Vandamál öryrkja á Norðurlöndum Lilja Þorgeirsdóttir skrifar 21. apríl 2012 06:00 Sífellt fleiri öryrkjar sem hafa búið í öðru norrænu ríki leita til ráðgjafa ÖBÍ vegna þess að þeir fá ekki örorkulífeyrisgreiðslur frá almannatryggingakerfinu frá því landi sem þeir bjuggu í. Meginástæðan er sú að mismunandi lög og reglur gilda í hverju landi og ólík túlkun og framkvæmd þeirra. Þá getur fólk verið með örorkumat í einu norrænu landi á sama tíma og það fær ekki mat í öðru. Mismunandi matsaðferðum er beitt og ekki er tekið tillit til örorkumats í öðrum löndum. Vandamálum hefur fjölgað á síðustu árum meðal annars vegna kreppunnar og breytts pólitísks landslags. Þeir sem fá ekki greiðslur erlendis frá eiga í erfiðleikum með að framfleyta sér hér á landi.Tvö dæmi um öryrkja sem búa á Íslandi: Kona, um fimmtugt, fær ekki greiðslur frá Danmörku þar sem hún bjó í 20 ár. Á Íslandi veikist hún og verður óvinnufær. Tryggingastofnun ríkisins (TR) samþykkir að hún fái tímabundið örorkumat. Hún fær 52% af þeim örorkulífeyrisgreiðslum sem hún á rétt á frá Íslandi. Það sem upp á vantar á hún að fá frá Danmörku. Pensionsstyrelsen í Danmörku metur að hún eigi ekki rétt á greiðslum þar sem starfsgeta hennar sé ekki varanlega skert og að hún geti, eftir mikla endurhæfingu, hugsanlega unnið í hlutastarfi og fengið aðstoð samkvæmt dönskum lögum sem nefnist „fleksjob“. Vandamálið er að á Íslandi fær fólk sjaldnast varanlegt örorkumat og úrlausnin „fleksjob“ er ekki til á Íslandi. Konan fær því aðeins 52% af örorkulífeyrisgreiðslum sem hún á rétt á og engin lausn í sjónmáli fyrr en hún kemst á eftirlaun því þá fær hún það sem upp á vantar frá Danmörku. Karlmaður, rúmlega fertugur, fær ekki greiðslur frá Svíþjóð þar sem hann bjó í 20 ár. Þegar hann bjó í Svíþjóð fékk hann tímabundið örorkumat. Hann flutti síðan til Íslands og fékk örorkumat. Þegar sænska örorkumatið rann út sótti hann um aftur en var synjað. Ísland greiðir nú aðeins hluta þeirra örorkulífeyrisgreiðslna sem hann á rétt á eða um 30% þar sem hann hafði ekki búið lengi hérlendis þegar hann varð öryrki. Það sem upp á vantar á hann að sækja til Svíþjóðar. Försäkringskassan í Svíþjóð mat hann þannig að starfsgeta hans væri ekki skert um að minnsta kosti fjórðung hvað snertir öll störf á vinnumarkaðnum, þar með talin störf á vernduðum vinnustöðum og önnur vernduð störf. Til að fá örorkumat í Svíþjóð yrði skerðingin að vera varanleg um fyrirsjáanlega framtíð og allir möguleikar á endurhæfingu að fullu nýttir. Ljóst er að hann getur ekki framfleytt sér þrátt fyrir að hann fái fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi sem er neyðaraðstoð til skamms tíma.Reglur á Íslandi Réttur til örorkulífeyris á Íslandi myndast á aldrinum 16-67 ára og miðast við að viðkomandi búi í 40 ár hérlendis. Örorkulífeyrisgreiðslur eru uppreiknaðar eftir ákveðinni reiknireglu og skiptir ekki máli hvort viðkomandi sé með íslenskan ríkisborgararétt. Vert er að benda á að frá 1. janúar 2010 lýtur endurhæfingarlífeyrir sömu reglum um búsetuhlutfallsútreikning og örorkulífeyrir. Eftir breytinguna geta þeir, sem búið hafa erlendis, lent í þeirri stöðu að fá skertan endurhæfingarlífeyri á Íslandi og engar greiðslur erlendis frá þar sem hann er ekki greiddur úr landi. Því er fólki bent á að sækja um örorkulífeyri en sú leið getur leitt til þess að fólk fái synjun á örorkumati erlendis á þeim forsendum að endurhæfing hafi ekki verið fullreynd.Skortur á aðstoð Starfsfólk TR aðstoðar fólk við að sækja um örorkulífeyri í öðrum löndum. Ef umsókn er synjað fær fólk ekki aðstoð við að kæra. Hver og einn þarf sjálfur að leita réttar síns sem getur reynst erfitt fyrir fólk með fötlun eða alvarlegan sjúkdóm.Brýnt að leysa sem fyrst Umsóknarferlið um örorkulífeyri erlendis frá getur tekið nokkur ár. Á meðan lifir fólk á tekjum undir lágmarksframfærslu. Rétt er að öryrkjar fái óskertar greiðslur í sínu landi á meðan beðið er eftir niðurstöðu erlendis frá og að Norðurlöndin skipti kostnaði á milli sín eftir ákveðnum reglum. Þá þarf að leysa mál þeirra sem fá synjun erlendis þrátt fyrir gilt örorkumat á Íslandi. Mögulega þarf að setja reglur um að örorkumat í einu Norðurlandanna gildi í öðru. ÖBÍ hefur unnið markvisst að því að koma þessum málum á framfæri á norrænum vettvangi og hér innanlands en ljóst er að betur má ef duga skal. Mál þessi þarf að leysa sem allra fyrst. Samræma þarf lög og reglur um örorkumat milli norrænu landanna. Einnig er nauðsynlegt að fólk fái aðstoð við að leita réttar síns hjá opinberum aðilum. Málum á eftir að fjölga á næstu árum vegna aukins flutnings fólks á milli landa. Stjórnmálamenn ættu að láta sér þessi mál varða til að þeir öryrkjar, sem hafa búið í fleiri en einu Norðurlandanna, getið notið sjálfsagðra mannréttinda í norræna velferðarkerfinu sem við viljum kenna okkur við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Sífellt fleiri öryrkjar sem hafa búið í öðru norrænu ríki leita til ráðgjafa ÖBÍ vegna þess að þeir fá ekki örorkulífeyrisgreiðslur frá almannatryggingakerfinu frá því landi sem þeir bjuggu í. Meginástæðan er sú að mismunandi lög og reglur gilda í hverju landi og ólík túlkun og framkvæmd þeirra. Þá getur fólk verið með örorkumat í einu norrænu landi á sama tíma og það fær ekki mat í öðru. Mismunandi matsaðferðum er beitt og ekki er tekið tillit til örorkumats í öðrum löndum. Vandamálum hefur fjölgað á síðustu árum meðal annars vegna kreppunnar og breytts pólitísks landslags. Þeir sem fá ekki greiðslur erlendis frá eiga í erfiðleikum með að framfleyta sér hér á landi.Tvö dæmi um öryrkja sem búa á Íslandi: Kona, um fimmtugt, fær ekki greiðslur frá Danmörku þar sem hún bjó í 20 ár. Á Íslandi veikist hún og verður óvinnufær. Tryggingastofnun ríkisins (TR) samþykkir að hún fái tímabundið örorkumat. Hún fær 52% af þeim örorkulífeyrisgreiðslum sem hún á rétt á frá Íslandi. Það sem upp á vantar á hún að fá frá Danmörku. Pensionsstyrelsen í Danmörku metur að hún eigi ekki rétt á greiðslum þar sem starfsgeta hennar sé ekki varanlega skert og að hún geti, eftir mikla endurhæfingu, hugsanlega unnið í hlutastarfi og fengið aðstoð samkvæmt dönskum lögum sem nefnist „fleksjob“. Vandamálið er að á Íslandi fær fólk sjaldnast varanlegt örorkumat og úrlausnin „fleksjob“ er ekki til á Íslandi. Konan fær því aðeins 52% af örorkulífeyrisgreiðslum sem hún á rétt á og engin lausn í sjónmáli fyrr en hún kemst á eftirlaun því þá fær hún það sem upp á vantar frá Danmörku. Karlmaður, rúmlega fertugur, fær ekki greiðslur frá Svíþjóð þar sem hann bjó í 20 ár. Þegar hann bjó í Svíþjóð fékk hann tímabundið örorkumat. Hann flutti síðan til Íslands og fékk örorkumat. Þegar sænska örorkumatið rann út sótti hann um aftur en var synjað. Ísland greiðir nú aðeins hluta þeirra örorkulífeyrisgreiðslna sem hann á rétt á eða um 30% þar sem hann hafði ekki búið lengi hérlendis þegar hann varð öryrki. Það sem upp á vantar á hann að sækja til Svíþjóðar. Försäkringskassan í Svíþjóð mat hann þannig að starfsgeta hans væri ekki skert um að minnsta kosti fjórðung hvað snertir öll störf á vinnumarkaðnum, þar með talin störf á vernduðum vinnustöðum og önnur vernduð störf. Til að fá örorkumat í Svíþjóð yrði skerðingin að vera varanleg um fyrirsjáanlega framtíð og allir möguleikar á endurhæfingu að fullu nýttir. Ljóst er að hann getur ekki framfleytt sér þrátt fyrir að hann fái fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi sem er neyðaraðstoð til skamms tíma.Reglur á Íslandi Réttur til örorkulífeyris á Íslandi myndast á aldrinum 16-67 ára og miðast við að viðkomandi búi í 40 ár hérlendis. Örorkulífeyrisgreiðslur eru uppreiknaðar eftir ákveðinni reiknireglu og skiptir ekki máli hvort viðkomandi sé með íslenskan ríkisborgararétt. Vert er að benda á að frá 1. janúar 2010 lýtur endurhæfingarlífeyrir sömu reglum um búsetuhlutfallsútreikning og örorkulífeyrir. Eftir breytinguna geta þeir, sem búið hafa erlendis, lent í þeirri stöðu að fá skertan endurhæfingarlífeyri á Íslandi og engar greiðslur erlendis frá þar sem hann er ekki greiddur úr landi. Því er fólki bent á að sækja um örorkulífeyri en sú leið getur leitt til þess að fólk fái synjun á örorkumati erlendis á þeim forsendum að endurhæfing hafi ekki verið fullreynd.Skortur á aðstoð Starfsfólk TR aðstoðar fólk við að sækja um örorkulífeyri í öðrum löndum. Ef umsókn er synjað fær fólk ekki aðstoð við að kæra. Hver og einn þarf sjálfur að leita réttar síns sem getur reynst erfitt fyrir fólk með fötlun eða alvarlegan sjúkdóm.Brýnt að leysa sem fyrst Umsóknarferlið um örorkulífeyri erlendis frá getur tekið nokkur ár. Á meðan lifir fólk á tekjum undir lágmarksframfærslu. Rétt er að öryrkjar fái óskertar greiðslur í sínu landi á meðan beðið er eftir niðurstöðu erlendis frá og að Norðurlöndin skipti kostnaði á milli sín eftir ákveðnum reglum. Þá þarf að leysa mál þeirra sem fá synjun erlendis þrátt fyrir gilt örorkumat á Íslandi. Mögulega þarf að setja reglur um að örorkumat í einu Norðurlandanna gildi í öðru. ÖBÍ hefur unnið markvisst að því að koma þessum málum á framfæri á norrænum vettvangi og hér innanlands en ljóst er að betur má ef duga skal. Mál þessi þarf að leysa sem allra fyrst. Samræma þarf lög og reglur um örorkumat milli norrænu landanna. Einnig er nauðsynlegt að fólk fái aðstoð við að leita réttar síns hjá opinberum aðilum. Málum á eftir að fjölga á næstu árum vegna aukins flutnings fólks á milli landa. Stjórnmálamenn ættu að láta sér þessi mál varða til að þeir öryrkjar, sem hafa búið í fleiri en einu Norðurlandanna, getið notið sjálfsagðra mannréttinda í norræna velferðarkerfinu sem við viljum kenna okkur við.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar