Afnám gjaldeyrishafta með upptöku Ríkisdals Guðmundur Franklín Jónsson skrifar 26. apríl 2012 06:00 Gjaldeyrisútboð og lausnir Seðlabankans við afnám gjaldeyrishafta ná ekki flugi og hafa gjörsamlega mistekist vegna vantrausts fjárfesta á bankanum og áætluninni um afnám haftanna. Með núverandi fyrirkomulagi mun taka áratugi að losa um höftin og því ljóst að finna verður nýja leið. Gjaldeyrishöft voru sett á til að hefta útflæði erlends gjaldeyris. Síðast þegar gjaldeyrishöft voru sett á entust þau í 60 ár. Gjaldeyrishöft eru þeim eiginleikum gædd að Seðlabankinn neyðist til að þrengja þau með tímanum vegna þess að peningarnir finna alltaf leið og hefur Seðlabankinn komið sér upp gjaldeyriseftirliti sem rannsakar kreditkort einstaklinga og hefur jafnvel ráðist inn með húsleitum í fyrirtæki. Þetta er eitthvað sem engin siðmenntuð þjóð vill gera. En vandamálið er það stórt að ef gjaldeyrishöftunum yrði lyft, þá mundi allur gjaldeyrissjóður Seðlabankans tæmast á svipstundu með tilheyrandi hörmungum. Ef landsmenn vilja losna við gjaldeyrishöftin fljótt og koma á efnahagslegum stöðugleika er aðferðin sú að gera Ríkisdal að lögeyri, samhliða gömlu krónunni með fastgengi við Bandaríkjadollar. Með nýjum lögeyri/Ríkisdal og fastgengisstefnu fylgja aðhaldssöm ríkisfjármál og efnahagslegur stöðugleiki. Fastgengisstefna yrði sett á strax og í kjölfarið 6 til 9 mánuðum seinna upptaka nýja gjaldmiðilsins Ríkisdals (ISD), útgefins af Myntsláttu- og þjóðhagsráði Íslands sem væri ný stofnun sett saman úr Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu. Nýi Ríkisdalurinn yrði með Bandaríkjadal sem stoðmynt. Möguleiki er að gera gjaldmiðlaskiptasamning við Seðlabanka Bandaríkjanna fyrir stuðning við nýja Ríkisdalinn. Afnám gjaldeyrishafta þarf að setja með sérstökum neyðarlögum.• Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands yrði ný stofnun sett saman úr Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu. • Tekin væri upp fastgengisstefna í stað verðbólguviðmiða. Gengi gjaldmiðils yrði strax fest við gengi Bandaríkjadollars. • Með nýjum Ríkisdal (ISD) sem lögeyri og fastgengisstefnu fylgja aðhaldssöm ríkisfjármál og efnahagslegur stöðugleiki og engin gjaldeyrishöft yrðu á nýja Ríkisdalnum. • Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands hefði einkaleyfi til útgáfu Ríkisdals sem ásamt Bandaríkjadal yrði lögeyrir landsins. Eftir sem áður yrðu engar hömlur á notkun annarra gjaldmiðla. • Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands skal m.a. annast myntsláttu fyrir landsmenn, gefa út bæði mynt og seðla í Ríkisdölum. Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands skal tryggja að Ríkisdalir séu að fullu skiptanlegir á pari fyrir Bandaríkjadali. • Stoðmynt Myntsláttu- og þjóðhagsráðs Íslands skal vera Bandaríkjadalur og skiptihlutfall hans gagnvart Ríkisdal vera einn Ríkisdalur á móti einum Bandaríkjadal. • Gengi Ríkisdalsins myndi sveiflast eins og gengi Bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum. • Innan árs frá stofnun Myntsláttu- og þjóðhagsráðs Íslands skal vera búið að skipta öllum íslenskum krónum landsmanna, launum, lausu fé, innistæðum, skuldum, verðbréfum, samningum o.s.frv. yfir í Ríkisdal. • Gjaldeyrishöftum yrði ekki lyft af ca. 1.000 milljörðum af aflandskrónum, þær frystar og sérstaklega samið um losun hafta á þeim. Innlánsvextir á aflandskrónunum yrðu keyrðir niður í 0,0%. Þessir 1.000 milljarðar aflandskróna halda íslenska hagkerfinu í gíslingu. • Eigendum aflandskróna yrðu t.d. boðnar tvær leiðir til að losna úr viðjum gjaldeyrishaftanna; a) að skipta yfir í Ríkisdal með 75% afföllum, eða b) skipti á aflandskrónugengi í 30 ára skuldabréf, gefin út í Bandaríkjadal með 3,5% vöxtum, fyrsta afborgun á tíunda ári. • Þetta sparar tugi milljarða kr. á ári í vaxtakostnað sem skattgreiðendur borga í vexti af aflandskrónum. • Þær upphæðir af aflandskrónum, sem ekki yrði skipt fyrir Ríkisdalinn, yrðu notaðar til uppbyggingar í íslensku þjóðfélagi til áratuga. Líta verður á 1.000 milljarðana af gömlu krónunum sem hafa íslenskt efnahagslíf í gíslingu sem tækifæri, snúa borðinu við og leyfa erlendum vogunarsjóðum að njóta fjárfestingartækifæra í landinu með þátttöku sinni. • Það tæki ca. 6 til 9 mánuði að koma þessari leið í verk. • Rúsínan i pylsuendanum væri sú, að auðveldlega er hægt að leggja verðtryggingu niður með þessum aðgerðum. Langþráð fjármálaöryggiVið megum ekki gleyma því að fólkið í landinu horfir til okkar sem bjóðum okkur fram til stjórnmálastarfa – með von um betri framtíð. Okkar skylda er að rísa undir þeim væntingum. Stuðla að betri framtíð, betri lífskjörum og hugsa í lausnum. En ekki leggja stein í götu alls sem til framfara horfir. Efnahagslífið er einn vefur og starfsskilyrði atvinnulífs og lífskjör fólksins eru samofin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Gjaldeyrisútboð og lausnir Seðlabankans við afnám gjaldeyrishafta ná ekki flugi og hafa gjörsamlega mistekist vegna vantrausts fjárfesta á bankanum og áætluninni um afnám haftanna. Með núverandi fyrirkomulagi mun taka áratugi að losa um höftin og því ljóst að finna verður nýja leið. Gjaldeyrishöft voru sett á til að hefta útflæði erlends gjaldeyris. Síðast þegar gjaldeyrishöft voru sett á entust þau í 60 ár. Gjaldeyrishöft eru þeim eiginleikum gædd að Seðlabankinn neyðist til að þrengja þau með tímanum vegna þess að peningarnir finna alltaf leið og hefur Seðlabankinn komið sér upp gjaldeyriseftirliti sem rannsakar kreditkort einstaklinga og hefur jafnvel ráðist inn með húsleitum í fyrirtæki. Þetta er eitthvað sem engin siðmenntuð þjóð vill gera. En vandamálið er það stórt að ef gjaldeyrishöftunum yrði lyft, þá mundi allur gjaldeyrissjóður Seðlabankans tæmast á svipstundu með tilheyrandi hörmungum. Ef landsmenn vilja losna við gjaldeyrishöftin fljótt og koma á efnahagslegum stöðugleika er aðferðin sú að gera Ríkisdal að lögeyri, samhliða gömlu krónunni með fastgengi við Bandaríkjadollar. Með nýjum lögeyri/Ríkisdal og fastgengisstefnu fylgja aðhaldssöm ríkisfjármál og efnahagslegur stöðugleiki. Fastgengisstefna yrði sett á strax og í kjölfarið 6 til 9 mánuðum seinna upptaka nýja gjaldmiðilsins Ríkisdals (ISD), útgefins af Myntsláttu- og þjóðhagsráði Íslands sem væri ný stofnun sett saman úr Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu. Nýi Ríkisdalurinn yrði með Bandaríkjadal sem stoðmynt. Möguleiki er að gera gjaldmiðlaskiptasamning við Seðlabanka Bandaríkjanna fyrir stuðning við nýja Ríkisdalinn. Afnám gjaldeyrishafta þarf að setja með sérstökum neyðarlögum.• Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands yrði ný stofnun sett saman úr Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu. • Tekin væri upp fastgengisstefna í stað verðbólguviðmiða. Gengi gjaldmiðils yrði strax fest við gengi Bandaríkjadollars. • Með nýjum Ríkisdal (ISD) sem lögeyri og fastgengisstefnu fylgja aðhaldssöm ríkisfjármál og efnahagslegur stöðugleiki og engin gjaldeyrishöft yrðu á nýja Ríkisdalnum. • Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands hefði einkaleyfi til útgáfu Ríkisdals sem ásamt Bandaríkjadal yrði lögeyrir landsins. Eftir sem áður yrðu engar hömlur á notkun annarra gjaldmiðla. • Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands skal m.a. annast myntsláttu fyrir landsmenn, gefa út bæði mynt og seðla í Ríkisdölum. Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands skal tryggja að Ríkisdalir séu að fullu skiptanlegir á pari fyrir Bandaríkjadali. • Stoðmynt Myntsláttu- og þjóðhagsráðs Íslands skal vera Bandaríkjadalur og skiptihlutfall hans gagnvart Ríkisdal vera einn Ríkisdalur á móti einum Bandaríkjadal. • Gengi Ríkisdalsins myndi sveiflast eins og gengi Bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum. • Innan árs frá stofnun Myntsláttu- og þjóðhagsráðs Íslands skal vera búið að skipta öllum íslenskum krónum landsmanna, launum, lausu fé, innistæðum, skuldum, verðbréfum, samningum o.s.frv. yfir í Ríkisdal. • Gjaldeyrishöftum yrði ekki lyft af ca. 1.000 milljörðum af aflandskrónum, þær frystar og sérstaklega samið um losun hafta á þeim. Innlánsvextir á aflandskrónunum yrðu keyrðir niður í 0,0%. Þessir 1.000 milljarðar aflandskróna halda íslenska hagkerfinu í gíslingu. • Eigendum aflandskróna yrðu t.d. boðnar tvær leiðir til að losna úr viðjum gjaldeyrishaftanna; a) að skipta yfir í Ríkisdal með 75% afföllum, eða b) skipti á aflandskrónugengi í 30 ára skuldabréf, gefin út í Bandaríkjadal með 3,5% vöxtum, fyrsta afborgun á tíunda ári. • Þetta sparar tugi milljarða kr. á ári í vaxtakostnað sem skattgreiðendur borga í vexti af aflandskrónum. • Þær upphæðir af aflandskrónum, sem ekki yrði skipt fyrir Ríkisdalinn, yrðu notaðar til uppbyggingar í íslensku þjóðfélagi til áratuga. Líta verður á 1.000 milljarðana af gömlu krónunum sem hafa íslenskt efnahagslíf í gíslingu sem tækifæri, snúa borðinu við og leyfa erlendum vogunarsjóðum að njóta fjárfestingartækifæra í landinu með þátttöku sinni. • Það tæki ca. 6 til 9 mánuði að koma þessari leið í verk. • Rúsínan i pylsuendanum væri sú, að auðveldlega er hægt að leggja verðtryggingu niður með þessum aðgerðum. Langþráð fjármálaöryggiVið megum ekki gleyma því að fólkið í landinu horfir til okkar sem bjóðum okkur fram til stjórnmálastarfa – með von um betri framtíð. Okkar skylda er að rísa undir þeim væntingum. Stuðla að betri framtíð, betri lífskjörum og hugsa í lausnum. En ekki leggja stein í götu alls sem til framfara horfir. Efnahagslífið er einn vefur og starfsskilyrði atvinnulífs og lífskjör fólksins eru samofin.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun