Aðgengi fyrir alla kjósendur Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 24. apríl 2009 06:00 Íslendingar ganga að kosningaborðinu næstkomandi laugardag til þess að taka þátt í mikilvægustu kosningum lýðveldistímans. Aldrei hefur verið eins mikilvægt að taka þátt og kynna sér vel fólkið og málefnin sem um er að velja. Kjósendur hafa ýmsar leiðir til þess að afla sér upplýsinga. Meðal annarra eru þær leiðir að skoða heimasíður flokkanna og fá sér kaffisopa á kosningaskrifstofum til að kynna sér stefnuskrár og hitta fólk. Í þeim hörmungum sem yfir okkur hafa dunið skapast ný tækifæri. Tækifæri til þess að hugsa út fyrir rammann og byggja upp nýtt og betra samfélag reist á rústum þess fyrra. Það er af mörgu að taka og öll getum við dregið drjúgan lærdóm af fyrri misserum. Eitt af því sem ætti að vera grundvallarforsenda á Nýju Íslandi er að í jafn fámennu en ríku landi af auðlindum eiga allir að geta haft það gott og allir eiga rétt á þeim jarðvegi sem þarf til að blómstra í samfélaginu. Það skýtur því skökku við að stjórnmálaflokkarnir sem starfa í umboði allrar þjóðarinnar skuli ekki huga að því að hafa heimasíður sínar þannig úr garði gerðar að fólk með skerðingar geti með betra móti nýtt sér þær. Það er ekki flókið mál að hanna heimasíður á þann hátt að sem flestir geti vafrað um þær. Ein leið til þess er stilling sem kallast „mínar stillingar" þar sem notandi síðunnar getur stillt hana eftir sínum þörfum, t.d. breytt lit á bakgrunni og stækkað letur óendanlega mikið. Þessi hamur síðunnar vistast svo þannig að ekki þarf að stilla upp á nýtt í næsta skipti sem farið er inn á hana. Hér á landi er starfrækt fyrirtæki sem heitir Sjá.is sem sérhæfir sig í því að meta aðgengi heimasíðna og veita þeim vottun. Fyrirtækið veitir ráðgjöf um hvað þarf að bæta til þess að síðan verði aðgengilegri. Tekið er mið af ólíkum þörfum fólks, til dæmis þeirra sem nota lesvélar, eru með hreyfihömlun, lesblindu eða annað. Að auki verða síðurnar notendavænni fyrir alla aðila fyrir vikið. Við lauslega úttekt greinahöfundar kom í ljós að aðeins einn stjórnmálaflokkur er með „mínar stillingar" á heimasíðu sinni en það er síða Framsóknar. Á sama hátt er það merkilegt að skrifstofur stjórnmálaflokka og kosningaskrifstofur skuli margar vera óaðgengilegar. Ekki er mikið mál að huga að þessum málum strax í upphafi þannig að alltaf séu lyftur fyrir hendi, breiðar hurðar, dyrapumpur, skrifstofan helst á fyrstu hæð, rampar og annað sem þarf til að tryggja aðgengi. Af könnun sem kynnt var í fréttum nýlega kom fram að Sjálfstæðisflokkur var sá flokkur sem kom best út varðandi manngert aðgengi. Á flestum stöðum var þó ýmsu ábótavant hjá öllum flokkum. Hvernig ætlar stjórnmálaflokkur að fá atkvæði kjósanda sem hvorki getur lesið heimasíðuna né kíkt í kosningakaffi? Er ekki slíkur flokkur að senda þau skilaboð að hann hafi ekki alla í huga þegar hann skipuleggur umhverfi sitt og starf án þess að huga að aðgengi allra? Munu fulltrúar hans þá hafa alla í huga þegar þeir starfa í þágu þjóðarinnar á Alþingi? Höfundur er nemi, flokksbundin Framsóknarkona og áhugamanneskja um samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Íslendingar ganga að kosningaborðinu næstkomandi laugardag til þess að taka þátt í mikilvægustu kosningum lýðveldistímans. Aldrei hefur verið eins mikilvægt að taka þátt og kynna sér vel fólkið og málefnin sem um er að velja. Kjósendur hafa ýmsar leiðir til þess að afla sér upplýsinga. Meðal annarra eru þær leiðir að skoða heimasíður flokkanna og fá sér kaffisopa á kosningaskrifstofum til að kynna sér stefnuskrár og hitta fólk. Í þeim hörmungum sem yfir okkur hafa dunið skapast ný tækifæri. Tækifæri til þess að hugsa út fyrir rammann og byggja upp nýtt og betra samfélag reist á rústum þess fyrra. Það er af mörgu að taka og öll getum við dregið drjúgan lærdóm af fyrri misserum. Eitt af því sem ætti að vera grundvallarforsenda á Nýju Íslandi er að í jafn fámennu en ríku landi af auðlindum eiga allir að geta haft það gott og allir eiga rétt á þeim jarðvegi sem þarf til að blómstra í samfélaginu. Það skýtur því skökku við að stjórnmálaflokkarnir sem starfa í umboði allrar þjóðarinnar skuli ekki huga að því að hafa heimasíður sínar þannig úr garði gerðar að fólk með skerðingar geti með betra móti nýtt sér þær. Það er ekki flókið mál að hanna heimasíður á þann hátt að sem flestir geti vafrað um þær. Ein leið til þess er stilling sem kallast „mínar stillingar" þar sem notandi síðunnar getur stillt hana eftir sínum þörfum, t.d. breytt lit á bakgrunni og stækkað letur óendanlega mikið. Þessi hamur síðunnar vistast svo þannig að ekki þarf að stilla upp á nýtt í næsta skipti sem farið er inn á hana. Hér á landi er starfrækt fyrirtæki sem heitir Sjá.is sem sérhæfir sig í því að meta aðgengi heimasíðna og veita þeim vottun. Fyrirtækið veitir ráðgjöf um hvað þarf að bæta til þess að síðan verði aðgengilegri. Tekið er mið af ólíkum þörfum fólks, til dæmis þeirra sem nota lesvélar, eru með hreyfihömlun, lesblindu eða annað. Að auki verða síðurnar notendavænni fyrir alla aðila fyrir vikið. Við lauslega úttekt greinahöfundar kom í ljós að aðeins einn stjórnmálaflokkur er með „mínar stillingar" á heimasíðu sinni en það er síða Framsóknar. Á sama hátt er það merkilegt að skrifstofur stjórnmálaflokka og kosningaskrifstofur skuli margar vera óaðgengilegar. Ekki er mikið mál að huga að þessum málum strax í upphafi þannig að alltaf séu lyftur fyrir hendi, breiðar hurðar, dyrapumpur, skrifstofan helst á fyrstu hæð, rampar og annað sem þarf til að tryggja aðgengi. Af könnun sem kynnt var í fréttum nýlega kom fram að Sjálfstæðisflokkur var sá flokkur sem kom best út varðandi manngert aðgengi. Á flestum stöðum var þó ýmsu ábótavant hjá öllum flokkum. Hvernig ætlar stjórnmálaflokkur að fá atkvæði kjósanda sem hvorki getur lesið heimasíðuna né kíkt í kosningakaffi? Er ekki slíkur flokkur að senda þau skilaboð að hann hafi ekki alla í huga þegar hann skipuleggur umhverfi sitt og starf án þess að huga að aðgengi allra? Munu fulltrúar hans þá hafa alla í huga þegar þeir starfa í þágu þjóðarinnar á Alþingi? Höfundur er nemi, flokksbundin Framsóknarkona og áhugamanneskja um samfélag fyrir alla.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun