Sjómenn! Er ekki nóg komið? Pálmi Gauti Hjörleifsson skrifar 21. apríl 2012 06:00 Miðað við umræður undanfarið virðist sem allir séu orðnir sérfræðingar um sjávarútveg. Margir virðast sjá rómantík í því að fara út á trillu og sækja allan afla Íslendinga í sól og blíðu, syngjandi og trallandi. Allt á þetta rétt á sér, togarar, línuskip, uppsjávarskip, smábátar o.s.frv. og er fjölbreytnin án nokkurs vafa einn af kostum íslensks sjávarútvegs. Ákveðinn hópur fólks virðist hins vegar vera kominn í vígahug þegar það heyrir minnst á togara, stærri skip og stórar útgerðir. Ætli síðan einhver að reyna að tala um fyrir þessu fólki og leiðrétta ákveðinn misskilning vegna vanþekkingar þess á greininni, er sá hinn sami orðinn talsmaður LÍÚ eða útgerðarmannsins sem hann vinnur hjá. Ekki að hann sé að reyna verja starf sitt og lífsviðurværi, fólk má ekki gleyma að það eru einstaklingar sem starfa hjá útgerðunum. Steingrímur J. Sigfússon á sér greinilega þann draum, miðað við frumvarpið, að verða stærsti útgerðarmaður landsins. Hann ætlar sér að búa til pott og ausa út fiski eftir sínum geðþóttaákvörðunum. Hvar á að taka til þess að gefa öðrum? Enn eina ferðina á að ráðast á útgerðina. Breytingar sem hafa orðið í sjávarútvegi upp á síðkastið hafa mikið bitnað á stórum útgerðum t.d. vegna byggðakvóta, línuívilnunar og strandveiða en svo má heldur ekki gleyma kvótaniðurskurði síðustu ára. Sökum þessa hafa útgerðir ekki haft undan við að kaupa kvóta einungis til að reyna að standa í sömu sporum og árið á undan og alltaf hafa menn fengið að heyra að þegar betur árar í hafinu munu þær fá að njóta þess með auknum kvóta. En nú skal bæta í segir ríkistjórnin, skattleggjum útgerðina til dauða og ef það dugar ekki skal það takast með innköllun kvóta. Ef menn gæfu sér tíma til að lesa þetta nýja frumvarp sæju þeir hversu glórulaust þetta er! Mig langar að biðja sjómenn að íhuga hvernig væntanlegar breytingar munu koma til með að hafa áhrif á stöðu okkar. Þetta frumvarp mun hafa mikil áhrif á okkur alla, nægir þar að nefna að sumir koma til með að missa vinnuna strax, hjá öðrum tekur þetta ferli aðeins lengri tíma en við munum allir finna fyrir tekjuskerðingu. Eins öruggt og það er að sólin komi upp á morgun mun útgerðin ekki takast á við stórauknar álögur vegna auðlindagjalds eða annars kostnaðar án þess að við sjómenn komum til með að taka þátt í því með þeim. Með þessu frumvarpi verður okkur stillt upp við vegg enn eina ferðina á móti útgerðarmönnum. Einmitt núna er það alveg jafn mikið okkar og útgerðarmanna að verja greinina gegn þessu fáránlega frumvarpi. Hagsmunir þessara tveggja hópa fara saman því þegar útgerðinni gengur vel gengur jafnan vel hjá okkur líka. Þegar tekinn er kvóti af útgerðinni missum við tekjur og þegar rekstrargrundvöllur útgerðarinnar er tekinn missum við vinnuna. Frá sjómönnum heyrist samt sem áður aldrei ein einasta stuna, hvorki núna né þegar sjómannaafslátturinn var af okkur tekinn. Eins fáránlegt og það hljómar eru útgerðarmenn þeir einu sem eru að verjast þessari árás frá stjórnvöldum og við sjáum hve vel það gengur. LÍÚ er orðið eins og ljóti kallinn í ævintýrunum því ekki er talað um annað en LÍÚ grýluna. Síðan er hægt að spyrja sig hvað í ósköpunum gengur á hjá stéttarfélögum okkar. Þau virðast jafn ónýt og þessi blessaða ríkisstjórn og eitt af mörgu sem þau eiga sameiginlegt er fylgið sem er í frjálsu falli. Ég get ekki ímyndað mér að sjómenn séu sáttir með störf þessara manna því þegar þessi mál eru rædd af sjómönnum skilur enginn hvað félögin eru að gera, af hverju er ekki verið að mótmæla þessum áformum ríkisstjórnarinnar? Ég spyr mig hvort forsvarsmenn þeirra séu enn í 2007 gírnum í áskrift að laununum sínum og slétt sama hvað um okkur verður? Ættu þessir menn, sem eru í vinnu hjá okkur, ekki að gera eitthvað þarfara? Það heyrist ekki eitt einasta múkk í þeim þótt fyrirsjáanlegt sé að hópur sjómanna muni missa sitt lífsviðurværi. Ég veit ekki í hvaða heimi formaður Sjómannasambands Íslands lifir né formaður vélstjórnarmanna, allavega ekki miðað við síðustu fréttir þeirra í fjölmiðlum. Það er eins og þeir séu einungis þarna til að ausa olíu á eldinn og reyna eftir fremsta megni að beina umræðunni frá raunverulegum hagsmunum okkar þessa stundina sem eru að halda okkar vinnu. Ég skora á sjómenn að fara að láta í sér heyra! Allir eru búnir að taka þátt í heitum umræðum um sjávarútvegsmál í borðsalnum og hvernig pólitíkin ætlar að traðka á okkur núna. Við höfum rætt þetta í þaula þar en nú þurfum við að koma okkar sjónarmiðum á framfæri til fólksins í landi svo okkar sjónarmið sökkvi ekki í sæ með næstu öldu. Ég neita að trúa því að við séum þannig menn að við látum eitthvað eins og fávisku stjórnmálamanna, vanþekkingu þeirra á greininni og úthrópanir á internetinu verða til þess að kippt verður undan okkur fótunum. Við skulum snúa vörn í sókn, og láta óánægju okkar í ljós með nýja frumvarpið og mótmæla, við hreinlega látum ekki bjóða okkur hvað sem er! Þannig er ég viss um að stjórnvöld láti sér segjast, og horfist í augu við raunveruleikann og hverfi frá þessari stórhættulegu og fáránlegu herferð sinni gegn þessari starfsstétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Miðað við umræður undanfarið virðist sem allir séu orðnir sérfræðingar um sjávarútveg. Margir virðast sjá rómantík í því að fara út á trillu og sækja allan afla Íslendinga í sól og blíðu, syngjandi og trallandi. Allt á þetta rétt á sér, togarar, línuskip, uppsjávarskip, smábátar o.s.frv. og er fjölbreytnin án nokkurs vafa einn af kostum íslensks sjávarútvegs. Ákveðinn hópur fólks virðist hins vegar vera kominn í vígahug þegar það heyrir minnst á togara, stærri skip og stórar útgerðir. Ætli síðan einhver að reyna að tala um fyrir þessu fólki og leiðrétta ákveðinn misskilning vegna vanþekkingar þess á greininni, er sá hinn sami orðinn talsmaður LÍÚ eða útgerðarmannsins sem hann vinnur hjá. Ekki að hann sé að reyna verja starf sitt og lífsviðurværi, fólk má ekki gleyma að það eru einstaklingar sem starfa hjá útgerðunum. Steingrímur J. Sigfússon á sér greinilega þann draum, miðað við frumvarpið, að verða stærsti útgerðarmaður landsins. Hann ætlar sér að búa til pott og ausa út fiski eftir sínum geðþóttaákvörðunum. Hvar á að taka til þess að gefa öðrum? Enn eina ferðina á að ráðast á útgerðina. Breytingar sem hafa orðið í sjávarútvegi upp á síðkastið hafa mikið bitnað á stórum útgerðum t.d. vegna byggðakvóta, línuívilnunar og strandveiða en svo má heldur ekki gleyma kvótaniðurskurði síðustu ára. Sökum þessa hafa útgerðir ekki haft undan við að kaupa kvóta einungis til að reyna að standa í sömu sporum og árið á undan og alltaf hafa menn fengið að heyra að þegar betur árar í hafinu munu þær fá að njóta þess með auknum kvóta. En nú skal bæta í segir ríkistjórnin, skattleggjum útgerðina til dauða og ef það dugar ekki skal það takast með innköllun kvóta. Ef menn gæfu sér tíma til að lesa þetta nýja frumvarp sæju þeir hversu glórulaust þetta er! Mig langar að biðja sjómenn að íhuga hvernig væntanlegar breytingar munu koma til með að hafa áhrif á stöðu okkar. Þetta frumvarp mun hafa mikil áhrif á okkur alla, nægir þar að nefna að sumir koma til með að missa vinnuna strax, hjá öðrum tekur þetta ferli aðeins lengri tíma en við munum allir finna fyrir tekjuskerðingu. Eins öruggt og það er að sólin komi upp á morgun mun útgerðin ekki takast á við stórauknar álögur vegna auðlindagjalds eða annars kostnaðar án þess að við sjómenn komum til með að taka þátt í því með þeim. Með þessu frumvarpi verður okkur stillt upp við vegg enn eina ferðina á móti útgerðarmönnum. Einmitt núna er það alveg jafn mikið okkar og útgerðarmanna að verja greinina gegn þessu fáránlega frumvarpi. Hagsmunir þessara tveggja hópa fara saman því þegar útgerðinni gengur vel gengur jafnan vel hjá okkur líka. Þegar tekinn er kvóti af útgerðinni missum við tekjur og þegar rekstrargrundvöllur útgerðarinnar er tekinn missum við vinnuna. Frá sjómönnum heyrist samt sem áður aldrei ein einasta stuna, hvorki núna né þegar sjómannaafslátturinn var af okkur tekinn. Eins fáránlegt og það hljómar eru útgerðarmenn þeir einu sem eru að verjast þessari árás frá stjórnvöldum og við sjáum hve vel það gengur. LÍÚ er orðið eins og ljóti kallinn í ævintýrunum því ekki er talað um annað en LÍÚ grýluna. Síðan er hægt að spyrja sig hvað í ósköpunum gengur á hjá stéttarfélögum okkar. Þau virðast jafn ónýt og þessi blessaða ríkisstjórn og eitt af mörgu sem þau eiga sameiginlegt er fylgið sem er í frjálsu falli. Ég get ekki ímyndað mér að sjómenn séu sáttir með störf þessara manna því þegar þessi mál eru rædd af sjómönnum skilur enginn hvað félögin eru að gera, af hverju er ekki verið að mótmæla þessum áformum ríkisstjórnarinnar? Ég spyr mig hvort forsvarsmenn þeirra séu enn í 2007 gírnum í áskrift að laununum sínum og slétt sama hvað um okkur verður? Ættu þessir menn, sem eru í vinnu hjá okkur, ekki að gera eitthvað þarfara? Það heyrist ekki eitt einasta múkk í þeim þótt fyrirsjáanlegt sé að hópur sjómanna muni missa sitt lífsviðurværi. Ég veit ekki í hvaða heimi formaður Sjómannasambands Íslands lifir né formaður vélstjórnarmanna, allavega ekki miðað við síðustu fréttir þeirra í fjölmiðlum. Það er eins og þeir séu einungis þarna til að ausa olíu á eldinn og reyna eftir fremsta megni að beina umræðunni frá raunverulegum hagsmunum okkar þessa stundina sem eru að halda okkar vinnu. Ég skora á sjómenn að fara að láta í sér heyra! Allir eru búnir að taka þátt í heitum umræðum um sjávarútvegsmál í borðsalnum og hvernig pólitíkin ætlar að traðka á okkur núna. Við höfum rætt þetta í þaula þar en nú þurfum við að koma okkar sjónarmiðum á framfæri til fólksins í landi svo okkar sjónarmið sökkvi ekki í sæ með næstu öldu. Ég neita að trúa því að við séum þannig menn að við látum eitthvað eins og fávisku stjórnmálamanna, vanþekkingu þeirra á greininni og úthrópanir á internetinu verða til þess að kippt verður undan okkur fótunum. Við skulum snúa vörn í sókn, og láta óánægju okkar í ljós með nýja frumvarpið og mótmæla, við hreinlega látum ekki bjóða okkur hvað sem er! Þannig er ég viss um að stjórnvöld láti sér segjast, og horfist í augu við raunveruleikann og hverfi frá þessari stórhættulegu og fáránlegu herferð sinni gegn þessari starfsstétt.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar