Vörn Geirs Haarde 26. apríl 2012 17:14 Það fer um mig aumingjahrollur þegar ég hlusta á útskýringar fyrrverandi forsætisráðherrans Geirs Haarde á niðurstöðum Landsdóms og þýðingu dómsins. Geir Haarde sagði gjarnan í kjölfar hrunsins að við skildum ekki persónugera vandann. Í kjölfarið fylgdu stóryrði eins og nornaveiðar úr búðum hrunverja. Geir Haarde steig fram rjóður í vöngum í kjölfar landsdóms og viðhafði ýmis gífuryrði en það er einmitt þessi orðræða og tilfinningahiti sem ég ætla að gera að umfjöllunarefni í þessum pistli. Ég ætla ekki að persónugera orðræðuna eða hugmyndafræðina því að ég tel að hún sé menningarbundin og Geir Haarde komi eingöngu fram sem tákngervingur þessarar orðræðu. Framganga þeirra sem keyrðu þjóðarbúið í þrot hefur einkennst af hroka frá hruni bankakerfisins haustið 2012. Þetta á ekki eingöngu við um stjórnmálamenn heldur einnig hina svokölluðu útrásarvíkinga og embættismenn sem brugðust skyldum sínum. Þetta á ekki eingöngu við Sjálfstæðismenn heldur einnig fólk úr öðrum flokkum sem var þátttakendur fyrir hrun og keyra jafnvel enn eftir sömu hugmyndafræði. Helstu rök Geirs fyrir sakleysi sínu er að hinir hafi gert þetta líka. Málflutningur hans líkist málflutningi Bjarna Benediktssonar þegar þrengt er að honum varðandi Vafningsmálið. Athyglinni er beint frá efnislegum atriðum málsins og að einhverju sem hefur í raun litla þýðingu í málinu. Svör eins og „var ég ekki búin að útskýra þetta?" Menn verða pirraðir og reiðir og telja að sér vegið þegar þeir þurfa að útskýra athafnir sínar. Vissulega segir Geir satt og rétt frá þegar hann útskýrir að fyrirrennarar hans hafi ekki virt stjórnarskrána. Það þýðir þó ekki að honum hafi ekki borið að gera það. Skýringar af þessu tagi eru lítilmannlegar hvort sem þær koma frá Geir eða einhverjum öðrum. Íslandi hefur verið í áratugi haldið í viðjum fornrar menningar sem gefur ríkjandi elítu lausan tauminn á meðan ofurkröfur eru gerðar til almúgans um heiðarleik og auðmýkt. Persónulega hef ég hafnað þessari menningu og oft fengið bágt fyrir. Orðræða valdsins er lágkúra og ætti ekki að viðgangast í nútímasamfélagi. Andstæðingar í pólitík eru kallaðir ofstækisfólk eða hatursfullir einstaklingar. Geir telur þetta vera til merkis um að menn vilji breyta stjórnmálakúltúrnum. Málflutningur hans lýsir eindæma vanþroska og sjálfsmiðun þegar hann telur það vera pólitíkinni til hagsbóta að hafa getað unnið þvert á þingflokka og þetta er það sem Geir kallar vinsamlegan kúltúr. Hann nefnir ekki hvort að stjórnmálamenn hafi getað unnið í sátt við þjóðina. En áratuga leynimakk, svik við þjóðina og kúltúr sem einkennist af því að stjórnmálamenn hafa skorið hvern annan niður úr snörunni hefur leitt til sundrungar og ófriðar meðal þjóðarinnar. Það virðist vera aukaatriði í huga ráðherrans sem leggur mikið upp úr samtryggingunni. Hann vonar að stjórnmálin á Íslandi breytist ekki. Verði áfram þægileg fyrir stjórnmálamenn. Háværar kröfur hafa verið frá almenningi og ekki síst þeim sem hafa mikla þekkingu um fagleg vinnubrögð í stjórnsýslu og stjórnarfari. Geir telur það hins vegar sér til framdráttar að hann hafi fylgt venjum sem tíðkast hafa hér í áratugi eins og hann orðar það. Hann virðist einnig telja að foringjaræði og flokksræði dragi úr sekt hans en slíkt stjórnarfar er ekki stutt af stjórnarskrá. Stjórnarskrá Íslands er mjög gömul en ákvæði hennar gera eigi að síður ráð fyrir nútímalegri vinnubrögðum en þeim sem ráðherrar hafa viðhaft á þessari öld. Íslenskri stjórnsýslu skortir aga og fagleg vinnubrögð. Stjórnmálamenn hafa komið sér frá því að svara fyrir verk sín með því að viðhafa vinnubrögð sem einkennast af ógagnsæi, skorti á formfestu og kæruleysi. Stjórnarskráin hefur verið dregin í svaðið af stjórnmálamönnum auk þess sem önnur lög, s.s. stjórnsýslu- og jafnréttislög eru einatt brotin. Menn sem gengt hafa æðstu embættum og einnig þeir sem gegna slíkum embættum í dag eru svo samdauna spillingunni að þeir tala um hana fyrir opnum dyrum eins og hún sé hluti af eðlilegu stjórnarfari. Ég gerði mér ljóst strax árið 2009 að litlar framfarir yrðu á sviði stjórnarfars og stjórnsýslu þegar menn og konur sem sjá ekki út úr menningarkima spilltra stjórnmála settust í ráðherrastóla. Það er einkar dapurlegt að horfa upp á vanþroska stjórnmálamanna sem nota aðferðir ungra barna í baráttunni við að hvítþvo sjálfa sig. Þeir uppnefna andstæðinganna og gera kröfur til þeirra sem þeir eru alls ekki tilbúnir til þess að beygja sig undir sjálfir. Tilhugsunin um að menn sem virðast hafa staðnað í tilfinninga- og félagsþroska ungir að aldri skuli vera fengin völd til þess að stjórna landinu er skelfileg enda er samfélagið sviðin jörð. Jakobína Ingunn Ólafsdóttir Höfundur er félagi í SAMSTÖÐU, flokks lýðræðis og velferðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það fer um mig aumingjahrollur þegar ég hlusta á útskýringar fyrrverandi forsætisráðherrans Geirs Haarde á niðurstöðum Landsdóms og þýðingu dómsins. Geir Haarde sagði gjarnan í kjölfar hrunsins að við skildum ekki persónugera vandann. Í kjölfarið fylgdu stóryrði eins og nornaveiðar úr búðum hrunverja. Geir Haarde steig fram rjóður í vöngum í kjölfar landsdóms og viðhafði ýmis gífuryrði en það er einmitt þessi orðræða og tilfinningahiti sem ég ætla að gera að umfjöllunarefni í þessum pistli. Ég ætla ekki að persónugera orðræðuna eða hugmyndafræðina því að ég tel að hún sé menningarbundin og Geir Haarde komi eingöngu fram sem tákngervingur þessarar orðræðu. Framganga þeirra sem keyrðu þjóðarbúið í þrot hefur einkennst af hroka frá hruni bankakerfisins haustið 2012. Þetta á ekki eingöngu við um stjórnmálamenn heldur einnig hina svokölluðu útrásarvíkinga og embættismenn sem brugðust skyldum sínum. Þetta á ekki eingöngu við Sjálfstæðismenn heldur einnig fólk úr öðrum flokkum sem var þátttakendur fyrir hrun og keyra jafnvel enn eftir sömu hugmyndafræði. Helstu rök Geirs fyrir sakleysi sínu er að hinir hafi gert þetta líka. Málflutningur hans líkist málflutningi Bjarna Benediktssonar þegar þrengt er að honum varðandi Vafningsmálið. Athyglinni er beint frá efnislegum atriðum málsins og að einhverju sem hefur í raun litla þýðingu í málinu. Svör eins og „var ég ekki búin að útskýra þetta?" Menn verða pirraðir og reiðir og telja að sér vegið þegar þeir þurfa að útskýra athafnir sínar. Vissulega segir Geir satt og rétt frá þegar hann útskýrir að fyrirrennarar hans hafi ekki virt stjórnarskrána. Það þýðir þó ekki að honum hafi ekki borið að gera það. Skýringar af þessu tagi eru lítilmannlegar hvort sem þær koma frá Geir eða einhverjum öðrum. Íslandi hefur verið í áratugi haldið í viðjum fornrar menningar sem gefur ríkjandi elítu lausan tauminn á meðan ofurkröfur eru gerðar til almúgans um heiðarleik og auðmýkt. Persónulega hef ég hafnað þessari menningu og oft fengið bágt fyrir. Orðræða valdsins er lágkúra og ætti ekki að viðgangast í nútímasamfélagi. Andstæðingar í pólitík eru kallaðir ofstækisfólk eða hatursfullir einstaklingar. Geir telur þetta vera til merkis um að menn vilji breyta stjórnmálakúltúrnum. Málflutningur hans lýsir eindæma vanþroska og sjálfsmiðun þegar hann telur það vera pólitíkinni til hagsbóta að hafa getað unnið þvert á þingflokka og þetta er það sem Geir kallar vinsamlegan kúltúr. Hann nefnir ekki hvort að stjórnmálamenn hafi getað unnið í sátt við þjóðina. En áratuga leynimakk, svik við þjóðina og kúltúr sem einkennist af því að stjórnmálamenn hafa skorið hvern annan niður úr snörunni hefur leitt til sundrungar og ófriðar meðal þjóðarinnar. Það virðist vera aukaatriði í huga ráðherrans sem leggur mikið upp úr samtryggingunni. Hann vonar að stjórnmálin á Íslandi breytist ekki. Verði áfram þægileg fyrir stjórnmálamenn. Háværar kröfur hafa verið frá almenningi og ekki síst þeim sem hafa mikla þekkingu um fagleg vinnubrögð í stjórnsýslu og stjórnarfari. Geir telur það hins vegar sér til framdráttar að hann hafi fylgt venjum sem tíðkast hafa hér í áratugi eins og hann orðar það. Hann virðist einnig telja að foringjaræði og flokksræði dragi úr sekt hans en slíkt stjórnarfar er ekki stutt af stjórnarskrá. Stjórnarskrá Íslands er mjög gömul en ákvæði hennar gera eigi að síður ráð fyrir nútímalegri vinnubrögðum en þeim sem ráðherrar hafa viðhaft á þessari öld. Íslenskri stjórnsýslu skortir aga og fagleg vinnubrögð. Stjórnmálamenn hafa komið sér frá því að svara fyrir verk sín með því að viðhafa vinnubrögð sem einkennast af ógagnsæi, skorti á formfestu og kæruleysi. Stjórnarskráin hefur verið dregin í svaðið af stjórnmálamönnum auk þess sem önnur lög, s.s. stjórnsýslu- og jafnréttislög eru einatt brotin. Menn sem gengt hafa æðstu embættum og einnig þeir sem gegna slíkum embættum í dag eru svo samdauna spillingunni að þeir tala um hana fyrir opnum dyrum eins og hún sé hluti af eðlilegu stjórnarfari. Ég gerði mér ljóst strax árið 2009 að litlar framfarir yrðu á sviði stjórnarfars og stjórnsýslu þegar menn og konur sem sjá ekki út úr menningarkima spilltra stjórnmála settust í ráðherrastóla. Það er einkar dapurlegt að horfa upp á vanþroska stjórnmálamanna sem nota aðferðir ungra barna í baráttunni við að hvítþvo sjálfa sig. Þeir uppnefna andstæðinganna og gera kröfur til þeirra sem þeir eru alls ekki tilbúnir til þess að beygja sig undir sjálfir. Tilhugsunin um að menn sem virðast hafa staðnað í tilfinninga- og félagsþroska ungir að aldri skuli vera fengin völd til þess að stjórna landinu er skelfileg enda er samfélagið sviðin jörð. Jakobína Ingunn Ólafsdóttir Höfundur er félagi í SAMSTÖÐU, flokks lýðræðis og velferðar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar