Beðið eftir kæru frá foreldrum 30. apríl 2012 08:00 Eftir rúmlega þriggja áratuga bið er nú hafinn undirbúningur að byggingu íþróttahúss og sundlaugar við Klettaskóla (áður Öskjuhlíðarskóla). Þetta er mikið gleðiefni fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans, svo og alla þá sem láta sig skólagöngu barna með þroskahömlun varða. Góð aðstaða til þjálfunar og íþrótta gerir góðan skóla enn betri. Því miður hafa ekki öll börn með þroskaröskun aðgang að skólanum en samkvæmt inntökureglum sem tóku gildi árið 2008 fá börn með greindarvísitölu á bilinu 50 til 70 (meðalgreindarvísitala er 100) ekki inngöngu í skólann nema þau hafi alvarlegar viðbótarfatlanir. Þrátt fyrir ötula baráttu aðstandenda þroskaskertra barna og velunnara skólans hefur ekki tekist að fá þessari mismunun aflétt. Menntamálaráðuneytið vill ekki taka opinbera afstöðu til lögmætis (eða lögleysu) þessara inntökuskilyrða fyrr en kæra berst frá forráðamanni barns sem hefur verið neitað um skólavist í skólanum. Engin sérúrræði eru nú til fyrir þessi börn þótt grunnskólalög kveði á um annað. Barn sem er „bara“ með þroskahömlun eins og að ofan greinir, verður að ganga í almennan skóla. Ef gera á vel við barn með þroskahömlun þarf að bjóða upp á þjónustu sérhæfðs fagfólks eins og þroskaþjálfa, sérkennara, talþjálfa, iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara. Öll börn með þroskahömlun (ekki bara sum) ættu að hafa aðgang að þjónustu þessa fagfólks hvort sem það er í sérskóla eða almennum skóla. En vinna fagfólks kostar peninga. Sú fjárupphæð sem Reykjavíkurborg greiðir fyrir þjónustu við þroskahamlað barn í almennum skóla nægir (í besta falli) tæplega til að greiða ófaglærðum stuðningsfulltrúa laun fyrir að sinna barninu. Ef skólastjórnendur velja að veita barninu meiri þjónustu er það á kostnað þjónustu við aðra nemendur sem þurfa á aðstoð að halda. Í Klettaskóla starfar fjöldi fagfólks auk annarra afbragðs starfsmanna og nemendur njóta þar þjálfunar og kennslu hjá fólki sem hefur sérhæft sig í umönnun og kennslu barna með þroskaraskanir. Þá eru ótaldir kostir skólans sem lúta að félagslegum þörfum og mótun sjálfsmyndar. Klettaskóli er eini sérskóli landsins fyrir börn með þroskahömlun og hann ætti að standa öllum þroskaskertum börnum opinn, ekki bara sumum. Fyrir hönd starfshóps um sérskóla hvet ég foreldra sem kjósa sérskóla fyrir barn sitt en umsókn þeirra um skólavist er synjað, að kæra synjunina til menntamálaráðuneytis. Þá verður þessari mismunun vonandi aflétt og öll börn með þroskahömlun aftur boðin velkomin í skólann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Eftir rúmlega þriggja áratuga bið er nú hafinn undirbúningur að byggingu íþróttahúss og sundlaugar við Klettaskóla (áður Öskjuhlíðarskóla). Þetta er mikið gleðiefni fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans, svo og alla þá sem láta sig skólagöngu barna með þroskahömlun varða. Góð aðstaða til þjálfunar og íþrótta gerir góðan skóla enn betri. Því miður hafa ekki öll börn með þroskaröskun aðgang að skólanum en samkvæmt inntökureglum sem tóku gildi árið 2008 fá börn með greindarvísitölu á bilinu 50 til 70 (meðalgreindarvísitala er 100) ekki inngöngu í skólann nema þau hafi alvarlegar viðbótarfatlanir. Þrátt fyrir ötula baráttu aðstandenda þroskaskertra barna og velunnara skólans hefur ekki tekist að fá þessari mismunun aflétt. Menntamálaráðuneytið vill ekki taka opinbera afstöðu til lögmætis (eða lögleysu) þessara inntökuskilyrða fyrr en kæra berst frá forráðamanni barns sem hefur verið neitað um skólavist í skólanum. Engin sérúrræði eru nú til fyrir þessi börn þótt grunnskólalög kveði á um annað. Barn sem er „bara“ með þroskahömlun eins og að ofan greinir, verður að ganga í almennan skóla. Ef gera á vel við barn með þroskahömlun þarf að bjóða upp á þjónustu sérhæfðs fagfólks eins og þroskaþjálfa, sérkennara, talþjálfa, iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara. Öll börn með þroskahömlun (ekki bara sum) ættu að hafa aðgang að þjónustu þessa fagfólks hvort sem það er í sérskóla eða almennum skóla. En vinna fagfólks kostar peninga. Sú fjárupphæð sem Reykjavíkurborg greiðir fyrir þjónustu við þroskahamlað barn í almennum skóla nægir (í besta falli) tæplega til að greiða ófaglærðum stuðningsfulltrúa laun fyrir að sinna barninu. Ef skólastjórnendur velja að veita barninu meiri þjónustu er það á kostnað þjónustu við aðra nemendur sem þurfa á aðstoð að halda. Í Klettaskóla starfar fjöldi fagfólks auk annarra afbragðs starfsmanna og nemendur njóta þar þjálfunar og kennslu hjá fólki sem hefur sérhæft sig í umönnun og kennslu barna með þroskaraskanir. Þá eru ótaldir kostir skólans sem lúta að félagslegum þörfum og mótun sjálfsmyndar. Klettaskóli er eini sérskóli landsins fyrir börn með þroskahömlun og hann ætti að standa öllum þroskaskertum börnum opinn, ekki bara sumum. Fyrir hönd starfshóps um sérskóla hvet ég foreldra sem kjósa sérskóla fyrir barn sitt en umsókn þeirra um skólavist er synjað, að kæra synjunina til menntamálaráðuneytis. Þá verður þessari mismunun vonandi aflétt og öll börn með þroskahömlun aftur boðin velkomin í skólann.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun