Vika bankabókarinnar Kristján Freyr Halldórsson skrifar 30. apríl 2012 16:53 Hæ, ég heiti Kristján og ég er verslunarstjóri í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg 18. Bókabúð sem hefur verið á sama stað í 50 ár, gengið í gegnum ýmislegt, t.a.m. flottræflaskap síðasta áratuginn en sem betur fer er hún enn bókabúð og ekkert annað en heiðarleg bókabúð. Ég er í þann mund að fara að skrifa svona bréf um samfélagið okkar og nýja sýn, eða kannski köllun eftir nýjum áherslum en þetta verður kannski bara voða barnalegt bréf. Nei, æææi. Ég er bara orðinn svo þreyttur á svona skrifum eða tali um nýja Ísland, kreppuna, horfum fram á við en ekki í baksýnisspegilinn, afskriftir allra sem skulduðu ógeeðslega mikið af peningum og á sama tíma að horfa á núðluuppskriftir þeirra sem skulduðu ekki nægilega mikið. Ókei, sorrí. En ég er semsagt bóksali og er að fagna Viku bókarinnar um þessar mundir. Við erum ca. 12-14 manns sem vinnum í Bókabúð Máls og menningar og eigum örugglega það helst sameiginlegt að hafa mikla ástríðu fyrir bókum. Í Viku bókarinnar er mikið um nýja útgáfu, það er vor í lofti og Félag íslenskra bókaútgefenda sendir öllum heimilum á landinu "ávísun á lestur" inn um lúguna. Það er skemmtilegt og flott framtak, þar sem fólk getur framvísað ávísuninni í næstu bókabúð og fengið um 1.000 kr. Afslátt. Svokölluð Þjóðargjöf. En í ár var var gleðin hálfpartinn tekin af manni við þetta fyrirkomulag. Sko, eins og þið vitið þá er einn ráðandi bóksali á landinu sem heitir Penninn/Eymundsson. Það fyrirtæki er undir hatti Arion banka. Þið vissuð þetta svo sem. Eða hvað, vita þetta ekki allir? Penninn og þ.a.l. Eymundson hefur verið í eigu Arion banka frá því að fyrirtækið fór á hausinn. Ég vann sko hjá Pennanum einu sinni, Penninn nefnilega keypti Mál og menningu á sínum tíma, og það er rosalega mikið af góðu fólki sem vinnur þar. En málið snýst ekki um það svo sem, Penninn er í söluferli og kannski breytist eitthvað. En nú hefur Félag íslenskra bókaútgefenda nefnilega nána samvinnu við Arion banka um Viku bókarinnar, þ.e. Arion banki sér um alla umsýslu við ávísanirnar og m.a.s. getur fólk sótt fleiri ávísanir í næsta útibú bankans. Í Fréttablaðinu á dögunum mátti glöggt sjá að Eymundsson (Arion banki) hefur náð að eigna sér Viku bókarinnar. Eymundsson auglýsti að fólk gæti nálgast ávísanir í öllum verslunum sínum um land allt. Hið títtnefnda Félag íslenskra bókaútgefenda sendi þó mann út af örkinni með 20-30 stk af ávísunum til okkar í Mál og menningu, svona ef vera skyldi að einhver skyldi nú villast inn til okkar til að taka þátt í "Viku bankabókarinnar". Æji, plís. Vá hvað þetta er leiðinlegt bréf hjá mér. EN samt. Á maður bara alltaf að þegja og bíða bara og horfa á? Húsgagnaframleiðendur auglýstu í opnu síðasta haust en þeir hafa margir hverjir þurft að líða verulega skakka mynd þegar keppt er við ríkisbankann í húsgagnabransanum, þ.e. Pennann. Ég ætla hinsvegar ekki að kaupa opnu, ég þarf nefnilega að selja rosalega margar bækur til þess að greiða það. Auk þess er hætta á að Eymundsson (Arion banki) væri með þrjár aðrar opnur með bókaauglýsingum í sama blaði. Starfsmaður í Máli og menningu hringdi í vikunni í Félag íslenskra bókaútgefenda og óskaði eftir því að fá fleiri ávísanir til að gauka að okkar viðskiptavinum ef þau skyldu gleyma sínum. Sá sem svaraði fyrir Félagið brást illa við og sagði að ef viðskiptavinir væru ekki með ávísun þá ættum við að benda þeim að kvarta í Íslandspósti. Þar liggur munurinn; fólk getur fengið ávísun í næsta útibúi Eymundsson eða Arion banka en við bendum okkar kúnnum á að kvarta í Póstinum. Jæja, eftir stendur að ég er kannski stimplaður sem fúli gaurinn eftir þessa litlu grein, ég sem er á móti öllu og neikvæður, og það nennir enginn að versla af fúla gaurnum! En ég er það bara alls ekki, ég er ekki fúli gaurinn og ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ LESA GREININA MEÐ RÖDD FÚLA GAURSINS. Ég er bara yfirleitt í góðu skapi, mér finnst frábært að vinna í Máli og menningu, þar er gott starfsfólk, við eigum sem betur fer mjög marga og góða viðskiptavini og við reynum bara eftir fremsta megni að hugsa um þá sem labba inn í búð til okkar og þjónusta þá eftir fremsta megni. Annars hvet ég alla landsmenn til að nýta sér ávísunina. Lestur bóka er vissulega af hinu góða og þörf að sýna góða fyrirmynd í lestri þegar kemur að ungdómnum. Það má samt alveg fara að rétta myndina, þetta er óeðlilegt viðskiptaumhverfi og í þetta skipti er Félag íslenskra bókaútgefenda svo sannarlega ekki að hjálpa til við að laga skekkjuna! Kristján Freyr Halldórsson, bóksali og almennt næs gaur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hæ, ég heiti Kristján og ég er verslunarstjóri í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg 18. Bókabúð sem hefur verið á sama stað í 50 ár, gengið í gegnum ýmislegt, t.a.m. flottræflaskap síðasta áratuginn en sem betur fer er hún enn bókabúð og ekkert annað en heiðarleg bókabúð. Ég er í þann mund að fara að skrifa svona bréf um samfélagið okkar og nýja sýn, eða kannski köllun eftir nýjum áherslum en þetta verður kannski bara voða barnalegt bréf. Nei, æææi. Ég er bara orðinn svo þreyttur á svona skrifum eða tali um nýja Ísland, kreppuna, horfum fram á við en ekki í baksýnisspegilinn, afskriftir allra sem skulduðu ógeeðslega mikið af peningum og á sama tíma að horfa á núðluuppskriftir þeirra sem skulduðu ekki nægilega mikið. Ókei, sorrí. En ég er semsagt bóksali og er að fagna Viku bókarinnar um þessar mundir. Við erum ca. 12-14 manns sem vinnum í Bókabúð Máls og menningar og eigum örugglega það helst sameiginlegt að hafa mikla ástríðu fyrir bókum. Í Viku bókarinnar er mikið um nýja útgáfu, það er vor í lofti og Félag íslenskra bókaútgefenda sendir öllum heimilum á landinu "ávísun á lestur" inn um lúguna. Það er skemmtilegt og flott framtak, þar sem fólk getur framvísað ávísuninni í næstu bókabúð og fengið um 1.000 kr. Afslátt. Svokölluð Þjóðargjöf. En í ár var var gleðin hálfpartinn tekin af manni við þetta fyrirkomulag. Sko, eins og þið vitið þá er einn ráðandi bóksali á landinu sem heitir Penninn/Eymundsson. Það fyrirtæki er undir hatti Arion banka. Þið vissuð þetta svo sem. Eða hvað, vita þetta ekki allir? Penninn og þ.a.l. Eymundson hefur verið í eigu Arion banka frá því að fyrirtækið fór á hausinn. Ég vann sko hjá Pennanum einu sinni, Penninn nefnilega keypti Mál og menningu á sínum tíma, og það er rosalega mikið af góðu fólki sem vinnur þar. En málið snýst ekki um það svo sem, Penninn er í söluferli og kannski breytist eitthvað. En nú hefur Félag íslenskra bókaútgefenda nefnilega nána samvinnu við Arion banka um Viku bókarinnar, þ.e. Arion banki sér um alla umsýslu við ávísanirnar og m.a.s. getur fólk sótt fleiri ávísanir í næsta útibú bankans. Í Fréttablaðinu á dögunum mátti glöggt sjá að Eymundsson (Arion banki) hefur náð að eigna sér Viku bókarinnar. Eymundsson auglýsti að fólk gæti nálgast ávísanir í öllum verslunum sínum um land allt. Hið títtnefnda Félag íslenskra bókaútgefenda sendi þó mann út af örkinni með 20-30 stk af ávísunum til okkar í Mál og menningu, svona ef vera skyldi að einhver skyldi nú villast inn til okkar til að taka þátt í "Viku bankabókarinnar". Æji, plís. Vá hvað þetta er leiðinlegt bréf hjá mér. EN samt. Á maður bara alltaf að þegja og bíða bara og horfa á? Húsgagnaframleiðendur auglýstu í opnu síðasta haust en þeir hafa margir hverjir þurft að líða verulega skakka mynd þegar keppt er við ríkisbankann í húsgagnabransanum, þ.e. Pennann. Ég ætla hinsvegar ekki að kaupa opnu, ég þarf nefnilega að selja rosalega margar bækur til þess að greiða það. Auk þess er hætta á að Eymundsson (Arion banki) væri með þrjár aðrar opnur með bókaauglýsingum í sama blaði. Starfsmaður í Máli og menningu hringdi í vikunni í Félag íslenskra bókaútgefenda og óskaði eftir því að fá fleiri ávísanir til að gauka að okkar viðskiptavinum ef þau skyldu gleyma sínum. Sá sem svaraði fyrir Félagið brást illa við og sagði að ef viðskiptavinir væru ekki með ávísun þá ættum við að benda þeim að kvarta í Íslandspósti. Þar liggur munurinn; fólk getur fengið ávísun í næsta útibúi Eymundsson eða Arion banka en við bendum okkar kúnnum á að kvarta í Póstinum. Jæja, eftir stendur að ég er kannski stimplaður sem fúli gaurinn eftir þessa litlu grein, ég sem er á móti öllu og neikvæður, og það nennir enginn að versla af fúla gaurnum! En ég er það bara alls ekki, ég er ekki fúli gaurinn og ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ LESA GREININA MEÐ RÖDD FÚLA GAURSINS. Ég er bara yfirleitt í góðu skapi, mér finnst frábært að vinna í Máli og menningu, þar er gott starfsfólk, við eigum sem betur fer mjög marga og góða viðskiptavini og við reynum bara eftir fremsta megni að hugsa um þá sem labba inn í búð til okkar og þjónusta þá eftir fremsta megni. Annars hvet ég alla landsmenn til að nýta sér ávísunina. Lestur bóka er vissulega af hinu góða og þörf að sýna góða fyrirmynd í lestri þegar kemur að ungdómnum. Það má samt alveg fara að rétta myndina, þetta er óeðlilegt viðskiptaumhverfi og í þetta skipti er Félag íslenskra bókaútgefenda svo sannarlega ekki að hjálpa til við að laga skekkjuna! Kristján Freyr Halldórsson, bóksali og almennt næs gaur.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun