Ryki þyrlað upp um virkjanir Gústaf Adolf Skúlason skrifar 8. apríl 2009 04:30 Enn og aftur eru virkjanir og stóriðja talsvert í umræðunni. Nú síðast kom hingað erlendur rithöfundur með einhvers konar kenningu um að siðblindir [svo!] erlendir bankastjórar og forstjórar álfyrirtækja hefðu beinlínis haft með sér samsæri um að lána Íslendingum fjármagn til virkjanaframkvæmda, í þeim tilgangi að landið færi á hausinn samhliða fjármálakreppunni svo þeir gætu eignast hér dýrmætar náttúruauðlindir. Þessir aðilar sáu sem sagt fjármálakreppuna og bankahrunið ekki bara fyrir, þeir skipulögðu það. Ofan á allt vilja þessir vondu menn græða peninga og ef það gerist þá hljóta Íslendingar, samkvæmt kenningunni, að tapa þessum sömu peningum. Þessi uppákoma er með þeim skrautlegri, en hún er ágætt tilefni til að fara í gegnum nokkur atriði. Fyrst ber þó að nefna að sala á náttúruauðlindum til útlendinga telst nú tæplega líkleg þróun á næstu árum. Ekki er nema tæpt ár síðan Alþingi samþykkti eins konar bandorm lagaákvæða sem leggja bann við sölu á orkuauðlindum í opinberri eigu til einkaaðila. Ennfremur er, þegar þetta er ritað, unnið að því að binda sambærilegt ákvæði um allar íslenskar náttúruauðlindir í stjórnarskrá lýðveldisins. Hugsanleg stefnubreyting í þessu efni er eingöngu fræðileg vangavelta um pólitískar ákvarðanir síðar meir og hefur nákvæmlega ekkert með rekstur íslenskra orkufyrirtækja að gera.Lítið brot af umfangi bankaþenslunnarNorðurál,Starfsmenn í kerskála Álver GrundartangiÞá ber að halda til haga að þótt hér hafi á undanförnum árum verið ráðist í miklar framkvæmdir, á hefðbundinn íslenskan mælikvarða, við uppbyggingu virkjana og stóriðju, þá er umfang þeirra framkvæmda einungis um 4% af útlánaþenslu bankanna á sama tíma. Þessar fjárfestingar íslenskra orkufyrirtækja og erlendra álfyrirtækja eru í dag grundvöllur að verðmætasköpun, gjaldeyristekjum og grunnþjónustu við borgarana. Hið sama verður því miður ekki sagt um mikið af þeirri þenslu sem hér varð.Því er oft haldið fram að hér hafi verið langt gengið í nýtingu endurnýjanlegra orkulinda. Miðað við nýjasta mat Orkustofnunar hafa 40% efnahagslega hagkvæmra orkukosta í vatnsafli þegar verið virkjaðir hér á landi (fyrrverandi orkumálastjóri telur þessa tölu vera 16%). Í löndum á borð við Noreg, Svíþjóð, Finnland, Frakkland, Spán, Sviss, Austurríki og Ítalíu er þessi tala á bilinu 70-90%. Hér hafa 20% orkukosta í jarðvarma verið virkjaðir og er þá ekki tekið tillit til hugsanlega stóraukinnar orkugetu með djúpborunum.Stór hluti Íslands friðlýsturÖnnur hlið á sama peningi er sú að mjög stór hluti Íslands hefur verið friðlýstur, nú þegar um 20% af flatarmáli landsins. Hækka má þessa tölu í 30-40% ef t.d. eru talin með svæði á náttúruminjaskrá og vatnsverndarsvæði Mývatns. Á sama tíma er þessi tala um 10% í Svíþjóð og Finnlandi en stefnan í báðum löndum hefur verið tekin á 15%.Um 80% raforkunnar hér á landi fara til stóriðju. Raforkuverð til heimila er mun lægra hérlendis en í flestum okkar nágrannalöndum. Þannig kostar meðalheimilisnotkun á rafmagni í Reykjavík einungis um fjórðung af því sem hún kostar í Kaupmannahöfn. Ennfremur hefur almennt raforkuverð árum saman farið lækkandi hér á landi, að teknu tilliti til þróunar vísitölu verðlags, samhliða aukinni raforkusölu til stóriðju. Sumt fólk nær að fá út úr þessu samhengi að almenningur greiði niður orkuna til stóriðjunnar, sem er ótrúleg niðurstaða. Stærstu viðskiptavinirnir, stóriðjufyrirtækin, greiða hins vegar lægra verð en þeir sem kaupa margfalt minna magn, líkt og gildir um flestar tegundir viðskipta. Langtímasamningar um stöðuga sölu á raforku eru afar hagstæðir fyrir orkufyrirtækin, auk þess sem stóriðjan ber sjálf kostnað við dreifingu raforkunnar, sem alla jafna er a.m.k. þriðjungur orkuverðsins. Að selja orkuna til álvera er engin stefna. Íslensk orkufyrirtæki kjósa einfaldlega hagstæðustu viðskiptin sem bjóðast hverju sinni.Þúsundir starfaUm þriðjungur heildarveltu álveranna verður eftir í íslensku hagkerfi, sem gerir samtals um 55 milljarða króna árið 2008 (en 83 milljarða reiknað á gengi dollara í dag). Samtals kaupa álverin vörur og þjónustu af hátt á annað þúsund íslenskra fyrirtækja, greiða há laun, stuðla að nýsköpun og skapa hér samtals um fimm þúsund bein og afleidd störf. Hagnaður af rekstri álveranna rennur til útlanda, alveg eins og hagnaður af rekstri ýmissa íslenskra fyrirtækja erlendis rennur til Íslands. Við skulum ekki fara að senda héðan þau skilaboð að erlendir aðilar sem hér fjárfesti megi ekki hafa arð af sínum fjárfestingum. Nóg er nú orðspor Íslands samt laskað.Á samorka.is má nálgast fleiri upplýsingar um orkumál og stóriðju, í formi stuttra og aðgengilegra punkta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur eru virkjanir og stóriðja talsvert í umræðunni. Nú síðast kom hingað erlendur rithöfundur með einhvers konar kenningu um að siðblindir [svo!] erlendir bankastjórar og forstjórar álfyrirtækja hefðu beinlínis haft með sér samsæri um að lána Íslendingum fjármagn til virkjanaframkvæmda, í þeim tilgangi að landið færi á hausinn samhliða fjármálakreppunni svo þeir gætu eignast hér dýrmætar náttúruauðlindir. Þessir aðilar sáu sem sagt fjármálakreppuna og bankahrunið ekki bara fyrir, þeir skipulögðu það. Ofan á allt vilja þessir vondu menn græða peninga og ef það gerist þá hljóta Íslendingar, samkvæmt kenningunni, að tapa þessum sömu peningum. Þessi uppákoma er með þeim skrautlegri, en hún er ágætt tilefni til að fara í gegnum nokkur atriði. Fyrst ber þó að nefna að sala á náttúruauðlindum til útlendinga telst nú tæplega líkleg þróun á næstu árum. Ekki er nema tæpt ár síðan Alþingi samþykkti eins konar bandorm lagaákvæða sem leggja bann við sölu á orkuauðlindum í opinberri eigu til einkaaðila. Ennfremur er, þegar þetta er ritað, unnið að því að binda sambærilegt ákvæði um allar íslenskar náttúruauðlindir í stjórnarskrá lýðveldisins. Hugsanleg stefnubreyting í þessu efni er eingöngu fræðileg vangavelta um pólitískar ákvarðanir síðar meir og hefur nákvæmlega ekkert með rekstur íslenskra orkufyrirtækja að gera.Lítið brot af umfangi bankaþenslunnarNorðurál,Starfsmenn í kerskála Álver GrundartangiÞá ber að halda til haga að þótt hér hafi á undanförnum árum verið ráðist í miklar framkvæmdir, á hefðbundinn íslenskan mælikvarða, við uppbyggingu virkjana og stóriðju, þá er umfang þeirra framkvæmda einungis um 4% af útlánaþenslu bankanna á sama tíma. Þessar fjárfestingar íslenskra orkufyrirtækja og erlendra álfyrirtækja eru í dag grundvöllur að verðmætasköpun, gjaldeyristekjum og grunnþjónustu við borgarana. Hið sama verður því miður ekki sagt um mikið af þeirri þenslu sem hér varð.Því er oft haldið fram að hér hafi verið langt gengið í nýtingu endurnýjanlegra orkulinda. Miðað við nýjasta mat Orkustofnunar hafa 40% efnahagslega hagkvæmra orkukosta í vatnsafli þegar verið virkjaðir hér á landi (fyrrverandi orkumálastjóri telur þessa tölu vera 16%). Í löndum á borð við Noreg, Svíþjóð, Finnland, Frakkland, Spán, Sviss, Austurríki og Ítalíu er þessi tala á bilinu 70-90%. Hér hafa 20% orkukosta í jarðvarma verið virkjaðir og er þá ekki tekið tillit til hugsanlega stóraukinnar orkugetu með djúpborunum.Stór hluti Íslands friðlýsturÖnnur hlið á sama peningi er sú að mjög stór hluti Íslands hefur verið friðlýstur, nú þegar um 20% af flatarmáli landsins. Hækka má þessa tölu í 30-40% ef t.d. eru talin með svæði á náttúruminjaskrá og vatnsverndarsvæði Mývatns. Á sama tíma er þessi tala um 10% í Svíþjóð og Finnlandi en stefnan í báðum löndum hefur verið tekin á 15%.Um 80% raforkunnar hér á landi fara til stóriðju. Raforkuverð til heimila er mun lægra hérlendis en í flestum okkar nágrannalöndum. Þannig kostar meðalheimilisnotkun á rafmagni í Reykjavík einungis um fjórðung af því sem hún kostar í Kaupmannahöfn. Ennfremur hefur almennt raforkuverð árum saman farið lækkandi hér á landi, að teknu tilliti til þróunar vísitölu verðlags, samhliða aukinni raforkusölu til stóriðju. Sumt fólk nær að fá út úr þessu samhengi að almenningur greiði niður orkuna til stóriðjunnar, sem er ótrúleg niðurstaða. Stærstu viðskiptavinirnir, stóriðjufyrirtækin, greiða hins vegar lægra verð en þeir sem kaupa margfalt minna magn, líkt og gildir um flestar tegundir viðskipta. Langtímasamningar um stöðuga sölu á raforku eru afar hagstæðir fyrir orkufyrirtækin, auk þess sem stóriðjan ber sjálf kostnað við dreifingu raforkunnar, sem alla jafna er a.m.k. þriðjungur orkuverðsins. Að selja orkuna til álvera er engin stefna. Íslensk orkufyrirtæki kjósa einfaldlega hagstæðustu viðskiptin sem bjóðast hverju sinni.Þúsundir starfaUm þriðjungur heildarveltu álveranna verður eftir í íslensku hagkerfi, sem gerir samtals um 55 milljarða króna árið 2008 (en 83 milljarða reiknað á gengi dollara í dag). Samtals kaupa álverin vörur og þjónustu af hátt á annað þúsund íslenskra fyrirtækja, greiða há laun, stuðla að nýsköpun og skapa hér samtals um fimm þúsund bein og afleidd störf. Hagnaður af rekstri álveranna rennur til útlanda, alveg eins og hagnaður af rekstri ýmissa íslenskra fyrirtækja erlendis rennur til Íslands. Við skulum ekki fara að senda héðan þau skilaboð að erlendir aðilar sem hér fjárfesti megi ekki hafa arð af sínum fjárfestingum. Nóg er nú orðspor Íslands samt laskað.Á samorka.is má nálgast fleiri upplýsingar um orkumál og stóriðju, í formi stuttra og aðgengilegra punkta.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun