Ríkisstjórn á réttri leið 25. apríl 2009 06:30 Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur náð miklum árangri á stuttum tíma, þrátt fyrir að vera í minnihuta á þingi. Flokkarnir starfa augljóslega vel saman. Stjórnin hefur náð tökum á hinu erfiða ástandi, gert nauðsynlegar breytingar í lykilstofnunum, komið uppgjörsmálum vegna hrunsins í trausta farvegi og náð þeim árangri við útfærslu endurreisnaráætlunar AGS að nú hillir undir að bankarnir fari að geta starfað eðlilega fyrir atvinnulíf og heimili. Margvísleg mildandi úrræði fyrir heimili og fyrirtæki hafa verið innleidd þrátt fyrir þröngan fjárhag. Fleiri úrræði munu þurfa að fylgja. Fólk finnur að málin eru að fara í rétta átt. Samfylkingin og Vinstri grænir eiga það sameiginlegt að aðhyllast lýðræðislega jafnaðarstefnu og norræna velferðarsamfélagið. Það er mikilvægasti grunnur samstarfs þeirra til lengri tíma. Það voru einmitt sambærilegir stjórnmálaflokkar, jafnaðarmenn og aðrir vinstri menn, sem byggðu upp skandinavísku velferðarríkin á löngum stjórnartíma. Þeirra eru farsælustu samfélög jarðarinnar, sem koma best út úr öllum alþjóðlegum samanburði á lífskjörum almennings, samfélagsgæðum, samkeppnishæfni atvinnulífs og nýsköpun. Þangað eigum við Íslendingar nú að leita fyrirmynda í því sem best hefur tekist hjá frændum okkar og vinum. Í staðinn eigum við að hverfa frá hinni bandarísku öfgafrjálshyggju sem innleidd var hér í vaxandi mæli frá 1995. Stefnan í Evrópumálum greinir stjórnarflokkana hins vegar að. Samfylking leggur ríka áherslu á aðildarumsókn strax, sem borin verði svo undir þjóðina. V-G eru andvíg aðild, en hafa þó sagt að þau vilji leyfa þjóðinni að ráða. Það er allt sem þarf. Þess vegna verður að sækja um aðild til að fá upp á borð hvaða skilyrði bjóðast svo þjóðin geti tekið afstöðu til þeirra. Sjálfur tel ég miklar líkur á að þjóðin felli jafnvel góðan aðildarsamning. Ef svo fer þarf nýja leið, því krónan hefur brugðist okkur. Þessi mál þarf að útkljá án tafar. Mikilvægast er að núverandi stjórnarflokkar starfi vel áfram með traustan meirihluta, sem þarf til að taka erfiðar ákvarðanir á endurreisnartímanum. Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon eru trygging almennings fyrir því að heiðarleika, vinnusemi og sanngirni verður gætt í því sem framundan er. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur náð miklum árangri á stuttum tíma, þrátt fyrir að vera í minnihuta á þingi. Flokkarnir starfa augljóslega vel saman. Stjórnin hefur náð tökum á hinu erfiða ástandi, gert nauðsynlegar breytingar í lykilstofnunum, komið uppgjörsmálum vegna hrunsins í trausta farvegi og náð þeim árangri við útfærslu endurreisnaráætlunar AGS að nú hillir undir að bankarnir fari að geta starfað eðlilega fyrir atvinnulíf og heimili. Margvísleg mildandi úrræði fyrir heimili og fyrirtæki hafa verið innleidd þrátt fyrir þröngan fjárhag. Fleiri úrræði munu þurfa að fylgja. Fólk finnur að málin eru að fara í rétta átt. Samfylkingin og Vinstri grænir eiga það sameiginlegt að aðhyllast lýðræðislega jafnaðarstefnu og norræna velferðarsamfélagið. Það er mikilvægasti grunnur samstarfs þeirra til lengri tíma. Það voru einmitt sambærilegir stjórnmálaflokkar, jafnaðarmenn og aðrir vinstri menn, sem byggðu upp skandinavísku velferðarríkin á löngum stjórnartíma. Þeirra eru farsælustu samfélög jarðarinnar, sem koma best út úr öllum alþjóðlegum samanburði á lífskjörum almennings, samfélagsgæðum, samkeppnishæfni atvinnulífs og nýsköpun. Þangað eigum við Íslendingar nú að leita fyrirmynda í því sem best hefur tekist hjá frændum okkar og vinum. Í staðinn eigum við að hverfa frá hinni bandarísku öfgafrjálshyggju sem innleidd var hér í vaxandi mæli frá 1995. Stefnan í Evrópumálum greinir stjórnarflokkana hins vegar að. Samfylking leggur ríka áherslu á aðildarumsókn strax, sem borin verði svo undir þjóðina. V-G eru andvíg aðild, en hafa þó sagt að þau vilji leyfa þjóðinni að ráða. Það er allt sem þarf. Þess vegna verður að sækja um aðild til að fá upp á borð hvaða skilyrði bjóðast svo þjóðin geti tekið afstöðu til þeirra. Sjálfur tel ég miklar líkur á að þjóðin felli jafnvel góðan aðildarsamning. Ef svo fer þarf nýja leið, því krónan hefur brugðist okkur. Þessi mál þarf að útkljá án tafar. Mikilvægast er að núverandi stjórnarflokkar starfi vel áfram með traustan meirihluta, sem þarf til að taka erfiðar ákvarðanir á endurreisnartímanum. Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon eru trygging almennings fyrir því að heiðarleika, vinnusemi og sanngirni verður gætt í því sem framundan er. Höfundur er prófessor.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar