Jafnrétti á erindi við börn 4. apríl 2009 07:00 Samningur Sameinuðu þjóðanna um afnám mismununar gegn konum var samþykktur fyrir 30 árum. Þó margt hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni er ljóst að jafnrétti er ekki að fullu náð. Til þess þarf hugarfarsbreytingu. Hún verður ekki án þess að styrkja grunninn til framtíðar með því að fræða börnin. Leikskólar og grunnskólar eru mikilvægar menntastofnanir. Þeir gegna veigamiklu hlutverki í uppeldi barna og félagsmótun. Höfuðmáli skiptir því að áhersla sé lögð á fræðslu og umræðu um jafnrétti og mannréttindi í öllu skólastarfi, þannig er stutt við málaflokkinn til framtíðar. Í lögum um jafna stöðu og rétt kynjanna er kveðið á um að á öllum skólastigum skuli nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál. Skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, bæði í fjölskyldu- og atvinnulífi. Stórt skref í þessa átt var stigið í fyrra þegar farið var af stað með þróunarverkefnið jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum en það miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum. Að verkefninu standa félags- og tryggingamálaráðuneytið, Jafnréttisstofa og fimm sveitarfélög: Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Mosfellsbær og Akureyrarkaupstaður. Menntamálaráðuneytið leggur verkefninu lið ásamt Jafnréttisráði og mörgum styrktaraðilum. Annað markmið verkefnisins er að auka samvinnu innan og milli sveitarfélaga um jafnréttismál, auka upplýsingar um jafnréttisfræðslu og búa til vettvang til að miðla reynslunni af verkefninu. Fimm leikskólar og fimm grunnskólar hafa í vetur unnið tilraunaverkefni á sviði jafnréttismála. Námsstefna þar sem þeir kynna verkefnin verður haldin 26. maí. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vefsetrinu jafnrettiiskolum.is. Þar er aðgengilegt fjölbreytt efni sem hentar vel til jafnréttisfræðslu í skólastarfi. Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og er jafnréttisfræðsla í skólum eitt af fimm meginjafnréttisþemum ársins. Norræn ráðstefna um jafnréttisfræðslu í skólum verður haldin hér á landi í september 2009. Fyrirmyndarverkefni Norðurlandanna verða kynnt þar. Þegar samningur SÞ um afnám kynjamismununar var gerður bjuggu margar konur við misrétti. Enn er hann mikilvægt tæki í jafnréttisbaráttunni. Félags- og tryggingamálaráðuneytið útbjó dagatal í samstarfi við Jafnréttisstofu, Kópavogsbæ og Fljótsdalshérað til að marka tímamótin. Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars, færði undirrituð öllum bekkjardeildum tólf ára nemenda í grunnskólum landsins dagatalið sem daglega áminningu um mikilvægi jafnréttis. Með því að fræða börnin okkar um jafnrétti og mannréttindi gerum við þau meðvituð um mikilvægi þeirra. Með aukinni jafnréttisfræðslu eflum við einnig skilning barna okkar á því að réttindi þessi eru ekki sjálfgefin heldur afrakstur langrar baráttu sem enn á langt í land víða um heim. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna um afnám mismununar gegn konum var samþykktur fyrir 30 árum. Þó margt hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni er ljóst að jafnrétti er ekki að fullu náð. Til þess þarf hugarfarsbreytingu. Hún verður ekki án þess að styrkja grunninn til framtíðar með því að fræða börnin. Leikskólar og grunnskólar eru mikilvægar menntastofnanir. Þeir gegna veigamiklu hlutverki í uppeldi barna og félagsmótun. Höfuðmáli skiptir því að áhersla sé lögð á fræðslu og umræðu um jafnrétti og mannréttindi í öllu skólastarfi, þannig er stutt við málaflokkinn til framtíðar. Í lögum um jafna stöðu og rétt kynjanna er kveðið á um að á öllum skólastigum skuli nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál. Skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, bæði í fjölskyldu- og atvinnulífi. Stórt skref í þessa átt var stigið í fyrra þegar farið var af stað með þróunarverkefnið jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum en það miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum. Að verkefninu standa félags- og tryggingamálaráðuneytið, Jafnréttisstofa og fimm sveitarfélög: Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Mosfellsbær og Akureyrarkaupstaður. Menntamálaráðuneytið leggur verkefninu lið ásamt Jafnréttisráði og mörgum styrktaraðilum. Annað markmið verkefnisins er að auka samvinnu innan og milli sveitarfélaga um jafnréttismál, auka upplýsingar um jafnréttisfræðslu og búa til vettvang til að miðla reynslunni af verkefninu. Fimm leikskólar og fimm grunnskólar hafa í vetur unnið tilraunaverkefni á sviði jafnréttismála. Námsstefna þar sem þeir kynna verkefnin verður haldin 26. maí. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vefsetrinu jafnrettiiskolum.is. Þar er aðgengilegt fjölbreytt efni sem hentar vel til jafnréttisfræðslu í skólastarfi. Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og er jafnréttisfræðsla í skólum eitt af fimm meginjafnréttisþemum ársins. Norræn ráðstefna um jafnréttisfræðslu í skólum verður haldin hér á landi í september 2009. Fyrirmyndarverkefni Norðurlandanna verða kynnt þar. Þegar samningur SÞ um afnám kynjamismununar var gerður bjuggu margar konur við misrétti. Enn er hann mikilvægt tæki í jafnréttisbaráttunni. Félags- og tryggingamálaráðuneytið útbjó dagatal í samstarfi við Jafnréttisstofu, Kópavogsbæ og Fljótsdalshérað til að marka tímamótin. Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars, færði undirrituð öllum bekkjardeildum tólf ára nemenda í grunnskólum landsins dagatalið sem daglega áminningu um mikilvægi jafnréttis. Með því að fræða börnin okkar um jafnrétti og mannréttindi gerum við þau meðvituð um mikilvægi þeirra. Með aukinni jafnréttisfræðslu eflum við einnig skilning barna okkar á því að réttindi þessi eru ekki sjálfgefin heldur afrakstur langrar baráttu sem enn á langt í land víða um heim. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun