Framtíðin endar ekki eftir 30 ár Helgi Már Halldórsson skrifar 21. apríl 2012 06:00 Páll Torfi Önundarson læknir birtir enn á ný hugmyndir sínar og Magnúsar Skúlasonar arkitekts um stækkun Landspítala við Hringbraut í Fréttablaðinu 19. apríl 2012. Á fréttavefnum mbl.is var fjallað um þessar sömu hugmyndir 3. mars í ár og daginn eftir leitaði mbl.is álits undirritaðs á þeim. Nú bregður svo við að Páll Torfi gerir það álit, og reyndar skoðanir SPITAL hópsins í heild, tortryggilegar vegna „beinna fjárhagslegra hagsmuna af sinni tillögugerð“ og mögulegs „hagsmunaáreksturs“! Skipulagstillaga sem SPITAL hópurinn hefur unnið að, í góðri samvinnu við Landspítala, Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg og fjölmarga aðra aðila, þróaðist upp úr vinningstillögu SPITAL hópsins í lokaðri samkeppni, að loknu opnu forvali árið 2010. Í kjölfar samkeppninnar var samið við SPITAL hópinn um gerð deiliskipulags á grundvelli vinningstillögunnar og forhönnun bygginga og gagna fyrir alútboð bygginganna. Hluta vinnunnar er þegar lokið, stórum hluta lýkur á næstu vikum og umsömdu verkefni SPITAL hópsins verður væntanlega lokið að fullu um leið og deiliskipulagið er samþykkt. Það gerist vonandi þegar líða fer á árið 2012. Alútboðsformið felur í sér að aðrir hönnuðir en SPITAL hópurinn haldi hönnunarverkinu áfram. Á samkeppnisstiginu var þó strax gert ráð fyrir að samið yrði við sigurvegara í hönnunarsamkeppninni um ráðgjöf og aðstoð við verkefnið þar til því lyki. Umfang slíkrar vinnu hefur hvorki verið skilgreint né um slíkt samið. Hér er ekki um mikla vinnu að ræða í hlutfalli við heildarveltu þeirra fyrirtækja sem standa á bak við SPITAL hópinn og því eiga dylgjur Páls Torfa um fjárhagslega hagsmunaárekstra sér enga stoð í veruleikanum. Ég vísa þeim til föðurhúsa. Í ljósi stöðunnar eftir fall bankanna árið 2008 voru áform um uppbyggingu Landspítalans endurskoðuð. Norska arkitektastofan Momentum var fengin til verksins og í skýrslu hennar er annars vegar úttekt á áætlunum, sem unnið var að fram til 2008, og einnig tillögur um hvernig takast mætti á við verkefnið í ljósi nýrra aðstæðna. Meginniðurstaðan var sú að uppbygginguna þyrfti að hugsa út frá minni byggingaráfanga í upphafi en áður hafði verið gert, að nota eldri byggingar lengur og að líta á fyrsta áfanga sem upphaf þróunarferlis í endurskipulagningu og endurbyggingu spítalans í heild. Þannig er tillaga SPITAL hugsuð, öndvert við hugmyndir Páls Torfa Önundarsonar sem að eigin sögn duga til 20-30 ára með minna byggingamagni. Engin afstaða er tekin til þróunar eftir það. Hér er fátt samanburðarhæft við tillögu SPITAL hópsins. Hún er til langs tíma og sýnir uppbyggingu næstu ára og áratuga og mögulega þróun í rökréttu samhengi inn í enn fjarlægari framtíð að auki. Að loknum fyrsta áfanga verður orðin til betri, öruggari og hagkvæmari spítali en áður. Í síðari áföngum verður þyngsta spítalastarfsemin öll komin í nýjar byggingar og eldri byggingar fá léttara hlutverk sem þær ráða við. Hugmynd Páls Torfa hefur yfir sér bútasaumsbrag liðinna áratuga og grunnhugsunin þar er ekki til þess fallin að á henni megi byggja góðan og hagkvæman spítala. Þessi hugmynd er slæm vegna þess að í henni felst að gömlu byggingarnar stýra í raun uppbyggingu til framtíðar og hún er óraunhæf þegar litið er til þess að starfsemi þarf að vera í eldri byggingum á framkvæmdatímanum. Hugmynd Páls Torfa batnar ekki við að sýna hana aftur og aftur í fjölmiðlum. Hún batnar heldur ekki við að reyna að gera SPITAL hópinn tortryggilegan og láta þannig tilganginn helga meðalið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Páll Torfi Önundarson læknir birtir enn á ný hugmyndir sínar og Magnúsar Skúlasonar arkitekts um stækkun Landspítala við Hringbraut í Fréttablaðinu 19. apríl 2012. Á fréttavefnum mbl.is var fjallað um þessar sömu hugmyndir 3. mars í ár og daginn eftir leitaði mbl.is álits undirritaðs á þeim. Nú bregður svo við að Páll Torfi gerir það álit, og reyndar skoðanir SPITAL hópsins í heild, tortryggilegar vegna „beinna fjárhagslegra hagsmuna af sinni tillögugerð“ og mögulegs „hagsmunaáreksturs“! Skipulagstillaga sem SPITAL hópurinn hefur unnið að, í góðri samvinnu við Landspítala, Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg og fjölmarga aðra aðila, þróaðist upp úr vinningstillögu SPITAL hópsins í lokaðri samkeppni, að loknu opnu forvali árið 2010. Í kjölfar samkeppninnar var samið við SPITAL hópinn um gerð deiliskipulags á grundvelli vinningstillögunnar og forhönnun bygginga og gagna fyrir alútboð bygginganna. Hluta vinnunnar er þegar lokið, stórum hluta lýkur á næstu vikum og umsömdu verkefni SPITAL hópsins verður væntanlega lokið að fullu um leið og deiliskipulagið er samþykkt. Það gerist vonandi þegar líða fer á árið 2012. Alútboðsformið felur í sér að aðrir hönnuðir en SPITAL hópurinn haldi hönnunarverkinu áfram. Á samkeppnisstiginu var þó strax gert ráð fyrir að samið yrði við sigurvegara í hönnunarsamkeppninni um ráðgjöf og aðstoð við verkefnið þar til því lyki. Umfang slíkrar vinnu hefur hvorki verið skilgreint né um slíkt samið. Hér er ekki um mikla vinnu að ræða í hlutfalli við heildarveltu þeirra fyrirtækja sem standa á bak við SPITAL hópinn og því eiga dylgjur Páls Torfa um fjárhagslega hagsmunaárekstra sér enga stoð í veruleikanum. Ég vísa þeim til föðurhúsa. Í ljósi stöðunnar eftir fall bankanna árið 2008 voru áform um uppbyggingu Landspítalans endurskoðuð. Norska arkitektastofan Momentum var fengin til verksins og í skýrslu hennar er annars vegar úttekt á áætlunum, sem unnið var að fram til 2008, og einnig tillögur um hvernig takast mætti á við verkefnið í ljósi nýrra aðstæðna. Meginniðurstaðan var sú að uppbygginguna þyrfti að hugsa út frá minni byggingaráfanga í upphafi en áður hafði verið gert, að nota eldri byggingar lengur og að líta á fyrsta áfanga sem upphaf þróunarferlis í endurskipulagningu og endurbyggingu spítalans í heild. Þannig er tillaga SPITAL hugsuð, öndvert við hugmyndir Páls Torfa Önundarsonar sem að eigin sögn duga til 20-30 ára með minna byggingamagni. Engin afstaða er tekin til þróunar eftir það. Hér er fátt samanburðarhæft við tillögu SPITAL hópsins. Hún er til langs tíma og sýnir uppbyggingu næstu ára og áratuga og mögulega þróun í rökréttu samhengi inn í enn fjarlægari framtíð að auki. Að loknum fyrsta áfanga verður orðin til betri, öruggari og hagkvæmari spítali en áður. Í síðari áföngum verður þyngsta spítalastarfsemin öll komin í nýjar byggingar og eldri byggingar fá léttara hlutverk sem þær ráða við. Hugmynd Páls Torfa hefur yfir sér bútasaumsbrag liðinna áratuga og grunnhugsunin þar er ekki til þess fallin að á henni megi byggja góðan og hagkvæman spítala. Þessi hugmynd er slæm vegna þess að í henni felst að gömlu byggingarnar stýra í raun uppbyggingu til framtíðar og hún er óraunhæf þegar litið er til þess að starfsemi þarf að vera í eldri byggingum á framkvæmdatímanum. Hugmynd Páls Torfa batnar ekki við að sýna hana aftur og aftur í fjölmiðlum. Hún batnar heldur ekki við að reyna að gera SPITAL hópinn tortryggilegan og láta þannig tilganginn helga meðalið.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar