Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar 9. júlí 2025 08:02 Alþingi hefur verið haldið í gíslingu í 147,35 klukkustundir — lengsta málþóf lýðveldissögunnar — þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins tefja atkvæðagreiðslu um einfalda og sjálfsagða leiðréttingu veiðigjalda. Þessi breyting myndi færa þjóðinni réttmætari hlut af sameiginlegri auðlind, en samt sem áður verja þessir sömu stjórnmálamenn áfram gjafastefnu gagnvart stórútgerðinni, sem hefur árum saman hagnast gríðarlega á kostnað almennings. Þetta er ekki einstakt mál. Þessi sömu öfl hafa árum saman skorið niður í heilbrigðiskerfinu, menntun og velferðarþjónustu. Hjúkrunarrými eru af skornum skammti, leikskólapláss ófáanleg og bráðamóttökur á heljarþröm. Almenningur, verkafólk, stendur frammi fyrir örþrifaástandi í húsnæðismálum, lífeyrir dugir ekki til framfærslu og grunnkerfi samfélagsins molna undan þrýstingi — á meðan stjórnmálamenn tala um „aðhald“ og „skynsemi“ sem réttlætingu á vanfjármögnun og kerfisbundinni vanrækslu. Á sama tíma verja þau auðmenn, stórútgerðir og fjármálakerfi með öllum tiltækum ráðum. Þau hafna skattlagningu á fjármagnstekjur, hunsa skattsvik stórfyrirtækja og neita að innheimta sanngjarna auðlindarentu. Íslensk stjórnmálastétt hefur snúist gegn eigin þjóð og snúið sér að þeim sem borga best. En þessi hollusta við auðvaldið stoppar ekki við landamærin. Þorgerður Katrín lýsir Donald Trump sem „heillandi“, Kristrún Frostadóttir forðast harðar aðgerðir gegn þjóðarmorði Ísraels, og Ísland rekur stefnu sem styður heimsvaldastefnu stórvelda í gegnum NATO og sýnir meðvirkni með kúgun og stríði. Þeir sem flýja þær aðstæður sem þessi stefna skapar — flóttafólkið sem tapar heimilum sínum vegna stríðs, fátæktar og loftslagskreppu — eru svo málaðir upp sem byrði eða ógn, í stað þess að fá þá mannúð og samstöðu sem þeir eiga skilið. Við verðum að sjá hvernig þetta tengist. Þetta eru ekki tilviljanir. Þetta er hluti af kerfi sem heldur völdum og auði í höndum fárra — kerfi sem sósíalistar hafa lýst svo skýrt: „Kapítalisminn hefur þróast í alþjóðlegt kerfi nýlendukúgunar og fjárhagslegrar undirokunar, þar sem örfá háþróuð ríki sliga meirihluta mannkynsins.“ — Heimsvaldastefna: hæsta stig kapítalismans (1916) Kapítalisminn byggir á gróða, ekki á velferð. Hann getur ekki lagað heiminn – hann bíður hvorki upp á réttlæti né mannúð. Sama á við um loftslagsvána: þrátt fyrir að árið 2024 hafi verið heitasta ár sögunnar halda olíu- og gasfyrirtæki áfram að moka inn milljörðum. Kapítalisminn mun ekki stöðva sjálfan sig – eins og Karl Marx benti á: „Kapítalisminn fórnar báðum uppsprettum auðs síns: fólki og náttúru.“ (1867) Kapítalisminn er því eins og krabbamein sem vex stanslaust í þágu örfárra, þó að hann muni á endanum tortíma sjálfum sér. Og á meðan milljónir flýja heimkynni sín – úr sívaxandi eyðimerkum, borgum sem sprengdar eru í loft upp og löndum sem hrynja undan þunga loftslagsbreytinga og átaka – þá reisa vestræn ríki girðingar og kerfi til að útiloka þá. Þar á meðal á Íslandi. En venjuleg íslensk manneskja á meira sameiginlegt með Palestínumanni í Rafah en hún á með Bjarna Benediktssyni eða Þorsteini Má. Við deilum baráttu fyrir mannsæmandi lífi, öruggu heimili, hreinu lofti og réttlæti — á meðan kapítalísk yfirstétt deilir bara sín á milli: völdum, arði og yfirráðum. Við stöndum því frammi fyrir valkosti. Ekki bara um veiðigjöld, heldur um framtíðina sjálfa. Um það hvort við viljum samfélag byggt á mannúð, réttlæti og alþjóðlegri samstöðu þar um – eða áframhaldandi og sívaxandi villimennsku þar sem örfáir græða stórkostlega á vaxandi misskiptingu, stríðsrekstri og loftslagskreppu sem stefnir í óafturkræft hrun lífsskilyrða á jörðinni. Eins og Rósa Luxemburg orðaði það í Junius-bæklingnum (1915–1916, samið í fangelsi og smyglað til útgáfu í Zúrich 1916) „Valið er skýrt: félagshyggja eða villimennska.“ Rósa var myrt þann 15. janúar 1919 af Freikorps-liðum – vopnuðum fasískum sveitum sem höfðu hlotið stuðning og umboð frá leiðtogum Þýska sósíaldemókrataflokksins, fyrrum flokksfélögum hennar, sem höfðu gert bandalag með auðvaldinu gegn róttækum sósíalistum og ruddu þannig braut Adolfs Hitlers og nasismans. Höfundur er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karl Héðinn Kristjánsson Sósíalistaflokkurinn Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Alþingi hefur verið haldið í gíslingu í 147,35 klukkustundir — lengsta málþóf lýðveldissögunnar — þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins tefja atkvæðagreiðslu um einfalda og sjálfsagða leiðréttingu veiðigjalda. Þessi breyting myndi færa þjóðinni réttmætari hlut af sameiginlegri auðlind, en samt sem áður verja þessir sömu stjórnmálamenn áfram gjafastefnu gagnvart stórútgerðinni, sem hefur árum saman hagnast gríðarlega á kostnað almennings. Þetta er ekki einstakt mál. Þessi sömu öfl hafa árum saman skorið niður í heilbrigðiskerfinu, menntun og velferðarþjónustu. Hjúkrunarrými eru af skornum skammti, leikskólapláss ófáanleg og bráðamóttökur á heljarþröm. Almenningur, verkafólk, stendur frammi fyrir örþrifaástandi í húsnæðismálum, lífeyrir dugir ekki til framfærslu og grunnkerfi samfélagsins molna undan þrýstingi — á meðan stjórnmálamenn tala um „aðhald“ og „skynsemi“ sem réttlætingu á vanfjármögnun og kerfisbundinni vanrækslu. Á sama tíma verja þau auðmenn, stórútgerðir og fjármálakerfi með öllum tiltækum ráðum. Þau hafna skattlagningu á fjármagnstekjur, hunsa skattsvik stórfyrirtækja og neita að innheimta sanngjarna auðlindarentu. Íslensk stjórnmálastétt hefur snúist gegn eigin þjóð og snúið sér að þeim sem borga best. En þessi hollusta við auðvaldið stoppar ekki við landamærin. Þorgerður Katrín lýsir Donald Trump sem „heillandi“, Kristrún Frostadóttir forðast harðar aðgerðir gegn þjóðarmorði Ísraels, og Ísland rekur stefnu sem styður heimsvaldastefnu stórvelda í gegnum NATO og sýnir meðvirkni með kúgun og stríði. Þeir sem flýja þær aðstæður sem þessi stefna skapar — flóttafólkið sem tapar heimilum sínum vegna stríðs, fátæktar og loftslagskreppu — eru svo málaðir upp sem byrði eða ógn, í stað þess að fá þá mannúð og samstöðu sem þeir eiga skilið. Við verðum að sjá hvernig þetta tengist. Þetta eru ekki tilviljanir. Þetta er hluti af kerfi sem heldur völdum og auði í höndum fárra — kerfi sem sósíalistar hafa lýst svo skýrt: „Kapítalisminn hefur þróast í alþjóðlegt kerfi nýlendukúgunar og fjárhagslegrar undirokunar, þar sem örfá háþróuð ríki sliga meirihluta mannkynsins.“ — Heimsvaldastefna: hæsta stig kapítalismans (1916) Kapítalisminn byggir á gróða, ekki á velferð. Hann getur ekki lagað heiminn – hann bíður hvorki upp á réttlæti né mannúð. Sama á við um loftslagsvána: þrátt fyrir að árið 2024 hafi verið heitasta ár sögunnar halda olíu- og gasfyrirtæki áfram að moka inn milljörðum. Kapítalisminn mun ekki stöðva sjálfan sig – eins og Karl Marx benti á: „Kapítalisminn fórnar báðum uppsprettum auðs síns: fólki og náttúru.“ (1867) Kapítalisminn er því eins og krabbamein sem vex stanslaust í þágu örfárra, þó að hann muni á endanum tortíma sjálfum sér. Og á meðan milljónir flýja heimkynni sín – úr sívaxandi eyðimerkum, borgum sem sprengdar eru í loft upp og löndum sem hrynja undan þunga loftslagsbreytinga og átaka – þá reisa vestræn ríki girðingar og kerfi til að útiloka þá. Þar á meðal á Íslandi. En venjuleg íslensk manneskja á meira sameiginlegt með Palestínumanni í Rafah en hún á með Bjarna Benediktssyni eða Þorsteini Má. Við deilum baráttu fyrir mannsæmandi lífi, öruggu heimili, hreinu lofti og réttlæti — á meðan kapítalísk yfirstétt deilir bara sín á milli: völdum, arði og yfirráðum. Við stöndum því frammi fyrir valkosti. Ekki bara um veiðigjöld, heldur um framtíðina sjálfa. Um það hvort við viljum samfélag byggt á mannúð, réttlæti og alþjóðlegri samstöðu þar um – eða áframhaldandi og sívaxandi villimennsku þar sem örfáir græða stórkostlega á vaxandi misskiptingu, stríðsrekstri og loftslagskreppu sem stefnir í óafturkræft hrun lífsskilyrða á jörðinni. Eins og Rósa Luxemburg orðaði það í Junius-bæklingnum (1915–1916, samið í fangelsi og smyglað til útgáfu í Zúrich 1916) „Valið er skýrt: félagshyggja eða villimennska.“ Rósa var myrt þann 15. janúar 1919 af Freikorps-liðum – vopnuðum fasískum sveitum sem höfðu hlotið stuðning og umboð frá leiðtogum Þýska sósíaldemókrataflokksins, fyrrum flokksfélögum hennar, sem höfðu gert bandalag með auðvaldinu gegn róttækum sósíalistum og ruddu þannig braut Adolfs Hitlers og nasismans. Höfundur er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun