Gordon Gekko og blekkingar samtímans Þorvaldur Skúlason skrifar 21. apríl 2009 10:42 Ég man vel eftir myndinni Wall Street sem skartaði þeim Michael Douglas og Charlie Sheen í aðalhlutverkum og ef mig brestur ekki minni vann Douglas einmitt Óskarinn fyrir túlkun sína og gráðugum ref á Wall Street áttunda áratugarins. Þar sem sálir manna, æra og mannorð voru til sölu eða leigu, þá bara fyrir rétt verð. Það rann upp fyrir mér þegar ég sá myndina aftur ekki alls fyrir löngu,.sem reyndar eldist frekar illa að mínu mati nema hvað brögðin og snúningarnir hafa ekkert breyst . Né hefur hamagangur og græðgi mannsins breyst nema að littlu leyti sé, þá helst að hún hafi algerlega keyrt allt út úr korti ! Hannes Smárason og félagar, hvort heldur félögin hétu FL Group/ Stoðir/ Beinagrind/ Oddaflug/ Samflug/ Styrkir ehf/ eða hvað öll þessi „lepp" fyrirtæki hafa nöfnum tekið gerðu nákvæmlega það sama við Icelandair. Má segja að Icelandair sé á „lifesupport" þessa dagana sem ella hefði getað verið betur í stakk búið til að mæta skakkaföllum hefðu fyrrum eigendur þess ekki haft hag sinn umfram félagsins að leiðarljósi. Fyrirtækið var mjólkað, ryksugað, skilið eftir á „nærbuxunum"sem kom svo berlega í ljós hér í sumar og haust sem leið að samlíking við Wall Street myndina að þessu leyti er sláandi. Þar er einmitt komið inná gráðugann sölumann dauðans, Gordon Gekko sem ætlar að búta lítið flugfélag, Blue Star Airlines í sundur og færa yfir í aðra sjóði og skilja allt „draslið" eftir í móðurfélaginu. Sjá ekki allir hvað búið er að gera ? þetta er bara sjálftaka og hver er sjálfum sér næstur í „Littlu Búlgaríu" . En þannig finnst mér Ísland hafa verið rekið sem land undanfarinn ár þá ekki síður af sjálfhverfum stjórnmálamönnum, sem lítin sem engan skilning hafa haft á fagmennsku né kunnáttu á efnhag landsins, né hafa þeir verið að sinna vinnunni sinni fyrir íslenska skattgreiðendur nema ef frá eru talin fjármálafyrirtækin helst. Ef manni fyndist það ekki svo ótrúlegt gæti maður haldið að fé hefði einfaldega verið haldið að mörgum opinberum starfsmönnum „ to look the other way" á meðan þeir höfðu sínu fram! En ég held einfaldlega að sleikjuháttur og kunnáttu og viðvaningsleysi íslenskra ráðamanna í garð þessara „snillinga" hafi ráðið för frekar heldur en hitt. Það er náttúrulega engin vandi að taka fullt að lánum út um allan heim og „gambla" með það vitandi að ríkið tæki yfir og ábyrgðin félli aldrei á bankana sjálfa, ef allt færi á versta veg. Það lendi á íslenska ríkinu eða skattgreiðendum sem á endanum borga fyrir þessa glæframennsku. Ísland líktist frekar einu hinna nýfrjálsu austantjaldslanda en einu Norðurlandanna sem við svo gjarnan berum okkur saman við þegar það hentar. Enda var okkur skipað í flokk með hinum svokölluðu „nýmarkaðslöndum" með „exotic" gjaldmiðil, þó svo ég viti ekki hvað sé svo „exotic" við blessuðu krónuna okkar sem dó. Geri þó ráð fyrir að við öll vitum betur hér. Þegar öll spjót stóðu á stjórnendum og eða eigendum HB Granda er þeir hugðust taka fé út úr fyrirtækinu, sem þeim bæri sem arður um leið og þeir báðu starfsfólkið sitt að þiggja ekki 13.500 kr launahækkun að sinni, spurðu þeir jafnframt hvaða skilaboð það væru til fjárfesta á Íslandi ef þeir greiddu sjálfum sér ekki út arð ? Þeir reyndar sáu að sér, enda hefði það verið algjört dómgreindarleysi af hálfu þeirra að halda áfram á þeirri braut sem þeir voru komnir á með málið. Svo ég ekki sé minnst PR þáttinn. En hvaða skilaboð hafa fjárfestar og eigendur alltof margra fyrirtækja á Íslandi verið að senda frá sér undanfarinn 5-6 ár. Svo ekki sé nú minnst á Spilavítin 3 fyrrum Landsbankann,Glitni og Kaupþing ? Hver eru í raun þau skilaboð sem eigendur, stjórnendur flestra af hinum mest áberandi stórfyrirtækjum landsins hafa gefið undanfarin ár ? Að sjálftaka og hver sé sjálfum sér næstur er það sem blívar ! Að því er virðst er það nokkuð kristaltært að allskins reikni og bókhaldskúnstir hafa verið stundaðar til að fegra efnhags og rekstrareikninga. Allskins „arðgreiðlsur" bónusar, lán án veða til sjálfra sín sem eigenda td. bankanna og launagreiðslur hafa verið algjör vitfyrring! Það er í sjálfu sér rétt að auðvitað þurfa fjárfestar að fá eitthvað fyrir sinn snúð, á því hafa allir skilning en að skammta sér það sem mönnum hefur sýnst með allskins ómerkilegum snúningum fyrir sjálfa sig og sér tengda á ekkert skylt við það. Amma mín, blessuð sagði alltaf við mig: mundu Þorvaldur „að eftir Höfðinu dansa limirnir". Sjáum sóma og skynsemi í því að leiða og vera leiðtogar með því fara fram með góðu fordæmi og sýna að það sé fullt jafnvægi milli orða og athafna. Kannski hefði nafn Íslands þá alveg eins geta verið „Leppland" því að leppa fyrir Pétur og Pál hefur þótt sjálfsagt í „business" hér á landi sem og sum dæmin hafa nú þegar sýnt. Væntanlega fyrir ríflega þóknum þess sem leppaði þann og þann í það skiptið. Sú „staðreynd" rifjaðist upp fyrir mér þegar mér var litið til blessaðs Byr sparisjóðs, sem nýlega sagðist vera orðin „tómur" að búið væri tæma varasjóðinn hans ! Mér hefur þótt vænt um Byr en þegar maður sér hvernig „Mammon" hefur farið með hann spyr maður sig að því hvort eigendur í meirihluta þá hafi hreinlega ekki ryksugað allt upp og skilið eftir ekki ólíkt Icelandair á „nærbuxunum „ einum fata ? Mér sýnist ágætis snúningur hafa verið tekinn þar sömuleiðis með stofnfjáraukningu. Þetta er náttúrulega fyrst og fremst gert til þess að það sé hægt að taka eins mikið fé út úr fyrirækjum til þess sem lagði það fram, hvort heldur viðkomandi tók það að láni sjáflur eður ei. Sagan segir að menn spretti nú úr spori víða um bæ leitandi að þessari fjárhagslegu heilsu sem þeir auglýsa svo ákaft. Margir hér á landi eiga það til að treysta um of á aðrir viti betur en maður sjálfur um sjálfan sig eða hvaða tilfinningar maður ber til málanna. Mér dettur helst í hug, læknar, prestar, lögfræðingar eða bankamenn sem hljóti að „vita betur"! Afhverju að treysta endalaust að einhver annar viti betur um mann sjálfan en maður sjálfur ? Eitt er að leita sér ráða og spyrja,. en fylgja svo sjálfum sér og sínum sannleika og innsæi er það sem er alltaf rétt að gera þegar upp er staðið. Að kasta því frá sér og treysta að einhver sölumaður bankanna eða lögfræðistofa viti betur er að kasta rýrð á eigin getu til að treysta og hlusta á sitt innsæi um hvað er í raun rétt fyrir mann sjálfan að gera. Bankarnir hafa fyrst og fremst virkað eins stór spilaviti í Las Vegas, nema þar vinnur Húsið alltaf. Því meira sem þeir gátu selt þér eða lánað..þeim mun meira hafa þau haft uppúr þér. Gleymum ekki að þetta er allt bónus og commisson drifið þar sem síðasta sala var það eina sem skipti máli og hvaða bónusa eða þóknun viðkomandi fengi fyrir að „ loka" sölunni. Munum að við erum á endanum ábyrg fyrir okkar eigin vellíðan og taka okkur sjálf til greina umfram misvitura og græðgisdrifna sölumenn eins Gordon Gekko sem sagði að græðgin væri góð! Þorvaldur Skúlason. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Ég man vel eftir myndinni Wall Street sem skartaði þeim Michael Douglas og Charlie Sheen í aðalhlutverkum og ef mig brestur ekki minni vann Douglas einmitt Óskarinn fyrir túlkun sína og gráðugum ref á Wall Street áttunda áratugarins. Þar sem sálir manna, æra og mannorð voru til sölu eða leigu, þá bara fyrir rétt verð. Það rann upp fyrir mér þegar ég sá myndina aftur ekki alls fyrir löngu,.sem reyndar eldist frekar illa að mínu mati nema hvað brögðin og snúningarnir hafa ekkert breyst . Né hefur hamagangur og græðgi mannsins breyst nema að littlu leyti sé, þá helst að hún hafi algerlega keyrt allt út úr korti ! Hannes Smárason og félagar, hvort heldur félögin hétu FL Group/ Stoðir/ Beinagrind/ Oddaflug/ Samflug/ Styrkir ehf/ eða hvað öll þessi „lepp" fyrirtæki hafa nöfnum tekið gerðu nákvæmlega það sama við Icelandair. Má segja að Icelandair sé á „lifesupport" þessa dagana sem ella hefði getað verið betur í stakk búið til að mæta skakkaföllum hefðu fyrrum eigendur þess ekki haft hag sinn umfram félagsins að leiðarljósi. Fyrirtækið var mjólkað, ryksugað, skilið eftir á „nærbuxunum"sem kom svo berlega í ljós hér í sumar og haust sem leið að samlíking við Wall Street myndina að þessu leyti er sláandi. Þar er einmitt komið inná gráðugann sölumann dauðans, Gordon Gekko sem ætlar að búta lítið flugfélag, Blue Star Airlines í sundur og færa yfir í aðra sjóði og skilja allt „draslið" eftir í móðurfélaginu. Sjá ekki allir hvað búið er að gera ? þetta er bara sjálftaka og hver er sjálfum sér næstur í „Littlu Búlgaríu" . En þannig finnst mér Ísland hafa verið rekið sem land undanfarinn ár þá ekki síður af sjálfhverfum stjórnmálamönnum, sem lítin sem engan skilning hafa haft á fagmennsku né kunnáttu á efnhag landsins, né hafa þeir verið að sinna vinnunni sinni fyrir íslenska skattgreiðendur nema ef frá eru talin fjármálafyrirtækin helst. Ef manni fyndist það ekki svo ótrúlegt gæti maður haldið að fé hefði einfaldega verið haldið að mörgum opinberum starfsmönnum „ to look the other way" á meðan þeir höfðu sínu fram! En ég held einfaldlega að sleikjuháttur og kunnáttu og viðvaningsleysi íslenskra ráðamanna í garð þessara „snillinga" hafi ráðið för frekar heldur en hitt. Það er náttúrulega engin vandi að taka fullt að lánum út um allan heim og „gambla" með það vitandi að ríkið tæki yfir og ábyrgðin félli aldrei á bankana sjálfa, ef allt færi á versta veg. Það lendi á íslenska ríkinu eða skattgreiðendum sem á endanum borga fyrir þessa glæframennsku. Ísland líktist frekar einu hinna nýfrjálsu austantjaldslanda en einu Norðurlandanna sem við svo gjarnan berum okkur saman við þegar það hentar. Enda var okkur skipað í flokk með hinum svokölluðu „nýmarkaðslöndum" með „exotic" gjaldmiðil, þó svo ég viti ekki hvað sé svo „exotic" við blessuðu krónuna okkar sem dó. Geri þó ráð fyrir að við öll vitum betur hér. Þegar öll spjót stóðu á stjórnendum og eða eigendum HB Granda er þeir hugðust taka fé út úr fyrirtækinu, sem þeim bæri sem arður um leið og þeir báðu starfsfólkið sitt að þiggja ekki 13.500 kr launahækkun að sinni, spurðu þeir jafnframt hvaða skilaboð það væru til fjárfesta á Íslandi ef þeir greiddu sjálfum sér ekki út arð ? Þeir reyndar sáu að sér, enda hefði það verið algjört dómgreindarleysi af hálfu þeirra að halda áfram á þeirri braut sem þeir voru komnir á með málið. Svo ég ekki sé minnst PR þáttinn. En hvaða skilaboð hafa fjárfestar og eigendur alltof margra fyrirtækja á Íslandi verið að senda frá sér undanfarinn 5-6 ár. Svo ekki sé nú minnst á Spilavítin 3 fyrrum Landsbankann,Glitni og Kaupþing ? Hver eru í raun þau skilaboð sem eigendur, stjórnendur flestra af hinum mest áberandi stórfyrirtækjum landsins hafa gefið undanfarin ár ? Að sjálftaka og hver sé sjálfum sér næstur er það sem blívar ! Að því er virðst er það nokkuð kristaltært að allskins reikni og bókhaldskúnstir hafa verið stundaðar til að fegra efnhags og rekstrareikninga. Allskins „arðgreiðlsur" bónusar, lán án veða til sjálfra sín sem eigenda td. bankanna og launagreiðslur hafa verið algjör vitfyrring! Það er í sjálfu sér rétt að auðvitað þurfa fjárfestar að fá eitthvað fyrir sinn snúð, á því hafa allir skilning en að skammta sér það sem mönnum hefur sýnst með allskins ómerkilegum snúningum fyrir sjálfa sig og sér tengda á ekkert skylt við það. Amma mín, blessuð sagði alltaf við mig: mundu Þorvaldur „að eftir Höfðinu dansa limirnir". Sjáum sóma og skynsemi í því að leiða og vera leiðtogar með því fara fram með góðu fordæmi og sýna að það sé fullt jafnvægi milli orða og athafna. Kannski hefði nafn Íslands þá alveg eins geta verið „Leppland" því að leppa fyrir Pétur og Pál hefur þótt sjálfsagt í „business" hér á landi sem og sum dæmin hafa nú þegar sýnt. Væntanlega fyrir ríflega þóknum þess sem leppaði þann og þann í það skiptið. Sú „staðreynd" rifjaðist upp fyrir mér þegar mér var litið til blessaðs Byr sparisjóðs, sem nýlega sagðist vera orðin „tómur" að búið væri tæma varasjóðinn hans ! Mér hefur þótt vænt um Byr en þegar maður sér hvernig „Mammon" hefur farið með hann spyr maður sig að því hvort eigendur í meirihluta þá hafi hreinlega ekki ryksugað allt upp og skilið eftir ekki ólíkt Icelandair á „nærbuxunum „ einum fata ? Mér sýnist ágætis snúningur hafa verið tekinn þar sömuleiðis með stofnfjáraukningu. Þetta er náttúrulega fyrst og fremst gert til þess að það sé hægt að taka eins mikið fé út úr fyrirækjum til þess sem lagði það fram, hvort heldur viðkomandi tók það að láni sjáflur eður ei. Sagan segir að menn spretti nú úr spori víða um bæ leitandi að þessari fjárhagslegu heilsu sem þeir auglýsa svo ákaft. Margir hér á landi eiga það til að treysta um of á aðrir viti betur en maður sjálfur um sjálfan sig eða hvaða tilfinningar maður ber til málanna. Mér dettur helst í hug, læknar, prestar, lögfræðingar eða bankamenn sem hljóti að „vita betur"! Afhverju að treysta endalaust að einhver annar viti betur um mann sjálfan en maður sjálfur ? Eitt er að leita sér ráða og spyrja,. en fylgja svo sjálfum sér og sínum sannleika og innsæi er það sem er alltaf rétt að gera þegar upp er staðið. Að kasta því frá sér og treysta að einhver sölumaður bankanna eða lögfræðistofa viti betur er að kasta rýrð á eigin getu til að treysta og hlusta á sitt innsæi um hvað er í raun rétt fyrir mann sjálfan að gera. Bankarnir hafa fyrst og fremst virkað eins stór spilaviti í Las Vegas, nema þar vinnur Húsið alltaf. Því meira sem þeir gátu selt þér eða lánað..þeim mun meira hafa þau haft uppúr þér. Gleymum ekki að þetta er allt bónus og commisson drifið þar sem síðasta sala var það eina sem skipti máli og hvaða bónusa eða þóknun viðkomandi fengi fyrir að „ loka" sölunni. Munum að við erum á endanum ábyrg fyrir okkar eigin vellíðan og taka okkur sjálf til greina umfram misvitura og græðgisdrifna sölumenn eins Gordon Gekko sem sagði að græðgin væri góð! Þorvaldur Skúlason.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun