Auðvelt val að ígrunduðu máli Björg Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2009 06:00 Í umróti seinustu mánaða hefur margt gerst til að vekja mig og vafalaust marga aðra hér á landi til að líta yfir liðna tíð og reyna að staðsetja sig í lífinu. Ég hef litið yfir lífsferil minn og undrast andvaraleysi mitt um eigin hag og annarra. Í stað þess að fylgjast með þróuninni hér á landi og erlendis og reyna að skilja það sem koma skyldi eyddi ég öllum mínum tíma í að vinna, árum saman tvöfaldan vinnudag, til að framfleyta mér og börnum mínum þrem þar eð faðir þeirra lést skömmu eftir heimkomu eftir langt nám erlendis og við þá að byrja að koma undir okkur fótunum hér heima, þá nýbúin að festa kaup á íbúð. Í óðaverðbólgu þess tíma var eina líftryggingin fasteign svo ég ákvað að gera allt til að halda henni. Ég var afar ánægð með sjálfa mig þegar íbúðin var skuldlaus og ég búin að safna mér sjóði í hlutabréfum í Kaupþingi, bankanum sem ég vann í. Best er alltaf að vera upp á engan kominn. Draumurinn um frjálst og öruggt líf breyttist skyndilega í eitthvað allt annað þegar vinnan hvarf með sjóðnum mínum og framtíðin varð að stóru spurningarmerki. Átti ég að hírast inni í örvæntingu og skammast mín fyrir að vera atvinnulaus? Ég er líklega of ánægð með sjálfa mig til að meta mig þannig og ekki tilbúin að láta einn bankavesaling setja mig út af sporinu. Ég sá það að ef ég gerði ekkert sjálf til að reyna að breyta þessu laskaða þjóðfélagi hérna þá gæti ég ekki ætlast til að aðrir gerðu það fyrir mig. Ég fór í öll þau mótmæli sem ég frétti af. Gerðist einlægur og staðfastur aðdáandi Harðar Torfa og fór á 1. borgarafundinn sem Gunnar Sigurðsson og fjölskylda hans stóðu fyrir upp á eigið einsdæmi og bauð mig fram til að hjálpa til við fundina sem á eftir komu. Þetta var starf með góðu fólki sem bættist í hópinn með hugmyndir sínar og vangaveltur um stöðu mála. Það var ekki spurt um pólitískan bakgrunn heldur var rökrætt um möguleikann á að átta sig á því hvernig þjóðin gat misst allt sitt. Þ.e. eigur sínar, að miklu leyti lífsafkomuna og sjálfsvirðinguna. Þetta hefur verið innihald borgarafundanna sem hópurinn stóð fyrir og slíkir fundir eiga rétt á sér um ókomna framtíð til að þingmenn og ráðherrar geri þjóðinni milliliðalaust grein fyrir því sem þau eru að gera. Þegar ljóst var að kosið yrði ætlaði ég að draga mig í hlé en sá fljótt að svo margt var enn ógert um borð í þjóðarskútunni að ekki þýddi að hlaupast undan merkjum. Ég ákvað því að vinna fyrir framboð þeirrar hreyfingar sem byggðist upp af hluta fólks úr borgarafundunum og mörgum hópum fólks sem lét sig ástandið miklu varða og var tilbúið að leggja mikið af mörkum til að búandi væri fyrir alla í þessu fallega landi okkar. Þökk sé þér, Hörður Torfason. Höfundur er fyrrverandi almennur bankastarfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í umróti seinustu mánaða hefur margt gerst til að vekja mig og vafalaust marga aðra hér á landi til að líta yfir liðna tíð og reyna að staðsetja sig í lífinu. Ég hef litið yfir lífsferil minn og undrast andvaraleysi mitt um eigin hag og annarra. Í stað þess að fylgjast með þróuninni hér á landi og erlendis og reyna að skilja það sem koma skyldi eyddi ég öllum mínum tíma í að vinna, árum saman tvöfaldan vinnudag, til að framfleyta mér og börnum mínum þrem þar eð faðir þeirra lést skömmu eftir heimkomu eftir langt nám erlendis og við þá að byrja að koma undir okkur fótunum hér heima, þá nýbúin að festa kaup á íbúð. Í óðaverðbólgu þess tíma var eina líftryggingin fasteign svo ég ákvað að gera allt til að halda henni. Ég var afar ánægð með sjálfa mig þegar íbúðin var skuldlaus og ég búin að safna mér sjóði í hlutabréfum í Kaupþingi, bankanum sem ég vann í. Best er alltaf að vera upp á engan kominn. Draumurinn um frjálst og öruggt líf breyttist skyndilega í eitthvað allt annað þegar vinnan hvarf með sjóðnum mínum og framtíðin varð að stóru spurningarmerki. Átti ég að hírast inni í örvæntingu og skammast mín fyrir að vera atvinnulaus? Ég er líklega of ánægð með sjálfa mig til að meta mig þannig og ekki tilbúin að láta einn bankavesaling setja mig út af sporinu. Ég sá það að ef ég gerði ekkert sjálf til að reyna að breyta þessu laskaða þjóðfélagi hérna þá gæti ég ekki ætlast til að aðrir gerðu það fyrir mig. Ég fór í öll þau mótmæli sem ég frétti af. Gerðist einlægur og staðfastur aðdáandi Harðar Torfa og fór á 1. borgarafundinn sem Gunnar Sigurðsson og fjölskylda hans stóðu fyrir upp á eigið einsdæmi og bauð mig fram til að hjálpa til við fundina sem á eftir komu. Þetta var starf með góðu fólki sem bættist í hópinn með hugmyndir sínar og vangaveltur um stöðu mála. Það var ekki spurt um pólitískan bakgrunn heldur var rökrætt um möguleikann á að átta sig á því hvernig þjóðin gat misst allt sitt. Þ.e. eigur sínar, að miklu leyti lífsafkomuna og sjálfsvirðinguna. Þetta hefur verið innihald borgarafundanna sem hópurinn stóð fyrir og slíkir fundir eiga rétt á sér um ókomna framtíð til að þingmenn og ráðherrar geri þjóðinni milliliðalaust grein fyrir því sem þau eru að gera. Þegar ljóst var að kosið yrði ætlaði ég að draga mig í hlé en sá fljótt að svo margt var enn ógert um borð í þjóðarskútunni að ekki þýddi að hlaupast undan merkjum. Ég ákvað því að vinna fyrir framboð þeirrar hreyfingar sem byggðist upp af hluta fólks úr borgarafundunum og mörgum hópum fólks sem lét sig ástandið miklu varða og var tilbúið að leggja mikið af mörkum til að búandi væri fyrir alla í þessu fallega landi okkar. Þökk sé þér, Hörður Torfason. Höfundur er fyrrverandi almennur bankastarfsmaður.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun