Örvænting grískra foreldra Ragnar Schram skrifar 20. apríl 2012 11:00 Hvers vegna leita mörg hundruð foreldrar í ESB-ríki til SOS Barnaþorpanna og biðja í örvæntingu samtökin um að taka að sér börn sín vegna fátæktar? Og það á árunum 2011 og 2012! Nú hefur þetta gerst í Grikklandi. Gríðarleg aukning atvinnuleysis, tekjuskerðingar, skattahækkanir, samdráttur í velferðarkerfinu og fjölgun réttindalítilla innflytjenda veldur því að margir foreldrar sjá sér ekki annað fært en að gefa frá sér börn sín til að tryggja velferð þeirra. Undanfarið hafa yfir þúsund foreldrar í Grikklandi leitað til SOS í ofangreindum erindagjörðum og líklega er það aðeins toppurinn á ísjakanum. Grikkir þekkja ágætlega til SOS Barnaþorpanna. Samtökin hafa sinnt barnahjálp í Grikklandi frá árinu 1975 og eru þar með þrjú barnaþorp fyrir umkomulaus börn. Þá hafa margir innflytjendur frá þriðjaheimsríkjum séð árangur af starfsemi SOS í sínum heimalöndum og liggur því kannski beinast við að þeir leiti til samtakanna. Markmið SOS er að öll börn fái þörfum sínum mætt og búi við ástúð og umhyggju. Áðurnefndir foreldrar bera ást til barna sinna, það vantar ekki. Það eru einmitt þær taugar sem knýja örvæntingarfulla foreldrana til aðgerða. En þar sem samtökin telja best fyrir börn að búa með foreldrum sínum taka þau ekki við þessum börnum, nema í algjörum undantekningartilvikum og þá í samráði við yfirvöld. Þess í stað höfum við ákveðið að stórefla Fjölskyldueflingu SOS í Grikklandi. Hún felur í sér fjölbreyttan stuðning við barnafjölskyldur svo ekki þurfi að koma til aðskilnaðar. Sem dæmi má nefna að fjölskyldur fá helstu nauðsynjar, ráðgjöf varðandi hjónabandið, fjármál, næringu, hreinlæti, uppeldi, réttindi o.fl. Þá fá yngri börn leikskólavist og eldri börn sérsniðna námsaðstoð. Öll aðstoðin miðar að því að fjölskyldan sundrist ekki og að þörfum barnanna verði mætt. Þessi Fjölskylduefling hefur hjálpað barnafjölskyldum um allan heim, sérsniðin að menningu hvers staðar og þörfum hverrar fjölskyldu. SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að lina þjáningar grískra foreldra í neyð með framlagi upp á 3,3 milljónir króna. Upphæðin er áhugaverð í ljósi þess að uppreiknuð framlög Íslendinga til SOS frá upphafi standa nú í 3,3 milljörðum króna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Hvers vegna leita mörg hundruð foreldrar í ESB-ríki til SOS Barnaþorpanna og biðja í örvæntingu samtökin um að taka að sér börn sín vegna fátæktar? Og það á árunum 2011 og 2012! Nú hefur þetta gerst í Grikklandi. Gríðarleg aukning atvinnuleysis, tekjuskerðingar, skattahækkanir, samdráttur í velferðarkerfinu og fjölgun réttindalítilla innflytjenda veldur því að margir foreldrar sjá sér ekki annað fært en að gefa frá sér börn sín til að tryggja velferð þeirra. Undanfarið hafa yfir þúsund foreldrar í Grikklandi leitað til SOS í ofangreindum erindagjörðum og líklega er það aðeins toppurinn á ísjakanum. Grikkir þekkja ágætlega til SOS Barnaþorpanna. Samtökin hafa sinnt barnahjálp í Grikklandi frá árinu 1975 og eru þar með þrjú barnaþorp fyrir umkomulaus börn. Þá hafa margir innflytjendur frá þriðjaheimsríkjum séð árangur af starfsemi SOS í sínum heimalöndum og liggur því kannski beinast við að þeir leiti til samtakanna. Markmið SOS er að öll börn fái þörfum sínum mætt og búi við ástúð og umhyggju. Áðurnefndir foreldrar bera ást til barna sinna, það vantar ekki. Það eru einmitt þær taugar sem knýja örvæntingarfulla foreldrana til aðgerða. En þar sem samtökin telja best fyrir börn að búa með foreldrum sínum taka þau ekki við þessum börnum, nema í algjörum undantekningartilvikum og þá í samráði við yfirvöld. Þess í stað höfum við ákveðið að stórefla Fjölskyldueflingu SOS í Grikklandi. Hún felur í sér fjölbreyttan stuðning við barnafjölskyldur svo ekki þurfi að koma til aðskilnaðar. Sem dæmi má nefna að fjölskyldur fá helstu nauðsynjar, ráðgjöf varðandi hjónabandið, fjármál, næringu, hreinlæti, uppeldi, réttindi o.fl. Þá fá yngri börn leikskólavist og eldri börn sérsniðna námsaðstoð. Öll aðstoðin miðar að því að fjölskyldan sundrist ekki og að þörfum barnanna verði mætt. Þessi Fjölskylduefling hefur hjálpað barnafjölskyldum um allan heim, sérsniðin að menningu hvers staðar og þörfum hverrar fjölskyldu. SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að lina þjáningar grískra foreldra í neyð með framlagi upp á 3,3 milljónir króna. Upphæðin er áhugaverð í ljósi þess að uppreiknuð framlög Íslendinga til SOS frá upphafi standa nú í 3,3 milljörðum króna.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar