál og efnahagslegur stöðugleiki og engin gjaldeyrishöft yrðu á nýja Ríkisdalnum. • Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands hefði einkaleyfi til útgáfu Ríkisdals sem ásamt Bandaríkjadal yrði lögeyrir landsins. Eftir sem áður yrðu engar hömlur á notkun annarra gjaldmiðla. • Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands skal m.a. annast myntsláttu fyrir landsmenn, gefa út bæði mynt og seðla í Ríkisdölum. Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands skal tryggja að Ríkisdalir séu að fullu skiptanlegir á pari fyrir Bandaríkjadali. • Stoðmynt Myntsláttu- og þjóðhagsráðs Íslands skal vera Bandaríkjadalur og skiptihlutfall hans gagnvart Ríkisdal vera einn Ríkisdalur á móti einum Bandaríkjadal. • Gengi Ríkisdalsins myndi sveiflast eins og gengi Bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum. • Innan árs frá stofnun Myntsláttu- og þjóðhagsráðs Íslands skal vera búið að skipta öllum íslenskum krónum landsmanna, launum, lausu fé, innistæðum, skuldum, verðbréfum, samningum o.s.frv. yfir í Ríkisdal. • Gjaldeyrishöftum yrði ekki lyft af ca. 1.000 milljörðum af aflandskrónum, þær frystar og sérstaklega samið um losun hafta á þeim. Innlánsvextir á aflandskrónunum yrðu keyrðir niður í 0,0%. Þessir 1.000 milljarðar aflandskróna halda íslenska hagkerfinu í gíslingu. • Eigendum aflandskróna yrðu t.d. boðnar tvær leiðir til að losna úr viðjum gjaldeyrishaftanna; a) að skipta yfir í Ríkisdal með 75% afföllum, eða b) skipti á aflandskrónugengi í 30 ára skuldabréf, gefin út í Bandaríkjadal með 3,5% vöxtum, fyrsta afborgun á tíunda ári. • Þetta sparar tugi milljarða kr. á ári í vaxtakostnað sem skattgreiðendur borga í vexti af aflandskrónum. • Þær upphæðir af aflandskrónum, sem ekki yrði skipt fyrir Ríkisdalinn, yrðu notaðar til uppbyggingar í íslensku þjóðfélagi til áratuga. Líta verður á 1.000 milljarðana af gömlu krónunum sem hafa íslenskt efnahagslíf í gíslingu sem tækifæri, snúa borðinu við og leyfa erlendum vogunarsjóðum að njóta fjárfestingartækifæra í landinu með þátttöku sinni. • Það tæki ca. 6 til 9 mánuði að koma þessari leið í verk. • Rúsínan i pylsuendanum væri sú, að auðveldlega er hægt að leggja verðtryggingu niður með þessum aðgerðum. Langþráð fjármálaöryggiVið megum ekki gleyma því að fólkið í landinu horfir til okkar sem bjóðum okkur fram til stjórnmálastarfa – með von um betri framtíð. Okkar skylda er að rísa undir þeim væntingum. Stuðla að betri framtíð, betri lífskjörum og hugsa í lausnum. En ekki leggja stein í götu alls sem til framfara horfir. Efnahagslífið er einn vefur og starfsskilyrði atvinnulífs og lífskjör fólksins eru samofin.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun