Atvinnutruflarar 27. apríl 2009 05:00 Ari Arnórsson skrifar um atvinnumál Ég var um daginn að sinna hópi fólks í skemmti/mútuferð á kostnað bresks fyrirtækis. Þau eru 3.000 – þrjú þúsund – saman í húsi, sitja við síma og selja fyrirtækjum gas. Að auki aka hundruð um í bílum til að heimsækja fyrirtæki og selja þeim gas. Og svo eru allir hinir sem selja almenningi gas. Og gleymum ekki að það eru sex önnur fyrirtæki líka að selja öllum gas. Og svo er gríðarleg vinna að selja rafmagn, aftur og aftur. Það er önnur deild. Enn fleiri sitja og stýra öllu þessu fólki. Þetta eru ansi mörg þúsund manns. Starfi alls þessa fólks er aðeins einn. Að trufla vinnandi fólk. Því sama hvað seljandinn heitir: Gasið er það sama, kemur frá sama stað um sama rör og kostar sama. Rafmagnið líka. Þar sem allir eru með sama verð ræður þjónustan, segja þau. Hvaða þjónusta? Jú, að trufla vinnandi fólk betur en keppinautarnir, gefa enn fleiri penna, flísteppi og bæklinga og bljúgyrði en hinir. Því rörin eða gasið í þeim kemur þjónustu fyrirtækisins ekki við. Það er annað fyrirtæki í því. Skilvirkni hagkerfisins ykist við það að þetta fólk hætti störfum. Gerði ekki neitt. Á kaupi. Fólkið sem er að búa eitthvað til úr gasinu í alvörufyrirtækjunum hætti þá að tapa vinnutíma í atvinnutruflarana. Enn ykist framleiðni þjóðfélagsins ef allt þetta fólk beindi kröftum sínum til að aðstoða frekar en að trufla. Segjum með því að grafa skurði, eða stunda vísindastörf. Þessi vúdútrú er viðurkennd víðar en á Haítí. Meira að segja hér í smáþorpinu okkar Íslandi á að framleiða vinnu með nauðungarmilliliðun. Dæmi: Umferðarstofa skal halda bifreiðaskrá en er bannað að veita upplýsingar úr henni nema til fyrirtækja sem selja upplýsingarnar. Annað dæmi: „Samkeppni“ í sölu á rafmagni. Sama rafmagninu úr sömu leiðslunni. Þetta er annaðhvort trúarkredda eða til atvinnusköpunar. Sé hið seinna rétt væri hagkvæmara að borga einkarafmagnssölufólkinu fyrir að gera ekkert en stunda þau skemmdarverk á hagkerfinu sem það vinnur í góðri trú. Einmitt, trú. Þér trúaðir: Prófið nú að skipta yfir í jólasveininn, eða Jesú, í staðinn fyrir vúdúið. Það veldur minna tjóni um mánaðamótin heima hjá mér og öðrum almenningi. Höfundur er leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ari Arnórsson skrifar um atvinnumál Ég var um daginn að sinna hópi fólks í skemmti/mútuferð á kostnað bresks fyrirtækis. Þau eru 3.000 – þrjú þúsund – saman í húsi, sitja við síma og selja fyrirtækjum gas. Að auki aka hundruð um í bílum til að heimsækja fyrirtæki og selja þeim gas. Og svo eru allir hinir sem selja almenningi gas. Og gleymum ekki að það eru sex önnur fyrirtæki líka að selja öllum gas. Og svo er gríðarleg vinna að selja rafmagn, aftur og aftur. Það er önnur deild. Enn fleiri sitja og stýra öllu þessu fólki. Þetta eru ansi mörg þúsund manns. Starfi alls þessa fólks er aðeins einn. Að trufla vinnandi fólk. Því sama hvað seljandinn heitir: Gasið er það sama, kemur frá sama stað um sama rör og kostar sama. Rafmagnið líka. Þar sem allir eru með sama verð ræður þjónustan, segja þau. Hvaða þjónusta? Jú, að trufla vinnandi fólk betur en keppinautarnir, gefa enn fleiri penna, flísteppi og bæklinga og bljúgyrði en hinir. Því rörin eða gasið í þeim kemur þjónustu fyrirtækisins ekki við. Það er annað fyrirtæki í því. Skilvirkni hagkerfisins ykist við það að þetta fólk hætti störfum. Gerði ekki neitt. Á kaupi. Fólkið sem er að búa eitthvað til úr gasinu í alvörufyrirtækjunum hætti þá að tapa vinnutíma í atvinnutruflarana. Enn ykist framleiðni þjóðfélagsins ef allt þetta fólk beindi kröftum sínum til að aðstoða frekar en að trufla. Segjum með því að grafa skurði, eða stunda vísindastörf. Þessi vúdútrú er viðurkennd víðar en á Haítí. Meira að segja hér í smáþorpinu okkar Íslandi á að framleiða vinnu með nauðungarmilliliðun. Dæmi: Umferðarstofa skal halda bifreiðaskrá en er bannað að veita upplýsingar úr henni nema til fyrirtækja sem selja upplýsingarnar. Annað dæmi: „Samkeppni“ í sölu á rafmagni. Sama rafmagninu úr sömu leiðslunni. Þetta er annaðhvort trúarkredda eða til atvinnusköpunar. Sé hið seinna rétt væri hagkvæmara að borga einkarafmagnssölufólkinu fyrir að gera ekkert en stunda þau skemmdarverk á hagkerfinu sem það vinnur í góðri trú. Einmitt, trú. Þér trúaðir: Prófið nú að skipta yfir í jólasveininn, eða Jesú, í staðinn fyrir vúdúið. Það veldur minna tjóni um mánaðamótin heima hjá mér og öðrum almenningi. Höfundur er leiðsögumaður.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun