Stórmerkur dómur! 30. apríl 2012 08:00 Dómur Landsdóms frá 23. apríl 2012 í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra, er einn sá merkasti sem upp hefur verið kveðinn hér. Sem vænta mátti var höfuðstarf Landsdómsins að afla upplýsinga í málinu. Það virðist hafa tekist. Tvennt má þó nefna sem kann að hafa skort. Annað lýtur að fjölmiðlafrétt eftir dómtöku landsdómsmálsins um að símtöl starfsmanna Seðlabankans hafi, um og fyrir hrun, verið hljóðrituð. Sé svo, hefði verið mikilsvert að afla hljóðrita af símtölum seðlabankamanna, t.d. Davíðs Oddssonar, formanns stjórnar Seðlabankans, við forsætisráðherra og aðra helstu ráðamenn peninga- og fjármála lýðveldisins fyrir og á hruntímanum. Hitt atriðið varðar staðhæfingu Geirs H. Haarde, 23. apríl 2012, eftir uppkvaðningu dóms i Landsdómi um að venjubundnir stjórnarhættir forsætisráðherra frá því Ísland fékk fullveldi á árinu 1918 hafi vikið frá ákvæðum 17. greinar stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, einmitt því ákvæði sem Geir var sakfelldur fyrir hafa brotið gegn. Ákvæðið kveður á um að halda skuli ríkisstjórnarfundi um veigamestu þjóðmál. Staðhæfing Geirs er risavaxin og hlýtur að ögra fræðimönnum, innlendum sem erlendum, í lögfræði sem öðrum félagsvísindum, til rannsókna. Vegna umfangs og leyndar um yfirvofandi hrun á sínum tíma var vel ráðið hjá Landsdómi að ákveða Geir ekki refsingu, rétt eins og Landsdómur starfaði eins og sannleiks- og sáttanefnd. Boðskapur Landsdóms er bæði augljós og óvæntur, sem sagt sá, að embættismenn, þar með taldir forsætisráðherrar, skuli í opinberum störfum sínum fylgja bókstaf 17. gr. stjórnarskrárinnar en vera annars sakfelldir. Sem sagt, að í opinberum störfum hér beri að lesa lagatexta, bæði stjórnarskrár sem annarra laga og reglna og fylgja þeim. Margir munu spyrja: Er nokkuð augljósara en að opinberir embættismenn sem og aðrir fari að lögum? Nei, auðvitað ekki. En sporin hræða. Ekki er mjög langt síðan að þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, lýsti 26. gr. stjórnarskrárinnar, um málskotsrétt forseta Íslands, úr gildi fallna vegna notkunarleysis. Meðferð laga um fjölmiðla og Icesave afsönnuðu það. Mál tengd Kárahnjúkavirkjun hafa verið talin vörðuð lögbrotum opinberra embættismanna, nefna má aðild Íslands að stríði gegn Írak, án aðkomu þings og þjóðar, og nú síðast áðurnefnda staðhæfingu Geirs H. Haarde um 17. gr. stjórnarskrárinnar. Miðað við opinbera lagaframkvæmd hér má því segja að Landsdómurinn hafi verið óvæntur. Þótt fyrr hefði verið!Niðurstaða Landsdóms fyrir hönd réttarkerfisins var löngu tímabær. Hrunið 2008 og ólgusjór þjóðlífsins síðan sem er að setja allt í strand virðist hafa hreyft við dómendum. Gæti verið að þeir væru farnir að óttast um eftirlaunin sín? Það ættu alþingismenn líka að gera nú þegar búið er að stórskaða lífeyristryggingakerfi þorra fólks. Sú lagaframkvæmd sem Fréttastofa RUV virðist talsmaður fyrir, sem sagt að miða sífellt opinbera umræðu og lagaframkvæmd við framreiknaða ársreikninga útgerða, endurskoðenda, banka og lögmanna, á ekkert skylt við réttarríki eða velferð. Þótt þakka megi núverandi ríkisstjórn margt þarf hún augljóslega að standa betur í lappirnar. Er ekki kominn tími til að hún hugi að bókstaf jafnréttisákvæða stjórnarskrár og alþjóðasamninga sem Ísland hefur staðfest og dragi til baka frumvarp sitt um stjórn fiskiveiða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Dómur Landsdóms frá 23. apríl 2012 í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra, er einn sá merkasti sem upp hefur verið kveðinn hér. Sem vænta mátti var höfuðstarf Landsdómsins að afla upplýsinga í málinu. Það virðist hafa tekist. Tvennt má þó nefna sem kann að hafa skort. Annað lýtur að fjölmiðlafrétt eftir dómtöku landsdómsmálsins um að símtöl starfsmanna Seðlabankans hafi, um og fyrir hrun, verið hljóðrituð. Sé svo, hefði verið mikilsvert að afla hljóðrita af símtölum seðlabankamanna, t.d. Davíðs Oddssonar, formanns stjórnar Seðlabankans, við forsætisráðherra og aðra helstu ráðamenn peninga- og fjármála lýðveldisins fyrir og á hruntímanum. Hitt atriðið varðar staðhæfingu Geirs H. Haarde, 23. apríl 2012, eftir uppkvaðningu dóms i Landsdómi um að venjubundnir stjórnarhættir forsætisráðherra frá því Ísland fékk fullveldi á árinu 1918 hafi vikið frá ákvæðum 17. greinar stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, einmitt því ákvæði sem Geir var sakfelldur fyrir hafa brotið gegn. Ákvæðið kveður á um að halda skuli ríkisstjórnarfundi um veigamestu þjóðmál. Staðhæfing Geirs er risavaxin og hlýtur að ögra fræðimönnum, innlendum sem erlendum, í lögfræði sem öðrum félagsvísindum, til rannsókna. Vegna umfangs og leyndar um yfirvofandi hrun á sínum tíma var vel ráðið hjá Landsdómi að ákveða Geir ekki refsingu, rétt eins og Landsdómur starfaði eins og sannleiks- og sáttanefnd. Boðskapur Landsdóms er bæði augljós og óvæntur, sem sagt sá, að embættismenn, þar með taldir forsætisráðherrar, skuli í opinberum störfum sínum fylgja bókstaf 17. gr. stjórnarskrárinnar en vera annars sakfelldir. Sem sagt, að í opinberum störfum hér beri að lesa lagatexta, bæði stjórnarskrár sem annarra laga og reglna og fylgja þeim. Margir munu spyrja: Er nokkuð augljósara en að opinberir embættismenn sem og aðrir fari að lögum? Nei, auðvitað ekki. En sporin hræða. Ekki er mjög langt síðan að þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, lýsti 26. gr. stjórnarskrárinnar, um málskotsrétt forseta Íslands, úr gildi fallna vegna notkunarleysis. Meðferð laga um fjölmiðla og Icesave afsönnuðu það. Mál tengd Kárahnjúkavirkjun hafa verið talin vörðuð lögbrotum opinberra embættismanna, nefna má aðild Íslands að stríði gegn Írak, án aðkomu þings og þjóðar, og nú síðast áðurnefnda staðhæfingu Geirs H. Haarde um 17. gr. stjórnarskrárinnar. Miðað við opinbera lagaframkvæmd hér má því segja að Landsdómurinn hafi verið óvæntur. Þótt fyrr hefði verið!Niðurstaða Landsdóms fyrir hönd réttarkerfisins var löngu tímabær. Hrunið 2008 og ólgusjór þjóðlífsins síðan sem er að setja allt í strand virðist hafa hreyft við dómendum. Gæti verið að þeir væru farnir að óttast um eftirlaunin sín? Það ættu alþingismenn líka að gera nú þegar búið er að stórskaða lífeyristryggingakerfi þorra fólks. Sú lagaframkvæmd sem Fréttastofa RUV virðist talsmaður fyrir, sem sagt að miða sífellt opinbera umræðu og lagaframkvæmd við framreiknaða ársreikninga útgerða, endurskoðenda, banka og lögmanna, á ekkert skylt við réttarríki eða velferð. Þótt þakka megi núverandi ríkisstjórn margt þarf hún augljóslega að standa betur í lappirnar. Er ekki kominn tími til að hún hugi að bókstaf jafnréttisákvæða stjórnarskrár og alþjóðasamninga sem Ísland hefur staðfest og dragi til baka frumvarp sitt um stjórn fiskiveiða?
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar