Er umræðunni lokið? 30. apríl 2009 06:00 Sú staðreynd að ekki skyldi takast að ná fram skyndilegum, og um margt róttækum stjórnarskrárbreytingum í ólgu atburða síðustu missera, er ekki sjúkleikamerki eða vitnisburður um lýðræðishalla íslenskrar stjórnskipunar. Miklu frekar er hér um að ræða eðlilega niðurstöðu stjórnskipulegs lýðræðis og festu. Íslendingar njóta nú góðs af því að skýrar og stöðugar reglur gilda um skiptingu og meðferð ríkisvaldsins. Ofan á efnahagskreppu landsins mun því ekki bætast stjórnlagaóvissa með kostnaði og lausung í ákvarðanatöku. Orka samfélagsins getur farið óspillt í að takast á við aðkallandi málefni. Með þessu er hins vegar ekki sagt að lýðveldisstjórnarskráin sé hafin yfir gagnrýni og endurskoðun. Fullyrða má að veruleg samstaða ríki um að ákveðnar umbætur þurfi að gera á núgildandi stjórnarskrá. Hér má nefna tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslur sem og heimild til framsals ríkisvaldsvalds til alþjóðlegra stofnana á afmörkuðum sviðum. Auk þess hlýtur núverandi kjördæmaskipun að vekja spurningar um endurskoðun. Á enn öðrum sviðum kynni nánari umræða og skoðun að leiða í ljós að æskilegt sé að styrkja sum atriði stjórnarskrárinnar, t.d. varðandi sjálfstæði dómstóla og skipun dómara, úrlausn um stjórnskipulegt gildi laga, vernd umhverfis og ýmislegt sem lýtur að starfsemi og áhrifum Alþingis. Hér ber þó sem fyrr að minnast þess að ýmis mikilvæg atriði, sem kenna má við „stjórnskipun", má ráða til lykta með almennum lögum og enn önnur með breyttri framkvæmd innan ramma gildandi laga (t.d. að því er varðar störf Alþingis). Miðað við þann mikla almenna og pólítíska áhuga sem var á grundvallaratriðum stjórnskipunarinnar fyrir síðustu kosningar verður að gera ráð fyrir því að ný ríkisstjórn setji almenna endurskoðun á stjórnarskránni nú á dagskrá, e.t.v. þannig að m.a. verði búinn til einhvers konar samráðsvettvangur eða þjóðfundur í þessu skyni. Þótt íslensk stjórnskipun sé langt frá því að vera „handónýt", er yfirvegað og opið ferli til endurskoðunar, sem fram færi samkvæmt grunnreglum og í anda stjórnarskrárinnar sjálfrar, fagnaðarefni. Umræðunni um stjórnarskrána ætti ekki að vera lokið - hún ætti að vera rétt að byrja. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sú staðreynd að ekki skyldi takast að ná fram skyndilegum, og um margt róttækum stjórnarskrárbreytingum í ólgu atburða síðustu missera, er ekki sjúkleikamerki eða vitnisburður um lýðræðishalla íslenskrar stjórnskipunar. Miklu frekar er hér um að ræða eðlilega niðurstöðu stjórnskipulegs lýðræðis og festu. Íslendingar njóta nú góðs af því að skýrar og stöðugar reglur gilda um skiptingu og meðferð ríkisvaldsins. Ofan á efnahagskreppu landsins mun því ekki bætast stjórnlagaóvissa með kostnaði og lausung í ákvarðanatöku. Orka samfélagsins getur farið óspillt í að takast á við aðkallandi málefni. Með þessu er hins vegar ekki sagt að lýðveldisstjórnarskráin sé hafin yfir gagnrýni og endurskoðun. Fullyrða má að veruleg samstaða ríki um að ákveðnar umbætur þurfi að gera á núgildandi stjórnarskrá. Hér má nefna tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslur sem og heimild til framsals ríkisvaldsvalds til alþjóðlegra stofnana á afmörkuðum sviðum. Auk þess hlýtur núverandi kjördæmaskipun að vekja spurningar um endurskoðun. Á enn öðrum sviðum kynni nánari umræða og skoðun að leiða í ljós að æskilegt sé að styrkja sum atriði stjórnarskrárinnar, t.d. varðandi sjálfstæði dómstóla og skipun dómara, úrlausn um stjórnskipulegt gildi laga, vernd umhverfis og ýmislegt sem lýtur að starfsemi og áhrifum Alþingis. Hér ber þó sem fyrr að minnast þess að ýmis mikilvæg atriði, sem kenna má við „stjórnskipun", má ráða til lykta með almennum lögum og enn önnur með breyttri framkvæmd innan ramma gildandi laga (t.d. að því er varðar störf Alþingis). Miðað við þann mikla almenna og pólítíska áhuga sem var á grundvallaratriðum stjórnskipunarinnar fyrir síðustu kosningar verður að gera ráð fyrir því að ný ríkisstjórn setji almenna endurskoðun á stjórnarskránni nú á dagskrá, e.t.v. þannig að m.a. verði búinn til einhvers konar samráðsvettvangur eða þjóðfundur í þessu skyni. Þótt íslensk stjórnskipun sé langt frá því að vera „handónýt", er yfirvegað og opið ferli til endurskoðunar, sem fram færi samkvæmt grunnreglum og í anda stjórnarskrárinnar sjálfrar, fagnaðarefni. Umræðunni um stjórnarskrána ætti ekki að vera lokið - hún ætti að vera rétt að byrja. Höfundur er lögfræðingur.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun