Fleiri fréttir

Samfylkingin og Evrópusambandið

Ýmsir talsmenn Samfylkingarinnar fóru mikinn í Evrópuumræðunni í nýliðinni kosningabaráttu. Sögðu þeir Íslendinga bókstaflega verða að ganga í Evrópusambandið sem allra fyrst. Annars yrði hér allsherjar efnahagshrun, stórfelldur fyrirtækja- og fólksflótti og viðvarandi svartnætti. Íslendingar ættu ekkert val. Þessir talsmenn Samfylkingarinnar byggja afstöðu sína á bölskoðun á íslensku efnahagslífi og brennandi trú á Evrópusambandinu sem fátt virðist geta haggað. Jafnframt hafa þessir sömu talsmenn sagt að tafarlaus undirbúningur að aðild að Evrópusambandinu sé skilyrði í stjórnarsamstarfi við aðra flokka. Sumir þessarra talsmanna bæta því samt við að þeir séu ekkert endilega að leggja til að Ísland gangi í ESB - þeir séu bara að berjast fyrir því að Íslendingar sæki um og semji um aðild að ESB til að gá og sjá hvað við fáum í svona samingi. Þjóðin geti svo tekið afstöðu til samningsins.

Er umræðunni lokið?

Sú staðreynd að ekki skyldi takast að ná fram skyndilegum, og um margt róttækum stjórnarskrárbreytingum í ólgu atburða síðustu missera, er ekki sjúkleikamerki eða vitnisburður um lýðræðishalla íslenskrar stjórnskipunar. Miklu frekar er hér um að ræða eðlilega niðurstöðu stjórnskipulegs lýðræðis og festu. Íslendingar njóta nú góðs af því að skýrar og stöðugar reglur gilda um skiptingu og meðferð ríkisvaldsins. Ofan á efnahagskreppu landsins mun því ekki bætast stjórnlagaóvissa með kostnaði og lausung í ákvarðanatöku. Orka samfélagsins getur farið óspillt í að takast á við aðkallandi málefni.

Vegna tilboðs til hluthafa Exista

Nýlega sendum við bræður þúsundum hluthafa í Exista gögn vegna yfirtökutilboðs. Í ljósi skrifa og ummæla, sem fallið hafa í kjölfarið, viljum við að skýrt komi fram að það er ekki markmið okkar að komast yfir hluti annarra hluthafa í Exista. Yfirtökutilboð eignarhaldsfélags okkar, BBR ehf., er til komið vegna lagalegra kvaða um að bjóða öðrum hluthöfum að velja hvort þeir selji hlutabréf sín eða kjósi að vera áfram hluthafar í Exista. Hér er ekki um innlausn að ræða og við munum hvorki hvetja né letja aðra hluthafa til þess að taka tilboðinu.

Fortíðarvandi nýju bankanna

Mestur hluti útlána íslenzku bankanna í lok september 2008 var fjármagnaður með erlendum lánum. Bankarnir voru því milliliðir erlendra fagfjárfesta og lántakenda innanlands og utan. Í septemberlok voru almenn innlán í krónum um 1.300 milljarðar eða um 8,4% af 14.000 milljarða heildarskuldum bankanna. Þar af voru innlendar skuldir liðlega 3500 milljarðar og erlendar skuldir rúmir 10.300 milljarðar.

Mannvænt á höfuðborgarsvæðinu

Það er orðið íslenskt náttúrulögmál, að ef álver er byggt í nágrenni Reykjavíkur, þá er það hið besta mál. Sérstaklega mannvænt sem veitir trausta atvinnu, umhverfisvænt af því að það mengar lítið, búsetuvænt og styrkir afkomu þjóðarinnar. En ef einhverjum dettur í hug að staðsetja slíka verksmiðju á landsbyggðinni þá gilda önnur viðhorf og rök. Fjölmargir höfuðborgarbúar rísa þá upp til kröftugra mótmæla og fá skyndilega útrás fyrir einstaka umhyggju sína fyrir umhverfi og náttúru. Þá er eitthvað allt annað betra fyrir landsbyggðarfólk en álver. En breið samstaða virðist vera um byggingu álvers í Helguvík og engin mótmæli á ferðinni. Það er mikill viðsnúningur frá háværum mótmælum margra höfuðborgarbúa vegna byggingar álvers á Reyðarfirði.

Atvinnutruflarar

Ari Arnórsson skrifar um atvinnumál Ég var um daginn að sinna hópi fólks í skemmti/mútuferð á kostnað bresks fyrirtækis.

Ríkisstjórn á réttri leið

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur náð miklum árangri á stuttum tíma, þrátt fyrir að vera í minnihuta á þingi. Flokkarnir starfa augljóslega vel saman. Stjórnin hefur náð tökum á hinu erfiða ástandi, gert nauðsynlegar breytingar í lykilstofnunum, komið uppgjörsmálum vegna hrunsins í trausta farvegi og náð þeim árangri við útfærslu endurreisnaráætlunar AGS að nú hillir undir að bankarnir fari að geta starfað eðlilega fyrir atvinnulíf og heimili.

Af launaþróun og skattpíningu

Karólína Einarsdóttir skrifar

Það voru sláandi fréttir sem birtust í fjölmiðlum landsins í vikunni af rannsókn af launaþróun landsmanna á þeim tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn réð hér landi og láði. Niðurstöðurnar sýna að þeir sem hæst höfðu launin í upphafi tímabilsins hafa hækkað átjánfalt í launum á meðan lægstu launin hafa aðeins hækkað um rúman þriðjung. Þessar niðurstöður eru í besta falli ólíðandi en um leið sýna þær svart á hvítu fyrir hvaða stétt samfélagsins Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að vinna.

Í upphafi skyldi endinn skoða

Um daginn sagði Fréttablaðið frá því, að í mars hefðu þrír fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) farið til Japan að ræða við Mitsubishi um frestun á afhendingu 5 vélasamstæða, vegna tafa Norðuráls í Helguvík. Óskað var eftir frestun um 9 til 20 mánuði á afgreiðslu véla, sem átti að afgreiða á árunum 2010 til 2011. Fyrir tæpu ári kostuðu vélarnar 14 miljarða, sem í dag er hátt í 30 miljarða.

Dýrmætur mannauður

Ég hef ákveðið að bjóða fram mína krafta og tekið fimmta sæti á lista framsóknarmanna í Reykjavík-norður. Ég hef alla mína starfsævi unnið við hjúkrun, stjórnun og umönnun aldraðra.

Úr ánauð flokkanna

Ástþór Magnússon skrifar um kosningar Laugardaginn 25. apríl ertu frjáls. Lýðræðishreyfingin veitir þér frelsi: Þú færð atkvæðisrétt á Alþingi: Þú getur tekið þátt í öllum meiriháttar ákvörðunum Alþingis í gegnum rafrænt Almannaþing óskir þú þess. Láttu ekki blekkja þig til að afsala fullveldi þínu næstu fjögur árin til flokkseigendafélaga og mútuþægra stjórnmálamanna.

Besti gjaldmiðillinn fyrir Ísland

Ég heimsótti Ísland í ágúst árið 2007 og lagði til einhliða upptöku evru til að forða landinu frá hugsanlegu fjárhagslegu skipbroti. Upptaka evru hefði ekki minnkað skuldir þjóðarbúsins, sem voru þegar orðnar alltof miklar – um 180 prósent af vergri landsframleiðslu. Hins vegar hefði upptaka evru komið í veg að skuldirnar ykjust við gengisfall. Á þeim tíma kostaði ein evra 75 krónur. Í dag kostar evran 167 krónur hjá Seðlabanka Íslands, en 250 krónur í Lundúnum. Skuldabyrðin – það er sú vinna sem Íslendingar þurfa að leggja á sig til að standa skil á skuldum sínum í evrum – tvö- til þrefaldaðist á tímabilinu.

Forgangsatriði að skapa atvinnu

Það er ekkert brýnna í dag en að auka atvinnu í landinu. Næg atvinna er það sem hjálpar okkur mest til að komast út úr kreppunni. Með aukinni atvinnu aukum við tekjur ríkissjóðs en með sama áframhaldi þá verður atvinnuleysistryggingasjóður tómur í september og þá fara atvinnuleysisbætur beint inn í ríkisfjármálin þannig að það er til mikils að vinna að skapa atvinnutækifæri og við í Frjálslynda flokknum höfum sett okkur skýr markmið í þessum efnum sem og öðrum málum sem eiga að hjálpa okkur til að komast út úr kreppunni.

Hvað getum við gert fyrir ESB?

Grímur Atlason skrifar um Evrópumál Við verðum að skipta um gjaldmiðil – það er staðreynd. Kerfið, sem kallað var íslenska efnahagsundrið, bjó hér til loftbóluhagkerfi sem sprakk í andlitið á okkur með hrikalegum afleiðingum. Vaxtamunur og ónýtur gjaldmiðill hafa síðan gert það að verkum að við erum í algjörri pattstöðu. Nú er svo komið að þessi fyrirtæki eru flest farin að pakka niður og ætla sér annað. Við verðum að bregðast við.

Aðgengi fyrir alla kjósendur

Kristbjörg Þórisdóttir skrifar

Íslendingar ganga að kosningaborðinu næstkomandi laugardag til þess að taka þátt í mikilvægustu kosningum lýðveldistímans. Aldrei hefur verið eins mikilvægt að taka þátt og kynna sér vel fólkið og málefnin sem um er að velja.

Sækjum um aðild að ESB

Það er brýnt að strax eftir kosningar verði farið í að undirbúa aðildarviðræður við ESB samkvæmt samningsumboði frá Alþingi. Það er hluti af aðgerðum til að tryggja langtímahagsmuni þjóðarinnar.

Flokkur á harðahlaupum

Árni Páll Árnason skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn tók enn einn snúning á sunnudag og boðaði sjöttu stefnuna í gjaldmiðilsmálum á einu ári. Sú vortíska í Evrópustefnu 2009 sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti á landsfundi var endurunnin aflögð

Til atvinnusköpunar

Björn Birgisson skrifar

Við í Frjálslyndaflokknum viljum efla íslenskan iðnað og spara með því gjaldeyrir.

Nú verða orð að standa!

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Nú er ögurstund á Íslandi. Í 14 ár – eða allt frá kosningunum 1995 – hafa Íslendingar þráttað um kost og löst þess að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Umræðan hefur ávallt fallið í sama farið. Skipst hefur

Gordon Gekko og blekkingar samtímans

Þorvaldur Skúlason skrifar

Ég man vel eftir myndinni Wall Street sem skartaði þeim Michael Douglas og Charlie Sheen í aðalhlutverkum og ef mig brestur ekki minni vann Douglas einmitt Óskarinn fyrir túlkun sína og gráðugum ref á Wall Street áttunda áratugarins. Þar sem sálir manna, æra og mannorð voru til sölu eða leigu, þá bara fyrir rétt verð.

Þakklátur læknum

Ögmundur Jónasson skrifar um heilbrigðismál Á stuttum ferli mínum sem heilbrigðisráðherra hef ég átt ótal fundi á heilbrigðisstofnunum, með starfsfólki og stjórnendum, með trúnaðarmönnum stéttarfélaga innan BHM, ASÍ, BSRB og Læknafélags Íslands. Ég hef hlustað eftir sjónarmiðum og komið mínum eigin á framfæri; viðrað þá skoðun að æskilegt væri að umræða um framtíðina væri eins laustengd amstrinu í augnabliki samtímans og kostur er, fjarri kjarasamningum og hagsmunatengdri baráttu enda ættum við að nálgast viðfangsefnið með langtímahagsmuni samfélagsins alls í huga.

Stjórnarskrá Íslands

Jóhann J. Ólafsson skrifar

Háværar kröfur eru um það hér á landi að endurskoða Stjórnarskrá Íslands. Þessar kröfur mögnuðust um allan helming við bankahrunið. Menn gerðu sér ljóst að hrun fjármála- og efnahagskerfis jafn þróaðs ríkis og Ísland er orðið, er ekki neinn einangraður atburður, heldur á hann rætur og orsakir vítt og breitt í þjóðfélaginu.

Auðvelt val að ígrunduðu máli

Björg Sigurðardóttir skrifar

Í umróti seinustu mánaða hefur margt gerst til að vekja mig og vafalaust marga aðra hér á landi til að líta yfir liðna tíð og reyna að staðsetja sig í lífinu.

Frjálslyndir gegn spillingu og braski

Karl V. Matthíasson skrifar

Frjálslyndi flokkurinn býður nú þjóðinni enn á ný ferska stefnu og markmið til að hrista upp í því fjórflokkakerfi sem því miður hefur setið allt of lengi með öll völd í landinu með afleiðingum sem þjóðin fær nú öll að súpa seiðið af. Frjálslyndi flokkurinn hefur hvatt þjóðina til þess að beina sjónum sínum að sameiginlegum auðæfum sínum í sjónum. Auðlindum hafsins og mikilvægi þeirra í tekju­öflun og atvinnulífi landsmanna.

Maðurinn með tjakkinn og Evrópusambandið

Dæmisagan um manninn með tjakkinn fjallar um bílstjóra sem verður fyrir því óláni að dekk springur á bíl hans í Hvalfirði um miðja nótt. Bílstjórinn uppgötvar að enginn tjakkur er í bílnum en langt í burtu sér hann ljós á bóndabæ. Hann afræður að ganga af stað og freista þess að fá lánaðan tjakk.

Sprotar eða töfrasprotar

Davíð Stefánsson skrifar

Nú sveifla karlar og konur töfrasprotum til að leysa vanda þjóðarinnar. Líklega er vinsælasti sprotinn nefndur Helguvík, sá næstvinsælasti Bakki á Húsavík. Báðir eru þeir rándýrir kostir – áætlað er að kostnaður ríkisins við hvert starf í álverinu á Reyðarfirði hafi hljóðað upp á 150 milljónir króna.

Hagfræði andskotans II

Gunnar Tómasson skrifar

Í grein minni um verðtryggingu í Fréttablaðinu 15. apríl (Hagfræði andskotans) voru sett fram rök fyrir óhjákvæmilegum áhrifum verðtryggingar á hag skuldsettra launþega á tímum verðbólgu.

Opinber innkaup

Vigdís Hauksdóttir skrifar

Tilgangur laga nr. 84/2007 um opinber innkaup er að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu. Samkvæmt 3. gr. laganna taka lögin til ríkis, sveitarfélaga, stofnana þeirra og annarra opinberra aðila. Viðmiðunarfjárhæðir vegna opinberra innkaupa á Evrópska efnahagssvæðinu er að finna í reglugerð nr. 807/2007.

Allsnægtir landsins

Ása Björk Ólafsdóttir skrifar

Okkur er trúað fyrir fallegu og gjöfulu landi. Á sama tíma og mörg okkar óttast nánustu framtíð og völtu efnahagskerfi verður komið í jafnvægi, skulum við hugsa um það hvað okkur langar til að sjá gerast. Hverjar eru væntingar okkar?

Andskotinn og hagfræðin

Guðmundur Ólafasson skrifar

Gunnar Tómasson hagfræðingur, sem raunar hefur haldið því fram að hagfræði sé mestan part bull, gerir mér þann heiður að nefna mig til í tengslum við það sem hann kallar „hagfræði andskotans“. Þar heldur hann því fram að skuldarar beri tvöfaldan skaða miðað við lánardrottna þegar verðgildi peninga fellur í verðbólgu.

Viltu krónu, manni?

Stefán Benediktsson skrifar

Kynþokki krónunnar er orðinn álíka mikill og ósoðins sláturs og því fær ekkert breytt. Samfélag okkar á ekki að þurfa að færa þær fórnir sem það kostar að vera með eigin mynt. Þessar fórnir munu verða enn meiri nú eftir að krónan hefur misst mannorðið. Afturbatapíkukrónur eiga aldrei eftir að freista nokkurs manns.

Að óttast sína eigin þjóð

Andrés Magnússon og Margrét Kristmannsdóttir skrifar

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um stöðu íslenskra fyrirtækja um þessar mundir, ytra umhverfi þeirra er skelfilegt og birtist m.a. í himinháum vöxtum, verðbólgu, gjaldeyrishöftum, dauðvona krónu og skertum kaupmætti. Við þessar aðstæður er atvinnulífinu gert að standa í fæturna, rétta úr bakinu og spýta í lófana enda öflugt atvinnulíf forsenda þess að þjóðin komi sér upp úr núverandi stöðu.

Fær leið – fyrir okkur öll!

Fanný Gunnarsdóttir skrifar

Framsóknarflokkurinn vil lækka eða afskrifa um 20% af íbúðalánum og skuldum af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Enginn stjórnmálaflokkur hefur komið með heildstæðar hugmyndir,aðeins mismunandi stef við okkar leið. Svigrúm skapast þar sem erlendir lánadrottnar gömlu bankanna afskrifa verulegan hluta af útistandandi skuldum. Því miður hefur dregist að gera gömlu bankana upp þannig að enn er ekki vitað með vissu hve háar upphæðir hér um ræðir.

2.000 krónur á hvert mannsbarn í heimi

Sigurjón Þórðarson skrifar um skuldir ríkisins Það getur verið nokkuð snúið að átta sig á þeirri skuldasúpu sem íslenska þjóðin er lent ofan í undir stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar. Erlendar skuldir þjóðarbúsins hafa sjöfaldast á síðustu fjórum árum. Upphæðin sem þjóðin hefur fengið að láni er gríðarlega há, 13 þúsund milljarðar íslenskra króna, en í heiminum eru liðlega sex milljarðar manna. Við höfum því fengið að láni upphæð sem svarar til þess að 2.000 krónur hafi runnið til okkar frá hverjum einasta einstaklingi á jörðinni. Eru þá allir taldir með. Súdanar, Færeyingar, Kínverjar, vinir okkar Bretar og allir hinir.

Ný framtíðarsýn

Vigdís Hauksdóttir skrifar um uppbyggingu samfélagsins Fortíðinni breytum við ekki en á framtíðina getum við haft áhrif. Á haustdögum varð hér kerfishrun. Allt traust hvarf á sama tíma. Við svona atburði verður að fara í endurskoðun á öllum stoðum samfélagsins. Ísland er lýðræðisríki með þingbundinni stjórn. Framtíðarsýn okkar framsóknarmanna er skýr, hún byggir á nýrri stjórnarskrá sem stjórnlagaþing hefur sett.

Samkeppnisstaða BSV

Haustið 2008 fór viðskiptafræðideild Háskóla Íslands af stað með viðskiptafræðinám í kvöldskóla. Námið hefur gengið undir nafninu BSV, eða BS-nám með vinnu. Námið er hugsað fyrir þá sem vilja verða sér úti um háskólagráðu í viðskiptafræði en hafa af einhverjum ástæðum ekki möguleika á því að stunda nám í dagskóla. Ástæðurnar geta verið margvíslegar s.s. skuldbindingar er tengjast vinnu eða fjölskyldu.

Nú er tíminn

Kosningarnar 25. apríl nk. eru fyrir margt ansi mikilvægar. Við hrun efnahags­kerfisins hefur myndast tækifæri til þess að byggja upp nýtt og réttlát samfélag sem grundvallast á gildum jafnaðar, réttlætis og lýðræðis eftir hugmyndafræðilegt hrun frjálshyggjunnar. Síðustu árin hefur samfélag okkar einkennst af gildum þar sem græðgin og einstaklingshyggjan réði ferðinni undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Arðsemi, eiginfjárhlutfall, rekstrar­leg hagkvæmni og fleiri hugtök í þessum anda lágu til grundvallar öllum helstu ákvörðunum jafnt hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum.

Tökum upp Bandaríkjadal

Taka þarf upp alþjóðlega, gjaldgenga mynt sem lögeyri á Íslandi hið fyrsta svo milliríkjaviðskipti geti átt sér stað með eðlilegum, óþvinguðum og óheftum hætti. Ísland þarf að vera opið og frjálst til þess að skapa skilyrði til verðmætasköpunar. Því miður er þróunin í þveröfuga átt og er þar einkum um að kenna tilraunum til þess að halda íslensku krónunni við í skjóli strangra gjaldeyrishafta. Nokkuð breið samstaða virðist ríkja í íslensku samfélagi um að heppilegt væri að taka upp nýjan gjaldmiðil og því er mikilvægt að stjórnvöld, hvernig sem þau eru skipuð, grípi til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru til þess að svo megi verða.

Ryki þyrlað upp um virkjanir

Gústaf Adolf Skúlason skrifar

Enn og aftur eru virkjanir og stóriðja talsvert í umræðunni. Nú síðast kom hingað erlendur rithöfundur með einhvers konar kenningu um að siðblindir [svo!] erlendir bankastjórar og forstjórar álfyrirtækja hefðu beinlínis haft með sér samsæri um að lána Íslendingum fjármagn til virkjanaframkvæmda, í þeim tilgangi að landið færi á hausinn samhliða fjármálakreppunni svo þeir gætu eignast hér dýrmætar náttúruauðlindir. Þessir aðilar sáu sem sagt fjármálakreppuna og bankahrunið ekki bara fyrir, þeir skipulögðu það. Ofan á allt vilja þessir vondu menn græða peninga og ef það gerist þá hljóta Íslendingar, samkvæmt kenningunni, að tapa þessum sömu peningum. Þessi uppákoma er með þeim skrautlegri, en hún er ágætt tilefni til að fara í gegnum nokkur atriði.

Tölum hreint út um hlutina

Baldvin Jónsson skrifar um stjórnmálaumræðu Ég sat við tölvuna mína á föstudagskvöld og horfði á kosningasjónvarp RÚV. Þar sátu fyrir svörum talsmenn þeirra hreyfinga sem bjóða fram fyrir komandi kosningar. Eftir umræðuna í samfélaginu undanfarnar vikur, byltinguna, kröfuna um nýjar hugmyndir og víðtæka endurnýjun, varð ég fyrir ansi miklum vonbrigðum við að heyra enn einu sinni sömu gömlu síbyljuna dynja á hlustum mínum frá talsmönnunum og þá alveg sérstaklega Bjarna Benediktssyni sem sat þarna sem formaður Sjálfstæðisflokksins.

Ísland er ennþá ríkt

Ársæll Valfells skrifar

Það er ömurlegt að lifa í óvissu. Fólk getur miklu betur tekist á við raunir ef það sér fyrir endann á þeim. Þannig skiptir öllu máli nú að búa til von um betri tíð, segjum 2011 eða svo, og reisa þá von á raunverulegum breytingum og styrkingu innviða. Hvað Ísland varðar er nauðsynlegt að taka til hendinni og framkvæma breytingar. Þá munu lífsskilyrðin batna hratt og örugglega.

Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 2009

Afar öflugur jarðskjálfti, 6,1 stig á Richter, skók Suðurland í maí á síðasta ári. Töluverðar skemmdir urðu á þeim svæðum sem næst lágu skjálftaupptökunum. Lítilsháttar skemmdir urðu á Sjúkrahússinu á Selfossi og var það rýmt að hluta. Eftir skoðun kom í ljós að engar skemmdur voru á burðarþoli byggingarinnar og var því hægt að halda uppi eðlilegri starfsemi á sjúkrahúsinu.

Stríðið gegn Íslandi

Ísland hefur orðið fyrir árás - ekki hernaðarárás, heldur fjármálaárás. Afleiðingarnar eru jafn banvænar þrátt fyrir það. Fleiri verða veikir, lifa í örvæntingu og deyja fyrir aldur fram ef þjóðin neitar ekki að greiða til baka megnið af þeim lánum sem prangað hefur verið inn á hana á síðustu átta árum. En leiðin til bjargar er þyrnum stráð. Voldugir skuldunautar á borð við Bandaríkin og Bretland munu siga áróðursmeisturum sínum, sem og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum á Íslendinga og krefjast þess að þeir verði hnepptir í skuldafangelsi með því að þvinga þá til að greiða skuldir sem þessar þjóðir myndu aldrei greiða sjálfar.

Jafnrétti á erindi við börn

Samningur Sameinuðu þjóðanna um afnám mismununar gegn konum var samþykktur fyrir 30 árum. Þó margt hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni er ljóst að jafnrétti er ekki að fullu náð. Til þess þarf hugarfarsbreytingu. Hún verður ekki án þess að styrkja grunninn til framtíðar með því að fræða börnin. Leikskólar og grunnskólar eru mikilvægar menntastofnanir. Þeir gegna veigamiklu hlutverki í uppeldi barna og félagsmótun. Höfuðmáli skiptir því að áhersla sé lögð á fræðslu og umræðu um jafnrétti og mannréttindi í öllu skólastarfi, þannig er stutt við málaflokkinn til framtíðar.

Háir vextir veikja krónuna

Á meðan flest þróuð ríki keppast við að lækka stýrivexti niður að núll prósentum til að blása lífi í efnahagslífið heldur Seðlabanki Íslands stýrivöxtum í sautján prósentustigum.

Sjá næstu 50 greinar