Skipulagsdagar eða ekki? Heiða Sigurjónsdóttir skrifar 30. apríl 2012 11:52 Innan um fjölmarga neikvæða punkta í umræðu um og gagnvart leikskólum Reykjavíkur kom loksins jákvæður punktur upp á yfirborðið. Við fáum einn skipulagsdag í viðbót. Það gleður mig að Reykjavíkurborg sjái hversu mikilvægt starf leikskóla Reykjavíkur er í raun og veru og vill þar af leiðandi veita okkur aukinn tíma til að vinna að og meta það starf sem við vinnum dag hvern. Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vakti máls á þessu með grein á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins þann 29. apríl. Ég fagna þeim hluta umræðunnar um að hægt væri að veita starfsfólki leikskóla þennan undirbúningstíma á þannig tíma að foreldrum henti betur. Flestir geta verið sammála um að það hentar vinnandi fólki ekki vel að þurfa að taka frí, þó það sé í þágu barnanna. Ég get þó ekki annað en gert nokkrar athugasemdir. Í fyrsta lagi er rétt að taka fram að árið 2007, þegar skipulagsdögum var fjölgað í 4, fengu starfsmenn hjá leikskólum Reykjavíkur tveggja klukkustunda starfsmannafund, mánaðarlega. Oftast er miðað við að hafa starfsmannafund 10 mánuði ársins og jafngildir þetta því tveimur og hálfum skipulagsdegi. Þegar starfsmannafundir voru lagðir niður vegna fjárskorts hjá borginni var brugðið á það ráð að fjölga skipulagsdögum þar sem starfsfólk sinnti undirbúningi og endurmati innan hefðbundins vinnutíma. Þar með þurfti ekki að greiða starfsfólki leikskólanna yfirvinnu. Í greininni sagði Hannes: „Eðlilega er spurt hver sé ávinningur með þessum starfsdögum og hvernig til hafi tekist varðandi umönnun barnanna áður en skipulagsdagar voru teknir upp." Sem stoltur starfsmaður hjá leikskólum Reykjavíkur hrasa ég illilega við þessi ummæli. Þarna glittir í viðhorf sem ég vonaði að væri löngu gleymt, að undirbúningsvinna af þessu tagi sé óþörf, að það þurfi nú ekkert að hafa svo mikið fyrir leikskólabörnum. Ég er alveg viss um að umönnun barna áður en skipulagsdagar voru teknir upp var mjög góð, en sennilega var þá meira um umönnun en minna um skipulagt starf. Ég segi sennilega af því ég hef aldrei unnið við þær aðstæður. Í dag eru gerðar mun meiri kröfur til starfsemi leikskóla, leikskólinn er núna fyrsta skólastigið með sína eigin námskrá og því fylgir aukin skipulagning. Ég hef aldrei þekkt til annars en að skipulagsdagar séu hluti af leikskólaumhverfinu og veit að skipulagsdagar eru nauðsynlegir. Einnig langar mig að benda á að óraunhæft er að bera saman „venjuleg" fyrirtæki (eins og Hannes kallar það) og leikskóla. Í „venjulegum" fyrirtækum eru ekki 18 fjörugir viðskiptavinir hlaupandi í kringum starfsmanninn í 8-9 klukkustundir á dag. Í „venjulegu" fyrirtæki geta starfsmenn safnast saman í fundarherbergi og skipulagt og metið starfið án þess að 18 viðskiptavinir séu í lausu lofti í næsta herbergi á meðan. Í leikskólanum er ekki hægt að nýta hefðbundinn vinnudag til að skipuleggja og endurmeta starfið, nema börnin séu heima. Að lokum langar mig að ítreka að ég er sammála því að mér finnst æskilegt að skoða hvort ekki sé hægt að sinna þessari undirbúningsvinnu að einhverju leyti utan hefðbundins vinnutíma, ákvörðun um það liggur hjá Reykjavíkurborg (og öðrum sveitarfélögum). En mér finnst mjög mikilvægt að á sama tíma sé ekki gert lítið úr störfum þeirra sem sinna börnunum dag hvern. Ég hvet alla sem hafa tækifæri til að líta við á opnum húsum leikskólanna í borginni, sem eru haldin víða í byrjun maí, og kynna sér starfsemi þeirra. Heiða Sigurjónsdóttir Deildarstjóri í leikskólanum Jörfa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Innan um fjölmarga neikvæða punkta í umræðu um og gagnvart leikskólum Reykjavíkur kom loksins jákvæður punktur upp á yfirborðið. Við fáum einn skipulagsdag í viðbót. Það gleður mig að Reykjavíkurborg sjái hversu mikilvægt starf leikskóla Reykjavíkur er í raun og veru og vill þar af leiðandi veita okkur aukinn tíma til að vinna að og meta það starf sem við vinnum dag hvern. Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vakti máls á þessu með grein á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins þann 29. apríl. Ég fagna þeim hluta umræðunnar um að hægt væri að veita starfsfólki leikskóla þennan undirbúningstíma á þannig tíma að foreldrum henti betur. Flestir geta verið sammála um að það hentar vinnandi fólki ekki vel að þurfa að taka frí, þó það sé í þágu barnanna. Ég get þó ekki annað en gert nokkrar athugasemdir. Í fyrsta lagi er rétt að taka fram að árið 2007, þegar skipulagsdögum var fjölgað í 4, fengu starfsmenn hjá leikskólum Reykjavíkur tveggja klukkustunda starfsmannafund, mánaðarlega. Oftast er miðað við að hafa starfsmannafund 10 mánuði ársins og jafngildir þetta því tveimur og hálfum skipulagsdegi. Þegar starfsmannafundir voru lagðir niður vegna fjárskorts hjá borginni var brugðið á það ráð að fjölga skipulagsdögum þar sem starfsfólk sinnti undirbúningi og endurmati innan hefðbundins vinnutíma. Þar með þurfti ekki að greiða starfsfólki leikskólanna yfirvinnu. Í greininni sagði Hannes: „Eðlilega er spurt hver sé ávinningur með þessum starfsdögum og hvernig til hafi tekist varðandi umönnun barnanna áður en skipulagsdagar voru teknir upp." Sem stoltur starfsmaður hjá leikskólum Reykjavíkur hrasa ég illilega við þessi ummæli. Þarna glittir í viðhorf sem ég vonaði að væri löngu gleymt, að undirbúningsvinna af þessu tagi sé óþörf, að það þurfi nú ekkert að hafa svo mikið fyrir leikskólabörnum. Ég er alveg viss um að umönnun barna áður en skipulagsdagar voru teknir upp var mjög góð, en sennilega var þá meira um umönnun en minna um skipulagt starf. Ég segi sennilega af því ég hef aldrei unnið við þær aðstæður. Í dag eru gerðar mun meiri kröfur til starfsemi leikskóla, leikskólinn er núna fyrsta skólastigið með sína eigin námskrá og því fylgir aukin skipulagning. Ég hef aldrei þekkt til annars en að skipulagsdagar séu hluti af leikskólaumhverfinu og veit að skipulagsdagar eru nauðsynlegir. Einnig langar mig að benda á að óraunhæft er að bera saman „venjuleg" fyrirtæki (eins og Hannes kallar það) og leikskóla. Í „venjulegum" fyrirtækum eru ekki 18 fjörugir viðskiptavinir hlaupandi í kringum starfsmanninn í 8-9 klukkustundir á dag. Í „venjulegu" fyrirtæki geta starfsmenn safnast saman í fundarherbergi og skipulagt og metið starfið án þess að 18 viðskiptavinir séu í lausu lofti í næsta herbergi á meðan. Í leikskólanum er ekki hægt að nýta hefðbundinn vinnudag til að skipuleggja og endurmeta starfið, nema börnin séu heima. Að lokum langar mig að ítreka að ég er sammála því að mér finnst æskilegt að skoða hvort ekki sé hægt að sinna þessari undirbúningsvinnu að einhverju leyti utan hefðbundins vinnutíma, ákvörðun um það liggur hjá Reykjavíkurborg (og öðrum sveitarfélögum). En mér finnst mjög mikilvægt að á sama tíma sé ekki gert lítið úr störfum þeirra sem sinna börnunum dag hvern. Ég hvet alla sem hafa tækifæri til að líta við á opnum húsum leikskólanna í borginni, sem eru haldin víða í byrjun maí, og kynna sér starfsemi þeirra. Heiða Sigurjónsdóttir Deildarstjóri í leikskólanum Jörfa
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar