Hagfræði andskotans II Gunnar Tómasson skrifar 18. apríl 2009 06:00 Í grein minni um verðtryggingu í Fréttablaðinu 15. apríl (Hagfræði andskotans) voru sett fram rök fyrir óhjákvæmilegum áhrifum verðtryggingar á hag skuldsettra launþega á tímum verðbólgu. Í svargrein sinni 17. apríl (Andskotinn og hagfræðin) tiltekur Guðmundur Ólafsson hagfræðingur tölfræðileg gögn og útreikninga sem eru fræðilegum forsendum umræddra áhrifa óviðkomandi. Slíkt vinnulag er ein ástæða þess að ég tel nútíma hagfræði vera rugl eins og Guðmundur nefnir. Eitt sinn undirstrikaði Paul Samuelson, faðir nútíma hagfræði, mikilvægi vandaðs vinnulags með þessum orðum: „Fræðimaður á sviði hagfræði sem er ruglukollur í aðferðafræði getur eytt ævinni í baráttu við vindmyllur." [„A scholar in economics who is fundamentally confused concerning [methodology] may spend a life-time shadow-boxing with reality."] Þar kemur vel á vondan því sú ríkjandi hagfræði [e. mainstream economics] sem Samuelson ruddi braut fyrir liðlega sextíu árum lagði grunninn að þeirri rjúkandi rúst sem er hagkerfi Íslands og heimsins alls í dag. Í minningargrein um John Maynard Keynes (Econometrica, júlí 1946) lét Samuelson að því liggja að farið hefði fé betra m.a. á þeim forsendum (a) að Keynes hefði ekki skilið eigin kenningar, (b) að hann hefði í öllu falli aldrei haft áhuga á fræðilegri hagfræði, og (c) að Keynes hefði gagnrýnt hagmælingar (e. econometrics) án þess að bera skyn á viðfangsefnið. Hér er tekið djúpt í árinni vegna ágreinings um aðferðafræði. Keynes taldi kjarna „hagfræðinnar varða aðferðafræði en ekki kennisetningar, hún væri tæki hugans, hugsanatækni, sem auðveldar þeim sem hafa hana á valdi sínu að draga réttar ályktanir." [„It is a method rather than a doctrine, an apparatus of the mind, a technique of thinking, which helps its possessor to draw correct conclusions."] Orð Keynes endurspegla skilgreiningu á hagfræðin sem John Stuart Mill taldi „vera ótvírætt eðli hennar að skilningi allra virtustu kennara hagfræði." [„Such is undoubtely its character as it has been understood and taught by all its most distinguished teachers."] Skilningur Samuelsons og Milton Friedmans er allt annar og endurspeglast m.a. í mótleik Guðmundar Ólafssonar gegn þeim fræðilegu rökum sem liggja að baki umsögn minni um verðtryggingu sem Hagfræði andskotans. Friedman talaði fyrir munn þeirra beggja þegar hann sagði rökfastan málflutning vera aukaatriði í umræðu um álitamál á vettvangi hagfræði. [„Logical completeness and consistency are relevant but play a subsidiary role."] Rugl trompar því rök ef svo ber undir. Dómur reynslunnar verður þó ekki umflúinn, sbr. hið fornkveðna: Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein minni um verðtryggingu í Fréttablaðinu 15. apríl (Hagfræði andskotans) voru sett fram rök fyrir óhjákvæmilegum áhrifum verðtryggingar á hag skuldsettra launþega á tímum verðbólgu. Í svargrein sinni 17. apríl (Andskotinn og hagfræðin) tiltekur Guðmundur Ólafsson hagfræðingur tölfræðileg gögn og útreikninga sem eru fræðilegum forsendum umræddra áhrifa óviðkomandi. Slíkt vinnulag er ein ástæða þess að ég tel nútíma hagfræði vera rugl eins og Guðmundur nefnir. Eitt sinn undirstrikaði Paul Samuelson, faðir nútíma hagfræði, mikilvægi vandaðs vinnulags með þessum orðum: „Fræðimaður á sviði hagfræði sem er ruglukollur í aðferðafræði getur eytt ævinni í baráttu við vindmyllur." [„A scholar in economics who is fundamentally confused concerning [methodology] may spend a life-time shadow-boxing with reality."] Þar kemur vel á vondan því sú ríkjandi hagfræði [e. mainstream economics] sem Samuelson ruddi braut fyrir liðlega sextíu árum lagði grunninn að þeirri rjúkandi rúst sem er hagkerfi Íslands og heimsins alls í dag. Í minningargrein um John Maynard Keynes (Econometrica, júlí 1946) lét Samuelson að því liggja að farið hefði fé betra m.a. á þeim forsendum (a) að Keynes hefði ekki skilið eigin kenningar, (b) að hann hefði í öllu falli aldrei haft áhuga á fræðilegri hagfræði, og (c) að Keynes hefði gagnrýnt hagmælingar (e. econometrics) án þess að bera skyn á viðfangsefnið. Hér er tekið djúpt í árinni vegna ágreinings um aðferðafræði. Keynes taldi kjarna „hagfræðinnar varða aðferðafræði en ekki kennisetningar, hún væri tæki hugans, hugsanatækni, sem auðveldar þeim sem hafa hana á valdi sínu að draga réttar ályktanir." [„It is a method rather than a doctrine, an apparatus of the mind, a technique of thinking, which helps its possessor to draw correct conclusions."] Orð Keynes endurspegla skilgreiningu á hagfræðin sem John Stuart Mill taldi „vera ótvírætt eðli hennar að skilningi allra virtustu kennara hagfræði." [„Such is undoubtely its character as it has been understood and taught by all its most distinguished teachers."] Skilningur Samuelsons og Milton Friedmans er allt annar og endurspeglast m.a. í mótleik Guðmundar Ólafssonar gegn þeim fræðilegu rökum sem liggja að baki umsögn minni um verðtryggingu sem Hagfræði andskotans. Friedman talaði fyrir munn þeirra beggja þegar hann sagði rökfastan málflutning vera aukaatriði í umræðu um álitamál á vettvangi hagfræði. [„Logical completeness and consistency are relevant but play a subsidiary role."] Rugl trompar því rök ef svo ber undir. Dómur reynslunnar verður þó ekki umflúinn, sbr. hið fornkveðna: Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Höfundur er hagfræðingur.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun