Af launaþróun og skattpíningu Karólína Einarsdóttir skrifar 25. apríl 2009 06:00 Það voru sláandi fréttir sem birtust í fjölmiðlum landsins í vikunni af rannsókn á launaþróun landsmanna á þeim tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn réð hér landi og láði. Niðurstöðurnar sýna að þeir sem hæst höfðu launin í upphafi tímabilsins hafa hækkað ellefufallt í launum. Ekki kemur fram hvað lægstu launin hafa hækkað mikið á tímabilinu en mér þykir líklegt að þau hafa u.þ.b. tvöfaldast. Þá sýna niðurstöðurnar að 10% Íslendinga tók 25% allra tekna í upphafi tímabilsins en 40% í lok tímabilsins. Þessar niðurstöður eru ólíðandi og sýna þær svart á hvítu fyrir hvaða stétt samfélagsins Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að vinna.Dulbúin skattpíningEn það er ekki nóg með að Sjálfstæðisflokkurinn hafi skapað þetta óeðlilega launaumhverfi í sinni valdatíð heldur afnam hann hátekjuskatt með öllu. Með þeim aðgerðum vann hann enn frekar að launamisréttinu. En það var ekki það eina sem gerðist. Með afnámi hátekjuskatts varð ríkissjóður af tekjum og vinna þurfti upp það tekjutap. Mörgum má vera ljóst að það var gert með aukinni gjaldheimtu og álögum hvort sem um var að ræða í almannaþjónustu eða annars staðar.Færri gera sér þó grein fyrir að þetta hefur komið verst niður á þeim sem lágar hafa tekjurnar og þurfa nú að greiða meira af lágum launum sínum fyrir nauðsynlega þjónustu. Aukin gjaldtaka og álögur eru náttúrulega ekkert annað en dulbúin skattlagning. Það má því færa rök fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi blákalt lagt á lágtekjuskatt í sinni valdatíð, þar sem lágtekjufólk borgar hlutfallslega miklu meira en hálaunafólk af tekjum sínum fyrir þjónustu á vegum ríkisins.Leiðrétting á launamisréttiVinstri græn hafa einn flokka komið með raunhæfar hugmyndir um aðgerðir til að brúa þá miklu gjá sem Sjálfstæðisflokkurinn skilur eftir sig. Þau hafa sýnt fram á að réttlátast sé að fara blandaða leið, þ.e. með auknum tekjum í ríkissjóð, t.d. í formi hátekjuskatts, og með niðurskurði í ríkisrekstrinum.Á þann hátt er hægt að vernda þær þúsundir starfa sem annars myndu tapast ef eingöngu yrði farið í niðurskurð eða „hagræðingu“ eins og Sjálfstæðisflokkurinn boðar. En hátekjuskattur er ekki eingöngu leið til að verja störf hjá hinu opinbera heldur er hann ein þeirra leiða sem geta spornað við þessari óheillaþróun í launamálum og leiðrétt það mikla launamisrétti sem hefur fengið að viðgangast í okkar samfélagi. Veljum réttlátt samfélag, veljum Vinstri græn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Það voru sláandi fréttir sem birtust í fjölmiðlum landsins í vikunni af rannsókn á launaþróun landsmanna á þeim tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn réð hér landi og láði. Niðurstöðurnar sýna að þeir sem hæst höfðu launin í upphafi tímabilsins hafa hækkað ellefufallt í launum. Ekki kemur fram hvað lægstu launin hafa hækkað mikið á tímabilinu en mér þykir líklegt að þau hafa u.þ.b. tvöfaldast. Þá sýna niðurstöðurnar að 10% Íslendinga tók 25% allra tekna í upphafi tímabilsins en 40% í lok tímabilsins. Þessar niðurstöður eru ólíðandi og sýna þær svart á hvítu fyrir hvaða stétt samfélagsins Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að vinna.Dulbúin skattpíningEn það er ekki nóg með að Sjálfstæðisflokkurinn hafi skapað þetta óeðlilega launaumhverfi í sinni valdatíð heldur afnam hann hátekjuskatt með öllu. Með þeim aðgerðum vann hann enn frekar að launamisréttinu. En það var ekki það eina sem gerðist. Með afnámi hátekjuskatts varð ríkissjóður af tekjum og vinna þurfti upp það tekjutap. Mörgum má vera ljóst að það var gert með aukinni gjaldheimtu og álögum hvort sem um var að ræða í almannaþjónustu eða annars staðar.Færri gera sér þó grein fyrir að þetta hefur komið verst niður á þeim sem lágar hafa tekjurnar og þurfa nú að greiða meira af lágum launum sínum fyrir nauðsynlega þjónustu. Aukin gjaldtaka og álögur eru náttúrulega ekkert annað en dulbúin skattlagning. Það má því færa rök fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi blákalt lagt á lágtekjuskatt í sinni valdatíð, þar sem lágtekjufólk borgar hlutfallslega miklu meira en hálaunafólk af tekjum sínum fyrir þjónustu á vegum ríkisins.Leiðrétting á launamisréttiVinstri græn hafa einn flokka komið með raunhæfar hugmyndir um aðgerðir til að brúa þá miklu gjá sem Sjálfstæðisflokkurinn skilur eftir sig. Þau hafa sýnt fram á að réttlátast sé að fara blandaða leið, þ.e. með auknum tekjum í ríkissjóð, t.d. í formi hátekjuskatts, og með niðurskurði í ríkisrekstrinum.Á þann hátt er hægt að vernda þær þúsundir starfa sem annars myndu tapast ef eingöngu yrði farið í niðurskurð eða „hagræðingu“ eins og Sjálfstæðisflokkurinn boðar. En hátekjuskattur er ekki eingöngu leið til að verja störf hjá hinu opinbera heldur er hann ein þeirra leiða sem geta spornað við þessari óheillaþróun í launamálum og leiðrétt það mikla launamisrétti sem hefur fengið að viðgangast í okkar samfélagi. Veljum réttlátt samfélag, veljum Vinstri græn.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun