Er umræðunni lokið? 30. apríl 2009 06:00 Sú staðreynd að ekki skyldi takast að ná fram skyndilegum, og um margt róttækum stjórnarskrárbreytingum í ólgu atburða síðustu missera, er ekki sjúkleikamerki eða vitnisburður um lýðræðishalla íslenskrar stjórnskipunar. Miklu frekar er hér um að ræða eðlilega niðurstöðu stjórnskipulegs lýðræðis og festu. Íslendingar njóta nú góðs af því að skýrar og stöðugar reglur gilda um skiptingu og meðferð ríkisvaldsins. Ofan á efnahagskreppu landsins mun því ekki bætast stjórnlagaóvissa með kostnaði og lausung í ákvarðanatöku. Orka samfélagsins getur farið óspillt í að takast á við aðkallandi málefni. Með þessu er hins vegar ekki sagt að lýðveldisstjórnarskráin sé hafin yfir gagnrýni og endurskoðun. Fullyrða má að veruleg samstaða ríki um að ákveðnar umbætur þurfi að gera á núgildandi stjórnarskrá. Hér má nefna tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslur sem og heimild til framsals ríkisvaldsvalds til alþjóðlegra stofnana á afmörkuðum sviðum. Auk þess hlýtur núverandi kjördæmaskipun að vekja spurningar um endurskoðun. Á enn öðrum sviðum kynni nánari umræða og skoðun að leiða í ljós að æskilegt sé að styrkja sum atriði stjórnarskrárinnar, t.d. varðandi sjálfstæði dómstóla og skipun dómara, úrlausn um stjórnskipulegt gildi laga, vernd umhverfis og ýmislegt sem lýtur að starfsemi og áhrifum Alþingis. Hér ber þó sem fyrr að minnast þess að ýmis mikilvæg atriði, sem kenna má við „stjórnskipun", má ráða til lykta með almennum lögum og enn önnur með breyttri framkvæmd innan ramma gildandi laga (t.d. að því er varðar störf Alþingis). Miðað við þann mikla almenna og pólítíska áhuga sem var á grundvallaratriðum stjórnskipunarinnar fyrir síðustu kosningar verður að gera ráð fyrir því að ný ríkisstjórn setji almenna endurskoðun á stjórnarskránni nú á dagskrá, e.t.v. þannig að m.a. verði búinn til einhvers konar samráðsvettvangur eða þjóðfundur í þessu skyni. Þótt íslensk stjórnskipun sé langt frá því að vera „handónýt", er yfirvegað og opið ferli til endurskoðunar, sem fram færi samkvæmt grunnreglum og í anda stjórnarskrárinnar sjálfrar, fagnaðarefni. Umræðunni um stjórnarskrána ætti ekki að vera lokið - hún ætti að vera rétt að byrja. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Sú staðreynd að ekki skyldi takast að ná fram skyndilegum, og um margt róttækum stjórnarskrárbreytingum í ólgu atburða síðustu missera, er ekki sjúkleikamerki eða vitnisburður um lýðræðishalla íslenskrar stjórnskipunar. Miklu frekar er hér um að ræða eðlilega niðurstöðu stjórnskipulegs lýðræðis og festu. Íslendingar njóta nú góðs af því að skýrar og stöðugar reglur gilda um skiptingu og meðferð ríkisvaldsins. Ofan á efnahagskreppu landsins mun því ekki bætast stjórnlagaóvissa með kostnaði og lausung í ákvarðanatöku. Orka samfélagsins getur farið óspillt í að takast á við aðkallandi málefni. Með þessu er hins vegar ekki sagt að lýðveldisstjórnarskráin sé hafin yfir gagnrýni og endurskoðun. Fullyrða má að veruleg samstaða ríki um að ákveðnar umbætur þurfi að gera á núgildandi stjórnarskrá. Hér má nefna tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslur sem og heimild til framsals ríkisvaldsvalds til alþjóðlegra stofnana á afmörkuðum sviðum. Auk þess hlýtur núverandi kjördæmaskipun að vekja spurningar um endurskoðun. Á enn öðrum sviðum kynni nánari umræða og skoðun að leiða í ljós að æskilegt sé að styrkja sum atriði stjórnarskrárinnar, t.d. varðandi sjálfstæði dómstóla og skipun dómara, úrlausn um stjórnskipulegt gildi laga, vernd umhverfis og ýmislegt sem lýtur að starfsemi og áhrifum Alþingis. Hér ber þó sem fyrr að minnast þess að ýmis mikilvæg atriði, sem kenna má við „stjórnskipun", má ráða til lykta með almennum lögum og enn önnur með breyttri framkvæmd innan ramma gildandi laga (t.d. að því er varðar störf Alþingis). Miðað við þann mikla almenna og pólítíska áhuga sem var á grundvallaratriðum stjórnskipunarinnar fyrir síðustu kosningar verður að gera ráð fyrir því að ný ríkisstjórn setji almenna endurskoðun á stjórnarskránni nú á dagskrá, e.t.v. þannig að m.a. verði búinn til einhvers konar samráðsvettvangur eða þjóðfundur í þessu skyni. Þótt íslensk stjórnskipun sé langt frá því að vera „handónýt", er yfirvegað og opið ferli til endurskoðunar, sem fram færi samkvæmt grunnreglum og í anda stjórnarskrárinnar sjálfrar, fagnaðarefni. Umræðunni um stjórnarskrána ætti ekki að vera lokið - hún ætti að vera rétt að byrja. Höfundur er lögfræðingur.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun