Þeir sletta blóðinu sem mega það Sindri Már Hannesson skrifar 27. apríl 2012 13:18 Allir eiga sína 5 lítra af blóði sem þeim er frjálst að ráðstafa að vild. Margir kjósa að gefa það til að hjálpa öðrum. Vil ég gefa blóðið mitt? Ef móðir mín sem er í O blóðflokk líkt og ég lægi dauðvona á sjúkrahúsi og þyrfti nauðsynlega á blóðgjöf að halda, væri ég tilbúinn að færa þá fórn? Já, það væri ég. Í venjulegri blóðgjöf er tekinn um hálfur lítri í hvert sinn. Það hljómar mikið, enda er það 10% af heildarmagninu í hverjum manni. Við erum þó svo vel búin líffræðilega að blóð endurnýjar sig og nær aftur hinu gullna, alkunna og eftirsótta jafnvægi. Ef ég les mér til um þær kröfur sem gerðar eru til hvers blóðgjafa sé ég að þær eru að viðkomandi sé heilbrigður einstaklingur, á aldrinum 18-60 ára og þyngri en 50 kíló. Ég uppfylli þær kröfur fyllilega, tel mig allt að því afar heilbrigðan. Ég held lestrinum áfram um kröfurnar. Þar sé ég efnisgrein „Ef viðkomandi lifir áhættusömu lífi, s.s. sprautar sig með fíknilyfjum, stundar vændi, er samkynhneigður karlmaður eða hefur haft mök við manneskju frá Afríku sunnan Sahara, Indlandi, Suðaustur-Asíu eða Suður-Ameríku getur hann ekki orðið blóðgjafi." Ég hnussa og hristi hausinn. Ég hef aldrei á minni ævi verið þekktur fyrir að lifa áhættusömu líferni. Jú, ég vissulega hef týnst á flugvelli, lent í mannránstiltraun, keyrt fjórhjól áður en ég fékk bílpróf og íhugað fallhlífastökk en aldrei hef ég snert við fíknilyfjum. Ég hef heldur ekki, sem betur fer, þurft að ganga svo langt að stunda vændi til að afla mér fjár. Hvurslags aðdróttanir eru þetta? Bíddu nú við. Ætlar sú ákvörðun mín fyrir tæpum þremur árum að segja fjölskyldu minni að ég sé með lítilsháttar genagalla, fíli samt ennþá fótbolta en finnist strákar líka sætir að koma í bakið á mér núna? Mamma mín er að deyja! Ég hef ekki tíma í þetta, stingdu nálinni í mig! Hjúkrunarkonan neitar. Ég er víst banvænn. Mögulega. En hvað er þetta? Á blóðgjafaeyðublaðinu eru möguleikar. Ég get merkt við að ég sé gagnkynhneigður. Þá er allt önnur hlið upp á teningnum. Ekkert örvæntingarkast, mamma mín lifir og það eina sem breytist í raun er þetta litla X, sem ég sjálfur þarf að rita. Það er auðveldara sagt en gert. Ég er ekki lygari. Er ég hér að fara að ljúga upp á mig sjálfan, persónu mína, hver ég er? Til að geta sjálfviljugur gefið blóð mitt? Er ég ekki stoltari af sjálfum mér en það? Jú, það er ég. Af hverju breytir þetta X öllu? Hvaða þýðingu hefur þetta blað? Allt blóð er skimað hvort sem er eða hvað? Varla taka þeir blóð úr hverjum sem er, dæla því í næsta einstakling sem þarf á því að halda án umhugsunar og halda svo áfram? Væri ekki lifrarbólga C þá landlæg og allir með kynsjúkdóm? Jú, allt blóð er skimað. Ef ég væri með HIV þá myndi það sjást og blóðið yrði ekki notað. Ég hef ekki lifað áhættusömu lífi. Ég hef verið í föstu sambandi með sama stráknum síðan ég kom út úr skápnum. Ég hef aldrei fengið kynsjúkdóm. Það er líklegra að vinur minn, hinn gagnkynhneigði og einhleypi Jón sé með HIV heldur en ég. Það segja nýjustu tölur hér á Íslandi. Af hverju má ég ekki bjarga mömmu minni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Allir eiga sína 5 lítra af blóði sem þeim er frjálst að ráðstafa að vild. Margir kjósa að gefa það til að hjálpa öðrum. Vil ég gefa blóðið mitt? Ef móðir mín sem er í O blóðflokk líkt og ég lægi dauðvona á sjúkrahúsi og þyrfti nauðsynlega á blóðgjöf að halda, væri ég tilbúinn að færa þá fórn? Já, það væri ég. Í venjulegri blóðgjöf er tekinn um hálfur lítri í hvert sinn. Það hljómar mikið, enda er það 10% af heildarmagninu í hverjum manni. Við erum þó svo vel búin líffræðilega að blóð endurnýjar sig og nær aftur hinu gullna, alkunna og eftirsótta jafnvægi. Ef ég les mér til um þær kröfur sem gerðar eru til hvers blóðgjafa sé ég að þær eru að viðkomandi sé heilbrigður einstaklingur, á aldrinum 18-60 ára og þyngri en 50 kíló. Ég uppfylli þær kröfur fyllilega, tel mig allt að því afar heilbrigðan. Ég held lestrinum áfram um kröfurnar. Þar sé ég efnisgrein „Ef viðkomandi lifir áhættusömu lífi, s.s. sprautar sig með fíknilyfjum, stundar vændi, er samkynhneigður karlmaður eða hefur haft mök við manneskju frá Afríku sunnan Sahara, Indlandi, Suðaustur-Asíu eða Suður-Ameríku getur hann ekki orðið blóðgjafi." Ég hnussa og hristi hausinn. Ég hef aldrei á minni ævi verið þekktur fyrir að lifa áhættusömu líferni. Jú, ég vissulega hef týnst á flugvelli, lent í mannránstiltraun, keyrt fjórhjól áður en ég fékk bílpróf og íhugað fallhlífastökk en aldrei hef ég snert við fíknilyfjum. Ég hef heldur ekki, sem betur fer, þurft að ganga svo langt að stunda vændi til að afla mér fjár. Hvurslags aðdróttanir eru þetta? Bíddu nú við. Ætlar sú ákvörðun mín fyrir tæpum þremur árum að segja fjölskyldu minni að ég sé með lítilsháttar genagalla, fíli samt ennþá fótbolta en finnist strákar líka sætir að koma í bakið á mér núna? Mamma mín er að deyja! Ég hef ekki tíma í þetta, stingdu nálinni í mig! Hjúkrunarkonan neitar. Ég er víst banvænn. Mögulega. En hvað er þetta? Á blóðgjafaeyðublaðinu eru möguleikar. Ég get merkt við að ég sé gagnkynhneigður. Þá er allt önnur hlið upp á teningnum. Ekkert örvæntingarkast, mamma mín lifir og það eina sem breytist í raun er þetta litla X, sem ég sjálfur þarf að rita. Það er auðveldara sagt en gert. Ég er ekki lygari. Er ég hér að fara að ljúga upp á mig sjálfan, persónu mína, hver ég er? Til að geta sjálfviljugur gefið blóð mitt? Er ég ekki stoltari af sjálfum mér en það? Jú, það er ég. Af hverju breytir þetta X öllu? Hvaða þýðingu hefur þetta blað? Allt blóð er skimað hvort sem er eða hvað? Varla taka þeir blóð úr hverjum sem er, dæla því í næsta einstakling sem þarf á því að halda án umhugsunar og halda svo áfram? Væri ekki lifrarbólga C þá landlæg og allir með kynsjúkdóm? Jú, allt blóð er skimað. Ef ég væri með HIV þá myndi það sjást og blóðið yrði ekki notað. Ég hef ekki lifað áhættusömu lífi. Ég hef verið í föstu sambandi með sama stráknum síðan ég kom út úr skápnum. Ég hef aldrei fengið kynsjúkdóm. Það er líklegra að vinur minn, hinn gagnkynhneigði og einhleypi Jón sé með HIV heldur en ég. Það segja nýjustu tölur hér á Íslandi. Af hverju má ég ekki bjarga mömmu minni?
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar