Allsnægtir landsins Ása Björk Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2009 06:00 Okkur er trúað fyrir fallegu og gjöfulu landi. Á sama tíma og mörg okkar óttast nánustu framtíð og völtu efnahagskerfi verður komið í jafnvægi, skulum við hugsa um það hvað okkur langar til að sjá gerast. Hverjar eru væntingar okkar? Minn draumur er sá, að Íslendingar verði sjálfum sér nógir með mat. Matarkistan og gnægtarbrunnurinn Ísland er ekki óraunhæfur draumur. Til eru nokkrar leiðir. Um leið og tekin verður ákvörðun um að garðyrkjubændur fái raforku á stóriðjuverði, munum við sjá hraða þróun og mikla uppbyggingu í ylrækt. Fólk mun sjá framtíð í að reisa gróðurhús og hefja hvers konar ræktun grænmetis eða/og jafnvel ávaxta. Langtímastörfin við ræktun eru svo mörg að ég hef ekki hugmyndaflug til að telja þau. Ótalin eru þá afleidd störf við þjónustu, pökkun, dreifingu og svo framvegis. Þessi einfalda aðgerð kemur þannig til með að stórauka eftirspurn eftir gleri og grindum í gróðurhúsin, það skapar störf. Einnig skapast störf við undirbúning og vinnu við uppsetningu húsanna. Lífræn og hrein ræktun er sú ímynd sem Ísland á að hafa út á við. Mig dreymir um að við ræktum nóg fyrir innanlandsmarkað. Ekki einungis vegna þess að íslenskt grænmeti er fyrsta flokks, heldur einnig til þess að nota ekki dýrmætan gjaldeyri í nokkuð sem við getum verið sjálfbær um. Við framleiðum nóg af kjöti, eigum nægan fisk í hafinu, afbragðs mjólkurvöru og eigum að rækta meira grænmeti og einhverja ávexti. Það virðist erfiðara með kornið, en í byggræktun erum við komin vel í gang. Ræktun skóga breytir loftslaginu og því verðugt markmið að virkja enn frekar þann stórhug sem með mörgum býr. Þetta er sú framtíðarsýn sem ég hef og að auki tel ég að sú vannýtta auðlind sem felst í lækningajurtum sé nokkuð sem beri að athuga gaumgæfilega. Þó ber sérstaklega að gæta þess að ganga ekki á villta stofna, en hugsanlega er þó hægt að rækta slíkar jurtir í gróðurhúsum í einhverjum mæli. Þannig náum við að nýta þann gnægtarbrunn sem landið okkar vissulega er. Höfundur er héraðsprestur og skipar 6. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Okkur er trúað fyrir fallegu og gjöfulu landi. Á sama tíma og mörg okkar óttast nánustu framtíð og völtu efnahagskerfi verður komið í jafnvægi, skulum við hugsa um það hvað okkur langar til að sjá gerast. Hverjar eru væntingar okkar? Minn draumur er sá, að Íslendingar verði sjálfum sér nógir með mat. Matarkistan og gnægtarbrunnurinn Ísland er ekki óraunhæfur draumur. Til eru nokkrar leiðir. Um leið og tekin verður ákvörðun um að garðyrkjubændur fái raforku á stóriðjuverði, munum við sjá hraða þróun og mikla uppbyggingu í ylrækt. Fólk mun sjá framtíð í að reisa gróðurhús og hefja hvers konar ræktun grænmetis eða/og jafnvel ávaxta. Langtímastörfin við ræktun eru svo mörg að ég hef ekki hugmyndaflug til að telja þau. Ótalin eru þá afleidd störf við þjónustu, pökkun, dreifingu og svo framvegis. Þessi einfalda aðgerð kemur þannig til með að stórauka eftirspurn eftir gleri og grindum í gróðurhúsin, það skapar störf. Einnig skapast störf við undirbúning og vinnu við uppsetningu húsanna. Lífræn og hrein ræktun er sú ímynd sem Ísland á að hafa út á við. Mig dreymir um að við ræktum nóg fyrir innanlandsmarkað. Ekki einungis vegna þess að íslenskt grænmeti er fyrsta flokks, heldur einnig til þess að nota ekki dýrmætan gjaldeyri í nokkuð sem við getum verið sjálfbær um. Við framleiðum nóg af kjöti, eigum nægan fisk í hafinu, afbragðs mjólkurvöru og eigum að rækta meira grænmeti og einhverja ávexti. Það virðist erfiðara með kornið, en í byggræktun erum við komin vel í gang. Ræktun skóga breytir loftslaginu og því verðugt markmið að virkja enn frekar þann stórhug sem með mörgum býr. Þetta er sú framtíðarsýn sem ég hef og að auki tel ég að sú vannýtta auðlind sem felst í lækningajurtum sé nokkuð sem beri að athuga gaumgæfilega. Þó ber sérstaklega að gæta þess að ganga ekki á villta stofna, en hugsanlega er þó hægt að rækta slíkar jurtir í gróðurhúsum í einhverjum mæli. Þannig náum við að nýta þann gnægtarbrunn sem landið okkar vissulega er. Höfundur er héraðsprestur og skipar 6. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun