Auðvelt val að ígrunduðu máli Björg Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2009 06:00 Í umróti seinustu mánaða hefur margt gerst til að vekja mig og vafalaust marga aðra hér á landi til að líta yfir liðna tíð og reyna að staðsetja sig í lífinu. Ég hef litið yfir lífsferil minn og undrast andvaraleysi mitt um eigin hag og annarra. Í stað þess að fylgjast með þróuninni hér á landi og erlendis og reyna að skilja það sem koma skyldi eyddi ég öllum mínum tíma í að vinna, árum saman tvöfaldan vinnudag, til að framfleyta mér og börnum mínum þrem þar eð faðir þeirra lést skömmu eftir heimkomu eftir langt nám erlendis og við þá að byrja að koma undir okkur fótunum hér heima, þá nýbúin að festa kaup á íbúð. Í óðaverðbólgu þess tíma var eina líftryggingin fasteign svo ég ákvað að gera allt til að halda henni. Ég var afar ánægð með sjálfa mig þegar íbúðin var skuldlaus og ég búin að safna mér sjóði í hlutabréfum í Kaupþingi, bankanum sem ég vann í. Best er alltaf að vera upp á engan kominn. Draumurinn um frjálst og öruggt líf breyttist skyndilega í eitthvað allt annað þegar vinnan hvarf með sjóðnum mínum og framtíðin varð að stóru spurningarmerki. Átti ég að hírast inni í örvæntingu og skammast mín fyrir að vera atvinnulaus? Ég er líklega of ánægð með sjálfa mig til að meta mig þannig og ekki tilbúin að láta einn bankavesaling setja mig út af sporinu. Ég sá það að ef ég gerði ekkert sjálf til að reyna að breyta þessu laskaða þjóðfélagi hérna þá gæti ég ekki ætlast til að aðrir gerðu það fyrir mig. Ég fór í öll þau mótmæli sem ég frétti af. Gerðist einlægur og staðfastur aðdáandi Harðar Torfa og fór á 1. borgarafundinn sem Gunnar Sigurðsson og fjölskylda hans stóðu fyrir upp á eigið einsdæmi og bauð mig fram til að hjálpa til við fundina sem á eftir komu. Þetta var starf með góðu fólki sem bættist í hópinn með hugmyndir sínar og vangaveltur um stöðu mála. Það var ekki spurt um pólitískan bakgrunn heldur var rökrætt um möguleikann á að átta sig á því hvernig þjóðin gat misst allt sitt. Þ.e. eigur sínar, að miklu leyti lífsafkomuna og sjálfsvirðinguna. Þetta hefur verið innihald borgarafundanna sem hópurinn stóð fyrir og slíkir fundir eiga rétt á sér um ókomna framtíð til að þingmenn og ráðherrar geri þjóðinni milliliðalaust grein fyrir því sem þau eru að gera. Þegar ljóst var að kosið yrði ætlaði ég að draga mig í hlé en sá fljótt að svo margt var enn ógert um borð í þjóðarskútunni að ekki þýddi að hlaupast undan merkjum. Ég ákvað því að vinna fyrir framboð þeirrar hreyfingar sem byggðist upp af hluta fólks úr borgarafundunum og mörgum hópum fólks sem lét sig ástandið miklu varða og var tilbúið að leggja mikið af mörkum til að búandi væri fyrir alla í þessu fallega landi okkar. Þökk sé þér, Hörður Torfason. Höfundur er fyrrverandi almennur bankastarfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í umróti seinustu mánaða hefur margt gerst til að vekja mig og vafalaust marga aðra hér á landi til að líta yfir liðna tíð og reyna að staðsetja sig í lífinu. Ég hef litið yfir lífsferil minn og undrast andvaraleysi mitt um eigin hag og annarra. Í stað þess að fylgjast með þróuninni hér á landi og erlendis og reyna að skilja það sem koma skyldi eyddi ég öllum mínum tíma í að vinna, árum saman tvöfaldan vinnudag, til að framfleyta mér og börnum mínum þrem þar eð faðir þeirra lést skömmu eftir heimkomu eftir langt nám erlendis og við þá að byrja að koma undir okkur fótunum hér heima, þá nýbúin að festa kaup á íbúð. Í óðaverðbólgu þess tíma var eina líftryggingin fasteign svo ég ákvað að gera allt til að halda henni. Ég var afar ánægð með sjálfa mig þegar íbúðin var skuldlaus og ég búin að safna mér sjóði í hlutabréfum í Kaupþingi, bankanum sem ég vann í. Best er alltaf að vera upp á engan kominn. Draumurinn um frjálst og öruggt líf breyttist skyndilega í eitthvað allt annað þegar vinnan hvarf með sjóðnum mínum og framtíðin varð að stóru spurningarmerki. Átti ég að hírast inni í örvæntingu og skammast mín fyrir að vera atvinnulaus? Ég er líklega of ánægð með sjálfa mig til að meta mig þannig og ekki tilbúin að láta einn bankavesaling setja mig út af sporinu. Ég sá það að ef ég gerði ekkert sjálf til að reyna að breyta þessu laskaða þjóðfélagi hérna þá gæti ég ekki ætlast til að aðrir gerðu það fyrir mig. Ég fór í öll þau mótmæli sem ég frétti af. Gerðist einlægur og staðfastur aðdáandi Harðar Torfa og fór á 1. borgarafundinn sem Gunnar Sigurðsson og fjölskylda hans stóðu fyrir upp á eigið einsdæmi og bauð mig fram til að hjálpa til við fundina sem á eftir komu. Þetta var starf með góðu fólki sem bættist í hópinn með hugmyndir sínar og vangaveltur um stöðu mála. Það var ekki spurt um pólitískan bakgrunn heldur var rökrætt um möguleikann á að átta sig á því hvernig þjóðin gat misst allt sitt. Þ.e. eigur sínar, að miklu leyti lífsafkomuna og sjálfsvirðinguna. Þetta hefur verið innihald borgarafundanna sem hópurinn stóð fyrir og slíkir fundir eiga rétt á sér um ókomna framtíð til að þingmenn og ráðherrar geri þjóðinni milliliðalaust grein fyrir því sem þau eru að gera. Þegar ljóst var að kosið yrði ætlaði ég að draga mig í hlé en sá fljótt að svo margt var enn ógert um borð í þjóðarskútunni að ekki þýddi að hlaupast undan merkjum. Ég ákvað því að vinna fyrir framboð þeirrar hreyfingar sem byggðist upp af hluta fólks úr borgarafundunum og mörgum hópum fólks sem lét sig ástandið miklu varða og var tilbúið að leggja mikið af mörkum til að búandi væri fyrir alla í þessu fallega landi okkar. Þökk sé þér, Hörður Torfason. Höfundur er fyrrverandi almennur bankastarfsmaður.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun