Sprotar eða töfrasprotar Davíð Stefánsson skrifar 18. apríl 2009 06:00 Nú sveifla karlar og konur töfrasprotum til að leysa vanda þjóðarinnar. Líklega er vinsælasti sprotinn nefndur Helguvík, sá næstvinsælasti Bakki á Húsavík. Báðir eru þeir rándýrir kostir – áætlað er að kostnaður ríkisins við hvert starf í álverinu á Reyðarfirði hafi hljóðað upp á 150 milljónir króna. Það er því ekki aðeins af umhverfisástæðum sem VG vill ekki fara álveraleiðina. Eins og kom fram í heimildarmyndinni Draumalandinu olli Kárahnjúkavirkjun svo miklum hita í hagkerfinu að hækka þurfti vexti upp úr öllu valdi til að kæla aðra hluta kerfisins. Ef fjölbreytni á að stýra endurmótun hins Nýja Íslands gerist það ekki með þessum hætti – stórar töfralausnir beinlínis hamla fjölbreytninni. Nú þegar íslenskt efnahagslíf riðar og hristist er glapræði að setja af stað risastórar framkvæmdir á borð við byggingu álvers. Það liggur ekki einu sinni fyrir hvaðan orkan fyrir Helguvík á að koma, en það er sjálfsagt smámál sem flutningsmenn ætla að leysa eftir á, þegar of seint verður að bakka út. Stærsta óréttlætið í þessu samhengi er að samningarnir fyrir Helguvík byggja á tengingu raforkuverðs við heimsmarkaðsverð á áli. Það fer nærri að við seljum orkuna okkar undir kostnaðarverði, helmingi lægra verði en í Brasilíu. Teljast það góðir viðskiptahættir? Spyr sá sem ekki veit. Ég er ekki orkusérfræðingur eða viðskiptafræðingur. Ég er bókmenntafræðingur. Því lít ég á menningu sem verðmæti, bæði huglæg og efnisleg. Ég veit að góð skáldsaga skapar afleidd störf hjá bókaforlagi, ritstjóra, prófarkalesara, grafískum hönnuði, umbrotsmanni, pappírsframleiðanda, blekframleiðanda, prentara, plastara, dreifingaraðila, bókabúðum, bókagagnrýnanda og bókasöfnum. Þetta er aldrei talað um, því að í umræðunni virðast afleidd störf aðeins stafa af stórframkvæmdum. Á sama tíma veit ég að góð skáldsaga örvar hugarflugið, veitir lesandanum frí frá amstri dagsins og víkkar út sjóndeildarhring hans – almenn vellíðan hans eykst og að sama skapi eykst virði hans inn í samfélagið og hagkerfið. Á sjónvarpsfundi RÚV á NASA náði Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri ÚTÓN, að kynna stuttlega hugmyndir um tónlistarhátíðir út um allt land. Hún óskaði eftir 30 milljónum, smáaurum sem sagt. Hún er líklega undir áhrifum frá Finnlandi, en þar notuðu Finnar menninguna markvisst til að byggja upp eftir kreppuna. Við þurfum fleiri slíkar hugmyndir sem eru umhverfisvænar, menningarlegar og sjálfbærar. Við þurfum nauðsynlega þá fjölmörgu sprota sem liggja í eigin skapandi hugsun. En við þurfum ekki fleiri töfrasprota á borð við Kárahnjúka, Fjarðaál, Helguvík og Bakka. Íslensk hugsun er einfaldlega miklu stærri en stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar. Höfundur skipar 5. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú sveifla karlar og konur töfrasprotum til að leysa vanda þjóðarinnar. Líklega er vinsælasti sprotinn nefndur Helguvík, sá næstvinsælasti Bakki á Húsavík. Báðir eru þeir rándýrir kostir – áætlað er að kostnaður ríkisins við hvert starf í álverinu á Reyðarfirði hafi hljóðað upp á 150 milljónir króna. Það er því ekki aðeins af umhverfisástæðum sem VG vill ekki fara álveraleiðina. Eins og kom fram í heimildarmyndinni Draumalandinu olli Kárahnjúkavirkjun svo miklum hita í hagkerfinu að hækka þurfti vexti upp úr öllu valdi til að kæla aðra hluta kerfisins. Ef fjölbreytni á að stýra endurmótun hins Nýja Íslands gerist það ekki með þessum hætti – stórar töfralausnir beinlínis hamla fjölbreytninni. Nú þegar íslenskt efnahagslíf riðar og hristist er glapræði að setja af stað risastórar framkvæmdir á borð við byggingu álvers. Það liggur ekki einu sinni fyrir hvaðan orkan fyrir Helguvík á að koma, en það er sjálfsagt smámál sem flutningsmenn ætla að leysa eftir á, þegar of seint verður að bakka út. Stærsta óréttlætið í þessu samhengi er að samningarnir fyrir Helguvík byggja á tengingu raforkuverðs við heimsmarkaðsverð á áli. Það fer nærri að við seljum orkuna okkar undir kostnaðarverði, helmingi lægra verði en í Brasilíu. Teljast það góðir viðskiptahættir? Spyr sá sem ekki veit. Ég er ekki orkusérfræðingur eða viðskiptafræðingur. Ég er bókmenntafræðingur. Því lít ég á menningu sem verðmæti, bæði huglæg og efnisleg. Ég veit að góð skáldsaga skapar afleidd störf hjá bókaforlagi, ritstjóra, prófarkalesara, grafískum hönnuði, umbrotsmanni, pappírsframleiðanda, blekframleiðanda, prentara, plastara, dreifingaraðila, bókabúðum, bókagagnrýnanda og bókasöfnum. Þetta er aldrei talað um, því að í umræðunni virðast afleidd störf aðeins stafa af stórframkvæmdum. Á sama tíma veit ég að góð skáldsaga örvar hugarflugið, veitir lesandanum frí frá amstri dagsins og víkkar út sjóndeildarhring hans – almenn vellíðan hans eykst og að sama skapi eykst virði hans inn í samfélagið og hagkerfið. Á sjónvarpsfundi RÚV á NASA náði Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri ÚTÓN, að kynna stuttlega hugmyndir um tónlistarhátíðir út um allt land. Hún óskaði eftir 30 milljónum, smáaurum sem sagt. Hún er líklega undir áhrifum frá Finnlandi, en þar notuðu Finnar menninguna markvisst til að byggja upp eftir kreppuna. Við þurfum fleiri slíkar hugmyndir sem eru umhverfisvænar, menningarlegar og sjálfbærar. Við þurfum nauðsynlega þá fjölmörgu sprota sem liggja í eigin skapandi hugsun. En við þurfum ekki fleiri töfrasprota á borð við Kárahnjúka, Fjarðaál, Helguvík og Bakka. Íslensk hugsun er einfaldlega miklu stærri en stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar. Höfundur skipar 5. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun