Frjálslyndir gegn spillingu og braski Karl V. Matthíasson skrifar 18. apríl 2009 06:00 Frjálslyndi flokkurinn býður nú þjóðinni enn á ný ferska stefnu og markmið til að hrista upp í því fjórflokkakerfi sem því miður hefur setið allt of lengi með öll völd í landinu með afleiðingum sem þjóðin fær nú öll að súpa seiðið af. Frjálslyndi flokkurinn hefur hvatt þjóðina til þess að beina sjónum sínum að sameiginlegum auðæfum sínum í sjónum. Auðlindum hafsins og mikilvægi þeirra í tekjuöflun og atvinnulífi landsmanna. VarnaðarorðAllt frá setningu gildandi laga og reglna um stjórn fiskveiða hefur Frjálslyndi flokkurinn lýst andstöðu við framkvæmd þeirra vegna þeirrar mismununar sem felst í henni. Og varnaðarorð frjálslyndra hafa reynst orð að sönnu. Ekki aðeins ábendingarnar um ranglætið við kvótakerfið heldur líka um þær alvarlegu afleiðingar sem kvótakerfið hefur haft fyrir fjármál þjóðarinnar. Og nú eftir hrunið hefur þeim fjölgað sem sjá að hlutur kvótakerfisins í því öllu er stór. Frjálslyndi flokkurinn hefur og mun áfram berjast af krafti með það að markmiði að breyta þessu kerfi. Því þarf að tryggja honum nægjanlegan þingstyrk svo hann komist til almennilegra áhrifa eftir næstu kosningar. Frjálslyndir óttast ekkiNúverandi stjórnarflokkar hafa í stefnuskrám sínum fyrirheit um að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu en því miður er þar meira um orð en efndir. Ekki einu sinni núna þegar þúsundir manna eru atvinnulausar hafa þeir þor og þrek til að hleypa trillum á sjóinn, þó ekki væri nema yfri blásumarið til frjálsra handfæraveiða. Hvað stoppar þá einföldu og sjálfsögðu réttlætisaðgerð? Af hverju vilja þeir koma í veg fyrir að fjöldinn allur af fólki geti róið til fiskjar til að brauðfæða fjölskyldur sínar. Það er með öllu óskiljanlegt, en Frjálslyndi flokkurinn er fús til þess að koma þeim til hjálpar í þessu efni og hefur þor og áræði til þess. LokaorðUmræðan um sjávarútvegsmálin hefur ekki hlotið þann sess sem hefði átt að vera en segja má að þöggun hafi verið beitt með sama hætti og þegar ýmsar ábendingar komu fram um veikleika og blekkingar í útrásarævintýrinu. Þekktir fjölmiðlamenn vildu lítið sem ekkert fjalla um sjávarútvegsranglætið, sögðu að kvótakerfinu yrði ekki breytt, það væri komið til að vera.En nú er hulunni svipt af ævintýrinu og krafa þjóðarinnar um „opnun" kerfisins svo hún fái að njóta auðlindar sinnar verður sífellt háværari. Undir þær kröfur tekur Frjálslyndi flokkurinn.Höfundur skipar 1. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Frjálslyndi flokkurinn býður nú þjóðinni enn á ný ferska stefnu og markmið til að hrista upp í því fjórflokkakerfi sem því miður hefur setið allt of lengi með öll völd í landinu með afleiðingum sem þjóðin fær nú öll að súpa seiðið af. Frjálslyndi flokkurinn hefur hvatt þjóðina til þess að beina sjónum sínum að sameiginlegum auðæfum sínum í sjónum. Auðlindum hafsins og mikilvægi þeirra í tekjuöflun og atvinnulífi landsmanna. VarnaðarorðAllt frá setningu gildandi laga og reglna um stjórn fiskveiða hefur Frjálslyndi flokkurinn lýst andstöðu við framkvæmd þeirra vegna þeirrar mismununar sem felst í henni. Og varnaðarorð frjálslyndra hafa reynst orð að sönnu. Ekki aðeins ábendingarnar um ranglætið við kvótakerfið heldur líka um þær alvarlegu afleiðingar sem kvótakerfið hefur haft fyrir fjármál þjóðarinnar. Og nú eftir hrunið hefur þeim fjölgað sem sjá að hlutur kvótakerfisins í því öllu er stór. Frjálslyndi flokkurinn hefur og mun áfram berjast af krafti með það að markmiði að breyta þessu kerfi. Því þarf að tryggja honum nægjanlegan þingstyrk svo hann komist til almennilegra áhrifa eftir næstu kosningar. Frjálslyndir óttast ekkiNúverandi stjórnarflokkar hafa í stefnuskrám sínum fyrirheit um að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu en því miður er þar meira um orð en efndir. Ekki einu sinni núna þegar þúsundir manna eru atvinnulausar hafa þeir þor og þrek til að hleypa trillum á sjóinn, þó ekki væri nema yfri blásumarið til frjálsra handfæraveiða. Hvað stoppar þá einföldu og sjálfsögðu réttlætisaðgerð? Af hverju vilja þeir koma í veg fyrir að fjöldinn allur af fólki geti róið til fiskjar til að brauðfæða fjölskyldur sínar. Það er með öllu óskiljanlegt, en Frjálslyndi flokkurinn er fús til þess að koma þeim til hjálpar í þessu efni og hefur þor og áræði til þess. LokaorðUmræðan um sjávarútvegsmálin hefur ekki hlotið þann sess sem hefði átt að vera en segja má að þöggun hafi verið beitt með sama hætti og þegar ýmsar ábendingar komu fram um veikleika og blekkingar í útrásarævintýrinu. Þekktir fjölmiðlamenn vildu lítið sem ekkert fjalla um sjávarútvegsranglætið, sögðu að kvótakerfinu yrði ekki breytt, það væri komið til að vera.En nú er hulunni svipt af ævintýrinu og krafa þjóðarinnar um „opnun" kerfisins svo hún fái að njóta auðlindar sinnar verður sífellt háværari. Undir þær kröfur tekur Frjálslyndi flokkurinn.Höfundur skipar 1. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík norður.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun