Kappræða – rökræða Sigurður Líndal skrifar 26. apríl 2012 06:00 Viðbrögð Geirs H. Haarde við dómi Landsdóms hafa verið mótsagnakennd. Ýmist hrósar hann sigri eða hellir úr skálum reiði sinnar yfir meirihluta dómsins. Reiðilestur hans er þó öllu fyrirferðarmeiri. Nú var hann sakfelldur fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni, svo sem boðið er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, og telur sig af þeim sökum finna pólitískan þef af störfum dómsins. Síðan víkur hann nánar að því sem hann var sakfelldur fyrir: „Þetta smáatriði er formsatriði, það er svokallað formbrot. Og ég leyfi mér að segja við ykkur strax að sá dómur er fáránlegur og reyndar aðeins meira en það; hann er sprenghlægilegur." Og heldur hann áfram: „Að menn skuli teygja sig svo langt til þess með einhverjum hætti að draga þann hluta þingsins sem stóð að þessu máli að landi, þar finnst mér ansi langt seilst. Og ég viðurkenni að ég er reiður yfir því. Ég tel að þetta sé fáránlegur dómur, algjörlega fáránlegur." Og enn lætur hann þessi orð falla: „Ég lýsti því yfir þegar mál þetta var dómtekið, og á fyrri stigum málsins, að ég bæri fullt traust til Landsdóms. Nú er orðið ljóst að meirihluti hans reis ekki undir því trausti. Það er ljóst að pólitísk sjónarmið laumuðu sér inn í réttinn." Þegar þessi viðbrögð eru metin er rétt að hafa í huga að orðræða fyrir dómi á að vera rökræða og niðurstaða dóms rökbundin. Í samræmi við þetta á umræða um dómsmál að vera rökræða, jafnt í fræðaskrifum sem fjölmiðlaumfjöllun ætlaðri almenningi. Kappræðan einkennir stjórnmálin, jafnt innan þings sem utan, og niðurstaða ræðst ekki síður af pólitísku mati en rökvísi. Í framangreindum orðum sínum hefur Geir kappræðuna að leiðarljósi. Hann brigslar meirihluta dómenda um að hafa látið undan pólitískum þrýstingi með því að sakfella fyrir „smávægilegt" formbrot þegar sýknað var af öðrum ákæruliðum og freista þess þannig að rétta hlut þeirra sem að ákærunni stóðu eftir að þeim hafði orðið lítið ágengt. En hér fellur Geir í þá gryfju að nota rök gegn dómendum í stað þess að tefla fram rökum gegn niðurstöðu þeirra. Hann býr sér til forsendur um hugarfar þeirra í því skyni að gera þá fyrirfram tortryggilega og þegar af þeirri ástæðu standist niðurstaða þeirra ekki. Þetta er í rökfræðinni kallað rök gegn manni en ekki málefni (argumentum ad hominem) og er skóladæmi um rökþrot. Með því er máli drepið á dreif og orðræðan verður merkingarlaus. En viðbrögð Geirs hafa víðari skírskotun. Þau varpa nokkru ljósi á pólitíska umræðu í þjóðfélaginu nú um stundir sem einkennist sífellt meira af merkingarleysi. Og smám saman einangrast hún frá öllum veruleika og því lífi sem lifað er í landinu. Hætt er við að hæfileikafólk kjósi sér annan starfsvettvang en stjórnmál og atgervisflótti verði – ef hann er þá ekki þegar hafinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð Geirs H. Haarde við dómi Landsdóms hafa verið mótsagnakennd. Ýmist hrósar hann sigri eða hellir úr skálum reiði sinnar yfir meirihluta dómsins. Reiðilestur hans er þó öllu fyrirferðarmeiri. Nú var hann sakfelldur fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni, svo sem boðið er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, og telur sig af þeim sökum finna pólitískan þef af störfum dómsins. Síðan víkur hann nánar að því sem hann var sakfelldur fyrir: „Þetta smáatriði er formsatriði, það er svokallað formbrot. Og ég leyfi mér að segja við ykkur strax að sá dómur er fáránlegur og reyndar aðeins meira en það; hann er sprenghlægilegur." Og heldur hann áfram: „Að menn skuli teygja sig svo langt til þess með einhverjum hætti að draga þann hluta þingsins sem stóð að þessu máli að landi, þar finnst mér ansi langt seilst. Og ég viðurkenni að ég er reiður yfir því. Ég tel að þetta sé fáránlegur dómur, algjörlega fáránlegur." Og enn lætur hann þessi orð falla: „Ég lýsti því yfir þegar mál þetta var dómtekið, og á fyrri stigum málsins, að ég bæri fullt traust til Landsdóms. Nú er orðið ljóst að meirihluti hans reis ekki undir því trausti. Það er ljóst að pólitísk sjónarmið laumuðu sér inn í réttinn." Þegar þessi viðbrögð eru metin er rétt að hafa í huga að orðræða fyrir dómi á að vera rökræða og niðurstaða dóms rökbundin. Í samræmi við þetta á umræða um dómsmál að vera rökræða, jafnt í fræðaskrifum sem fjölmiðlaumfjöllun ætlaðri almenningi. Kappræðan einkennir stjórnmálin, jafnt innan þings sem utan, og niðurstaða ræðst ekki síður af pólitísku mati en rökvísi. Í framangreindum orðum sínum hefur Geir kappræðuna að leiðarljósi. Hann brigslar meirihluta dómenda um að hafa látið undan pólitískum þrýstingi með því að sakfella fyrir „smávægilegt" formbrot þegar sýknað var af öðrum ákæruliðum og freista þess þannig að rétta hlut þeirra sem að ákærunni stóðu eftir að þeim hafði orðið lítið ágengt. En hér fellur Geir í þá gryfju að nota rök gegn dómendum í stað þess að tefla fram rökum gegn niðurstöðu þeirra. Hann býr sér til forsendur um hugarfar þeirra í því skyni að gera þá fyrirfram tortryggilega og þegar af þeirri ástæðu standist niðurstaða þeirra ekki. Þetta er í rökfræðinni kallað rök gegn manni en ekki málefni (argumentum ad hominem) og er skóladæmi um rökþrot. Með því er máli drepið á dreif og orðræðan verður merkingarlaus. En viðbrögð Geirs hafa víðari skírskotun. Þau varpa nokkru ljósi á pólitíska umræðu í þjóðfélaginu nú um stundir sem einkennist sífellt meira af merkingarleysi. Og smám saman einangrast hún frá öllum veruleika og því lífi sem lifað er í landinu. Hætt er við að hæfileikafólk kjósi sér annan starfsvettvang en stjórnmál og atgervisflótti verði – ef hann er þá ekki þegar hafinn.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun