Íslendingar ganga að kosningaborðinu næstkomandi laugardag til þess að taka þátt í mikilvægustu kosningum lýðveldistímans. Aldrei hefur verið eins mikilvægt að taka þátt og kynna sér vel fólkið og málefnin sem um er að velja.
Kjósendur hafa ýmsar leiðir til þess að afla sér upplýsinga. Meðal annarra eru þær leiðir að skoða heimasíður flokkanna og fá sér kaffisopa á kosningaskrifstofum til að kynna sér stefnuskrár og hitta fólk.
Í þeim hörmungum sem yfir okkur hafa dunið skapast ný tækifæri. Tækifæri til þess að hugsa út fyrir rammann og byggja upp nýtt og betra samfélag reist á rústum þess fyrra. Það er af mörgu að taka og öll getum við dregið drjúgan lærdóm af fyrri misserum. Eitt af því sem ætti að vera grundvallarforsenda á Nýju Íslandi er að í jafn fámennu en ríku landi af auðlindum eiga allir að geta haft það gott og allir eiga rétt á þeim jarðvegi sem þarf til að blómstra í samfélaginu.
Það skýtur því skökku við að stjórnmálaflokkarnir sem starfa í umboði allrar þjóðarinnar skuli ekki huga að því að hafa heimasíður sínar þannig úr garði gerðar að fólk með skerðingar geti með betra móti nýtt sér þær. Það er ekki flókið mál að hanna heimasíður á þann hátt að sem flestir geti vafrað um þær. Ein leið til þess er stilling sem kallast „mínar stillingar" þar sem notandi síðunnar getur stillt hana eftir sínum þörfum, t.d. breytt lit á bakgrunni og stækkað letur óendanlega mikið. Þessi hamur síðunnar vistast svo þannig að ekki þarf að stilla upp á nýtt í næsta skipti sem farið er inn á hana. Hér á landi er starfrækt fyrirtæki sem heitir Sjá.is sem sérhæfir sig í því að meta aðgengi heimasíðna og veita þeim vottun. Fyrirtækið veitir ráðgjöf um hvað þarf að bæta til þess að síðan verði aðgengilegri. Tekið er mið af ólíkum þörfum fólks, til dæmis þeirra sem nota lesvélar, eru með hreyfihömlun, lesblindu eða annað. Að auki verða síðurnar notendavænni fyrir alla aðila fyrir vikið. Við lauslega úttekt greinahöfundar kom í ljós að aðeins einn stjórnmálaflokkur er með „mínar stillingar" á heimasíðu sinni en það er síða Framsóknar.
Á sama hátt er það merkilegt að skrifstofur stjórnmálaflokka og kosningaskrifstofur skuli margar vera óaðgengilegar. Ekki er mikið mál að huga að þessum málum strax í upphafi þannig að alltaf séu lyftur fyrir hendi, breiðar hurðar, dyrapumpur, skrifstofan helst á fyrstu hæð, rampar og annað sem þarf til að tryggja aðgengi. Af könnun sem kynnt var í fréttum nýlega kom fram að Sjálfstæðisflokkur var sá flokkur sem kom best út varðandi manngert aðgengi. Á flestum stöðum var þó ýmsu ábótavant hjá öllum flokkum.
Hvernig ætlar stjórnmálaflokkur að fá atkvæði kjósanda sem hvorki getur lesið heimasíðuna né kíkt í kosningakaffi? Er ekki slíkur flokkur að senda þau skilaboð að hann hafi ekki alla í huga þegar hann skipuleggur umhverfi sitt og starf án þess að huga að aðgengi allra? Munu fulltrúar hans þá hafa alla í huga þegar þeir starfa í þágu þjóðarinnar á Alþingi?
Höfundur er nemi, flokksbundin Framsóknarkona og áhugamanneskja um samfélag fyrir alla.

Aðgengi fyrir alla kjósendur
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Skoðun

Ertu að bjóða barnaníðingum heim til þín?
Stefanía Arnardóttir skrifar

Nokkrar „sturlaðar“ staðreyndir um íslenskan vinnumarkað
Þorsteinn Víglundsson skrifar

Harðræði ríkisins gegn Eflingu - epli Aðalsteins og afstaða VG
Árni Stefán Árnason skrifar

Tryggjum fæðuöryggi þjóðar
Anton Guðmundsson skrifar

Árangur fyrir heimilislausar konur
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar

Hafnarfjörður og húsnæðissáttmáli höfuðborgarsvæðisins
Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar

Setjum upp kolluna á alþjóðlegum baráttudegi gegn krabbameinum
Inga Bryndís Árnadóttir skrifar

Kolefnishlutlaus vöruflutningageiri
Haukur Logi Jóhannsson skrifar

Alþjóðlegur dagur votlendis, líka í Hafnarfirði
Davíð Arnar Stefánsson skrifar

„Bíddu, hvað er í gangi?“/ “O co tak naprawdę chodzi?”
Nichole Leigh Mosty,Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar

Breiðfylking umbótaafla
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

„Það er til nóg af flugvélum í landinu“
Sigmar Guðmundsson skrifar

Sturlaðar staðreyndir um græðgi!
Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

Heimgreiðslur, mannekla í leikskólum og viðbrögð skólayfirvalda vegna skólaforðunar
Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Sannleikurinn um Vestfirði
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar