Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? Magnús Bjarnason skrifar 26. apríl 2012 06:00 New York borg ákvað árið 1810 að leggja Erie skipaskurðinn frá landamærum Kanada til Hudson fljótsins. Skurðurinn opnaði árið 1825 og um leið aðgengi að kolum sem voru betri og ódýrari orkugjafi en borgin hafði áður kynnst. Skurðurinn markaði upphaf mikillar uppbyggingar og Stóra eplið byrjaði að líkjast því sem við þekkjum í dag. Lestarteinar voru lagðir, yfir 2.000 brýr byggðar og flugvöllum fundinn staður. Grand Central lestarstöðin opnaði árið 1871 og er í dag miðstöð samgangna þar sem milljónir farþega ferðast daglega til og frá Manhattan-eyju. Allt eru þetta dæmi um tengingar sem skilað hafa fjárhagslegum arði og áhrifum langt umfram það sem nokkur sá fyrir þegar ákvarðanir voru teknar. Á Íslandi má nefna lagningu símastrengs til Seyðisfjarðar árið 1906, stofnun Eimskipafélagsins árið 1914, byggingu flugvalla í seinni heimsstyrjöldinni og opnun Hvalfjarðarganga árið 1996 sem dæmi um tengingar sem hafa skilað arði og áhrifum umfram væntingar. Ferskur fiskur fer á hverjum degi frá Íslandi til New York og skapar þeim arð sem veiða, vinna, flytja og selja svo ekki sé minnst á þá sem borða íslenska bleikju eða þorsk á Avra veitingastaðnum á 48. stræti í New York. Þetta sáu herforingjar í bandaríska hernum ekki fyrir þegar Keflavíkurflugvöllur var byggður né heldur sáu þeir fyrir þá mörg hundruð þúsund ferðamenn sem sækja Ísland heim árlega eða þær mörgu milljónir flugfarþega sem sækja á hverju ári tengiflug um Keflavíkurflugvöll. Saman myndar þetta grundvöll ferðaþjónustu og alþjóðlegrar flugstarfsemi sem veltir árlega hundruðum milljarða, skapar fjárfestum arð og Íslendingum þúsundir starfa.Rafstrengur sem tengir Ísland við evrópskt raforkukerfi hefur í áratugi verið í skoðun. Slíkur strengur hefur í nokkurn tíma verið talinn tæknilega mögulegur en þó hefur vantað nokkuð upp á að hann standi fjárhagslega undir sér. Vísbendingar eru um að það hafi breyst á undanförnum árum. Aukin spurn eftir endurnýjanlegri orku, 2020 markmið Evrópusambandsins, hátt raforkuverð og spár um frekari hækkanir auk almennra tækniframfara hafa í dag gjörbreytt forsendum fyrir lagningu rafstrengs frá Íslandi og gert hana að áhugaverðu og mjög líklega arðsömu viðskiptatækifæri sem skilar aukinni þekkingu og fjölbreyttari störfum í endurnýjanlegum orkuiðnaði. Almennt skila tengingar verðmætum, og gildir þá einu hvort um er að ræða samgöngubætur, verslunarsambönd eða samtengingu áður aðskilinna raforkukerfa. Á Íslandi er unnin meiri raforka en nokkurs staðar í heiminum ef tekið er tillit til þess hve fáir Íslendingar eru. Af þeim sökum er iðngreinin mikilvægari íslensku efnahagslífi heldur en þekkist hjá öðrum þjóðum. Í dag er megnið af raforku sem hér er unnin selt til stöndugra og góðra iðnfyrirtækja en því er ekki hægt að neita að hérlendir kaupendur raforku eru einsleitir. Áhættudreifingu íslenskra raforkuvinnslufyrirtækja er því ábótavant og aðgengi að fjölbreyttum mörkuðum austan Atlantsála væri góð viðbót við núverandi markað. Þegar er komin þó nokkur reynsla af rekstri slíkra rafstrengja eins og ætti við í tilfelli Íslands og má þar nefna tengingar Noregs við nágrannaþjóðir sunnar í Evrópu. Þrátt fyrir síauknar tengingar og framtíðaráætlanir um enn frekari tengingar býr iðnaður í Noregi við gott viðskiptaumhverfi. Allir geta unnið. Öflug uppbygging iðnaðar á Íslandi samhliða áþreifanlegri tengingu við evrópskt raforkukerfi treystir orkuöryggi landsins, bætir nýtingu náttúruauðlinda og eykur arðsemi íslenskrar raforkuvinnslu og raforkuflutnings. Saman skilar þetta sér í bættri þjónustu við almenning og iðnfyrirtæki á Íslandi. Ávinningur Evrópu af tengingu er aukið og stýranlegt framboð af umhverfisvænni og áreiðanlegri orku frá Íslandi. Við þetta bætist að áþreifanleg tenging Íslands við evrópskt raforkukerfi hefði án efa í för með sér jákvæð hliðaráhrif sem erfitt er að sjá fyrir eins og dæmin sanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
New York borg ákvað árið 1810 að leggja Erie skipaskurðinn frá landamærum Kanada til Hudson fljótsins. Skurðurinn opnaði árið 1825 og um leið aðgengi að kolum sem voru betri og ódýrari orkugjafi en borgin hafði áður kynnst. Skurðurinn markaði upphaf mikillar uppbyggingar og Stóra eplið byrjaði að líkjast því sem við þekkjum í dag. Lestarteinar voru lagðir, yfir 2.000 brýr byggðar og flugvöllum fundinn staður. Grand Central lestarstöðin opnaði árið 1871 og er í dag miðstöð samgangna þar sem milljónir farþega ferðast daglega til og frá Manhattan-eyju. Allt eru þetta dæmi um tengingar sem skilað hafa fjárhagslegum arði og áhrifum langt umfram það sem nokkur sá fyrir þegar ákvarðanir voru teknar. Á Íslandi má nefna lagningu símastrengs til Seyðisfjarðar árið 1906, stofnun Eimskipafélagsins árið 1914, byggingu flugvalla í seinni heimsstyrjöldinni og opnun Hvalfjarðarganga árið 1996 sem dæmi um tengingar sem hafa skilað arði og áhrifum umfram væntingar. Ferskur fiskur fer á hverjum degi frá Íslandi til New York og skapar þeim arð sem veiða, vinna, flytja og selja svo ekki sé minnst á þá sem borða íslenska bleikju eða þorsk á Avra veitingastaðnum á 48. stræti í New York. Þetta sáu herforingjar í bandaríska hernum ekki fyrir þegar Keflavíkurflugvöllur var byggður né heldur sáu þeir fyrir þá mörg hundruð þúsund ferðamenn sem sækja Ísland heim árlega eða þær mörgu milljónir flugfarþega sem sækja á hverju ári tengiflug um Keflavíkurflugvöll. Saman myndar þetta grundvöll ferðaþjónustu og alþjóðlegrar flugstarfsemi sem veltir árlega hundruðum milljarða, skapar fjárfestum arð og Íslendingum þúsundir starfa.Rafstrengur sem tengir Ísland við evrópskt raforkukerfi hefur í áratugi verið í skoðun. Slíkur strengur hefur í nokkurn tíma verið talinn tæknilega mögulegur en þó hefur vantað nokkuð upp á að hann standi fjárhagslega undir sér. Vísbendingar eru um að það hafi breyst á undanförnum árum. Aukin spurn eftir endurnýjanlegri orku, 2020 markmið Evrópusambandsins, hátt raforkuverð og spár um frekari hækkanir auk almennra tækniframfara hafa í dag gjörbreytt forsendum fyrir lagningu rafstrengs frá Íslandi og gert hana að áhugaverðu og mjög líklega arðsömu viðskiptatækifæri sem skilar aukinni þekkingu og fjölbreyttari störfum í endurnýjanlegum orkuiðnaði. Almennt skila tengingar verðmætum, og gildir þá einu hvort um er að ræða samgöngubætur, verslunarsambönd eða samtengingu áður aðskilinna raforkukerfa. Á Íslandi er unnin meiri raforka en nokkurs staðar í heiminum ef tekið er tillit til þess hve fáir Íslendingar eru. Af þeim sökum er iðngreinin mikilvægari íslensku efnahagslífi heldur en þekkist hjá öðrum þjóðum. Í dag er megnið af raforku sem hér er unnin selt til stöndugra og góðra iðnfyrirtækja en því er ekki hægt að neita að hérlendir kaupendur raforku eru einsleitir. Áhættudreifingu íslenskra raforkuvinnslufyrirtækja er því ábótavant og aðgengi að fjölbreyttum mörkuðum austan Atlantsála væri góð viðbót við núverandi markað. Þegar er komin þó nokkur reynsla af rekstri slíkra rafstrengja eins og ætti við í tilfelli Íslands og má þar nefna tengingar Noregs við nágrannaþjóðir sunnar í Evrópu. Þrátt fyrir síauknar tengingar og framtíðaráætlanir um enn frekari tengingar býr iðnaður í Noregi við gott viðskiptaumhverfi. Allir geta unnið. Öflug uppbygging iðnaðar á Íslandi samhliða áþreifanlegri tengingu við evrópskt raforkukerfi treystir orkuöryggi landsins, bætir nýtingu náttúruauðlinda og eykur arðsemi íslenskrar raforkuvinnslu og raforkuflutnings. Saman skilar þetta sér í bættri þjónustu við almenning og iðnfyrirtæki á Íslandi. Ávinningur Evrópu af tengingu er aukið og stýranlegt framboð af umhverfisvænni og áreiðanlegri orku frá Íslandi. Við þetta bætist að áþreifanleg tenging Íslands við evrópskt raforkukerfi hefði án efa í för með sér jákvæð hliðaráhrif sem erfitt er að sjá fyrir eins og dæmin sanna.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar