Fleiri fréttir

Heilbrigðisþjónusta fyrir alla?

L-listinn hefur haldið uppi þremur samfélagslegum grunngildum sem lúta að fæðuöryggi heimila og þjóðar, húsaskjóli og heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð efnahag. L-listinn hefur boðið fram lausn fyrir heimili sem komin eru í greiðsluerfiðleika, en hún lýtur að því að ríkið kaupi skuldir skuldsettra heimila að hluta eða að fullu að undangengnu greiðslumati, og leigi skuldurum íbúðina og veiti þeim jafnframt forkaupsrétt að íbúðinni að kreppunni lokinni.

Heilsulandið Ísland

Magnús Orri Schram skrifar um heilsu Ferðaþjónusta getur gegnt lykilhlutverki við endurreisn atvinnulífsins okkar. Atvinnugreinin er atvinnu- og gjaldeyrisskapandi. Hins vegar má búast við að hefðbundin ferðaþjónusta sé í vörn á heimsvísu og því er mikilvægt að Ísland bregðist við með einhverjum hætti. Innan ferðageirans er horft til heilsutengdrar ferðaþjónustu. Almenningur virðist síður vilja spara við sig er kemur að því að sinna sjálfum sér, andlega sem líkamlega, hvort sem er til heilsubótar eða í lækningaskyni.

ESB-málum ýtt út af borðinu

Einar K. Guðfinnsson skrifar

Hin fleygu og margnotuðu orð Harolds Wilson fyrrum forsætisráðherra Breta, um að vika sé langur tími í stjórnmálum, eiga oft vel við. Hvað þá ef við skoðum málin í enn lengra samhengi. Atburðarásin varðandi umræðuna um Ísland og ESB sýnir þetta svart á hvítu.

Grundvallabreytinga er þörf

Hver eru þau grundvallaratriði sem við ætlum að breyta í landi okkar til þess að við getum náð aftur því trausti og þeim trúnaði sem við höfðum, áður en við útvíkkuðum hina íslensku frjálshyggju? Hvað þurfum við að gera til að venjulegir íslenskir borgarar geti treyst því að við förum rétta leið í endurreisninni sem nauðsynleg er í landi okkar? Margir keppast nú við að tala um þann siðferðisbrest sem orðið hefur í landinu og telja að regluverkið hafi brugðist, eftirlitsstofnanir og svo framvegis. Nú ætlum við að breyta stjórnarskránni, nú ætlum við að breyta kosningalöggjöfinni og við ætlum að breyta svo mörgu sem leiðir til þess að allt verður nýtt og betra.

Minnisblöð embættismanna

Jóhanna Gunnlaugsdóttir skrifar

Í starfi mínu sem ráðgjafi á sviði skjalastjórnar hef ég orðið þess vör að forstöðumenn opinberra stofnana eiga stundum erfitt með að greina á milli hvort skjöl, sem orðið hafa til í starfi þeirra, séu eign stofnunar eða þeirra sjálfra. Fréttablaðið skýrir frá athyglisverðu dæmi um slíkt vafaatriði.

Um útlenda embættismenn

Sigurður Líndal skrifar

Frá því að norskur maður var settur seðlabankastjóri hafa efasemdir verið látnar í ljós um hvort það samrýmist 20. gr. stjórnarskrárinnar þar sem íslenzkur ríkisborgararéttur er áskilinn til skipunar í embætti.

Upplýsingar vegna frétta af REI

Hjörleifur B. Kvaran skrifar

Í mánudagsútgáfu Fréttablaðsins er fjallað um fjárfestingar íslenskra fyrirtækja vegna jarðhitaverkefna vestan hafs á vegum Iceland America Energy (IAE), sem um árabil hefur verið í eigu íslenskra aðila. Má skilja fréttina þannig að Reykjavík Energy Invest (REI) hafi lagt tæpa tvo milljarða króna í orkuútrás í Bandaríkjunum og tapað þeim fjármunum.

Fiskveiðar gegn atvinnuleysi

Jón Kristjánsson skrifar um fiskveiðar Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, skrifaði grein í Fréttablaðið 19. mars sl. Hann sagði að hvalveiðar muni skaffa 200-250 störf á Vesturlandi, kjördæmi greinarritara.

Við færum þér völdin

Ástþór Magnússon skrifar um lýðræði Lýðræðishreyfingin www.lydveldi.is vill moka út spillingu sem hefur þróast undir flokksræðinu. Höfnum bakherbergjamakki Alþingis þar sem flokkseigendafélög eða hagsmunaklíkur stýra þingmönnum flokksins eins og peðum á skákborði og maka síðan krókinn á kostnað almennings.

Opið bréf til borgarfulltrúa

Gerður Aagot Árnadóttir skrifar opið bréf til Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur Sæl Þorbjörg Helga. Í pistli þínum í Fréttablaðinu í síðustu viku víkur þú að Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi félagsmálaráðherra, og virðist óhress með að hún skyldi einfaldlega neita að skera niður útgjöld Félags- og tryggingamálaráðuneytisins á fjárlögum 2009. Fólk eins og ég, sem hef komið að málefnum fatlaðs fólks undanfarin ár og þekki þann alvarlega skort sem til staðar er í þjónustu við fatlað fólk á Íslandi, verður nokkuð undrandi á athugasemdum þínum minnug þess að Jóhanna nýtur trausts almennings f.o.f. fyrir það að hafa alla sína tíð barist fyrir bættum hag almennings í landinu, ekki síst þeirra sem einhverra hluta vegna standa höllum fæti í samfélaginu.

Saga palestínsku stúlkunnar Sawson Dawod

Ari Tryggvason skrifar

Hún var aðeins 14 ára þegar hún var tekin höndum og sett í dimman fangaklefa sem líktist helst gröf eða holu. Hún var í varðhaldi í tvö ár þar sem hún mátti þola barsmíðar og vera bundin á höndum og fótum.

Ríkisstjórn biðstöðunnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Það er ekki sérlega mikið í tísku að líta björtum augum til framtíðarinnar, allt að því að maður sé litinn hornauga ef talað er um þau tækifæri sem gefast á erfiðum tímum. Þau eru nefnilega mýmörg ef rétt er á málum haldið. En að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja.

Hvalveiðar gegn atvinnuleysi

Einar K. Guðfinnsson skrifar

Hvalveiðar munu geta skipt miklu máli fyrir atvinnulíf okkar, ekki síst á Vesturlandi. Þegar þær hefjast nú með vorinu er áætlað að 200 til 250 manns hafi atvinnu af veiðum og vinnslu á langreyði og hrefnuveiðar og -vinnsla þurfa á allt að 50 manns að halda. Við erum hér að tala um 300 manna atvinnusköpun og það tafarlaust.

Sá hæfasti var ráðinn

Röskva hefur síðustu daga sent frá sér yfirlýsingar um nýlega ráðningu framkvæmdastjóra Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Yfirlýsingarnar eru því miður svo uppfullar af röngum staðhæfingum og ómerkilegum málflutningi, sem nú hefur ratað í fjölmiðla, að óhjákvæmilegt er orðið að svara honum og leiðrétta með þessari yfirlýsingu.

Síðasta prófkjörið

Símon Sturluson skrifar

17 einstaklingar hafa gefið kost á sé í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi sem fram fer næstkomandi laugardag. Mikið af hæfu fólki býður fram krafta sína og þar á meðal er Ásbjörn Óttarsson sem gefur kost á sér í forystusæti.

Þjóðhagsleg hagkvæmi hvað er það?

Björn Birgisson skrifar

Við veltum eflaust mörg okkar fyrir okkur hvað er þjóðhagslega hagkvæmt og hvað ekki. Við heyrum og sjáum menn og konur skiptast á skoðunum um hvað er gott og slæmt í þeim efnum. Lengi vorum við að átta okkur á því að það var ekki þjóðhagslega hagkvæmt að einkavæða bankana,í þeirri mynd sem það var gert. Lengi vorum við að átta okkur að stór hluti þjóðarinnar var á fjárfestingarfyllerí og er undirritaður ekkert undanskilinn í þeim efnum að hluta.

Grænir sprotar efnahagsbatans

Nú er komið að því að Íslendingar ákveði hvort þeir ætla að taka höndum saman um að rífa sig upp úr svartnætti vetrarins og horfa fram á veginn með markvissri uppbyggingu samfélagsins eða halda áfram að vorkenna sér.

Vinstri og hægri hönd Framsóknar

Skúli Helgason skrifar

Gamall félagi úr háskólapólitíkinni, Einar Skúlason, sendir mér kveðju hér í blaðinu á miðvikudag, þar sem hann svarar grein minni hér í blaðinu um félagshyggjustjórn eftir kosningar.

Rökþrota Illugi

Árni Finnsson skrifar

Árni Finnsson skrifar um loftslagsmál Rökþrota stjórnmálamenn vísa gjarnan í þjóðarhagsmuni – eins og rétt þjóðarinnar til að nýta eigin auðlindir – án frekari skýringa eða rökstuðnings; fyllast þjóðrembingi. Það gerði Illugi Gunnarsson í grein hér í Fréttablaðinu mánudaginn 9. mars.

Glórulaus peningastjórn

Á morgunfundi Viðskiptaráðs 18. nóvember sl. vék formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands að stjórntækjum bankans til „að halda verðbólgu í skefjum" og sagði stýrivexti vera „því sem næst eina tæki[ð] sem honum var til þess fengið". Það er ekki rétt. Annað og öflugra stjórntæki er heimild hans í 13. gr. seðlabankalaga að setja bönkum reglur um gjaldeyrisjöfnuð. Slíkar reglur gegna lykilhlutverki í virkri peningastjórn í opnu hagkerfi því innlend eignastaða viðskiptabanka er meiri eða minni eftir því hvort gjaldeyrisstaða þeirra er neikvæð eða jákvæð. Seðlabankinn hefur hins vegar kosið að gera heimildina óvirka með glórulausri útfærslu hennar, sbr. 2. gr. reglu, 4. júní 2008:

„Kommúnistar“ samtímans?

Þessi spurning virðist fljótt á litið fjarstæðukennd en við lifum einfaldlega á fjarstæðukenndum tímum. Í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari ríkti mikill ótti í Bandaríkjunum vegna útbreiðslu kommúnismans. Rússar voru komnir með kjarnorkuvopn og Maó orðinn formaður í alþýðulýðveldinu í Kína. Margir stjórnmálamenn og fjölmiðlungar reyndu að ávinna sér hylli almennings með því að berjast hatrammlega gegn kommúnistum. Þar eð lítið var um alvöru kommúnista í Bandaríkjunum, þurfti einfaldlega að búa þá til. Fremstur í flokki í þessari „baráttu“ var öldungardeildarþingmaðurinn Joseph McCarthy. Hann tók fjölda kunnra einstaklinga fyrir í yfirheyrslum, greinaskrifum og ræðum og vændi alla miskunnarlaust um kommúnisma. Hugtakið kommúnisti var víkkað út að geðþótta ákærendanna.

Að glata fjöregginu

Sú umræða sem nú á sér stað um Ísland og Evrópusambandið (ESB) í aðdraganda kosninga minnir á söguna um Hlin kóngsson og skessurnar tvær sem léku sér að fjöregginu. Fjöreggið var þeirrar náttúru gert að það geymdi lífskraft skessanna og var þeim því ákaflega dýrmætt. Ef það brotnaði myndi krafturinn hverfa frá þeim. En skessurnar höfðu það að leik að kasta á milli sín fjöregginu þegar þeim leiddist við veiðar, svona til að stytta sér stundir. Hlinur kóngsson átti þess vegna hægt með að brjóta eggið og ná þannig til sín kóngsdótturinni og auðæfum skessanna.

Vöndum til verka

Ýmsar af þeim breytingum sem nú eru ræddar á grundvallarskipan samfélagsins eru góðra gjalda verðar. Það er ennfremur eðlilegt að við núverandi aðstæður séu margir hugsi yfir því hvort leita megi ástæðna fyrir stöðunni í grunngerð íslensks samfélags. En það er mikilvægt að vandað sé vel til umræðna og að innantómir frasar séu ekki látnir duga.

Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil

Það er að mörgu að huga í þeirri endurreisn og uppbyggingu sem framundan er í íslensku samfélagi. Við þurfum öll að leggja okkar lóð á vogarskálarnar en ábyrgð stjórnmálamanna er þó langmest.

Auðlindaákvæðið og ESB-aðild

Að áliti margra lögspekinga þarf að breyta stjórnarskránni svo að Ísland geti gengið í Evrópusambandið (ESB). Þetta byggir fyrst og fremst á því að við inngöngu í ESB yrði óhjákvæmilega umfangsmikið framsal ríkisvalds sem myndi brjóta í bága við 2. gr. stjórnarskrárinnar um þrískiptingu ríkisvalds. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á stjórnarskránni en engar tillögur eru lagðar fram í frumvarpinu sem veita heimildir til framsals ríkisvalds eða önnur frávik frá 2. gr. stjórnarskrárinnar.

Endurreisn og uppbygging

Guðrún Inga Ingólfsdóttir skrifar

Endurreisn íslensks hagkerfis og atvinnulífs þarf að hefjast sem fyrst. Tíminn er dýrmætur og nú í aðdraganda kosninga hefur fjöldi manns boðið sig fram til þessa verks og miklu skiptir að vel takist til við val á góðu fólki.

Húsnæðismál heimilanna þolir enga bið

Guðmundur Auðunsson skrifar

Það er öllum ljóst að taka verður á þeim vanda sem margir standa núna uppi fyrir vegna húsnæðislána sinna. Því miður er ástandið svo alvarlegt að þúsundir fjölskyldna sjá nú fram á að geta ekki ráðið við lán af húsnæði sínu. Þetta er sérstaklega alvarlegt hjá ungu fólki sem nýlega er komið út á húsnæðismarkaðinn og lenti í því að kaupa húsnæði þegar verðlagið var komið úr öllum böndum. Vegna þeirrar áherslu sem við höfum lagt á séreign á húsnæði og takmarkaðs leigumarkaðar þá átti fólk í raun ekkert val, til að tryggja það að vera ekki að flakka úr einu bráðabirgðahúsnæðinu í annað keypti fólk eðlilega húsnæði og tók há lán fyrir.

Nýting auðlinda er vopn gegn kreppu

Jón Rúnar Halldórsson skrifar

Eitt það allra versta sem yfir okkur gengur um þessar mundir er atvinnuleysi. Félagslegar og efnahagslegar afleiðingar eru vel þekktar og því verður eitt brýnasta verkefni næstu stjórnvalda að finna lausnir á þessu stóra vandamáli. Til þess þarf skýra stefnu og raunhæfa aðgerðaáætlun.

Að læra af hruni

Árni Páll Árnason skrifar

Eftir stórfellt efnahagshrun stöndum við á miklum tímamótum. Við verðum að byggja endurreisn á hreinskiptnu uppgjöri við fortíðina og raunsæu mati á því sem aflaga fór.

Orð og ábyrgð

Með dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 328/2008 voru aðdróttanir um Ásgeir Þór Davíðsson dæmdar dauðar og ómerkar. Blaðamaðurinn, nafngreindur höfundur viðtalsins, var dæmdur til greiðslu miskabóta og málskostnaðar. Þá var Vikunni gert að birta forsendur og dómsorð í næsta tölublaði tímaritsins.

Kærastinn hæfastur?

Stúdentaráð Háskóla Íslands réð sér framkvæmdarstjóra á dögunum. Samkvæmt lögum ráðsins skal framkvæmdarstjóri vera faglega ráðinn. Um er að ræða fullt starf sem felst í yfirliti með bókhaldi og rekstri skrifstofu SHÍ. Um stöðuna sóttu að þessu sinni þrír umsækjendur A, B og C. Tveir þessara umsækjanda, A og B, eru Stúdentaráðsliðar fyrir Vöku, sem hefur nú meirihluta í ráðinu. C er óháður.

Framsókn horfir víst til vinstri

Einar Skúlason skrifar

Skúli Helgason, frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, sá ástæðu til að gera formanni Framsóknarflokksins upp skoðun í grein í Fréttablaðinu mánudaginn 9. mars. Þar heldur Skúli því fram að formaður Framsóknarflokksins hafi tilkynnt opinberlega að flokkurinn væri opinn í báða enda í hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum.

Ljón á vegi endurreisnar

Sumir héldu að kjör Baracks Obama myndi snúa gæfunni Bandaríkjunum í vil. Þar sem það hefur ekki gerst, þrátt fyrir risavaxnar efnahagsaðgerðir, kynningu á aðgerðaáætlun til að takast á við fasteignavandann og ýmsar ráðagerðar til að koma á efnahagslegum stöðugleika, eru sumir farnir að skella skuldinni á Obama og stjórn hans.

Að íslenzkir sé lögmenn og sýslumenn á landi voru

Þessu skilyrði var aukið í Gamla sáttmála þegar hann var endurnýjaður árið 1302. Síðan var það ítrekað af ýmsu tilefni og arftaki þess er nú í 2. mgr. 20. gr. stjórnarskrárinnar. Þar segir þetta meðal annars: „Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenzkan ríkisborgararétt.“ Samhljóða ákvæði var í 1. mgr. 16. gr. stjórnarskrárinnar frá 1920.

Í ESB fyrir Samfylkinguna?

Eftir að landsfundi Sjálfstæðisflokksins var frestað um tvo mánuði er eins og öll umræða um Evrópu hafi horfið. Fram að þeim tíma var kröftugt starf í málefnanefndum flokksins og sérstök Evrópunefnd hélt fundi um málið út um allt land. Hugmyndin hafði verið sú að nefndin skilaði áliti fyrir landsfundinn. Síðan hefur nánast ekkert gerst í þessum málum.

Fullt stím áfram

Í framhaldi af þeirri ákvörðun Inigibjargar Sólrúnar Gísladóttur að draga sig í hlé frá stjórnmálum um sinn a.m.k., er ljóst að landsfundur SF verður að velja flokknum nýjan formann í aðdraganda kosninga til næstu tveggja ára.

Foreldrajafnrétti tryggt í lögum

Það er grundvallarkrafa að foreldrajafnrétti sé tryggt í lögum, börnum og foreldrum til hagsbóta. Breyta þarf barnalögum á þann hátt að réttarstaða beggja foreldra og barns sé tryggð eftir skilnað. Lagaumhverfið á ekki að gera upp á milli foreldra og mikilvægt skref í að leiðrétta þá stöðu er að dómarar fái heimild til þess að dæma foreldrum sameiginlega forsjá.

Fjölgun opinberra listamanna um 33%

Haukur Þór Hauksson skrifar

Almenningur á Íslandi hefur beðið lengi eftir tillögum minnihlutastjórnar vinstri flokkanna um aðgerðir í atvinnumálum. Á meðan þúsundir manna hafa misst vinnuna í hverjum mánuði að undanförnu hefur dýmætur tími farið í að segja upp tilteknum manni í Seðlabanka Íslands,

Myndum kosningabandalag

Davíð Stefánsson skrifar

Þótt Guðmundur Andri Thorsson gangi ansi langt í að verja gjörðir Ingibjargar Sólrúnar í pistli sínum í Fréttablaðinu mánudaginn 2. mars sl.

Rauðgræn ríkisstjórn í boði norskra ráðherra

Sturla Böðvarsson skrifar

Ríkisstjórnin virðist nú leggja allt sitt traust á norska stjórnmálamenn og þeir gera sig mjög gildandi hér um þessar mundir. Það birtist m.a. í því að ráðinn var fyrrverandi stjórnmálamaður frá Noregi í stöðu bankastjóra Seðlabanka Íslands.

Beint lýðræði – vænlegur kostur

Jón Sigurðsson skrifar

Margir vænta mikils af beinu lýðræði sem virkum þætti stjórnkerfisins jafnt á landsmálasviði sem í sveitarfélögum. Beint lýðræði er ekki aðeins tækifæri minnihluta á þingi eða í sveitarstjórn til að vísa máli til

Kreppan þá og nú

Sigríður Arnardóttir skrifar

Ég er alin upp við sögur úr kreppunni um 1930. Afi minn Haraldur Björnson, verkamaður og sjómaður, sagði mér oft frá því hvernig fátækt alþýðufólk hefði farið að til að skrimta. Hann og vinir hans týndu t.d. kolamola niðri á höfn til að geta fært fátækum mæðrum sínum kol til húshitunar. Hann missti föður sinn 14 ára og hætti þá í skóla en stofnaði Stéttarfélag sendisveina, til að vinna að bættum kjörum. Hann kenndi mér margt um samtakamáttinn og þær fórnir sem alþýða manna færði til að ná fram þeim réttindum sem mín kynslóð hefur búið við til þessa.

Sjá næstu 50 greinar