Aðgengi fyrir alla kjósendur Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 24. apríl 2009 06:00 Íslendingar ganga að kosningaborðinu næstkomandi laugardag til þess að taka þátt í mikilvægustu kosningum lýðveldistímans. Aldrei hefur verið eins mikilvægt að taka þátt og kynna sér vel fólkið og málefnin sem um er að velja. Kjósendur hafa ýmsar leiðir til þess að afla sér upplýsinga. Meðal annarra eru þær leiðir að skoða heimasíður flokkanna og fá sér kaffisopa á kosningaskrifstofum til að kynna sér stefnuskrár og hitta fólk. Í þeim hörmungum sem yfir okkur hafa dunið skapast ný tækifæri. Tækifæri til þess að hugsa út fyrir rammann og byggja upp nýtt og betra samfélag reist á rústum þess fyrra. Það er af mörgu að taka og öll getum við dregið drjúgan lærdóm af fyrri misserum. Eitt af því sem ætti að vera grundvallarforsenda á Nýju Íslandi er að í jafn fámennu en ríku landi af auðlindum eiga allir að geta haft það gott og allir eiga rétt á þeim jarðvegi sem þarf til að blómstra í samfélaginu. Það skýtur því skökku við að stjórnmálaflokkarnir sem starfa í umboði allrar þjóðarinnar skuli ekki huga að því að hafa heimasíður sínar þannig úr garði gerðar að fólk með skerðingar geti með betra móti nýtt sér þær. Það er ekki flókið mál að hanna heimasíður á þann hátt að sem flestir geti vafrað um þær. Ein leið til þess er stilling sem kallast „mínar stillingar" þar sem notandi síðunnar getur stillt hana eftir sínum þörfum, t.d. breytt lit á bakgrunni og stækkað letur óendanlega mikið. Þessi hamur síðunnar vistast svo þannig að ekki þarf að stilla upp á nýtt í næsta skipti sem farið er inn á hana. Hér á landi er starfrækt fyrirtæki sem heitir Sjá.is sem sérhæfir sig í því að meta aðgengi heimasíðna og veita þeim vottun. Fyrirtækið veitir ráðgjöf um hvað þarf að bæta til þess að síðan verði aðgengilegri. Tekið er mið af ólíkum þörfum fólks, til dæmis þeirra sem nota lesvélar, eru með hreyfihömlun, lesblindu eða annað. Að auki verða síðurnar notendavænni fyrir alla aðila fyrir vikið. Við lauslega úttekt greinahöfundar kom í ljós að aðeins einn stjórnmálaflokkur er með „mínar stillingar" á heimasíðu sinni en það er síða Framsóknar. Á sama hátt er það merkilegt að skrifstofur stjórnmálaflokka og kosningaskrifstofur skuli margar vera óaðgengilegar. Ekki er mikið mál að huga að þessum málum strax í upphafi þannig að alltaf séu lyftur fyrir hendi, breiðar hurðar, dyrapumpur, skrifstofan helst á fyrstu hæð, rampar og annað sem þarf til að tryggja aðgengi. Af könnun sem kynnt var í fréttum nýlega kom fram að Sjálfstæðisflokkur var sá flokkur sem kom best út varðandi manngert aðgengi. Á flestum stöðum var þó ýmsu ábótavant hjá öllum flokkum. Hvernig ætlar stjórnmálaflokkur að fá atkvæði kjósanda sem hvorki getur lesið heimasíðuna né kíkt í kosningakaffi? Er ekki slíkur flokkur að senda þau skilaboð að hann hafi ekki alla í huga þegar hann skipuleggur umhverfi sitt og starf án þess að huga að aðgengi allra? Munu fulltrúar hans þá hafa alla í huga þegar þeir starfa í þágu þjóðarinnar á Alþingi? Höfundur er nemi, flokksbundin Framsóknarkona og áhugamanneskja um samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar ganga að kosningaborðinu næstkomandi laugardag til þess að taka þátt í mikilvægustu kosningum lýðveldistímans. Aldrei hefur verið eins mikilvægt að taka þátt og kynna sér vel fólkið og málefnin sem um er að velja. Kjósendur hafa ýmsar leiðir til þess að afla sér upplýsinga. Meðal annarra eru þær leiðir að skoða heimasíður flokkanna og fá sér kaffisopa á kosningaskrifstofum til að kynna sér stefnuskrár og hitta fólk. Í þeim hörmungum sem yfir okkur hafa dunið skapast ný tækifæri. Tækifæri til þess að hugsa út fyrir rammann og byggja upp nýtt og betra samfélag reist á rústum þess fyrra. Það er af mörgu að taka og öll getum við dregið drjúgan lærdóm af fyrri misserum. Eitt af því sem ætti að vera grundvallarforsenda á Nýju Íslandi er að í jafn fámennu en ríku landi af auðlindum eiga allir að geta haft það gott og allir eiga rétt á þeim jarðvegi sem þarf til að blómstra í samfélaginu. Það skýtur því skökku við að stjórnmálaflokkarnir sem starfa í umboði allrar þjóðarinnar skuli ekki huga að því að hafa heimasíður sínar þannig úr garði gerðar að fólk með skerðingar geti með betra móti nýtt sér þær. Það er ekki flókið mál að hanna heimasíður á þann hátt að sem flestir geti vafrað um þær. Ein leið til þess er stilling sem kallast „mínar stillingar" þar sem notandi síðunnar getur stillt hana eftir sínum þörfum, t.d. breytt lit á bakgrunni og stækkað letur óendanlega mikið. Þessi hamur síðunnar vistast svo þannig að ekki þarf að stilla upp á nýtt í næsta skipti sem farið er inn á hana. Hér á landi er starfrækt fyrirtæki sem heitir Sjá.is sem sérhæfir sig í því að meta aðgengi heimasíðna og veita þeim vottun. Fyrirtækið veitir ráðgjöf um hvað þarf að bæta til þess að síðan verði aðgengilegri. Tekið er mið af ólíkum þörfum fólks, til dæmis þeirra sem nota lesvélar, eru með hreyfihömlun, lesblindu eða annað. Að auki verða síðurnar notendavænni fyrir alla aðila fyrir vikið. Við lauslega úttekt greinahöfundar kom í ljós að aðeins einn stjórnmálaflokkur er með „mínar stillingar" á heimasíðu sinni en það er síða Framsóknar. Á sama hátt er það merkilegt að skrifstofur stjórnmálaflokka og kosningaskrifstofur skuli margar vera óaðgengilegar. Ekki er mikið mál að huga að þessum málum strax í upphafi þannig að alltaf séu lyftur fyrir hendi, breiðar hurðar, dyrapumpur, skrifstofan helst á fyrstu hæð, rampar og annað sem þarf til að tryggja aðgengi. Af könnun sem kynnt var í fréttum nýlega kom fram að Sjálfstæðisflokkur var sá flokkur sem kom best út varðandi manngert aðgengi. Á flestum stöðum var þó ýmsu ábótavant hjá öllum flokkum. Hvernig ætlar stjórnmálaflokkur að fá atkvæði kjósanda sem hvorki getur lesið heimasíðuna né kíkt í kosningakaffi? Er ekki slíkur flokkur að senda þau skilaboð að hann hafi ekki alla í huga þegar hann skipuleggur umhverfi sitt og starf án þess að huga að aðgengi allra? Munu fulltrúar hans þá hafa alla í huga þegar þeir starfa í þágu þjóðarinnar á Alþingi? Höfundur er nemi, flokksbundin Framsóknarkona og áhugamanneskja um samfélag fyrir alla.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun