Forstjóri Húsasmiðjunnar leiðréttur Baldur Björnsson skrifar 24. apríl 2012 06:00 Óhjákvæmilegt er að benda á nokkur undanskot staðreynda í máli Sigurðar Arnar Sigurðssonar, forstjóra Húsasmiðjunnar, í viðtali við Markaðinn 11. apríl síðastliðinn. Sigurður kannast ekki við að eignarhald Landsbankans og Framtakssjóðs Íslands á Húsasmiðjunni hafi skapað fyrirtækinu betri stöðu en ella. Staðreyndir tala öðru máli. Landsbankinn breytti 11 milljarða króna skuldum í hlutafé. Landsbankinn leysti til sín stórt húsnæði Húsasmiðjunnar og veitti fyrirtækinu síðan 2,5 milljarða króna kúlulán til 5 ára með afar lágum endurgreiðslum fyrstu 5 árin. Seint verður nokkuð af þessu talið eðlileg fyrirgreiðsla til fyrirtækis í bullandi taprekstri eftir milljarða afskriftir. Ljóst er að Húsasmiðjan naut þess að eiga ríka pabbann Landsbankann. Aftur á móti höfðu hluthafar Landsbankans og lífeyrisgreiðendur, eigendur Framtakssjóðsins, minna en ekkert upp úr sölu Húsasmiðjunnar þegar loks kom að henni. Forstjórinn kennir skuldsettum yfirtökum á árunum fyrir hrun um bága skuldastöðu Húsasmiðjunnar. Það er varla nema hálfur sannleikur. Hömlulaus útþensla Húsasmiðjunnar út um allt land með uppkaupum fyrirtækja og stækkun verslana allt fram að bankahruni verður varla tekið út fyrir sviga. Forstjórinn gumar af því að hafa lækkað kostnað með fækkun starfsmanna og launalækkun þeirra sem eftir sitja. Þessi glansmynd stenst illa nánari skoðun. Samkvæmt nýjustu tiltækum ársskýrslum var starfsmannakostnaður Húsasmiðjunnar tæplega 19% af veltu sem er tugum prósenta hærri en hjá helstu samkeppnisaðilum hennar. Lýsing forstjórans á ástæðum fyrir rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar er furðuleg. Hann telur að rannsóknin snúist um framkvæmd verðkannana hjá samkeppnisaðilum. Sú lýsing fer ekki beint heim og saman við þá staðreynd að Samkeppniseftirlitið réðst í umfangsmiklar húsleitir, símahleranir og handtökur 19 manna hjá Byko og Húsasmiðjunni. Málið hlýtur að vera miklu stærra og alvarlegra en vegna „framkvæmdar verðkannana". Það segir líka sína sögu að Húsasmiðjan er búin að taka frá tugi milljóna króna í varúðarskyni til að borga sekt fyrir þessi meintu samkeppnislagabrot. Vandséð er hvers vegna forstjóri Húsasmiðjunnar getur ekki komið hreint fram við lesendur. Ég hélt að sá tími væri liðinn að menn mættu í viðtöl við fjölmiðla til þess að pumpa sig og fyrirtæki sín upp og sleppa að ræða það sem gæti minnkað loftið í froðunni. Svona sjálfsupphafning gerir ekki mikið til að stuðla að vitrænni umræðu um byggingavörumarkaðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Óhjákvæmilegt er að benda á nokkur undanskot staðreynda í máli Sigurðar Arnar Sigurðssonar, forstjóra Húsasmiðjunnar, í viðtali við Markaðinn 11. apríl síðastliðinn. Sigurður kannast ekki við að eignarhald Landsbankans og Framtakssjóðs Íslands á Húsasmiðjunni hafi skapað fyrirtækinu betri stöðu en ella. Staðreyndir tala öðru máli. Landsbankinn breytti 11 milljarða króna skuldum í hlutafé. Landsbankinn leysti til sín stórt húsnæði Húsasmiðjunnar og veitti fyrirtækinu síðan 2,5 milljarða króna kúlulán til 5 ára með afar lágum endurgreiðslum fyrstu 5 árin. Seint verður nokkuð af þessu talið eðlileg fyrirgreiðsla til fyrirtækis í bullandi taprekstri eftir milljarða afskriftir. Ljóst er að Húsasmiðjan naut þess að eiga ríka pabbann Landsbankann. Aftur á móti höfðu hluthafar Landsbankans og lífeyrisgreiðendur, eigendur Framtakssjóðsins, minna en ekkert upp úr sölu Húsasmiðjunnar þegar loks kom að henni. Forstjórinn kennir skuldsettum yfirtökum á árunum fyrir hrun um bága skuldastöðu Húsasmiðjunnar. Það er varla nema hálfur sannleikur. Hömlulaus útþensla Húsasmiðjunnar út um allt land með uppkaupum fyrirtækja og stækkun verslana allt fram að bankahruni verður varla tekið út fyrir sviga. Forstjórinn gumar af því að hafa lækkað kostnað með fækkun starfsmanna og launalækkun þeirra sem eftir sitja. Þessi glansmynd stenst illa nánari skoðun. Samkvæmt nýjustu tiltækum ársskýrslum var starfsmannakostnaður Húsasmiðjunnar tæplega 19% af veltu sem er tugum prósenta hærri en hjá helstu samkeppnisaðilum hennar. Lýsing forstjórans á ástæðum fyrir rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar er furðuleg. Hann telur að rannsóknin snúist um framkvæmd verðkannana hjá samkeppnisaðilum. Sú lýsing fer ekki beint heim og saman við þá staðreynd að Samkeppniseftirlitið réðst í umfangsmiklar húsleitir, símahleranir og handtökur 19 manna hjá Byko og Húsasmiðjunni. Málið hlýtur að vera miklu stærra og alvarlegra en vegna „framkvæmdar verðkannana". Það segir líka sína sögu að Húsasmiðjan er búin að taka frá tugi milljóna króna í varúðarskyni til að borga sekt fyrir þessi meintu samkeppnislagabrot. Vandséð er hvers vegna forstjóri Húsasmiðjunnar getur ekki komið hreint fram við lesendur. Ég hélt að sá tími væri liðinn að menn mættu í viðtöl við fjölmiðla til þess að pumpa sig og fyrirtæki sín upp og sleppa að ræða það sem gæti minnkað loftið í froðunni. Svona sjálfsupphafning gerir ekki mikið til að stuðla að vitrænni umræðu um byggingavörumarkaðinn.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar