Forgangsatriði að skapa atvinnu 24. apríl 2009 06:00 Guðjón Arnar Kristjánsson skrifar um atvinnumál Það er ekkert brýnna í dag en að auka atvinnu í landinu. Næg atvinna er það sem hjálpar okkur mest til að komast út úr kreppunni. Með aukinni atvinnu aukum við tekjur ríkissjóðs en með sama áframhaldi þá verður atvinnuleysistryggingasjóður tómur í september og þá fara atvinnuleysisbætur beint inn í ríkisfjármálin þannig að það er til mikils að vinna að skapa atvinnutækifæri og við í Frjálslynda flokknum höfum sett okkur skýr markmið í þessum efnum sem og öðrum málum sem eiga að hjálpa okkur til að komast út úr kreppunni. Ef við gefum okkur að atvinnutækifærin eigi eftir að aukast þá búum við til tekjuinnstreymi til ríkisins, þeir sem fá vinnu fara að greiða gjöld og eyða fjármunum sem kemur inn í virðisaukann. Þegar við tölum um atvinnutækifærin þá þýðir ekki að vera með mikla tilfinningasemi, við verðum að taka þá atvinnu og tekjuöflun sem býðst, hvort sem það er stóriðja eða kvótaaukning á þorski. Ég er ekki talsmaður þess að byggja álver í öllum fjörðum en allt sem getur skapað atvinnu næstu tvö til þrjú árin er forgangsatriði til að komast út úr kreppunni. Hvað varðar þorskinn verðum við að leyfa okkur meiri veiðar í tvö til þrjú ár burtséð frá hvað Hafró segir. Nú árar vel í lífríki sjávar með heitum sjó og mikilli fiskgengd og við erum ekki að taka neina líffræðilega áhættu með þorskinn þó við aukum veiðina um 100 þúsund tonn meðan við erum að komast út úr kreppunni. Þessi aukning þýðir að við erum að taka 40 til 50 milljarða af nýjum tekjum inn í þjóðfélagið og það má ekki heldur gleyma því að verð á sjávarafurðum hefur lækkað og við getum ekki bætt okkur þann skaða nema með því að afla meira og sá afli er um leið atvinnuskapandi ekki bara í veiðum og vinnslu heldur einnig í þjónustugreinum sjávarútvegsins. Við gætum lækkað raforkuverð fyrir ylræktina og þar með skapað mörg störf við ræktun grænmetis og við getum aukið kornræktina og þannig sparað okkur fóðurkaup og einnig nýtt kornið til brauðgerðar og bökunar í stað þess að vera að flytja inn korn. Allt skapar þetta atvinnu sem okkur er nauðsynlegt til að þjóðin rétti úr kútnum.Styrkur Frjálslynda flokksinsEinn helsti styrkur okkar í Frjálslynda flokknum er að hafa talað fyrir því hvernig á að taka á sjávarútvegsmálum. Við höfum bent á í mörg ár að verslunarkerfi kvótans væri ekki hagkvæmt fyrir okkur og það er heldur betur að koma í ljós að við höfum allan tímann haft rétt fyrir okkur. Skuldir sjávarútvegsins hafa vaxið úr 95 milljörðum árið 1995 í yfir 500 milljarða í dag og sum sjávarútvegsfyrirtæki eru tæknilega gjaldþrota. Við höfum sagt að í núverandi stöðu þegar þjóðin á bankana og skuldirnar eru að stærstum hluta í opinberri eign þá eigum við að nota tækifærið og innkalla kvótann og taka eitthvað af skuldunum á móti, setja kvótann inn í auðlindasjóð sem þjóðin á og innan nokkurra ára verður þetta fyrirkomulag farið að gefa af sér tekjur. Með þessum aðgerðum myndum við vissulega létta á sjávarútveginum en það mun taka okkur einhver ár að borga skuldirnar niður, en fyrir framtíðina skiptir öllu máli að þjóðin eigi auðlindirnar. Þetta þýðir samt ekki að við ættum að taka aflaheimildirnar frá öllum útgerðarfélögunum og setja útgerðina sem er í landinu í dag á hausinn. Við viljum það ekki en við viljum taka burt veðsetningarréttinn á óveiddum fiski í sjó, taka burt leiguréttinn á óveiddum fiski í sjó og taka burt sölurétt útgerðarmanna á óveiddum fiski í sjó. Þetta þrennt áttu þeir reyndar aldrei að fá og eru mestu mistök sem við höfum gert í stjórnun fiskveiða á Íslandi. Hljómgrunnur fyrir breytingu á kvótalögunum aldrei verið meiri en í dag: Hvað var þjóðin að segja okkur í mótmælunum á Austurvelli? Burt með kvótakerfið, burt með kvótakerfið. Hverjir hafa harðast barist gegn þessu kerfi? Frjálslyndi flokkurinn. Í tíu ár höfum við varað þjóðina við hvert stefnir með þetta kerfi. Það á að stefna að því að allir borgi sanngjarnt leiguverð og gefa frelsi til handfæraveiða. Nýliðar verða að geta byrjað. Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Guðjón Arnar Kristjánsson skrifar um atvinnumál Það er ekkert brýnna í dag en að auka atvinnu í landinu. Næg atvinna er það sem hjálpar okkur mest til að komast út úr kreppunni. Með aukinni atvinnu aukum við tekjur ríkissjóðs en með sama áframhaldi þá verður atvinnuleysistryggingasjóður tómur í september og þá fara atvinnuleysisbætur beint inn í ríkisfjármálin þannig að það er til mikils að vinna að skapa atvinnutækifæri og við í Frjálslynda flokknum höfum sett okkur skýr markmið í þessum efnum sem og öðrum málum sem eiga að hjálpa okkur til að komast út úr kreppunni. Ef við gefum okkur að atvinnutækifærin eigi eftir að aukast þá búum við til tekjuinnstreymi til ríkisins, þeir sem fá vinnu fara að greiða gjöld og eyða fjármunum sem kemur inn í virðisaukann. Þegar við tölum um atvinnutækifærin þá þýðir ekki að vera með mikla tilfinningasemi, við verðum að taka þá atvinnu og tekjuöflun sem býðst, hvort sem það er stóriðja eða kvótaaukning á þorski. Ég er ekki talsmaður þess að byggja álver í öllum fjörðum en allt sem getur skapað atvinnu næstu tvö til þrjú árin er forgangsatriði til að komast út úr kreppunni. Hvað varðar þorskinn verðum við að leyfa okkur meiri veiðar í tvö til þrjú ár burtséð frá hvað Hafró segir. Nú árar vel í lífríki sjávar með heitum sjó og mikilli fiskgengd og við erum ekki að taka neina líffræðilega áhættu með þorskinn þó við aukum veiðina um 100 þúsund tonn meðan við erum að komast út úr kreppunni. Þessi aukning þýðir að við erum að taka 40 til 50 milljarða af nýjum tekjum inn í þjóðfélagið og það má ekki heldur gleyma því að verð á sjávarafurðum hefur lækkað og við getum ekki bætt okkur þann skaða nema með því að afla meira og sá afli er um leið atvinnuskapandi ekki bara í veiðum og vinnslu heldur einnig í þjónustugreinum sjávarútvegsins. Við gætum lækkað raforkuverð fyrir ylræktina og þar með skapað mörg störf við ræktun grænmetis og við getum aukið kornræktina og þannig sparað okkur fóðurkaup og einnig nýtt kornið til brauðgerðar og bökunar í stað þess að vera að flytja inn korn. Allt skapar þetta atvinnu sem okkur er nauðsynlegt til að þjóðin rétti úr kútnum.Styrkur Frjálslynda flokksinsEinn helsti styrkur okkar í Frjálslynda flokknum er að hafa talað fyrir því hvernig á að taka á sjávarútvegsmálum. Við höfum bent á í mörg ár að verslunarkerfi kvótans væri ekki hagkvæmt fyrir okkur og það er heldur betur að koma í ljós að við höfum allan tímann haft rétt fyrir okkur. Skuldir sjávarútvegsins hafa vaxið úr 95 milljörðum árið 1995 í yfir 500 milljarða í dag og sum sjávarútvegsfyrirtæki eru tæknilega gjaldþrota. Við höfum sagt að í núverandi stöðu þegar þjóðin á bankana og skuldirnar eru að stærstum hluta í opinberri eign þá eigum við að nota tækifærið og innkalla kvótann og taka eitthvað af skuldunum á móti, setja kvótann inn í auðlindasjóð sem þjóðin á og innan nokkurra ára verður þetta fyrirkomulag farið að gefa af sér tekjur. Með þessum aðgerðum myndum við vissulega létta á sjávarútveginum en það mun taka okkur einhver ár að borga skuldirnar niður, en fyrir framtíðina skiptir öllu máli að þjóðin eigi auðlindirnar. Þetta þýðir samt ekki að við ættum að taka aflaheimildirnar frá öllum útgerðarfélögunum og setja útgerðina sem er í landinu í dag á hausinn. Við viljum það ekki en við viljum taka burt veðsetningarréttinn á óveiddum fiski í sjó, taka burt leiguréttinn á óveiddum fiski í sjó og taka burt sölurétt útgerðarmanna á óveiddum fiski í sjó. Þetta þrennt áttu þeir reyndar aldrei að fá og eru mestu mistök sem við höfum gert í stjórnun fiskveiða á Íslandi. Hljómgrunnur fyrir breytingu á kvótalögunum aldrei verið meiri en í dag: Hvað var þjóðin að segja okkur í mótmælunum á Austurvelli? Burt með kvótakerfið, burt með kvótakerfið. Hverjir hafa harðast barist gegn þessu kerfi? Frjálslyndi flokkurinn. Í tíu ár höfum við varað þjóðina við hvert stefnir með þetta kerfi. Það á að stefna að því að allir borgi sanngjarnt leiguverð og gefa frelsi til handfæraveiða. Nýliðar verða að geta byrjað. Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun