Fleiri fréttir Verðbólgan og meint auðsöfnun innflytjenda erlendis Hún er lífseig sagan af innflytjendum sem hagnast á verðbólguumhverfi með því að hækka verð umfram kostnað. 20.4.2012 09:30 Tekjur af auðlindum Oddný G. Harðardóttir skrifar Fasteignaeigendur geta krafist tekna af eigum sínum jafnvel þó þeir feli öðrum að nýta þær. Þetta þykir öllum sjálfsagt og eðlilegt. 20.4.2012 09:15 Viðskiptabann og skemmdarverk Gylfi Páll Hersir skrifar Um fimmtíu ár eru síðan John F. Kennedy Bandaríkjaforseti setti allsherjar viðskiptabann á nýstofnað byltingarríkið á Kúbu, 3. febrúar 1962. Bannið var þáttur í stigvaxandi efnahagslegum refsiaðgerðum, en innrás árið áður hafði mistekist. Allar götur síðan hefur efnahagsstríð verið lykilatriði í tilraunum Bandaríkjastjórnar til að endurreisa kapítalisma á Kúbu. 19.4.2012 06:00 Ofþolinmæði skuldara Birgir Örn Guðjónsson skrifar Mér finnst stundum eins og ég sé í hlutverki fábjánans í fáránleikhúsi þjóðfélagsins í dag. Ég er einhver nöldrandi fýlupúki sem getur ekki séð að allt er á blússandi uppleið. Hagstofan staðfesti þetta meira að segja um daginn þegar hún sagði m.a að kaupmátturinn hjá mér væri svipaður og árið 2004. Það hlýtur því að vera tóm ímyndun að launin mín dugi ekki út mánuðinn og að ég sé tæknilega gjaldþrota út af verðtryggðu húsnæðisláni sem ég tók vegna íbúðarinnar minnar árið 2006. Ég hlýt að vera sá eini sem er í þessari stöðu. Eða hvað? 19.4.2012 06:00 Vörugjöld eru fortíðardraugur Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu hafði frumkvæði að því á síðasta ári að hafin yrði vinna við greiningu vörugjaldskerfisins, en vinna þessi fór fram í náinni samvinnu við fjármálaráðuneytið. Tilgangur greiningarinnar var að varpa ljósi á umfang vörugjalda og þeim áhrifum sem þau hafa á kauphegðun neytenda. Afrakstur þeirrar vinnu kom svo út í skýrslu sem SVÞ gaf út nýlega sem ber yfirskriftina "Vörugjaldskerfið á Íslandi“. 19.4.2012 06:00 Franska kosningavorið – fernar kosningar um forseta og þingmeirihluta Torfi. H. Tulinius skrifar 22. apríl og 6. maí kjósa Frakkar forseta. Mánuði síðar, 10. og 17. júní, greiða þeir atkvæði um nýtt löggjafarþing. Það er ekki venja að kjósa í tveimur umferðum í þeim löndum sem eru næst okkur og ekki heldur að hafa þingkosningar í beinu framhaldi af forsetakosningum. Hér birtist sérstaða franskrar stjórnskipunar þar sem forseti lýðveldisins hefur beina aðild að stjórn landsins hafi hann til þess þingmeirihluta, en fer með utanríkis- og varnarmál hvort sem hann hefur meirihluta á þingi eður ei. Í þingkosningunum er landinu skipt í einmenningskjördæmi og því þarf að kjósa aftur á milli þeirra tveggja sem hæstir eru í fyrri umferð í þeirri seinni. Sama gildir um forsetaembættið enda þykir ekki forsvaranlegt að sá sem situr í svo valdamiklu embætti hafi á bak við sig minna en helming atkvæða landsmanna. 19.4.2012 06:00 Hófleg og hentug viðbygging við Landspítala Páll Torfi Önundarson skrifar Undanfarnar vikur og mánuði hafa með reglulegu bili birst greinar starfsmanna og stjórnenda Landspítala um nauðsyn stækkunar spítalans strax skv. uppdrætti Spital arkitekta. Í greinum þessum eru allir sammála um nauðsyn framkvæmdarinnar. Svo er einnig með höfund þessarar greinar. 19.4.2012 06:00 Bólguseðill Hannes Pétursson skrifar Orðið dýrtíð klingdi seint og snemma við eyrum okkar sem munum aftur til miðrar aldarinnar sem leið, dýrtíð og samsetningar eins og dýrtíðarvandi og dýrtíðarráðstafanir. Hetjur strituðu við dýrtíðina eins og Sisýfos við bjargið í goðsögunni, en ekki til neins, allt var það ónýtt erfiði. Dýrtíðin át í sig innmatinn úr krónunni jafnt og þétt. 19.4.2012 06:00 Nýtt upphaf – virkilega? Jónas Jónasson skrifar Um þessar mundir keppast mörg hrunfyrirtækin við að skapa sér nýja fortíð. Bankarnir og tryggingafélögin auglýsa eins og hrunið hafi aldrei átt sér stað. Meira að segja olíufélögin eru „saklaus”. Þetta minnir á bíl sem kemur af réttingaverkstæði eftir að hafa verið keyrður í klessu. En tjónabíll verður alltaf tjónabíll þó hann fái nýtt lakk. 19.4.2012 06:00 Við þurfum menntun sem hentar 21. öldinni Ísak Rúnarsson skrifar Á löngum skóladögum undanfarin ár hef ég hugleitt hvað ég sé eiginlega að gera í skóla. Ég hef íhugað að hætta; íslenskutímar eru andlausir, samt hef ég gaman af bókmenntum; raungreinatímar eru vélrænir, samt finnst mér gaman að vita meira um verkan hluta í heiminum; erlend tungumál staglið uppmálað, samt finnst mér fátt skemmtilegra en að tala við útlendinga. Ég er heldur ekki sá eini sem líður svona því rannsóknir sýna að árið 2010 fannst um 30% drengja og 17% stúlkna leiðinlegt í skólanum. Ég tel að það hafi minna með nemendurna að gera en skólakerfið. Til þess að menntun geti skilað þeim árangri sem til er ætlast verður að mínu mati að beita nýrri aðferða- og hugmyndafræði. 19.4.2012 06:00 Tölum um það sem skiptir máli Pétur Jakob Pétursson skrifar Mig langaði að skrifa grein fyrir okkar ágætu alþingismenn og ríkisstarfsmenn. Mig langaði að benda á nokkur atriði sem því miður hafa ekki fengið nægilega mikið vægi í almennri umræðu. Nú hafa rúm 5.480 manns flutt af landi brott umfram það fólk sem flutt hefur til Íslands frá árinu 2009 eða síðan þessi ríkisstjórn tók við. Þetta hefur fengið umfjöllun en ekki sá mikli auður sem fer með þessum einstaklingum. Nefnilega verðmætin sem þessir einstaklingar skapa og ævitekjur þessa fólks. Ef við einföldum málið í litlu reiknisdæmi og miðum við meðalheildarlaun fólks árið 2009 samkvæmt Hagstofunni. 19.4.2012 06:00 Eftirlitið upp á borðið Brynhildur Pétursdóttir skrifar Ferðalangar í Danmörku hafa ef til vill tekið eftir því að úttektir heilbrigðisfulltrúa hanga til sýnis á veitingastöðum og kaffihúsum. Danir telja nefnilega að niðurstöður eftirlitsaðila séu ekki einkamál seljenda og eftirlitsins og Neytendasamtökin eru á sömu skoðun. Leiða má líkur að því að opinbert og gagnsætt eftirlit auki traust og tiltrú neytenda á eftirlitskerfinu auk þess sem það veitir fyrirtækjunum mikilvægt aðhald. Samtökin hafa því ítrekað sent erindi á stjórnvöld og krafist þess að svokallað broskarlakerfi verði tekið upp hér á landi. 19.4.2012 06:00 Veiðimálastofnun Óðinn Sigþórsson skrifar Veiðimálastofnun á sér merka sögu sem rekja má allt aftur til ársins 1946 þegar embætti Veiðimálastjóra var sett á stofn. Saga stofnunarinnar er því samofin nýtingu veiðihlunninda á Íslandi. Það skal því þakka framsýni þeirra sem höfðu forgöngu um stjórnsýslu og rannsóknir í veiðimálum að við eigum bestu samfelldu upplýsingarnar um laxastofna hérlendis í samanburði aðrar laxveiðiþjóðir við Norður- Atlantshaf. 19.4.2012 06:00 Opið bréf til sjávarútvegsráðherra Atli Hermannsson skrifar Ágæti sjávarútvegsráðherra, þú sagðist í viðtali nýlega vera sannfærður um að sátt myndi nást um fiskveiðimálin og að þið mynduð lenda málinu eins og þú orðaðir það. Gangi það eftir verður um magalendingu að ræða, því frumvörpin eru í hrópandi andstöðu við loforð stjórnarþingmanna fyrir síðustu kosningar. Í stað 15% fyrningar er farið í þveröfuga átt og nýtingarsamningur gerður við útgerðarmenn til 20 ára. Þá er hann uppsegjanlegur eftir fimm ár og verði það einhvern tíma gert er alltaf 15 ára uppsagnartími. Þetta á við um 93,4% af heildaraflamarki þjóðarinnar. Það litla sem eftir stendur er ætlað í leigupott. Því verður sem næst engu bætt í pottakerfið frá því sem nú er — heldur aðeins látið duga að hræra lítillega í nöfnum þeirra. 19.4.2012 06:00 Náttúrugæði af mannavöldum Björn Guðbrandur Jónsson skrifar Nú í apríl eru liðin 15 ár frá stofnun samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF). Samtökin vinna í anda sjálfbærrar þróunar og eru trú sinni upphaflegu köllun um að nýta lífræn úrgangsefni til uppgræðslu á örfoka landi hér á suðvesturhorninu. Þegar hér er komið sögu hjá GFF er ástæða til að staldra við, kanna árangur og hvernig sú reynsla sem samtökin hafa aflað getur gagnast við stefnumótun, ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu. 19.4.2012 06:00 Góð staða þorskstofnsins – kemur hún af sjálfu sér? Helgi Áss Grétarsson skrifar Niðurstöður nýlegra rannsókna Hafrannsóknastofnunar benda til þess að verðmætasti nytjastofninn á Íslandsmiðum, þorskurinn, hafi aldrei verið jafnstór frá því að hafist var handa árið 1985 að mæla stærð botnfiska með svokölluðu vorralli. Við þessi ánægjulegu tímamót vil ég reifa í stuttu máli þróun stjórnkerfis þorskveiða undanfarna áratugi. 19.4.2012 06:00 Þörf á miðstöð innflytjenda Toshiki Toma skrifar Reykjavíkurborg bauð okkur innflytjendum í Reykjavík á Fjölmenningarþing í fyrsta skipti í nóvember 2010. Þar ræddu 200 innflytjendur um ýmis atriði í borgarlífinu. 19.4.2012 06:00 Mennska Guðrún Hannesdóttir skrifar Maður einn vinnur að því árum saman að koma sér upp hugmyndafræði. Hann vinnur að því að sjá sér út óvini og byggja upp í huga sér mynd af óþverralegu og háskalegu innræti þeirra. Vinnur að því árum saman að smíða áætlun um hvernig best sé að koma þeim fyrir kattarnef. Vinnur að því að útvega sér þjálfun, nýjustu tól og tæki til að árangurinn verði sem bestur. Metur síðan á eigin forsendum, með eigin upphöfnu sjálfsmynd að leiðarljósi, hvenær rétta stundin sé runnin upp og lætur til skarar skríða. 18.4.2012 06:00 Stjórnskipun Íslands Eyjólfur Ármannsson skrifar Hver ber ábyrgð á stjórnkerfi ríkisins í þingræðisríki? Hver á að gæta hagsmuna almennings í þingræðisríki og tryggja að ríkisvaldið skerði ekki eigur almennings? Engin umræða hefur verið um ábyrgð Alþingis á Hruninu. 18.4.2012 06:00 Trúarbragðafræðsla – af vettvangi Evrópuráðsins og ÖSE Sigurður Pálsson skrifar Trúarbragðafræðsla í íslenskum grunnskólum á í vök að verjast. Í framhaldsskólum er undantekning ef trúarbragðafræði er boðin sem valgrein. Í kennaranámi er trúarbragðafræði valgrein. Því er ástæða til að kynna umræðu um mikilvægi trúarbragðafræðslu sem farið hefur fram á vegum Evrópuráðsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). 18.4.2012 06:00 Í tilefni af Barnamenningarhátíð Soffía Þorsteinsdóttir skrifar Barnamenningarhátíð í Reykjavík stendur yfir til 22. apríl næstkomandi. Markmið hennar er að vera vettvangur menningar barna og hátíð fyrir börn. Einnig á hátíðin að skerpa á samstarfi leik- og grunnskóla og gerir þeim kleift að vinna með söfnum og listamönnum. Áberandi er þegar dagskrá hátíðarinnar er skoðuð hversu dræm þátttaka leikskólanna er í hátíðinni. 18.4.2012 06:00 Einhverfa – fjölgun greindra tilfella – af hverju efasemdir? Dr. Evald Sæmundsen skrifar Einhverfa verður til vegna röskunar í taugaþroska og er samansafn hegðunareinkenna sem birtast á mismunandi tímum eftir fæðingu. Af því að heilinn er í aðalhlutverki væri einnig hægt að segja að einhverfa feli í sér óvenjulega heilastarfsemi sem leiði af sér sérstaka skynjun og hegðun hjá fólki. Upphaflega var litið svo á að glögg skil væru á milli þess sem væri einhverfa og ekki einhverfa. Ein áhrifamesta breytingin á því hvernig við nálgumst og upplifum einhverfu er hins vegar færslan frá þessari svart-hvítu hugsun yfir í að einhverfa geti verið misalvarleg og að einkenni raði sér á einhvers konar vídd eða víddir. Í þeim skilningi geta einkenni verið mismunandi mörg og af mismunandi styrkleika sem aftur ræður alvarleika þeirra. Til að lýsa þessum breytileika er notað hugtakið einhverfuróf (sbr. litróf). Raskanir á einhverfurófi eru því mismunandi birtingarmyndir einhverfu. 18.4.2012 06:00 Spjaldtölvur – gamalt vín á nýjum og minni belgjum? Starkaður Barkarson skrifar Mikið er nú rætt um byltingu í skólastarfi, byltingu sem aðeins verður möguleg með því að vopna öll skólabörn landsins spjaldtölvum. Ég hef haft viðurværi mitt seinasta áratuginn af því að hanna gagnvirkt námsefni fyrir íslenska skóla og veit sem er að spjaldtölva er einfaldlega tölva í smærri umbúðum og að app er stytting á enska orðinu applet, sem þýðir forrit – en forrit hafa jú fylgt tölvum frá upphafi. Ég veit líka að tölvur áttu að breyta skólastarfi fyrir um áratug síðan. Þannig að hér er ekkert nýtt á ferðinni, aðeins gamalt vín á nýjum og vel markaðssettum (og aðeins minni) belgjum. 18.4.2012 06:00 Aukum hagvöxt Svana Helen Björnsdóttir skrifar Öll viljum við að hagvöxtur aukist á Íslandi. Aðeins með auknum þjóðartekjum og góðum hagvexti munum við sem þjóð ná að bæta lífskjör almennings hér á landi. 18.4.2012 06:00 Grunnur að sanngjörnu fiskveiðistjórnunarkerfi Friðrik Hansen Guðmundsson skrifar Ein af þeim hagsmunaklíkum sem hafa arðrænt íslenskt samfélag í áratugi eru eigendur fiskveiðikvóta, en þeir fengu á sínum tíma gefins fiskveiðikvóta út á það að hafa á þeim tíma verið með veiddan afla. Þessir aðilar segja í dag að 90% af aflaheimildum hafi skipt um eigendur og ef þær væru innkallaðar í dag, væri verið að hegna röngum aðilum sem hafi keypt og greitt fyrir sínar aflaheimildir. Þetta er rangt því stór hluti af kvótanum er í dag hjá sömu aðilum undir nýjum kennitölum. 18.4.2012 06:00 Er barnið þitt öruggt í skólanum? Gísli Níls Einarsson skrifar Í fyrra voru um 90.000 börn og ungmenni í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins eða um 28% þjóðarinnar. Undanfarin ár hafa brunar í skólum verið fátíðir en samt sem áður er mikilvægt að huga vel að eldvörnum þar því foreldrar og forráðamenn verða að geta treyst því að öllum almennum kröfum um eldvarnir sé fylgt í skólum landsins. Fæstir vita hins vegar hvaða kröfur eru gerðar á þessu sviði. 18.4.2012 06:00 Íslensk orka – framtíðarsýn Svavar Jónatansson skrifar Íslendingar njóta þeirra forréttinda að ráða yfir hlutfallslega meiri óbeislaðri hreinni orku en aðrar Evrópuþjóðir. Þegar hafa 1.900 MW verið virkjuð í vatnsorku og líklegt að fýsilegt verði að virkja 1.000 - 1.500 MW til viðbótar. Í jarðhita hafa um 570 MW verið virkjuð til rafmagnsframleiðslu og sennilega fýsilegt að a.m.k. þrefalda það afl. Skiptar skoðanir eru meðal þjóðarinnar um hve mikinn hluta mögulegrar orkuframleiðslu sé ásættanlegt að nýta. Náttúruverndar- og umhverfissjónarmið koma inn í það mat. Líklegt er þó að meirihluti þjóðarinnar sé þeirrar skoðunar að skynsamlegt sé að auka orkuvinnslu umtalsvert frá því sem nú er, til hagsbóta fyrir landsmenn. 18.4.2012 06:00 Aukning þorskafla hefur jákvæð áhrif Steingrímur J. Sigfússon skrifar Nýjustu tíðindi af vorralli Hafrannsóknarstofnunar um ástand þorskstofnsins gefa tilefni til bjartsýni en stofnvísitala þorsks mældist sú hæsta í 27 ár. Ábatinn miðað við þetta sýnir að það var rétt hjá stjórnvöldum að forðast þann freistnivanda sem var til staðar á fyrrihluta árs 2009 við að auka kvóta, þegar Ísland var í heljargreipum verstu kreppu lýðveldistímans. Á þeim tíma hefði kvótaaukning þýtt að sjálfbærni veiða væri stefnt í hættu. Sem betur fer kusum við að fara skynsamlega leið við ákvörðun kvótans á þessum viðkvæma tímapunkti. 18.4.2012 06:00 Mannréttindi heima og heiman Guðbjartur Hannesson og Ögmundur Jónasson skrifar Samkvæmt Íslenskri orðabók eru mannréttindi "tiltekin grundvallarréttindi hverrar manneskju, óháð þjóðerni, kynþætti, kyni, trú og skoðunum“. Mannréttindahugtakið hefur þróast í margar aldir. Fyrst um sinn náði það einkum utan um borgaraleg réttindi hins frjálsa manns, en ekki hinna sem voru ófrjálsir eða ófrjálsar. Í dag þætti fjarstæðukennt hér á landi að ætla aðeins sumum að njóta kosningaréttar, en ekki þarf að líta nema hundrað ár aftur í tímann til að sjá allt annan veruleika. 17.4.2012 06:00 Framhald stjórnarskrármálsins II Þorkell Helgason skrifar Í fyrri pistli hef ég fjallað um hvernig þoka mætti stjórnarskrármálinu áfram með því að kalla saman þjóðfund til að tjá sig með afgerandi hætti um álitamálin. 17.4.2012 06:00 Verð á íslenskum rafbókum Hrafnhildur Hreinsdóttir skrifar Rafbækur hafa verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár og þær munu einnig koma í auknum mæli inn á íslenskan bókamarkað. Á því leikur enginn vafi. Nú má velta því fyrir sér frá mörgum sjónarhornum hvað sé eðlilegt að greiða fyrir rafbók og hvernig verðmyndun á sér stað. 17.4.2012 06:00 Barnaskattar Jóhönnu Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fer mikinn í ritdeilu við þann aldna heiðursmann Matthías Bjarnason hér á síðum blaðsins. Matthíasi ofbauð skattlagning á barnabörn sín og benti á að fjármagnstekjuskattar hefðu hækkað mjög í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Einnig taldi hann það vera ósanngjarnt að fjármagnstekjuskattur væri tekinn af verðbótum og hvatti til sparnaðar ungmenna með því að skora á "stjórnvöld að fella niður fjármagnstekjuskatt á öll börn að 16 ára aldri. Með því móti yrðir stuðlað að stórauknum sparnaði barna og ungmenna.” 17.4.2012 06:00 Sittu! Kristján Helgason skrifar Verðtryggingin er eins og hundur sem eltist við skottið á sér, hraðar og hraðar, án nokkurs árangurs. Í stað þess að stuðla að réttlátri endurgreiðslu skulda, þá er hún hrein og klár eignatilfærsla frá lántaka til lánveitanda. Þetta er dæmi sem gengur ekki upp. Samkomulag sem tekur aðeins tillit til þarfa annars aðilans er dæmt til að mistakast. 17.4.2012 06:00 Eyðing stúlkubarna í Kína Jóhann Ág. Sigurðsson og Linn Getz skrifar Fjölskyldur í Austur-Asíu, einkum Kína og Indlandi, vilja gjarnan eignast syni. Þar er sonur talinn vera æskilegri kostur en dóttir til að viðhalda nafni ættarinnar, tryggja afkomu og umönnun fjölskyldunnar og foreldra í ellinni. Í kjölfar pólitískra ákvarðana kínverskra yfirvalda árið 1978 um það að hver fjölskylda mætti bara eignast eitt barn, fór strax að bera á breyttu kynjahlutfall drengja og stúlkna. Við eðlilegan gang náttúrunnar á þetta hlutfall að vera um 103 til 107 fæddir drengir á móti 100 fæddum stúlkum. Þetta hlutfall hefur nú brenglast verulega í Kína og Indlandi síðustu tvo áratugina og fer nú að nálgast 120 fæddir drengir á móti 100 fæddum stúlkum (15-20% munur). 17.4.2012 06:00 Samstaða um framtíð Geir Sigurðsson skrifar Ringulreiðin í kjölfar „hrunsins“ á Íslandi markaðist af efnahagslegri óvissu þeirra sem höfðu tekið há lán og/eða fjárfest mikið. En ringulreiðin var ekki síður eins konar félagssálrænt lost. Hin sterka sjálfsmynd Íslendinga á árunum fyrir 2008 hafði beðið gríðarlegan hnekki. Það var engu líkara en við værum að ganga í gegnum svipaðar hremmingar og Bandaríkjamenn eftir 9/11. Hvernig gat þetta komið fyrir okkur? Skiljanlega fundu margir til niðurlægingar yfir því að hafa lifað í blekkingu öll útrásarárin þegar á daginn kom að ekki var innistæða fyrir eyðslunni á þessum tíma. Það er vissulega sár og ömurleg reynsla að átta sig á lyginni sem gegnsýrt hefur líf manns um nokkurt skeið – líkt og að uppgötva framhjáhald sem teygir sig langt aftur í tímann. 17.4.2012 06:00 Aðför að eftirliti Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar Fjármálaeftirlitið (FME) er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna almennings gagnvart aðilum á markaði. Því er ætlað að tryggja heilbrigða viðskiptahætti, traust á fjármálamörkuðum og almannahag með því að fylgja eftir reglum sem gilda um starfsemi fjármálastofnana. Það er kunnara en frá þurfi að segja að aðilar á markaði reyna með ýmsu móti að fara í kringum slíkar reglur. En þessir aðilar beita líka ýmsum ráðum til að draga úr áhrifum eftirlitsins. 17.4.2012 06:00 Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja langt komin! Steingrímur J. Sigfússon skrifar Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins er fróðleg samantekt um fyrirtækjaumhverfið á Íslandi. Hún staðfestir sem betur fer að umtalsverð breyting til batnaðar hefur orðið nú síðustu misserin við endurskipulagningu 120 stærstu fyrirtækjanna á Íslandi. Þannig voru bankarnir með ráðandi stöðu í 27% af þessum fyrirtækjum nú í ársbyrjun 2012 samanborið við 68% árið 2009 og 46% í upphafi árs 2011. Mikið hefur því gerst á tiltölulega stuttum tíma og það er gleðilegt. Enn er þó vitaskuld talsvert óunnið í þessum efnum. Með sama áframhaldi ætti þetta hlutfall þó að verða komið enn neðar í lok ársins og við að nálgast hreint borð. Bein ítök bankanna minnka þá enn frekar án þess að með því sé sagt að lánardrottnar þeirra eigi ekki áfram að veita þeim aðhald. 17.4.2012 06:00 Ranghugmyndir um fyrirmyndarþjóðfélag Þau ummæli Þóru Arnórsdóttur í fjölmiðlum að „margir lenda í því að slást eftir ball” eru forkastanleg og ekki við hæfi af forsetaframbjóðanda. 16.4.2012 08:15 Hjónanámskeið í 15 ár Á þessu vori eru liðin 15 ár síðan fyrst voru haldin námskeið fyrir pör og sambúðarfólk undir heitinu „Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð“. Fyrsta námskeiðið var haldið árið 1996 í Hafnarfjarðarkirkju. Þá var ætlunin að bjóða upp á tvö námskeið, eitt um haust og eitt að vori, og láta það duga. Viðbrögðin voru aftur á móti strax í upphafi mjög sterk og áhuginn á slíkum námskeiðum mikill. Þetta var tilboð sem greinilega vantaði inn í íslenskt samfélag á þessum tíma. 16.4.2012 07:00 Framhald stjórnarskrármálsins I Stjórnarskrármálið hefur rekið á sker. Til stóð að spyrja þjóðina um afstöðu til frumvarps stjórnlagaráðs og nokkur álitaefni í því sambandi samhliða forsetakosningu 30. júní nk. Nú bendir flest til að svo verði ekki. Til þess að koma málinu aftur á skrið er brýnt að marka leiðina sem fylgja skuli allt til lykta. Grunnþáttur þess er að þjóðin verði spurð með viðeigandi hætti. Hér verður reifuð sýn höfundar á slíkt heildarferli. 16.4.2012 07:00 Hverjir vilja láta blekkja sig? Magnús S. Magnússon skrifar Öðru hverju undanfarna áratugi, en oftar undanfarin ár í tengslum við fyrirlestra mína um trú og trúarbrögð á alþjóðlegum ráðstefnum í Bandaríkjunum og Evrópu á sviði trúarvísinda (www.sssrweb.org) og líffræði mannlegs atferlis (www.ishe.org) hef ég öðru hverju hitt guðfræðinga. Þeir eru sérfræðingar í málum guða, m.a. skapara og einræðisherra himins og jarðar, þ.e. guðs Gyðinga (Jehovah) og síðar einnig guðs kristinna og ríkis- og herguðs Rómverja samkvæmt ákvörðun einræðisherra (um 300) með tilheyrandi ólýsanlegum ofsóknum gegn öllum öðruvísi þenkjandi. Síðan einnig guðs Múhameðstrúarmanna (nærri 700, kallaður Allah). Líklega ættuð frá einræðisríki Egypta barst þessi uppáhaldsspegilfyrirmynd einræðisherra hingað (um 1000) – á sverðsoddi einráðs konungs – um 850 árum fyrir þróunarkenningu Darwins og 900 árum áður en mannkynið vissi hvað stjörnuþoka var hvað þá um 100 milljarða slíkra, hver með um 100 milljarða stjarna. 16.4.2012 07:00 Kynslóðasátt - Leiðréttingarsjóður verðtryggðra húsnæðislána Guðmundur Franklín Jónsson skrifar Eins og ég rakti í fyrri grein minni um að fara bandarísku leiðina sem lausn á skuldavanda heimilanna m.a. með því að lengja í lánum er hægt að fara milliveginn í þessum efnum og bjóða lengstu óverðtryggðu húsnæðislánin til 75 ára, sem gætu verið í boði hjá fyrirhuguðum Afskriftasjóð verðtryggðra húsnæðislána. Sjá töflu: 14.4.2012 06:00 Útilegukortið Arnar Barðdal skrifar Steinar Berg, ferðaþjónustubóndi að Fossatúni, ritaði grein í Fréttablaðið þann 12. apríl sl. undir yfirskriftinni niðurgreidd ferðaþjónusta. Grein Steinars er einhvers konar ákall til stéttarfélaga um að hætta kaupum á Útilegukortinu til sinna félagsmanna. Í grein Steinars kemur fram misskilningur sem við teljum nauðsynlegt að leiðrétta. 14.4.2012 06:00 Að virkja fyrir ömmu Dofri Hermannsson skrifar Nú vilja ýmsir að lífeyrissjóðirnir okkar verði notaðir til að virkja fyrir frekari stóriðju. Einkum virkjanabransinn og stjórnarmenn lífeyrissjóða sem eru hallir undir stóriðjustefnu. Þegar hafa 14 lífeyrissjóðir keypt 25% hlut í HS orku. Með því hafa þeir stillt hagsmunum ömmu og afa upp með hagsmunum virkjanageirans og á móti hagsmunum náttúrunnar og verndarnýtingar. Rætt er um að lífeyrissjóðir kaupi hluta í Landsvirkjun og eigi Hverahlíðarvirkjun. Þetta er afar varhugavert. 13.4.2012 06:00 Helför á Íslandi? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Það virðist vera í tísku að líkja umdeildum málum á Íslandi við skelfilegustu myrkraverk mannkynssögunnar. Sumir þeirra sem andmæltu málarekstrinum gegn Geir H. Haarde kölluðu landsdómsmálið „pólitísk sýndarréttarhöld“. Til dæmis bar Þorsteinn Pálsson landsdómsmálið saman við réttarhöldin yfir Búkharín í Sovétríkjunum, en Búkharín var líflátinn eftir að hafa nauðugur játað á sig fjarstæðukenndar sakir. 13.4.2012 06:00 Sjá næstu 50 greinar
Verðbólgan og meint auðsöfnun innflytjenda erlendis Hún er lífseig sagan af innflytjendum sem hagnast á verðbólguumhverfi með því að hækka verð umfram kostnað. 20.4.2012 09:30
Tekjur af auðlindum Oddný G. Harðardóttir skrifar Fasteignaeigendur geta krafist tekna af eigum sínum jafnvel þó þeir feli öðrum að nýta þær. Þetta þykir öllum sjálfsagt og eðlilegt. 20.4.2012 09:15
Viðskiptabann og skemmdarverk Gylfi Páll Hersir skrifar Um fimmtíu ár eru síðan John F. Kennedy Bandaríkjaforseti setti allsherjar viðskiptabann á nýstofnað byltingarríkið á Kúbu, 3. febrúar 1962. Bannið var þáttur í stigvaxandi efnahagslegum refsiaðgerðum, en innrás árið áður hafði mistekist. Allar götur síðan hefur efnahagsstríð verið lykilatriði í tilraunum Bandaríkjastjórnar til að endurreisa kapítalisma á Kúbu. 19.4.2012 06:00
Ofþolinmæði skuldara Birgir Örn Guðjónsson skrifar Mér finnst stundum eins og ég sé í hlutverki fábjánans í fáránleikhúsi þjóðfélagsins í dag. Ég er einhver nöldrandi fýlupúki sem getur ekki séð að allt er á blússandi uppleið. Hagstofan staðfesti þetta meira að segja um daginn þegar hún sagði m.a að kaupmátturinn hjá mér væri svipaður og árið 2004. Það hlýtur því að vera tóm ímyndun að launin mín dugi ekki út mánuðinn og að ég sé tæknilega gjaldþrota út af verðtryggðu húsnæðisláni sem ég tók vegna íbúðarinnar minnar árið 2006. Ég hlýt að vera sá eini sem er í þessari stöðu. Eða hvað? 19.4.2012 06:00
Vörugjöld eru fortíðardraugur Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu hafði frumkvæði að því á síðasta ári að hafin yrði vinna við greiningu vörugjaldskerfisins, en vinna þessi fór fram í náinni samvinnu við fjármálaráðuneytið. Tilgangur greiningarinnar var að varpa ljósi á umfang vörugjalda og þeim áhrifum sem þau hafa á kauphegðun neytenda. Afrakstur þeirrar vinnu kom svo út í skýrslu sem SVÞ gaf út nýlega sem ber yfirskriftina "Vörugjaldskerfið á Íslandi“. 19.4.2012 06:00
Franska kosningavorið – fernar kosningar um forseta og þingmeirihluta Torfi. H. Tulinius skrifar 22. apríl og 6. maí kjósa Frakkar forseta. Mánuði síðar, 10. og 17. júní, greiða þeir atkvæði um nýtt löggjafarþing. Það er ekki venja að kjósa í tveimur umferðum í þeim löndum sem eru næst okkur og ekki heldur að hafa þingkosningar í beinu framhaldi af forsetakosningum. Hér birtist sérstaða franskrar stjórnskipunar þar sem forseti lýðveldisins hefur beina aðild að stjórn landsins hafi hann til þess þingmeirihluta, en fer með utanríkis- og varnarmál hvort sem hann hefur meirihluta á þingi eður ei. Í þingkosningunum er landinu skipt í einmenningskjördæmi og því þarf að kjósa aftur á milli þeirra tveggja sem hæstir eru í fyrri umferð í þeirri seinni. Sama gildir um forsetaembættið enda þykir ekki forsvaranlegt að sá sem situr í svo valdamiklu embætti hafi á bak við sig minna en helming atkvæða landsmanna. 19.4.2012 06:00
Hófleg og hentug viðbygging við Landspítala Páll Torfi Önundarson skrifar Undanfarnar vikur og mánuði hafa með reglulegu bili birst greinar starfsmanna og stjórnenda Landspítala um nauðsyn stækkunar spítalans strax skv. uppdrætti Spital arkitekta. Í greinum þessum eru allir sammála um nauðsyn framkvæmdarinnar. Svo er einnig með höfund þessarar greinar. 19.4.2012 06:00
Bólguseðill Hannes Pétursson skrifar Orðið dýrtíð klingdi seint og snemma við eyrum okkar sem munum aftur til miðrar aldarinnar sem leið, dýrtíð og samsetningar eins og dýrtíðarvandi og dýrtíðarráðstafanir. Hetjur strituðu við dýrtíðina eins og Sisýfos við bjargið í goðsögunni, en ekki til neins, allt var það ónýtt erfiði. Dýrtíðin át í sig innmatinn úr krónunni jafnt og þétt. 19.4.2012 06:00
Nýtt upphaf – virkilega? Jónas Jónasson skrifar Um þessar mundir keppast mörg hrunfyrirtækin við að skapa sér nýja fortíð. Bankarnir og tryggingafélögin auglýsa eins og hrunið hafi aldrei átt sér stað. Meira að segja olíufélögin eru „saklaus”. Þetta minnir á bíl sem kemur af réttingaverkstæði eftir að hafa verið keyrður í klessu. En tjónabíll verður alltaf tjónabíll þó hann fái nýtt lakk. 19.4.2012 06:00
Við þurfum menntun sem hentar 21. öldinni Ísak Rúnarsson skrifar Á löngum skóladögum undanfarin ár hef ég hugleitt hvað ég sé eiginlega að gera í skóla. Ég hef íhugað að hætta; íslenskutímar eru andlausir, samt hef ég gaman af bókmenntum; raungreinatímar eru vélrænir, samt finnst mér gaman að vita meira um verkan hluta í heiminum; erlend tungumál staglið uppmálað, samt finnst mér fátt skemmtilegra en að tala við útlendinga. Ég er heldur ekki sá eini sem líður svona því rannsóknir sýna að árið 2010 fannst um 30% drengja og 17% stúlkna leiðinlegt í skólanum. Ég tel að það hafi minna með nemendurna að gera en skólakerfið. Til þess að menntun geti skilað þeim árangri sem til er ætlast verður að mínu mati að beita nýrri aðferða- og hugmyndafræði. 19.4.2012 06:00
Tölum um það sem skiptir máli Pétur Jakob Pétursson skrifar Mig langaði að skrifa grein fyrir okkar ágætu alþingismenn og ríkisstarfsmenn. Mig langaði að benda á nokkur atriði sem því miður hafa ekki fengið nægilega mikið vægi í almennri umræðu. Nú hafa rúm 5.480 manns flutt af landi brott umfram það fólk sem flutt hefur til Íslands frá árinu 2009 eða síðan þessi ríkisstjórn tók við. Þetta hefur fengið umfjöllun en ekki sá mikli auður sem fer með þessum einstaklingum. Nefnilega verðmætin sem þessir einstaklingar skapa og ævitekjur þessa fólks. Ef við einföldum málið í litlu reiknisdæmi og miðum við meðalheildarlaun fólks árið 2009 samkvæmt Hagstofunni. 19.4.2012 06:00
Eftirlitið upp á borðið Brynhildur Pétursdóttir skrifar Ferðalangar í Danmörku hafa ef til vill tekið eftir því að úttektir heilbrigðisfulltrúa hanga til sýnis á veitingastöðum og kaffihúsum. Danir telja nefnilega að niðurstöður eftirlitsaðila séu ekki einkamál seljenda og eftirlitsins og Neytendasamtökin eru á sömu skoðun. Leiða má líkur að því að opinbert og gagnsætt eftirlit auki traust og tiltrú neytenda á eftirlitskerfinu auk þess sem það veitir fyrirtækjunum mikilvægt aðhald. Samtökin hafa því ítrekað sent erindi á stjórnvöld og krafist þess að svokallað broskarlakerfi verði tekið upp hér á landi. 19.4.2012 06:00
Veiðimálastofnun Óðinn Sigþórsson skrifar Veiðimálastofnun á sér merka sögu sem rekja má allt aftur til ársins 1946 þegar embætti Veiðimálastjóra var sett á stofn. Saga stofnunarinnar er því samofin nýtingu veiðihlunninda á Íslandi. Það skal því þakka framsýni þeirra sem höfðu forgöngu um stjórnsýslu og rannsóknir í veiðimálum að við eigum bestu samfelldu upplýsingarnar um laxastofna hérlendis í samanburði aðrar laxveiðiþjóðir við Norður- Atlantshaf. 19.4.2012 06:00
Opið bréf til sjávarútvegsráðherra Atli Hermannsson skrifar Ágæti sjávarútvegsráðherra, þú sagðist í viðtali nýlega vera sannfærður um að sátt myndi nást um fiskveiðimálin og að þið mynduð lenda málinu eins og þú orðaðir það. Gangi það eftir verður um magalendingu að ræða, því frumvörpin eru í hrópandi andstöðu við loforð stjórnarþingmanna fyrir síðustu kosningar. Í stað 15% fyrningar er farið í þveröfuga átt og nýtingarsamningur gerður við útgerðarmenn til 20 ára. Þá er hann uppsegjanlegur eftir fimm ár og verði það einhvern tíma gert er alltaf 15 ára uppsagnartími. Þetta á við um 93,4% af heildaraflamarki þjóðarinnar. Það litla sem eftir stendur er ætlað í leigupott. Því verður sem næst engu bætt í pottakerfið frá því sem nú er — heldur aðeins látið duga að hræra lítillega í nöfnum þeirra. 19.4.2012 06:00
Náttúrugæði af mannavöldum Björn Guðbrandur Jónsson skrifar Nú í apríl eru liðin 15 ár frá stofnun samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF). Samtökin vinna í anda sjálfbærrar þróunar og eru trú sinni upphaflegu köllun um að nýta lífræn úrgangsefni til uppgræðslu á örfoka landi hér á suðvesturhorninu. Þegar hér er komið sögu hjá GFF er ástæða til að staldra við, kanna árangur og hvernig sú reynsla sem samtökin hafa aflað getur gagnast við stefnumótun, ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu. 19.4.2012 06:00
Góð staða þorskstofnsins – kemur hún af sjálfu sér? Helgi Áss Grétarsson skrifar Niðurstöður nýlegra rannsókna Hafrannsóknastofnunar benda til þess að verðmætasti nytjastofninn á Íslandsmiðum, þorskurinn, hafi aldrei verið jafnstór frá því að hafist var handa árið 1985 að mæla stærð botnfiska með svokölluðu vorralli. Við þessi ánægjulegu tímamót vil ég reifa í stuttu máli þróun stjórnkerfis þorskveiða undanfarna áratugi. 19.4.2012 06:00
Þörf á miðstöð innflytjenda Toshiki Toma skrifar Reykjavíkurborg bauð okkur innflytjendum í Reykjavík á Fjölmenningarþing í fyrsta skipti í nóvember 2010. Þar ræddu 200 innflytjendur um ýmis atriði í borgarlífinu. 19.4.2012 06:00
Mennska Guðrún Hannesdóttir skrifar Maður einn vinnur að því árum saman að koma sér upp hugmyndafræði. Hann vinnur að því að sjá sér út óvini og byggja upp í huga sér mynd af óþverralegu og háskalegu innræti þeirra. Vinnur að því árum saman að smíða áætlun um hvernig best sé að koma þeim fyrir kattarnef. Vinnur að því að útvega sér þjálfun, nýjustu tól og tæki til að árangurinn verði sem bestur. Metur síðan á eigin forsendum, með eigin upphöfnu sjálfsmynd að leiðarljósi, hvenær rétta stundin sé runnin upp og lætur til skarar skríða. 18.4.2012 06:00
Stjórnskipun Íslands Eyjólfur Ármannsson skrifar Hver ber ábyrgð á stjórnkerfi ríkisins í þingræðisríki? Hver á að gæta hagsmuna almennings í þingræðisríki og tryggja að ríkisvaldið skerði ekki eigur almennings? Engin umræða hefur verið um ábyrgð Alþingis á Hruninu. 18.4.2012 06:00
Trúarbragðafræðsla – af vettvangi Evrópuráðsins og ÖSE Sigurður Pálsson skrifar Trúarbragðafræðsla í íslenskum grunnskólum á í vök að verjast. Í framhaldsskólum er undantekning ef trúarbragðafræði er boðin sem valgrein. Í kennaranámi er trúarbragðafræði valgrein. Því er ástæða til að kynna umræðu um mikilvægi trúarbragðafræðslu sem farið hefur fram á vegum Evrópuráðsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). 18.4.2012 06:00
Í tilefni af Barnamenningarhátíð Soffía Þorsteinsdóttir skrifar Barnamenningarhátíð í Reykjavík stendur yfir til 22. apríl næstkomandi. Markmið hennar er að vera vettvangur menningar barna og hátíð fyrir börn. Einnig á hátíðin að skerpa á samstarfi leik- og grunnskóla og gerir þeim kleift að vinna með söfnum og listamönnum. Áberandi er þegar dagskrá hátíðarinnar er skoðuð hversu dræm þátttaka leikskólanna er í hátíðinni. 18.4.2012 06:00
Einhverfa – fjölgun greindra tilfella – af hverju efasemdir? Dr. Evald Sæmundsen skrifar Einhverfa verður til vegna röskunar í taugaþroska og er samansafn hegðunareinkenna sem birtast á mismunandi tímum eftir fæðingu. Af því að heilinn er í aðalhlutverki væri einnig hægt að segja að einhverfa feli í sér óvenjulega heilastarfsemi sem leiði af sér sérstaka skynjun og hegðun hjá fólki. Upphaflega var litið svo á að glögg skil væru á milli þess sem væri einhverfa og ekki einhverfa. Ein áhrifamesta breytingin á því hvernig við nálgumst og upplifum einhverfu er hins vegar færslan frá þessari svart-hvítu hugsun yfir í að einhverfa geti verið misalvarleg og að einkenni raði sér á einhvers konar vídd eða víddir. Í þeim skilningi geta einkenni verið mismunandi mörg og af mismunandi styrkleika sem aftur ræður alvarleika þeirra. Til að lýsa þessum breytileika er notað hugtakið einhverfuróf (sbr. litróf). Raskanir á einhverfurófi eru því mismunandi birtingarmyndir einhverfu. 18.4.2012 06:00
Spjaldtölvur – gamalt vín á nýjum og minni belgjum? Starkaður Barkarson skrifar Mikið er nú rætt um byltingu í skólastarfi, byltingu sem aðeins verður möguleg með því að vopna öll skólabörn landsins spjaldtölvum. Ég hef haft viðurværi mitt seinasta áratuginn af því að hanna gagnvirkt námsefni fyrir íslenska skóla og veit sem er að spjaldtölva er einfaldlega tölva í smærri umbúðum og að app er stytting á enska orðinu applet, sem þýðir forrit – en forrit hafa jú fylgt tölvum frá upphafi. Ég veit líka að tölvur áttu að breyta skólastarfi fyrir um áratug síðan. Þannig að hér er ekkert nýtt á ferðinni, aðeins gamalt vín á nýjum og vel markaðssettum (og aðeins minni) belgjum. 18.4.2012 06:00
Aukum hagvöxt Svana Helen Björnsdóttir skrifar Öll viljum við að hagvöxtur aukist á Íslandi. Aðeins með auknum þjóðartekjum og góðum hagvexti munum við sem þjóð ná að bæta lífskjör almennings hér á landi. 18.4.2012 06:00
Grunnur að sanngjörnu fiskveiðistjórnunarkerfi Friðrik Hansen Guðmundsson skrifar Ein af þeim hagsmunaklíkum sem hafa arðrænt íslenskt samfélag í áratugi eru eigendur fiskveiðikvóta, en þeir fengu á sínum tíma gefins fiskveiðikvóta út á það að hafa á þeim tíma verið með veiddan afla. Þessir aðilar segja í dag að 90% af aflaheimildum hafi skipt um eigendur og ef þær væru innkallaðar í dag, væri verið að hegna röngum aðilum sem hafi keypt og greitt fyrir sínar aflaheimildir. Þetta er rangt því stór hluti af kvótanum er í dag hjá sömu aðilum undir nýjum kennitölum. 18.4.2012 06:00
Er barnið þitt öruggt í skólanum? Gísli Níls Einarsson skrifar Í fyrra voru um 90.000 börn og ungmenni í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins eða um 28% þjóðarinnar. Undanfarin ár hafa brunar í skólum verið fátíðir en samt sem áður er mikilvægt að huga vel að eldvörnum þar því foreldrar og forráðamenn verða að geta treyst því að öllum almennum kröfum um eldvarnir sé fylgt í skólum landsins. Fæstir vita hins vegar hvaða kröfur eru gerðar á þessu sviði. 18.4.2012 06:00
Íslensk orka – framtíðarsýn Svavar Jónatansson skrifar Íslendingar njóta þeirra forréttinda að ráða yfir hlutfallslega meiri óbeislaðri hreinni orku en aðrar Evrópuþjóðir. Þegar hafa 1.900 MW verið virkjuð í vatnsorku og líklegt að fýsilegt verði að virkja 1.000 - 1.500 MW til viðbótar. Í jarðhita hafa um 570 MW verið virkjuð til rafmagnsframleiðslu og sennilega fýsilegt að a.m.k. þrefalda það afl. Skiptar skoðanir eru meðal þjóðarinnar um hve mikinn hluta mögulegrar orkuframleiðslu sé ásættanlegt að nýta. Náttúruverndar- og umhverfissjónarmið koma inn í það mat. Líklegt er þó að meirihluti þjóðarinnar sé þeirrar skoðunar að skynsamlegt sé að auka orkuvinnslu umtalsvert frá því sem nú er, til hagsbóta fyrir landsmenn. 18.4.2012 06:00
Aukning þorskafla hefur jákvæð áhrif Steingrímur J. Sigfússon skrifar Nýjustu tíðindi af vorralli Hafrannsóknarstofnunar um ástand þorskstofnsins gefa tilefni til bjartsýni en stofnvísitala þorsks mældist sú hæsta í 27 ár. Ábatinn miðað við þetta sýnir að það var rétt hjá stjórnvöldum að forðast þann freistnivanda sem var til staðar á fyrrihluta árs 2009 við að auka kvóta, þegar Ísland var í heljargreipum verstu kreppu lýðveldistímans. Á þeim tíma hefði kvótaaukning þýtt að sjálfbærni veiða væri stefnt í hættu. Sem betur fer kusum við að fara skynsamlega leið við ákvörðun kvótans á þessum viðkvæma tímapunkti. 18.4.2012 06:00
Mannréttindi heima og heiman Guðbjartur Hannesson og Ögmundur Jónasson skrifar Samkvæmt Íslenskri orðabók eru mannréttindi "tiltekin grundvallarréttindi hverrar manneskju, óháð þjóðerni, kynþætti, kyni, trú og skoðunum“. Mannréttindahugtakið hefur þróast í margar aldir. Fyrst um sinn náði það einkum utan um borgaraleg réttindi hins frjálsa manns, en ekki hinna sem voru ófrjálsir eða ófrjálsar. Í dag þætti fjarstæðukennt hér á landi að ætla aðeins sumum að njóta kosningaréttar, en ekki þarf að líta nema hundrað ár aftur í tímann til að sjá allt annan veruleika. 17.4.2012 06:00
Framhald stjórnarskrármálsins II Þorkell Helgason skrifar Í fyrri pistli hef ég fjallað um hvernig þoka mætti stjórnarskrármálinu áfram með því að kalla saman þjóðfund til að tjá sig með afgerandi hætti um álitamálin. 17.4.2012 06:00
Verð á íslenskum rafbókum Hrafnhildur Hreinsdóttir skrifar Rafbækur hafa verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár og þær munu einnig koma í auknum mæli inn á íslenskan bókamarkað. Á því leikur enginn vafi. Nú má velta því fyrir sér frá mörgum sjónarhornum hvað sé eðlilegt að greiða fyrir rafbók og hvernig verðmyndun á sér stað. 17.4.2012 06:00
Barnaskattar Jóhönnu Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fer mikinn í ritdeilu við þann aldna heiðursmann Matthías Bjarnason hér á síðum blaðsins. Matthíasi ofbauð skattlagning á barnabörn sín og benti á að fjármagnstekjuskattar hefðu hækkað mjög í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Einnig taldi hann það vera ósanngjarnt að fjármagnstekjuskattur væri tekinn af verðbótum og hvatti til sparnaðar ungmenna með því að skora á "stjórnvöld að fella niður fjármagnstekjuskatt á öll börn að 16 ára aldri. Með því móti yrðir stuðlað að stórauknum sparnaði barna og ungmenna.” 17.4.2012 06:00
Sittu! Kristján Helgason skrifar Verðtryggingin er eins og hundur sem eltist við skottið á sér, hraðar og hraðar, án nokkurs árangurs. Í stað þess að stuðla að réttlátri endurgreiðslu skulda, þá er hún hrein og klár eignatilfærsla frá lántaka til lánveitanda. Þetta er dæmi sem gengur ekki upp. Samkomulag sem tekur aðeins tillit til þarfa annars aðilans er dæmt til að mistakast. 17.4.2012 06:00
Eyðing stúlkubarna í Kína Jóhann Ág. Sigurðsson og Linn Getz skrifar Fjölskyldur í Austur-Asíu, einkum Kína og Indlandi, vilja gjarnan eignast syni. Þar er sonur talinn vera æskilegri kostur en dóttir til að viðhalda nafni ættarinnar, tryggja afkomu og umönnun fjölskyldunnar og foreldra í ellinni. Í kjölfar pólitískra ákvarðana kínverskra yfirvalda árið 1978 um það að hver fjölskylda mætti bara eignast eitt barn, fór strax að bera á breyttu kynjahlutfall drengja og stúlkna. Við eðlilegan gang náttúrunnar á þetta hlutfall að vera um 103 til 107 fæddir drengir á móti 100 fæddum stúlkum. Þetta hlutfall hefur nú brenglast verulega í Kína og Indlandi síðustu tvo áratugina og fer nú að nálgast 120 fæddir drengir á móti 100 fæddum stúlkum (15-20% munur). 17.4.2012 06:00
Samstaða um framtíð Geir Sigurðsson skrifar Ringulreiðin í kjölfar „hrunsins“ á Íslandi markaðist af efnahagslegri óvissu þeirra sem höfðu tekið há lán og/eða fjárfest mikið. En ringulreiðin var ekki síður eins konar félagssálrænt lost. Hin sterka sjálfsmynd Íslendinga á árunum fyrir 2008 hafði beðið gríðarlegan hnekki. Það var engu líkara en við værum að ganga í gegnum svipaðar hremmingar og Bandaríkjamenn eftir 9/11. Hvernig gat þetta komið fyrir okkur? Skiljanlega fundu margir til niðurlægingar yfir því að hafa lifað í blekkingu öll útrásarárin þegar á daginn kom að ekki var innistæða fyrir eyðslunni á þessum tíma. Það er vissulega sár og ömurleg reynsla að átta sig á lyginni sem gegnsýrt hefur líf manns um nokkurt skeið – líkt og að uppgötva framhjáhald sem teygir sig langt aftur í tímann. 17.4.2012 06:00
Aðför að eftirliti Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar Fjármálaeftirlitið (FME) er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna almennings gagnvart aðilum á markaði. Því er ætlað að tryggja heilbrigða viðskiptahætti, traust á fjármálamörkuðum og almannahag með því að fylgja eftir reglum sem gilda um starfsemi fjármálastofnana. Það er kunnara en frá þurfi að segja að aðilar á markaði reyna með ýmsu móti að fara í kringum slíkar reglur. En þessir aðilar beita líka ýmsum ráðum til að draga úr áhrifum eftirlitsins. 17.4.2012 06:00
Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja langt komin! Steingrímur J. Sigfússon skrifar Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins er fróðleg samantekt um fyrirtækjaumhverfið á Íslandi. Hún staðfestir sem betur fer að umtalsverð breyting til batnaðar hefur orðið nú síðustu misserin við endurskipulagningu 120 stærstu fyrirtækjanna á Íslandi. Þannig voru bankarnir með ráðandi stöðu í 27% af þessum fyrirtækjum nú í ársbyrjun 2012 samanborið við 68% árið 2009 og 46% í upphafi árs 2011. Mikið hefur því gerst á tiltölulega stuttum tíma og það er gleðilegt. Enn er þó vitaskuld talsvert óunnið í þessum efnum. Með sama áframhaldi ætti þetta hlutfall þó að verða komið enn neðar í lok ársins og við að nálgast hreint borð. Bein ítök bankanna minnka þá enn frekar án þess að með því sé sagt að lánardrottnar þeirra eigi ekki áfram að veita þeim aðhald. 17.4.2012 06:00
Ranghugmyndir um fyrirmyndarþjóðfélag Þau ummæli Þóru Arnórsdóttur í fjölmiðlum að „margir lenda í því að slást eftir ball” eru forkastanleg og ekki við hæfi af forsetaframbjóðanda. 16.4.2012 08:15
Hjónanámskeið í 15 ár Á þessu vori eru liðin 15 ár síðan fyrst voru haldin námskeið fyrir pör og sambúðarfólk undir heitinu „Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð“. Fyrsta námskeiðið var haldið árið 1996 í Hafnarfjarðarkirkju. Þá var ætlunin að bjóða upp á tvö námskeið, eitt um haust og eitt að vori, og láta það duga. Viðbrögðin voru aftur á móti strax í upphafi mjög sterk og áhuginn á slíkum námskeiðum mikill. Þetta var tilboð sem greinilega vantaði inn í íslenskt samfélag á þessum tíma. 16.4.2012 07:00
Framhald stjórnarskrármálsins I Stjórnarskrármálið hefur rekið á sker. Til stóð að spyrja þjóðina um afstöðu til frumvarps stjórnlagaráðs og nokkur álitaefni í því sambandi samhliða forsetakosningu 30. júní nk. Nú bendir flest til að svo verði ekki. Til þess að koma málinu aftur á skrið er brýnt að marka leiðina sem fylgja skuli allt til lykta. Grunnþáttur þess er að þjóðin verði spurð með viðeigandi hætti. Hér verður reifuð sýn höfundar á slíkt heildarferli. 16.4.2012 07:00
Hverjir vilja láta blekkja sig? Magnús S. Magnússon skrifar Öðru hverju undanfarna áratugi, en oftar undanfarin ár í tengslum við fyrirlestra mína um trú og trúarbrögð á alþjóðlegum ráðstefnum í Bandaríkjunum og Evrópu á sviði trúarvísinda (www.sssrweb.org) og líffræði mannlegs atferlis (www.ishe.org) hef ég öðru hverju hitt guðfræðinga. Þeir eru sérfræðingar í málum guða, m.a. skapara og einræðisherra himins og jarðar, þ.e. guðs Gyðinga (Jehovah) og síðar einnig guðs kristinna og ríkis- og herguðs Rómverja samkvæmt ákvörðun einræðisherra (um 300) með tilheyrandi ólýsanlegum ofsóknum gegn öllum öðruvísi þenkjandi. Síðan einnig guðs Múhameðstrúarmanna (nærri 700, kallaður Allah). Líklega ættuð frá einræðisríki Egypta barst þessi uppáhaldsspegilfyrirmynd einræðisherra hingað (um 1000) – á sverðsoddi einráðs konungs – um 850 árum fyrir þróunarkenningu Darwins og 900 árum áður en mannkynið vissi hvað stjörnuþoka var hvað þá um 100 milljarða slíkra, hver með um 100 milljarða stjarna. 16.4.2012 07:00
Kynslóðasátt - Leiðréttingarsjóður verðtryggðra húsnæðislána Guðmundur Franklín Jónsson skrifar Eins og ég rakti í fyrri grein minni um að fara bandarísku leiðina sem lausn á skuldavanda heimilanna m.a. með því að lengja í lánum er hægt að fara milliveginn í þessum efnum og bjóða lengstu óverðtryggðu húsnæðislánin til 75 ára, sem gætu verið í boði hjá fyrirhuguðum Afskriftasjóð verðtryggðra húsnæðislána. Sjá töflu: 14.4.2012 06:00
Útilegukortið Arnar Barðdal skrifar Steinar Berg, ferðaþjónustubóndi að Fossatúni, ritaði grein í Fréttablaðið þann 12. apríl sl. undir yfirskriftinni niðurgreidd ferðaþjónusta. Grein Steinars er einhvers konar ákall til stéttarfélaga um að hætta kaupum á Útilegukortinu til sinna félagsmanna. Í grein Steinars kemur fram misskilningur sem við teljum nauðsynlegt að leiðrétta. 14.4.2012 06:00
Að virkja fyrir ömmu Dofri Hermannsson skrifar Nú vilja ýmsir að lífeyrissjóðirnir okkar verði notaðir til að virkja fyrir frekari stóriðju. Einkum virkjanabransinn og stjórnarmenn lífeyrissjóða sem eru hallir undir stóriðjustefnu. Þegar hafa 14 lífeyrissjóðir keypt 25% hlut í HS orku. Með því hafa þeir stillt hagsmunum ömmu og afa upp með hagsmunum virkjanageirans og á móti hagsmunum náttúrunnar og verndarnýtingar. Rætt er um að lífeyrissjóðir kaupi hluta í Landsvirkjun og eigi Hverahlíðarvirkjun. Þetta er afar varhugavert. 13.4.2012 06:00
Helför á Íslandi? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Það virðist vera í tísku að líkja umdeildum málum á Íslandi við skelfilegustu myrkraverk mannkynssögunnar. Sumir þeirra sem andmæltu málarekstrinum gegn Geir H. Haarde kölluðu landsdómsmálið „pólitísk sýndarréttarhöld“. Til dæmis bar Þorsteinn Pálsson landsdómsmálið saman við réttarhöldin yfir Búkharín í Sovétríkjunum, en Búkharín var líflátinn eftir að hafa nauðugur játað á sig fjarstæðukenndar sakir. 13.4.2012 06:00