Tækifæri til áhrifa Sigríður Björk Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2012 06:00 Mörg sveitarfélög leitast nú í meira mæli að virkja íbúa til þátttöku hvað varðar skipulagsmál. Það má til dæmis gera með aðkomu snemma í skipulagsferlinu sem gefur um leið íbúum tækifæri til þess að hafa stefnumótandi áhrif á skipulagsþróun í sínu bæjarfélagi. Fyrir nokkru síðan ákváðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að efna til hugmyndasamkeppni um svokallaða Dvergslóð, sem er reitur í miðbæ Hafnarfjarðar sem afmarkast af Lækjargötu, Suðurgötu og Brekkugötu við rætur Hamarsins þar sem smíðaverkstæðið Dvergur var áður til húsa. Svæðið hefur mikla sögulega skírskotun til bæði sögu Hafnarfjarðar en ekki síður í atvinnusögu landsins en trésmiðjan Dvergur var eitt þeirra húsa sem tengd voru við fyrstu rafstöð sem reist var á Íslandi árið 1904. Í nokkur ár hefur staðið til að rífa þá stóru og miklu byggingu sem þar stendur nú og var reist á grunni gömlu timburverksmiðjunnar árið 1965, en óhætt er að segja að hún sé barn síns tíma og ekki í miklu samræmi við þann skala eða það yfirbragð sem annars er ríkjandi í umhverfinu. Í lok ársins 2011 ákvað Skipulags- og byggingarráð að setja af stað hugmyndasamkeppni um þróun þessa svæðis, og er sú ákvörðun í samræmi við bókun Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á hátíðarfundi í tilefni af hundrað ára afmæli bæjarins. Með þessu er íbúum gefinn kostur á að hafa áhrif á þróun skipulags í miðbænum. Um leið er sérstaklega bent á að þetta verkefni er tilvalið að nýta í þeim tilgangi að efla umhverfismennt í grunn- og leikskólum bæjarins, en eins og fram kemur í samkeppnislýsingu er auglýst eftir tillögum í mjög fjölbreyttu formi sem gefur tækifæri til skapandi úrlausna. Markmiðið er að fá sem flestar nýjar hugmyndir frá íbúum og hvað þeir sjá fyrir sér sem heppilega starfsemi eða nýtingu á þessu svæði. Þó er mikilvægt að horfa til þess að sú uppbygging eða sú breyting sem verður á svæðinu verði í góðu samræmi við nálæga byggð og endurheimti eða taki mið af þeim einstaka karakter sem er í byggðinni við Hamarinn og auki gæði miðbæjarins í heild. Lóðin býður upp á ótal möguleika s.s. fyrir íbúðir, stofnanir, útivistarsvæði eða blandaða notkun. Þá skal ný byggð á reitnum taka tillit til umhverfisins og hún má ekki yfirgnæfa eða skyggja á Hamarinn. Opin hugmyndasamkeppni er ekki bindandi heldur leiðbeinandi um skipulagsgerð á svæðinu en sérstök dómnefnd mun velja fimm áhugaverðustu tillögurnar þar sem lögð verður áhersla á eftirfarandi atriði: Ÿ Að hugmyndin falli vel að nálægri byggð og umhverfi. Ÿ Að hugmyndin bjóði upp á aukin gæði á svæðinu í heild. Ÿ Frumleika og framsækni. Ÿ Að í hugmyndinni sé tekið tillit til vistvænna sjónarmiða sem ýta undir sjálfbæra þróun í byggingum og umhverfi. Ÿ Að hugmyndin stuðli að því að skapa samfellu í skipulagi miðbæjarins. Það er vonandi að sem flestir, bæði einstaklingar og hópar, taki þátt og nýti þetta tækifæri til að hafa áhrif á þróun byggðar í miðbæ Hafnarfjarðar. Hægt er að nálgast samkeppnisgögn í þjónustuveri Hafnarfjarðar við Strandgötu og á vef Hafnarfjarðarbæjar, en frestur til að skila inn tillögum rennur út þann 2. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg sveitarfélög leitast nú í meira mæli að virkja íbúa til þátttöku hvað varðar skipulagsmál. Það má til dæmis gera með aðkomu snemma í skipulagsferlinu sem gefur um leið íbúum tækifæri til þess að hafa stefnumótandi áhrif á skipulagsþróun í sínu bæjarfélagi. Fyrir nokkru síðan ákváðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að efna til hugmyndasamkeppni um svokallaða Dvergslóð, sem er reitur í miðbæ Hafnarfjarðar sem afmarkast af Lækjargötu, Suðurgötu og Brekkugötu við rætur Hamarsins þar sem smíðaverkstæðið Dvergur var áður til húsa. Svæðið hefur mikla sögulega skírskotun til bæði sögu Hafnarfjarðar en ekki síður í atvinnusögu landsins en trésmiðjan Dvergur var eitt þeirra húsa sem tengd voru við fyrstu rafstöð sem reist var á Íslandi árið 1904. Í nokkur ár hefur staðið til að rífa þá stóru og miklu byggingu sem þar stendur nú og var reist á grunni gömlu timburverksmiðjunnar árið 1965, en óhætt er að segja að hún sé barn síns tíma og ekki í miklu samræmi við þann skala eða það yfirbragð sem annars er ríkjandi í umhverfinu. Í lok ársins 2011 ákvað Skipulags- og byggingarráð að setja af stað hugmyndasamkeppni um þróun þessa svæðis, og er sú ákvörðun í samræmi við bókun Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á hátíðarfundi í tilefni af hundrað ára afmæli bæjarins. Með þessu er íbúum gefinn kostur á að hafa áhrif á þróun skipulags í miðbænum. Um leið er sérstaklega bent á að þetta verkefni er tilvalið að nýta í þeim tilgangi að efla umhverfismennt í grunn- og leikskólum bæjarins, en eins og fram kemur í samkeppnislýsingu er auglýst eftir tillögum í mjög fjölbreyttu formi sem gefur tækifæri til skapandi úrlausna. Markmiðið er að fá sem flestar nýjar hugmyndir frá íbúum og hvað þeir sjá fyrir sér sem heppilega starfsemi eða nýtingu á þessu svæði. Þó er mikilvægt að horfa til þess að sú uppbygging eða sú breyting sem verður á svæðinu verði í góðu samræmi við nálæga byggð og endurheimti eða taki mið af þeim einstaka karakter sem er í byggðinni við Hamarinn og auki gæði miðbæjarins í heild. Lóðin býður upp á ótal möguleika s.s. fyrir íbúðir, stofnanir, útivistarsvæði eða blandaða notkun. Þá skal ný byggð á reitnum taka tillit til umhverfisins og hún má ekki yfirgnæfa eða skyggja á Hamarinn. Opin hugmyndasamkeppni er ekki bindandi heldur leiðbeinandi um skipulagsgerð á svæðinu en sérstök dómnefnd mun velja fimm áhugaverðustu tillögurnar þar sem lögð verður áhersla á eftirfarandi atriði: Ÿ Að hugmyndin falli vel að nálægri byggð og umhverfi. Ÿ Að hugmyndin bjóði upp á aukin gæði á svæðinu í heild. Ÿ Frumleika og framsækni. Ÿ Að í hugmyndinni sé tekið tillit til vistvænna sjónarmiða sem ýta undir sjálfbæra þróun í byggingum og umhverfi. Ÿ Að hugmyndin stuðli að því að skapa samfellu í skipulagi miðbæjarins. Það er vonandi að sem flestir, bæði einstaklingar og hópar, taki þátt og nýti þetta tækifæri til að hafa áhrif á þróun byggðar í miðbæ Hafnarfjarðar. Hægt er að nálgast samkeppnisgögn í þjónustuveri Hafnarfjarðar við Strandgötu og á vef Hafnarfjarðarbæjar, en frestur til að skila inn tillögum rennur út þann 2. maí næstkomandi.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun