Mannvænt á höfuðborgarsvæðinu 28. apríl 2009 06:00 Það er orðið íslenskt náttúrulögmál, að ef álver er byggt í nágrenni Reykjavíkur, þá er það hið besta mál. Sérstaklega mannvænt sem veitir trausta atvinnu, umhverfisvænt af því að það mengar lítið, búsetuvænt og styrkir afkomu þjóðarinnar. En ef einhverjum dettur í hug að staðsetja slíka verksmiðju á landsbyggðinni þá gilda önnur viðhorf og rök. Fjölmargir höfuðborgarbúar rísa þá upp til kröftugra mótmæla og fá skyndilega útrás fyrir einstaka umhyggju sína fyrir umhverfi og náttúru. Þá er eitthvað allt annað betra fyrir landsbyggðarfólk en álver. En breið samstaða virðist vera um byggingu álvers í Helguvík og engin mótmæli á ferðinni. Það er mikill viðsnúningur frá háværum mótmælum margra höfuðborgarbúa vegna byggingar álvers á Reyðarfirði. Engum dylst að öll álverin á Suðvesturhorninu og orkuvæðingin þeim tengd er kjölfesta þar í atvinnulífinu. Það reyndi ég sjálfur í mínum gamla heimabæ, Hafnarfirði, þegar álverið í Straumsvík hóf starfsemi, sem fól í sér mikil og jákvæð umskipti fyrir lífskjör fólks. Sömu áhrifa erum við nú að njóta á Austurlandi með álverinu á Reyðarfirði þrátt fyrir öfgafullar hrakspár um hið gagnstæða. Suðurnesjafólk bindur eðlilega bjartar vonir við að fá álver sem styrkir atvinnulífið á sínu svæði. Slíkar væntingar búa einnig með fólkinu sem býr á Norðurlandi og engin ástæða er til að óttast að mengun verði meiri á Bakka en í Helguvík, Straumsvík eða Hvalfirði. Munurinn er einvörðungu sá, að fyrir norðan er einhæfara atvinnulíf og búseta fólksins á þar í vök að verjast. Traust atvinna er forgangsmál. Virkjun orkunnar er því grundvöllur til nýsköpunar. Bygging og rekstur álvera hefur reynst vera raunhæfur kostur í boði með samstarfi við erlenda fjárfesta. Mikilvægt er að leitað sé allra leiða til að auka fjölbreytni með hagkvæmum og umhverfisvænum öðrum kostum. En þegar á reyndi þá var þetta „eitthvað annað" lítið meira en orðin tóm. Auðvitað vonum við að það geti breyst. Austfirðingar biðu í 30 ár eftir efndum margvíslegra loforða um stórtæka atvinnusköpun. Af þeirri reynslu verður að læra sem hvorki Húsvíkingum né öðru landsbyggðarfólki verður lengur boðið upp á. Það skiptir máli að fólki sé ekki mismunað eftir búsetu. Höfundur er sóknarprestur í Heydölum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er orðið íslenskt náttúrulögmál, að ef álver er byggt í nágrenni Reykjavíkur, þá er það hið besta mál. Sérstaklega mannvænt sem veitir trausta atvinnu, umhverfisvænt af því að það mengar lítið, búsetuvænt og styrkir afkomu þjóðarinnar. En ef einhverjum dettur í hug að staðsetja slíka verksmiðju á landsbyggðinni þá gilda önnur viðhorf og rök. Fjölmargir höfuðborgarbúar rísa þá upp til kröftugra mótmæla og fá skyndilega útrás fyrir einstaka umhyggju sína fyrir umhverfi og náttúru. Þá er eitthvað allt annað betra fyrir landsbyggðarfólk en álver. En breið samstaða virðist vera um byggingu álvers í Helguvík og engin mótmæli á ferðinni. Það er mikill viðsnúningur frá háværum mótmælum margra höfuðborgarbúa vegna byggingar álvers á Reyðarfirði. Engum dylst að öll álverin á Suðvesturhorninu og orkuvæðingin þeim tengd er kjölfesta þar í atvinnulífinu. Það reyndi ég sjálfur í mínum gamla heimabæ, Hafnarfirði, þegar álverið í Straumsvík hóf starfsemi, sem fól í sér mikil og jákvæð umskipti fyrir lífskjör fólks. Sömu áhrifa erum við nú að njóta á Austurlandi með álverinu á Reyðarfirði þrátt fyrir öfgafullar hrakspár um hið gagnstæða. Suðurnesjafólk bindur eðlilega bjartar vonir við að fá álver sem styrkir atvinnulífið á sínu svæði. Slíkar væntingar búa einnig með fólkinu sem býr á Norðurlandi og engin ástæða er til að óttast að mengun verði meiri á Bakka en í Helguvík, Straumsvík eða Hvalfirði. Munurinn er einvörðungu sá, að fyrir norðan er einhæfara atvinnulíf og búseta fólksins á þar í vök að verjast. Traust atvinna er forgangsmál. Virkjun orkunnar er því grundvöllur til nýsköpunar. Bygging og rekstur álvera hefur reynst vera raunhæfur kostur í boði með samstarfi við erlenda fjárfesta. Mikilvægt er að leitað sé allra leiða til að auka fjölbreytni með hagkvæmum og umhverfisvænum öðrum kostum. En þegar á reyndi þá var þetta „eitthvað annað" lítið meira en orðin tóm. Auðvitað vonum við að það geti breyst. Austfirðingar biðu í 30 ár eftir efndum margvíslegra loforða um stórtæka atvinnusköpun. Af þeirri reynslu verður að læra sem hvorki Húsvíkingum né öðru landsbyggðarfólki verður lengur boðið upp á. Það skiptir máli að fólki sé ekki mismunað eftir búsetu. Höfundur er sóknarprestur í Heydölum.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun