Örvænting grískra foreldra Ragnar Schram skrifar 20. apríl 2012 11:00 Hvers vegna leita mörg hundruð foreldrar í ESB-ríki til SOS Barnaþorpanna og biðja í örvæntingu samtökin um að taka að sér börn sín vegna fátæktar? Og það á árunum 2011 og 2012! Nú hefur þetta gerst í Grikklandi. Gríðarleg aukning atvinnuleysis, tekjuskerðingar, skattahækkanir, samdráttur í velferðarkerfinu og fjölgun réttindalítilla innflytjenda veldur því að margir foreldrar sjá sér ekki annað fært en að gefa frá sér börn sín til að tryggja velferð þeirra. Undanfarið hafa yfir þúsund foreldrar í Grikklandi leitað til SOS í ofangreindum erindagjörðum og líklega er það aðeins toppurinn á ísjakanum. Grikkir þekkja ágætlega til SOS Barnaþorpanna. Samtökin hafa sinnt barnahjálp í Grikklandi frá árinu 1975 og eru þar með þrjú barnaþorp fyrir umkomulaus börn. Þá hafa margir innflytjendur frá þriðjaheimsríkjum séð árangur af starfsemi SOS í sínum heimalöndum og liggur því kannski beinast við að þeir leiti til samtakanna. Markmið SOS er að öll börn fái þörfum sínum mætt og búi við ástúð og umhyggju. Áðurnefndir foreldrar bera ást til barna sinna, það vantar ekki. Það eru einmitt þær taugar sem knýja örvæntingarfulla foreldrana til aðgerða. En þar sem samtökin telja best fyrir börn að búa með foreldrum sínum taka þau ekki við þessum börnum, nema í algjörum undantekningartilvikum og þá í samráði við yfirvöld. Þess í stað höfum við ákveðið að stórefla Fjölskyldueflingu SOS í Grikklandi. Hún felur í sér fjölbreyttan stuðning við barnafjölskyldur svo ekki þurfi að koma til aðskilnaðar. Sem dæmi má nefna að fjölskyldur fá helstu nauðsynjar, ráðgjöf varðandi hjónabandið, fjármál, næringu, hreinlæti, uppeldi, réttindi o.fl. Þá fá yngri börn leikskólavist og eldri börn sérsniðna námsaðstoð. Öll aðstoðin miðar að því að fjölskyldan sundrist ekki og að þörfum barnanna verði mætt. Þessi Fjölskylduefling hefur hjálpað barnafjölskyldum um allan heim, sérsniðin að menningu hvers staðar og þörfum hverrar fjölskyldu. SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að lina þjáningar grískra foreldra í neyð með framlagi upp á 3,3 milljónir króna. Upphæðin er áhugaverð í ljósi þess að uppreiknuð framlög Íslendinga til SOS frá upphafi standa nú í 3,3 milljörðum króna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hvers vegna leita mörg hundruð foreldrar í ESB-ríki til SOS Barnaþorpanna og biðja í örvæntingu samtökin um að taka að sér börn sín vegna fátæktar? Og það á árunum 2011 og 2012! Nú hefur þetta gerst í Grikklandi. Gríðarleg aukning atvinnuleysis, tekjuskerðingar, skattahækkanir, samdráttur í velferðarkerfinu og fjölgun réttindalítilla innflytjenda veldur því að margir foreldrar sjá sér ekki annað fært en að gefa frá sér börn sín til að tryggja velferð þeirra. Undanfarið hafa yfir þúsund foreldrar í Grikklandi leitað til SOS í ofangreindum erindagjörðum og líklega er það aðeins toppurinn á ísjakanum. Grikkir þekkja ágætlega til SOS Barnaþorpanna. Samtökin hafa sinnt barnahjálp í Grikklandi frá árinu 1975 og eru þar með þrjú barnaþorp fyrir umkomulaus börn. Þá hafa margir innflytjendur frá þriðjaheimsríkjum séð árangur af starfsemi SOS í sínum heimalöndum og liggur því kannski beinast við að þeir leiti til samtakanna. Markmið SOS er að öll börn fái þörfum sínum mætt og búi við ástúð og umhyggju. Áðurnefndir foreldrar bera ást til barna sinna, það vantar ekki. Það eru einmitt þær taugar sem knýja örvæntingarfulla foreldrana til aðgerða. En þar sem samtökin telja best fyrir börn að búa með foreldrum sínum taka þau ekki við þessum börnum, nema í algjörum undantekningartilvikum og þá í samráði við yfirvöld. Þess í stað höfum við ákveðið að stórefla Fjölskyldueflingu SOS í Grikklandi. Hún felur í sér fjölbreyttan stuðning við barnafjölskyldur svo ekki þurfi að koma til aðskilnaðar. Sem dæmi má nefna að fjölskyldur fá helstu nauðsynjar, ráðgjöf varðandi hjónabandið, fjármál, næringu, hreinlæti, uppeldi, réttindi o.fl. Þá fá yngri börn leikskólavist og eldri börn sérsniðna námsaðstoð. Öll aðstoðin miðar að því að fjölskyldan sundrist ekki og að þörfum barnanna verði mætt. Þessi Fjölskylduefling hefur hjálpað barnafjölskyldum um allan heim, sérsniðin að menningu hvers staðar og þörfum hverrar fjölskyldu. SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að lina þjáningar grískra foreldra í neyð með framlagi upp á 3,3 milljónir króna. Upphæðin er áhugaverð í ljósi þess að uppreiknuð framlög Íslendinga til SOS frá upphafi standa nú í 3,3 milljörðum króna.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun