Ísland er ennþá ríkt Ársæll Valfells skrifar 8. apríl 2009 00:01 Það er ömurlegt að lifa í óvissu. Fólk getur miklu betur tekist á við raunir ef það sér fyrir endann á þeim. Þannig skiptir öllu máli nú að búa til von um betri tíð, segjum 2011 eða svo, og reisa þá von á raunverulegum breytingum og styrkingu innviða. Hvað Ísland varðar er nauðsynlegt að taka til hendinni og framkvæma breytingar. Þá munu lífsskilyrðin batna hratt og örugglega. Það hefur verið talað um að íslenska þjóðin sé sokkin á kaf í skuldafen sem hún muni ekki ná sér upp úr. Það er ekki satt. Skuldir ríkisins fyrir krónuhrunið og fjármálahrunið voru 29 prósent af þjóðarframleiðslu og verða samkvæmt áætlun AGS, Seðlabankans, Fjármálaráðuneytisins og annarra aðila sem hafa gefið út spár, um áttatíu prósent af þjóðarframleiðslu eftir að búið er að stokka upp fjármálakerfið og afgreiða útistandandi skuldir. Til þess að setja slíka tölu í samhengi má líta til sögunnar, en skuldir þjóðarinnar voru yfir 60 prósent í byrjun 10. áratugarins, en einnig má líta til Evrópu. Getum hæglega unnið okkur úr vandanum1Stundum hefur verið sagt að „gömlu ríkin" í Evrópu standi hvað best eftir fjármálabóluna því þau tóku hvað minnstan þátt í henni. Ef við lítum til dæmis á Ítalíu þá skuldar ríkið um 85 prósent af þjóðarframleiðslu. En í þá tölu vantar að Ítalir eiga litla sem enga lífeyrissjóði. Árið 2020, sem nálgast óðfluga, verða fleiri einstaklingar á Ítalíu, og væntanlega Frakklandi líka, sem þiggja lífeyri en vinna.Hvernig á slíkt gegnumstreymiskerfi þá að virka? Skuldirnar munu hlaðast upp og ef við tökum áætlaðar lífeyrisskuldbindingar í dag og bætum við núverandi skuldir Ítala, þá skulda þeir í heildina um það bil 200-250 prósent af þjóðarframleiðslu. Ástandið er litlu skárra í Grikklandi eða Frakklandi.Íslenska ríkið mun eftir þessa miklu fjármálabólu hugsanlega skulda 80 prósent af þjóðarframleiðslu. Lífeyrissjóðina, sem voru 180 prósent af þjóðarframleiðslu fyrir hrunið og segjast sjálfir núna vera um 150 prósent af þjóðarframleiðslu, metum við á um 140 prósent af þjóðarframleiðslu. Samtalan á Íslandi er því um 60 prósent hrein eign á móti um 200 prósenta skuld hjá hinum eldri þjóðum Evrópu.Þau ríki sem Ísland myndi helst vera hægt að bera saman við, útfrá jákvæðri skuldastöðu þegar lífeyriskerfið er tekið inn í, væru Svíþjóð og Noregur (þegar olíusjóðurinn er tekinn með því þar er ekkert lífeyriskerfið). Þá eru um 25 prósent Íslendinga 14 ára og yngri en einungis 10 prósent eldri en 65 ára. Ísland er því yngsta þjóð Evrópu og getur hæglega unnið sig út úr núverandi vanda. Fyrst þarf þó að koma kerfinu í rekstrarhæft ástand. Einhliða upptaka evru einfaldasta lausninEinfaldasta leiðin til þess er að kasta krónunni með einhliða upptöku evru. AGS mælir með einhliða upptöku við þjóðir sem eru í Evrópu og eiga í gjaldmiðlakreppu, eða eiga á hættu slíka kreppu, ekki aðeins þjóðir sem þegar eru í ESB. Þetta hafa stjórnarmenn AGS sagt á ráðstefnu á Íslandi í október og í samskiptum við stjórnvöld síðastliðinn nóvember, að einhliða upptaka sé besta lausnin fyrir Ísland.Við einhliða upptöku fengist verðstöðugleiki og hægt væri að afnema verðtryggingu að fullu. Einhliða upptöku væri hægt að framkvæma á nokkrum vikum og á sama tíma væri samið um uppgjör á útistandandi jöklabréfum. Næst þyrfti að laga skuldastöðu heimilanna, því tilgangslaust er að fara í niðurfellingu skulda þegar krónan er ennþá með 17 prósenta vöxtum, gjaldeyrishöftum og tilheyrandi þrengingum. Einnig þarf að aðstoða fyrirtæki sem hafa arðbærar rekstraráætlanir.Slíkar sértækar aðgerðir tækju 3 mánuði. Þá erum við komin aftur til ca ársins 2003 í lífsskilyrðum, sem er ekki svo slæmt í minningunni hjá okkur. Við erum þá komin á svipaðan stað og við værum ef þessi bankabóla hefði aldrei myndast.Ársæll er lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og Heiðar er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er ömurlegt að lifa í óvissu. Fólk getur miklu betur tekist á við raunir ef það sér fyrir endann á þeim. Þannig skiptir öllu máli nú að búa til von um betri tíð, segjum 2011 eða svo, og reisa þá von á raunverulegum breytingum og styrkingu innviða. Hvað Ísland varðar er nauðsynlegt að taka til hendinni og framkvæma breytingar. Þá munu lífsskilyrðin batna hratt og örugglega. Það hefur verið talað um að íslenska þjóðin sé sokkin á kaf í skuldafen sem hún muni ekki ná sér upp úr. Það er ekki satt. Skuldir ríkisins fyrir krónuhrunið og fjármálahrunið voru 29 prósent af þjóðarframleiðslu og verða samkvæmt áætlun AGS, Seðlabankans, Fjármálaráðuneytisins og annarra aðila sem hafa gefið út spár, um áttatíu prósent af þjóðarframleiðslu eftir að búið er að stokka upp fjármálakerfið og afgreiða útistandandi skuldir. Til þess að setja slíka tölu í samhengi má líta til sögunnar, en skuldir þjóðarinnar voru yfir 60 prósent í byrjun 10. áratugarins, en einnig má líta til Evrópu. Getum hæglega unnið okkur úr vandanum1Stundum hefur verið sagt að „gömlu ríkin" í Evrópu standi hvað best eftir fjármálabóluna því þau tóku hvað minnstan þátt í henni. Ef við lítum til dæmis á Ítalíu þá skuldar ríkið um 85 prósent af þjóðarframleiðslu. En í þá tölu vantar að Ítalir eiga litla sem enga lífeyrissjóði. Árið 2020, sem nálgast óðfluga, verða fleiri einstaklingar á Ítalíu, og væntanlega Frakklandi líka, sem þiggja lífeyri en vinna.Hvernig á slíkt gegnumstreymiskerfi þá að virka? Skuldirnar munu hlaðast upp og ef við tökum áætlaðar lífeyrisskuldbindingar í dag og bætum við núverandi skuldir Ítala, þá skulda þeir í heildina um það bil 200-250 prósent af þjóðarframleiðslu. Ástandið er litlu skárra í Grikklandi eða Frakklandi.Íslenska ríkið mun eftir þessa miklu fjármálabólu hugsanlega skulda 80 prósent af þjóðarframleiðslu. Lífeyrissjóðina, sem voru 180 prósent af þjóðarframleiðslu fyrir hrunið og segjast sjálfir núna vera um 150 prósent af þjóðarframleiðslu, metum við á um 140 prósent af þjóðarframleiðslu. Samtalan á Íslandi er því um 60 prósent hrein eign á móti um 200 prósenta skuld hjá hinum eldri þjóðum Evrópu.Þau ríki sem Ísland myndi helst vera hægt að bera saman við, útfrá jákvæðri skuldastöðu þegar lífeyriskerfið er tekið inn í, væru Svíþjóð og Noregur (þegar olíusjóðurinn er tekinn með því þar er ekkert lífeyriskerfið). Þá eru um 25 prósent Íslendinga 14 ára og yngri en einungis 10 prósent eldri en 65 ára. Ísland er því yngsta þjóð Evrópu og getur hæglega unnið sig út úr núverandi vanda. Fyrst þarf þó að koma kerfinu í rekstrarhæft ástand. Einhliða upptaka evru einfaldasta lausninEinfaldasta leiðin til þess er að kasta krónunni með einhliða upptöku evru. AGS mælir með einhliða upptöku við þjóðir sem eru í Evrópu og eiga í gjaldmiðlakreppu, eða eiga á hættu slíka kreppu, ekki aðeins þjóðir sem þegar eru í ESB. Þetta hafa stjórnarmenn AGS sagt á ráðstefnu á Íslandi í október og í samskiptum við stjórnvöld síðastliðinn nóvember, að einhliða upptaka sé besta lausnin fyrir Ísland.Við einhliða upptöku fengist verðstöðugleiki og hægt væri að afnema verðtryggingu að fullu. Einhliða upptöku væri hægt að framkvæma á nokkrum vikum og á sama tíma væri samið um uppgjör á útistandandi jöklabréfum. Næst þyrfti að laga skuldastöðu heimilanna, því tilgangslaust er að fara í niðurfellingu skulda þegar krónan er ennþá með 17 prósenta vöxtum, gjaldeyrishöftum og tilheyrandi þrengingum. Einnig þarf að aðstoða fyrirtæki sem hafa arðbærar rekstraráætlanir.Slíkar sértækar aðgerðir tækju 3 mánuði. Þá erum við komin aftur til ca ársins 2003 í lífsskilyrðum, sem er ekki svo slæmt í minningunni hjá okkur. Við erum þá komin á svipaðan stað og við værum ef þessi bankabóla hefði aldrei myndast.Ársæll er lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og Heiðar er hagfræðingur.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun