Örvænting grískra foreldra Ragnar Schram skrifar 20. apríl 2012 11:00 Hvers vegna leita mörg hundruð foreldrar í ESB-ríki til SOS Barnaþorpanna og biðja í örvæntingu samtökin um að taka að sér börn sín vegna fátæktar? Og það á árunum 2011 og 2012! Nú hefur þetta gerst í Grikklandi. Gríðarleg aukning atvinnuleysis, tekjuskerðingar, skattahækkanir, samdráttur í velferðarkerfinu og fjölgun réttindalítilla innflytjenda veldur því að margir foreldrar sjá sér ekki annað fært en að gefa frá sér börn sín til að tryggja velferð þeirra. Undanfarið hafa yfir þúsund foreldrar í Grikklandi leitað til SOS í ofangreindum erindagjörðum og líklega er það aðeins toppurinn á ísjakanum. Grikkir þekkja ágætlega til SOS Barnaþorpanna. Samtökin hafa sinnt barnahjálp í Grikklandi frá árinu 1975 og eru þar með þrjú barnaþorp fyrir umkomulaus börn. Þá hafa margir innflytjendur frá þriðjaheimsríkjum séð árangur af starfsemi SOS í sínum heimalöndum og liggur því kannski beinast við að þeir leiti til samtakanna. Markmið SOS er að öll börn fái þörfum sínum mætt og búi við ástúð og umhyggju. Áðurnefndir foreldrar bera ást til barna sinna, það vantar ekki. Það eru einmitt þær taugar sem knýja örvæntingarfulla foreldrana til aðgerða. En þar sem samtökin telja best fyrir börn að búa með foreldrum sínum taka þau ekki við þessum börnum, nema í algjörum undantekningartilvikum og þá í samráði við yfirvöld. Þess í stað höfum við ákveðið að stórefla Fjölskyldueflingu SOS í Grikklandi. Hún felur í sér fjölbreyttan stuðning við barnafjölskyldur svo ekki þurfi að koma til aðskilnaðar. Sem dæmi má nefna að fjölskyldur fá helstu nauðsynjar, ráðgjöf varðandi hjónabandið, fjármál, næringu, hreinlæti, uppeldi, réttindi o.fl. Þá fá yngri börn leikskólavist og eldri börn sérsniðna námsaðstoð. Öll aðstoðin miðar að því að fjölskyldan sundrist ekki og að þörfum barnanna verði mætt. Þessi Fjölskylduefling hefur hjálpað barnafjölskyldum um allan heim, sérsniðin að menningu hvers staðar og þörfum hverrar fjölskyldu. SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að lina þjáningar grískra foreldra í neyð með framlagi upp á 3,3 milljónir króna. Upphæðin er áhugaverð í ljósi þess að uppreiknuð framlög Íslendinga til SOS frá upphafi standa nú í 3,3 milljörðum króna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Hvers vegna leita mörg hundruð foreldrar í ESB-ríki til SOS Barnaþorpanna og biðja í örvæntingu samtökin um að taka að sér börn sín vegna fátæktar? Og það á árunum 2011 og 2012! Nú hefur þetta gerst í Grikklandi. Gríðarleg aukning atvinnuleysis, tekjuskerðingar, skattahækkanir, samdráttur í velferðarkerfinu og fjölgun réttindalítilla innflytjenda veldur því að margir foreldrar sjá sér ekki annað fært en að gefa frá sér börn sín til að tryggja velferð þeirra. Undanfarið hafa yfir þúsund foreldrar í Grikklandi leitað til SOS í ofangreindum erindagjörðum og líklega er það aðeins toppurinn á ísjakanum. Grikkir þekkja ágætlega til SOS Barnaþorpanna. Samtökin hafa sinnt barnahjálp í Grikklandi frá árinu 1975 og eru þar með þrjú barnaþorp fyrir umkomulaus börn. Þá hafa margir innflytjendur frá þriðjaheimsríkjum séð árangur af starfsemi SOS í sínum heimalöndum og liggur því kannski beinast við að þeir leiti til samtakanna. Markmið SOS er að öll börn fái þörfum sínum mætt og búi við ástúð og umhyggju. Áðurnefndir foreldrar bera ást til barna sinna, það vantar ekki. Það eru einmitt þær taugar sem knýja örvæntingarfulla foreldrana til aðgerða. En þar sem samtökin telja best fyrir börn að búa með foreldrum sínum taka þau ekki við þessum börnum, nema í algjörum undantekningartilvikum og þá í samráði við yfirvöld. Þess í stað höfum við ákveðið að stórefla Fjölskyldueflingu SOS í Grikklandi. Hún felur í sér fjölbreyttan stuðning við barnafjölskyldur svo ekki þurfi að koma til aðskilnaðar. Sem dæmi má nefna að fjölskyldur fá helstu nauðsynjar, ráðgjöf varðandi hjónabandið, fjármál, næringu, hreinlæti, uppeldi, réttindi o.fl. Þá fá yngri börn leikskólavist og eldri börn sérsniðna námsaðstoð. Öll aðstoðin miðar að því að fjölskyldan sundrist ekki og að þörfum barnanna verði mætt. Þessi Fjölskylduefling hefur hjálpað barnafjölskyldum um allan heim, sérsniðin að menningu hvers staðar og þörfum hverrar fjölskyldu. SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að lina þjáningar grískra foreldra í neyð með framlagi upp á 3,3 milljónir króna. Upphæðin er áhugaverð í ljósi þess að uppreiknuð framlög Íslendinga til SOS frá upphafi standa nú í 3,3 milljörðum króna.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar