Skoðun

Besti gjaldmiðillinn fyrir Ísland

Manuel Hinds skrifar um einhliða upptöku evru

Ég heimsótti Ísland í ágúst árið 2007 og lagði til einhliða upptöku evru til að forða landinu frá hugsanlegu fjárhagslegu skipbroti. Upptaka evru hefði ekki minnkað skuldir þjóðarbúsins, sem voru þegar orðnar alltof miklar – um 180 prósent af vergri landsframleiðslu. Hins vegar hefði upptaka evru komið í veg að skuldirnar ykjust við gengisfall. Á þeim tíma kostaði ein evra 75 krónur. Í dag kostar evran 167 krónur hjá Seðlabanka Íslands, en 250 krónur í Lundúnum. Skuldabyrðin – það er sú vinna sem Íslendingar þurfa að leggja á sig til að standa skil á skuldum sínum í evrum – tvö- til þrefaldaðist á tímabilinu.

Íslendingar reyna nú að afla tekna til að geta staðið undir skuldum sem eru hærri en því sem nemur heildartekjum þjóðarinnar. Við slíkar aðstæður þyrftu stýrivextir að vera lágir til að létta undir greiðslubyrðinni. Það er hins vegar ekki þar sem Ísland er jafnframt að reyna að halda krónunni á floti – sem krefst stýrivaxta sem eru með þeim hæstu í Evrópu. Og sú hætta er enn til staðar að krónan hrynji aftur og auki þannig enn frekar á skuldir þjóðarbúsins.

Þeir sem verja krónuna benda á að veik króna stuðli að auknum útflutningi. En fyrir meðal Íslendinginn er lítið gagn að auknum útflutningi, ef það útheimtir meiri vinnu fyrir sama eða minna verð í evrum talið.

Eftir að hafa valdið mestu efnahagskreppu í sögu landsins er krónan enn dýrasti skaðvaldurinn á Íslandi. Hagstæðasti gjaldmillinn fyrir Ísland er evran, sem hefði í för með sér lægri stýrivexti og myndi skapa þann stöðuleika sem Ísland þarf á að halda til að geta rétt úr kútnum.

Evrópusambandið kallar það vitleysu að vilja taka upp evru án undangenginni aðild að ESB. Sú fullyrðing er bull. Evran er á ábyrgð Seðlabanka Evrópu, en þeir sem hafa hana undir höndum geta notað hana til að greiða skuldbindingar og geyma verðmæti eins og þeim hentar, bæði alþjóðlega og innanlands. Ísland þarf ekki leyfi frá ESB til að taka upp evru. Því fyrr sem Ísland gerir það þeim mun betra.

Höfundur er er ráðgjafi hjá AGS og fyrrverandi fjármálaráðherra El Salvador þar sem hann framkvæmdi einhliða upptöku dollars.




Skoðun

Sjá meira


×