Leiðin til nýja Íslands Róbert Marshall skrifar 1. maí 2012 06:00 Þó að allar hagtölur bendi til þess að Íslendingum hafi tekist að snúa vörn í sókn er ekki þar með sagt að kreppunni sé lokið. Hún er enda að mjög litlum hluta efnahagslegs eðlis. Hér ríkir hugmyndafræðileg og pólitísk kreppa. Sumir myndu segja tilvistarkreppa. Djúpstæð átök eru um framhaldið. Í grófum dráttum snúast þau um það hvort við viljum „koma öllu í gang aftur" eða byrja upp á nýtt; endurskilgreina samfélagið, markmið þess og grunngildi. „Er þetta nýja Ísland?" er spurning sem gjarnan er beint til okkar sem sitjum á þingi. Það er erfitt að svara henni. Ekki vegna þess að hún sé svo flókin heldur vegna þess skilnings á samfélaginu sem í henni birtist. Spyrjandinn gerir þá kröfu að einhver komi með „nýja Ísland" til hans. En stjórnmálamenn munu ekki einir og sér búa til nýtt samfélag. Fólkið gerir það. Við öll. Almenningur. Samfélag er samstarfsverk, svo spurningunni sé svarað. Í spurningunni felst enn fremur meginstef samfélagsins sem hrundi eða: Hvað fæ ég? Hagfræðikenningin sem gengur út á það að samfélögum vegni best ef allir hugsa um það að hámarka eigin hagnað gekk ekki upp. Hún var kjarni þess fjárhagslega Rómarveldis sem byggt var í Borgartúninu og jafnaðist við jörðu fyrir bráðum fjórum árum. Eftir stendur þjóð í kreppu. Þjóð sem einu sinni var sú hamingjusamasta í heimi. Hagtölurnar sýna okkur að við getum lokið kreppunni. Leiðin til nýja Íslands er fær. Hún er fyrir það fyrsta áfram en ekki aftur á bak. Hún er hreyfing, ekki kyrrstaða. Hún kallar á sameiginlegt átak þings, þjóðar, ríkisstjórnar, ráðuneyta, stjórnmálahreyfinga, stofnana, sveitarfélaga, fyrirtækja, íþróttafélaga, áhugamannahópa, fjölskyldna, trúfélaga og fleiri og fleiri svo við megnum að rífa samfélag okkar upp úr hjólförunum. Hún miðar að því að viðurkenna að við deilum kjörum í þessu landi og eigum það að sameiginlegu markmiði að hámarka möguleika hvers einstaklings til þess að lifa hamingjusömu og heilbrigðu lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þó að allar hagtölur bendi til þess að Íslendingum hafi tekist að snúa vörn í sókn er ekki þar með sagt að kreppunni sé lokið. Hún er enda að mjög litlum hluta efnahagslegs eðlis. Hér ríkir hugmyndafræðileg og pólitísk kreppa. Sumir myndu segja tilvistarkreppa. Djúpstæð átök eru um framhaldið. Í grófum dráttum snúast þau um það hvort við viljum „koma öllu í gang aftur" eða byrja upp á nýtt; endurskilgreina samfélagið, markmið þess og grunngildi. „Er þetta nýja Ísland?" er spurning sem gjarnan er beint til okkar sem sitjum á þingi. Það er erfitt að svara henni. Ekki vegna þess að hún sé svo flókin heldur vegna þess skilnings á samfélaginu sem í henni birtist. Spyrjandinn gerir þá kröfu að einhver komi með „nýja Ísland" til hans. En stjórnmálamenn munu ekki einir og sér búa til nýtt samfélag. Fólkið gerir það. Við öll. Almenningur. Samfélag er samstarfsverk, svo spurningunni sé svarað. Í spurningunni felst enn fremur meginstef samfélagsins sem hrundi eða: Hvað fæ ég? Hagfræðikenningin sem gengur út á það að samfélögum vegni best ef allir hugsa um það að hámarka eigin hagnað gekk ekki upp. Hún var kjarni þess fjárhagslega Rómarveldis sem byggt var í Borgartúninu og jafnaðist við jörðu fyrir bráðum fjórum árum. Eftir stendur þjóð í kreppu. Þjóð sem einu sinni var sú hamingjusamasta í heimi. Hagtölurnar sýna okkur að við getum lokið kreppunni. Leiðin til nýja Íslands er fær. Hún er fyrir það fyrsta áfram en ekki aftur á bak. Hún er hreyfing, ekki kyrrstaða. Hún kallar á sameiginlegt átak þings, þjóðar, ríkisstjórnar, ráðuneyta, stjórnmálahreyfinga, stofnana, sveitarfélaga, fyrirtækja, íþróttafélaga, áhugamannahópa, fjölskyldna, trúfélaga og fleiri og fleiri svo við megnum að rífa samfélag okkar upp úr hjólförunum. Hún miðar að því að viðurkenna að við deilum kjörum í þessu landi og eigum það að sameiginlegu markmiði að hámarka möguleika hvers einstaklings til þess að lifa hamingjusömu og heilbrigðu lífi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar