Kappræða – rökræða Sigurður Líndal skrifar 26. apríl 2012 06:00 Viðbrögð Geirs H. Haarde við dómi Landsdóms hafa verið mótsagnakennd. Ýmist hrósar hann sigri eða hellir úr skálum reiði sinnar yfir meirihluta dómsins. Reiðilestur hans er þó öllu fyrirferðarmeiri. Nú var hann sakfelldur fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni, svo sem boðið er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, og telur sig af þeim sökum finna pólitískan þef af störfum dómsins. Síðan víkur hann nánar að því sem hann var sakfelldur fyrir: „Þetta smáatriði er formsatriði, það er svokallað formbrot. Og ég leyfi mér að segja við ykkur strax að sá dómur er fáránlegur og reyndar aðeins meira en það; hann er sprenghlægilegur." Og heldur hann áfram: „Að menn skuli teygja sig svo langt til þess með einhverjum hætti að draga þann hluta þingsins sem stóð að þessu máli að landi, þar finnst mér ansi langt seilst. Og ég viðurkenni að ég er reiður yfir því. Ég tel að þetta sé fáránlegur dómur, algjörlega fáránlegur." Og enn lætur hann þessi orð falla: „Ég lýsti því yfir þegar mál þetta var dómtekið, og á fyrri stigum málsins, að ég bæri fullt traust til Landsdóms. Nú er orðið ljóst að meirihluti hans reis ekki undir því trausti. Það er ljóst að pólitísk sjónarmið laumuðu sér inn í réttinn." Þegar þessi viðbrögð eru metin er rétt að hafa í huga að orðræða fyrir dómi á að vera rökræða og niðurstaða dóms rökbundin. Í samræmi við þetta á umræða um dómsmál að vera rökræða, jafnt í fræðaskrifum sem fjölmiðlaumfjöllun ætlaðri almenningi. Kappræðan einkennir stjórnmálin, jafnt innan þings sem utan, og niðurstaða ræðst ekki síður af pólitísku mati en rökvísi. Í framangreindum orðum sínum hefur Geir kappræðuna að leiðarljósi. Hann brigslar meirihluta dómenda um að hafa látið undan pólitískum þrýstingi með því að sakfella fyrir „smávægilegt" formbrot þegar sýknað var af öðrum ákæruliðum og freista þess þannig að rétta hlut þeirra sem að ákærunni stóðu eftir að þeim hafði orðið lítið ágengt. En hér fellur Geir í þá gryfju að nota rök gegn dómendum í stað þess að tefla fram rökum gegn niðurstöðu þeirra. Hann býr sér til forsendur um hugarfar þeirra í því skyni að gera þá fyrirfram tortryggilega og þegar af þeirri ástæðu standist niðurstaða þeirra ekki. Þetta er í rökfræðinni kallað rök gegn manni en ekki málefni (argumentum ad hominem) og er skóladæmi um rökþrot. Með því er máli drepið á dreif og orðræðan verður merkingarlaus. En viðbrögð Geirs hafa víðari skírskotun. Þau varpa nokkru ljósi á pólitíska umræðu í þjóðfélaginu nú um stundir sem einkennist sífellt meira af merkingarleysi. Og smám saman einangrast hún frá öllum veruleika og því lífi sem lifað er í landinu. Hætt er við að hæfileikafólk kjósi sér annan starfsvettvang en stjórnmál og atgervisflótti verði – ef hann er þá ekki þegar hafinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Viðbrögð Geirs H. Haarde við dómi Landsdóms hafa verið mótsagnakennd. Ýmist hrósar hann sigri eða hellir úr skálum reiði sinnar yfir meirihluta dómsins. Reiðilestur hans er þó öllu fyrirferðarmeiri. Nú var hann sakfelldur fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni, svo sem boðið er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, og telur sig af þeim sökum finna pólitískan þef af störfum dómsins. Síðan víkur hann nánar að því sem hann var sakfelldur fyrir: „Þetta smáatriði er formsatriði, það er svokallað formbrot. Og ég leyfi mér að segja við ykkur strax að sá dómur er fáránlegur og reyndar aðeins meira en það; hann er sprenghlægilegur." Og heldur hann áfram: „Að menn skuli teygja sig svo langt til þess með einhverjum hætti að draga þann hluta þingsins sem stóð að þessu máli að landi, þar finnst mér ansi langt seilst. Og ég viðurkenni að ég er reiður yfir því. Ég tel að þetta sé fáránlegur dómur, algjörlega fáránlegur." Og enn lætur hann þessi orð falla: „Ég lýsti því yfir þegar mál þetta var dómtekið, og á fyrri stigum málsins, að ég bæri fullt traust til Landsdóms. Nú er orðið ljóst að meirihluti hans reis ekki undir því trausti. Það er ljóst að pólitísk sjónarmið laumuðu sér inn í réttinn." Þegar þessi viðbrögð eru metin er rétt að hafa í huga að orðræða fyrir dómi á að vera rökræða og niðurstaða dóms rökbundin. Í samræmi við þetta á umræða um dómsmál að vera rökræða, jafnt í fræðaskrifum sem fjölmiðlaumfjöllun ætlaðri almenningi. Kappræðan einkennir stjórnmálin, jafnt innan þings sem utan, og niðurstaða ræðst ekki síður af pólitísku mati en rökvísi. Í framangreindum orðum sínum hefur Geir kappræðuna að leiðarljósi. Hann brigslar meirihluta dómenda um að hafa látið undan pólitískum þrýstingi með því að sakfella fyrir „smávægilegt" formbrot þegar sýknað var af öðrum ákæruliðum og freista þess þannig að rétta hlut þeirra sem að ákærunni stóðu eftir að þeim hafði orðið lítið ágengt. En hér fellur Geir í þá gryfju að nota rök gegn dómendum í stað þess að tefla fram rökum gegn niðurstöðu þeirra. Hann býr sér til forsendur um hugarfar þeirra í því skyni að gera þá fyrirfram tortryggilega og þegar af þeirri ástæðu standist niðurstaða þeirra ekki. Þetta er í rökfræðinni kallað rök gegn manni en ekki málefni (argumentum ad hominem) og er skóladæmi um rökþrot. Með því er máli drepið á dreif og orðræðan verður merkingarlaus. En viðbrögð Geirs hafa víðari skírskotun. Þau varpa nokkru ljósi á pólitíska umræðu í þjóðfélaginu nú um stundir sem einkennist sífellt meira af merkingarleysi. Og smám saman einangrast hún frá öllum veruleika og því lífi sem lifað er í landinu. Hætt er við að hæfileikafólk kjósi sér annan starfsvettvang en stjórnmál og atgervisflótti verði – ef hann er þá ekki þegar hafinn.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun