Almenningssamgöngur: Já takk Hjálmar Sveinsson skrifar 28. apríl 2012 06:00 Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu munu eflast verulega næstu misseri. Í áætlunum Strætó bs. er meðal annars gert ráð fyrir að tíðni vagna á annatímum yfir daginn muni aukast mikið. Sama er að segja um kvöldin og um helgar. Þjónustutími margra leiða mun einnig lengjast þannig að vagnarnir keyra til klukkan eitt eftir miðnætti. Áætlunin tekur gildi strax næsta haust. Ein ástæðan fyrir þessum tíðindum er samkomulag sveitarstjórnanna á höfuðborgarsvæðinu um að auka fjárframlög til Strætó um 155 milljónir árið 2012. Það gerir fyrirtækinu kleift að láta allar leiðir aka klukkustund lengur á kvöldin og hefja akstur tveimur tímum fyrr á laugardagsmorgnum. Þar með gengur til baka niðurskurður á þjónustu Strætó sem sveitarfélögin töldu sig knúin að grípa til í febrúar 2011. Stóru fréttirnar eru þó þær að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkisvaldið hafa gert með sér tímamótasamning. Hann felur í sér að ríkisvaldið skuldbindur sig til að setja verulega fjármuni í almenningssamgöngur á hverju ári næstu tíu árin. Sveitarstjórnirnar hafa óskað eftir slíkum stuðningi árum og jafnvel áratugum saman. Þær hafa bent á að ríkisvaldið styður dyggilega almenningssamgöngur á landsbyggðinni. En á höfuðborgarsvæðinu hefur ekkert gengið fyrr en nú. Varla þarf að taka fram að slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Þeir sem hafa unnið að þessu merkilega samkomulagi af hálfu ríkisins og sveitarstjórnanna undir stjórn Dags B. Eggertssonar eiga hrós skilið. Samningurinn kveður á um að fyrir hönd ríkisins greiði Vegagerðin 900 milljónir á ári til höfuðborgarsvæðisins og að auki 100 milljónir á ári í rekstur almenningssamgangna milli höfuðborgarsvæðisins og áhrifasvæða þess, eins og það er orðað. Samanlagt gerir það einn milljarð á ári í tíu ár. Til frádráttar kemur að ríkið hættir að endurgreiða olíugjald til Strætó, 140 milljónir á ári. Það er þó engin ástæða til að gráta endurgreiðsluna. Hún felur í sér hvata fyrir strætó að keyra sem mest á olíu. Það er umhverfislega og þjóðhagslega hagkvæmt að losna við slíka olíuhvata sem leynast allt of víða í umferðarkerfi okkar. Markmið samningsins er að tvöfalda, að minnsta kosti, hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum sem farnar eru á höfuðborgarsvæðinu. Að stuðla að lækkun á samgöngukostnaði heimila. Að auka umferðaröryggi. Að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. Samkomulagið gerir um leið borginni og ríkisvaldinu kleift að fresta því að ráðast í mjög dýr samgöngumannvirki á stofnbrautarkerfinu, svo sem mislæg gatnamót og stokkalausnir, sem þjóna nær eingöngu umferð einkabíla. Hugsanlega leiðir samningstíminn í ljós að það er ekki þörf fyrir fleiri slík mannvirki á höfuðborgarsvæðinu. Erlendir gestir sem hingað koma hafa stundum á orði að umferðarmannvirkin hér séu eins og í milljónaborgum. Óhætt er að fullyrða að ávinningurinn af þessu samkomulagi fyrir höfuðborgarsvæðið, og raunar þjóðfélagið allt, er mikill. Minnkandi samgöngukostnaður fyrir heimilin, borgina og fyrir ríkisvaldið er allra hagur. Sveitarstjórnirnar og ríkisvaldið eru jafnframt sammála um að veita strætó aukinn forgang í umferðinni og bæta aðstæður fyrir fótgangandi vegfarendur og hjólandi. Samkomulagið er mikilvægur liður í því að að ferðaþörf fólks á höfuðborgarsvæðinu verði í auknum mæli uppfyllt með hagkvæmari og vistvænni ferðamátum en einkabíl. Rétt er að halda því til haga að losun gróðurhúsalofttegunda er hlutfallslega mjög há á Íslandi m.a. vegna hins stóra bílaflota og dreifðrar byggðar. Það er ein ástæðan fyrir því að Íslendingar skilja eftir sig stærra sótspor (e. carbon footprint) en flestar aðrar þjóðir. Samkomulagið mun gera Strætó bs., sem hingað til hefur þurft að reka sig með gömlum dísilvögnum, kleift að endurnýja strætóflotann algerlega þannig að í lok samningstímans munu eingöngu vistvænir strætisvagnar keyra um höfuðborgarsvæðið. Er það ekki frábær tilhugsun? Það er ekki nema von að fulltrúar Besta flokks, Samfylkingar og Vinstri grænna í umhverfis- og samgönguráði borgarinnar skyldu fagna þessu samkomulagi á síðasta fundi ráðsins. En jafnframt ítrekuðu þeir nauðsyn þess að borgaryfirvöld áskilji sér rétt til að taka upp málefni einstakra umferðamannvirkja sem ætlunin er að slá á frest við endurskoðun samningsins á tveggja ára fresti. Sveitarstjórnir allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt þennan merka samning einróma, nema í Reykjavík. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn greiddu atkvæði gegn honum. Þeir finna honum allt til foráttu. Ég á bágt með að skilja þá afstöðu. Mér finnst það ekki mjög trúverðugt þegar þeir segjast vilja efla almenningssamgöngur en vera alfarið á móti þessum samningi. Á síðasta kjörtímabili höfðu Sjálfstæðismenn næg tækifæri til að efla almenningssamgöngur í borginni. Það er varla hægt að segja að þeir hafi nýtt þau tækifæri mjög vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu munu eflast verulega næstu misseri. Í áætlunum Strætó bs. er meðal annars gert ráð fyrir að tíðni vagna á annatímum yfir daginn muni aukast mikið. Sama er að segja um kvöldin og um helgar. Þjónustutími margra leiða mun einnig lengjast þannig að vagnarnir keyra til klukkan eitt eftir miðnætti. Áætlunin tekur gildi strax næsta haust. Ein ástæðan fyrir þessum tíðindum er samkomulag sveitarstjórnanna á höfuðborgarsvæðinu um að auka fjárframlög til Strætó um 155 milljónir árið 2012. Það gerir fyrirtækinu kleift að láta allar leiðir aka klukkustund lengur á kvöldin og hefja akstur tveimur tímum fyrr á laugardagsmorgnum. Þar með gengur til baka niðurskurður á þjónustu Strætó sem sveitarfélögin töldu sig knúin að grípa til í febrúar 2011. Stóru fréttirnar eru þó þær að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkisvaldið hafa gert með sér tímamótasamning. Hann felur í sér að ríkisvaldið skuldbindur sig til að setja verulega fjármuni í almenningssamgöngur á hverju ári næstu tíu árin. Sveitarstjórnirnar hafa óskað eftir slíkum stuðningi árum og jafnvel áratugum saman. Þær hafa bent á að ríkisvaldið styður dyggilega almenningssamgöngur á landsbyggðinni. En á höfuðborgarsvæðinu hefur ekkert gengið fyrr en nú. Varla þarf að taka fram að slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Þeir sem hafa unnið að þessu merkilega samkomulagi af hálfu ríkisins og sveitarstjórnanna undir stjórn Dags B. Eggertssonar eiga hrós skilið. Samningurinn kveður á um að fyrir hönd ríkisins greiði Vegagerðin 900 milljónir á ári til höfuðborgarsvæðisins og að auki 100 milljónir á ári í rekstur almenningssamgangna milli höfuðborgarsvæðisins og áhrifasvæða þess, eins og það er orðað. Samanlagt gerir það einn milljarð á ári í tíu ár. Til frádráttar kemur að ríkið hættir að endurgreiða olíugjald til Strætó, 140 milljónir á ári. Það er þó engin ástæða til að gráta endurgreiðsluna. Hún felur í sér hvata fyrir strætó að keyra sem mest á olíu. Það er umhverfislega og þjóðhagslega hagkvæmt að losna við slíka olíuhvata sem leynast allt of víða í umferðarkerfi okkar. Markmið samningsins er að tvöfalda, að minnsta kosti, hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum sem farnar eru á höfuðborgarsvæðinu. Að stuðla að lækkun á samgöngukostnaði heimila. Að auka umferðaröryggi. Að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. Samkomulagið gerir um leið borginni og ríkisvaldinu kleift að fresta því að ráðast í mjög dýr samgöngumannvirki á stofnbrautarkerfinu, svo sem mislæg gatnamót og stokkalausnir, sem þjóna nær eingöngu umferð einkabíla. Hugsanlega leiðir samningstíminn í ljós að það er ekki þörf fyrir fleiri slík mannvirki á höfuðborgarsvæðinu. Erlendir gestir sem hingað koma hafa stundum á orði að umferðarmannvirkin hér séu eins og í milljónaborgum. Óhætt er að fullyrða að ávinningurinn af þessu samkomulagi fyrir höfuðborgarsvæðið, og raunar þjóðfélagið allt, er mikill. Minnkandi samgöngukostnaður fyrir heimilin, borgina og fyrir ríkisvaldið er allra hagur. Sveitarstjórnirnar og ríkisvaldið eru jafnframt sammála um að veita strætó aukinn forgang í umferðinni og bæta aðstæður fyrir fótgangandi vegfarendur og hjólandi. Samkomulagið er mikilvægur liður í því að að ferðaþörf fólks á höfuðborgarsvæðinu verði í auknum mæli uppfyllt með hagkvæmari og vistvænni ferðamátum en einkabíl. Rétt er að halda því til haga að losun gróðurhúsalofttegunda er hlutfallslega mjög há á Íslandi m.a. vegna hins stóra bílaflota og dreifðrar byggðar. Það er ein ástæðan fyrir því að Íslendingar skilja eftir sig stærra sótspor (e. carbon footprint) en flestar aðrar þjóðir. Samkomulagið mun gera Strætó bs., sem hingað til hefur þurft að reka sig með gömlum dísilvögnum, kleift að endurnýja strætóflotann algerlega þannig að í lok samningstímans munu eingöngu vistvænir strætisvagnar keyra um höfuðborgarsvæðið. Er það ekki frábær tilhugsun? Það er ekki nema von að fulltrúar Besta flokks, Samfylkingar og Vinstri grænna í umhverfis- og samgönguráði borgarinnar skyldu fagna þessu samkomulagi á síðasta fundi ráðsins. En jafnframt ítrekuðu þeir nauðsyn þess að borgaryfirvöld áskilji sér rétt til að taka upp málefni einstakra umferðamannvirkja sem ætlunin er að slá á frest við endurskoðun samningsins á tveggja ára fresti. Sveitarstjórnir allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt þennan merka samning einróma, nema í Reykjavík. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn greiddu atkvæði gegn honum. Þeir finna honum allt til foráttu. Ég á bágt með að skilja þá afstöðu. Mér finnst það ekki mjög trúverðugt þegar þeir segjast vilja efla almenningssamgöngur en vera alfarið á móti þessum samningi. Á síðasta kjörtímabili höfðu Sjálfstæðismenn næg tækifæri til að efla almenningssamgöngur í borginni. Það er varla hægt að segja að þeir hafi nýtt þau tækifæri mjög vel.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar