Hagfræði andskotans II Gunnar Tómasson skrifar 18. apríl 2009 06:00 Í grein minni um verðtryggingu í Fréttablaðinu 15. apríl (Hagfræði andskotans) voru sett fram rök fyrir óhjákvæmilegum áhrifum verðtryggingar á hag skuldsettra launþega á tímum verðbólgu. Í svargrein sinni 17. apríl (Andskotinn og hagfræðin) tiltekur Guðmundur Ólafsson hagfræðingur tölfræðileg gögn og útreikninga sem eru fræðilegum forsendum umræddra áhrifa óviðkomandi. Slíkt vinnulag er ein ástæða þess að ég tel nútíma hagfræði vera rugl eins og Guðmundur nefnir. Eitt sinn undirstrikaði Paul Samuelson, faðir nútíma hagfræði, mikilvægi vandaðs vinnulags með þessum orðum: „Fræðimaður á sviði hagfræði sem er ruglukollur í aðferðafræði getur eytt ævinni í baráttu við vindmyllur." [„A scholar in economics who is fundamentally confused concerning [methodology] may spend a life-time shadow-boxing with reality."] Þar kemur vel á vondan því sú ríkjandi hagfræði [e. mainstream economics] sem Samuelson ruddi braut fyrir liðlega sextíu árum lagði grunninn að þeirri rjúkandi rúst sem er hagkerfi Íslands og heimsins alls í dag. Í minningargrein um John Maynard Keynes (Econometrica, júlí 1946) lét Samuelson að því liggja að farið hefði fé betra m.a. á þeim forsendum (a) að Keynes hefði ekki skilið eigin kenningar, (b) að hann hefði í öllu falli aldrei haft áhuga á fræðilegri hagfræði, og (c) að Keynes hefði gagnrýnt hagmælingar (e. econometrics) án þess að bera skyn á viðfangsefnið. Hér er tekið djúpt í árinni vegna ágreinings um aðferðafræði. Keynes taldi kjarna „hagfræðinnar varða aðferðafræði en ekki kennisetningar, hún væri tæki hugans, hugsanatækni, sem auðveldar þeim sem hafa hana á valdi sínu að draga réttar ályktanir." [„It is a method rather than a doctrine, an apparatus of the mind, a technique of thinking, which helps its possessor to draw correct conclusions."] Orð Keynes endurspegla skilgreiningu á hagfræðin sem John Stuart Mill taldi „vera ótvírætt eðli hennar að skilningi allra virtustu kennara hagfræði." [„Such is undoubtely its character as it has been understood and taught by all its most distinguished teachers."] Skilningur Samuelsons og Milton Friedmans er allt annar og endurspeglast m.a. í mótleik Guðmundar Ólafssonar gegn þeim fræðilegu rökum sem liggja að baki umsögn minni um verðtryggingu sem Hagfræði andskotans. Friedman talaði fyrir munn þeirra beggja þegar hann sagði rökfastan málflutning vera aukaatriði í umræðu um álitamál á vettvangi hagfræði. [„Logical completeness and consistency are relevant but play a subsidiary role."] Rugl trompar því rök ef svo ber undir. Dómur reynslunnar verður þó ekki umflúinn, sbr. hið fornkveðna: Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í grein minni um verðtryggingu í Fréttablaðinu 15. apríl (Hagfræði andskotans) voru sett fram rök fyrir óhjákvæmilegum áhrifum verðtryggingar á hag skuldsettra launþega á tímum verðbólgu. Í svargrein sinni 17. apríl (Andskotinn og hagfræðin) tiltekur Guðmundur Ólafsson hagfræðingur tölfræðileg gögn og útreikninga sem eru fræðilegum forsendum umræddra áhrifa óviðkomandi. Slíkt vinnulag er ein ástæða þess að ég tel nútíma hagfræði vera rugl eins og Guðmundur nefnir. Eitt sinn undirstrikaði Paul Samuelson, faðir nútíma hagfræði, mikilvægi vandaðs vinnulags með þessum orðum: „Fræðimaður á sviði hagfræði sem er ruglukollur í aðferðafræði getur eytt ævinni í baráttu við vindmyllur." [„A scholar in economics who is fundamentally confused concerning [methodology] may spend a life-time shadow-boxing with reality."] Þar kemur vel á vondan því sú ríkjandi hagfræði [e. mainstream economics] sem Samuelson ruddi braut fyrir liðlega sextíu árum lagði grunninn að þeirri rjúkandi rúst sem er hagkerfi Íslands og heimsins alls í dag. Í minningargrein um John Maynard Keynes (Econometrica, júlí 1946) lét Samuelson að því liggja að farið hefði fé betra m.a. á þeim forsendum (a) að Keynes hefði ekki skilið eigin kenningar, (b) að hann hefði í öllu falli aldrei haft áhuga á fræðilegri hagfræði, og (c) að Keynes hefði gagnrýnt hagmælingar (e. econometrics) án þess að bera skyn á viðfangsefnið. Hér er tekið djúpt í árinni vegna ágreinings um aðferðafræði. Keynes taldi kjarna „hagfræðinnar varða aðferðafræði en ekki kennisetningar, hún væri tæki hugans, hugsanatækni, sem auðveldar þeim sem hafa hana á valdi sínu að draga réttar ályktanir." [„It is a method rather than a doctrine, an apparatus of the mind, a technique of thinking, which helps its possessor to draw correct conclusions."] Orð Keynes endurspegla skilgreiningu á hagfræðin sem John Stuart Mill taldi „vera ótvírætt eðli hennar að skilningi allra virtustu kennara hagfræði." [„Such is undoubtely its character as it has been understood and taught by all its most distinguished teachers."] Skilningur Samuelsons og Milton Friedmans er allt annar og endurspeglast m.a. í mótleik Guðmundar Ólafssonar gegn þeim fræðilegu rökum sem liggja að baki umsögn minni um verðtryggingu sem Hagfræði andskotans. Friedman talaði fyrir munn þeirra beggja þegar hann sagði rökfastan málflutning vera aukaatriði í umræðu um álitamál á vettvangi hagfræði. [„Logical completeness and consistency are relevant but play a subsidiary role."] Rugl trompar því rök ef svo ber undir. Dómur reynslunnar verður þó ekki umflúinn, sbr. hið fornkveðna: Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Höfundur er hagfræðingur.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun