Nú verða orð að standa! Sighvatur Björgvinsson skrifar 22. apríl 2009 00:01 Nú er ögurstund á Íslandi. Í 14 ár – eða allt frá kosningunum 1995 – hafa Íslendingar þráttað um kost og löst þess að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Umræðan hefur ávallt fallið í sama farið. Skipst hefur verið á gagnkvæmum fullyrðingum um hver niðurstaðan yrði. Aldrei hefur mátt láta á reyna. Aldrei mátt ganga úr skugga um hvað rétt sé. Bara gapað upp í vindinn. Ef öll umræða á Íslandi hefði verið á þessa bókina lærð hefði Ísland aldrei gerst aðili að neinu fjölþjóðlegu samstarfi. Aldrei tekið þátt í EFTA. Aldrei notið góðs af EES. Íslenska þjóðin væri enn að þræta. Enn að skiptast á gagnkvæmum fullyrðingum. Enn að gapa upp í vindinn. Aldrei neinn getað tekið af skarið. Sífellt fleirum verður nú ljóst, að áframhaldandi þráseta og þvergirðingsháttur mun óhjákvæmilega kosta þjóðina annað áfall, sem hún mun ekki rísa undir. Þrætubókarlistin mun reynast Íslendingum dýrkeyptari en svo að þjóðin fái við ráðið. Nú er ekki hægt lengur að drepa málunum á dreif. Við getum ekki gert okkur að athlægi erlendis með heimóttarskap eins og þeim að ætla að fá alþjóðastofnanir til þess að ganga erinda okkar í mörkun peningastefnu, um að taka upp norska krónu, eyri vaðmáls eða kúgildi sem gjaldmiðil. Nógu margir gera nú grín að íslensku þjóðinni svo það bætist ekki ofaná að láta líka hlægja að heimóttarskapnum. Við verðum að fá að vita kost og löst, ekki með því að halda áfram að skiptast á gagnkvæmum og innihaldslitlum fullyrðingum heldur með því að fá lagt á borðið hvaða niðurstöðum við getum náð. Af hverju má það ekki? Við hvað eru menn hræddir? Eftir fjórtán ár gapandi upp í vindinn? Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar vann í lok níunda áratugarins eftirminnilegan sigur á óðaverðbólgunni með þjóðarsáttarsamningunum. Alþýðuflokkurinn sat í þeirri ríkisstjórn. Sá árangur var þeirrar stærðar, að það þurfti sterk rök fyrir því að halda ekki því samstarfi áfram eftir kosningarnar 1991. Þau sterku rök voru, að án þess að skipta um ríkisstjórn var aðild Íslands að EES í sjálfheldu og væri það enn. Ef Alþýðuflokkurinn hefði ekki látið því samstarfi lokið hefði Ísland aldrei hafið samningaviðræður um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Landsmenn væru þá enn að rífast um hvort leita ætti slíkra samninga eins og þeir hafa þrætt um það nú í 14 ár hvort ætti að spyrjast fyrir um kjör Íslands hjá Evrópusambandinu. Þegar Samfylkingin var stofnuð kynnti hún sig sem valkost við Sjálfstæðisflokkinn. Loks væri kominn flokkur, sem gæti náð þeirri stærð að geta axlað stjórnarforystu í samkeppni við Sjálfstæðisflokkinn. Annað hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn – um það stæði valið. Hvaða rök voru þá fyrir því að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn árið 2007? Sömu rök og réðu valinu eftir kosningarnar 1991 – að einungis þannig gæti Samfylkingin náð sérstöku baráttumáli sínu í höfn? Evrópumálunum. Það héldum við margir. Við héldum að sátt hefði náðst milli forystumanna um að leiða það mál til lykta á kjörtímabilinu. Eða voru það meginrökin að koma bara í veg fyrir að aðrir aðrir flokkar en Samfylkingin veldust til stjórnarsetu? Tíminn virðist nú hafa svarað þeirri spurningu. Hvað annað stendur eftir? Það svar er mér ekki að skapi. Svo er um fleiri af mínum félögum. Samfylkingin stendur ekki lengur nánast ein í afstöðu til Evrópu. Hún hefur fengið liðsinni atvinnulífsins og samtaka launafólks við þá stefnu að leita eftir viðræðum við Evrópusambandið. Allir þessir aðilar gera sér ljósa grein fyrir því að það er orðið lífsspursmál fyrir þjóðina að láta á það reyna strax hvaða skilmála Íslendingar geta fengið sæki þeir um aðild að Evrópusambandinu og að þjóðin fái svo að taka afstöðu til þeirra skilmála í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef Samfylkingin ekki situr við sinn keip, ef hún selur þetta baráttumál sitt fyrir kosningar fyrir völd eftir kosningar þá er aðild sú, sem ég átti að stofnun hennar, ein mestu mistök sem ég hef gert á mínum stjórnmálaferli. Svo einfalt er það. Svo skýrt. Höfundur stóð sem formaður Alþýðuflokksins að stofnun Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Nú er ögurstund á Íslandi. Í 14 ár – eða allt frá kosningunum 1995 – hafa Íslendingar þráttað um kost og löst þess að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Umræðan hefur ávallt fallið í sama farið. Skipst hefur verið á gagnkvæmum fullyrðingum um hver niðurstaðan yrði. Aldrei hefur mátt láta á reyna. Aldrei mátt ganga úr skugga um hvað rétt sé. Bara gapað upp í vindinn. Ef öll umræða á Íslandi hefði verið á þessa bókina lærð hefði Ísland aldrei gerst aðili að neinu fjölþjóðlegu samstarfi. Aldrei tekið þátt í EFTA. Aldrei notið góðs af EES. Íslenska þjóðin væri enn að þræta. Enn að skiptast á gagnkvæmum fullyrðingum. Enn að gapa upp í vindinn. Aldrei neinn getað tekið af skarið. Sífellt fleirum verður nú ljóst, að áframhaldandi þráseta og þvergirðingsháttur mun óhjákvæmilega kosta þjóðina annað áfall, sem hún mun ekki rísa undir. Þrætubókarlistin mun reynast Íslendingum dýrkeyptari en svo að þjóðin fái við ráðið. Nú er ekki hægt lengur að drepa málunum á dreif. Við getum ekki gert okkur að athlægi erlendis með heimóttarskap eins og þeim að ætla að fá alþjóðastofnanir til þess að ganga erinda okkar í mörkun peningastefnu, um að taka upp norska krónu, eyri vaðmáls eða kúgildi sem gjaldmiðil. Nógu margir gera nú grín að íslensku þjóðinni svo það bætist ekki ofaná að láta líka hlægja að heimóttarskapnum. Við verðum að fá að vita kost og löst, ekki með því að halda áfram að skiptast á gagnkvæmum og innihaldslitlum fullyrðingum heldur með því að fá lagt á borðið hvaða niðurstöðum við getum náð. Af hverju má það ekki? Við hvað eru menn hræddir? Eftir fjórtán ár gapandi upp í vindinn? Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar vann í lok níunda áratugarins eftirminnilegan sigur á óðaverðbólgunni með þjóðarsáttarsamningunum. Alþýðuflokkurinn sat í þeirri ríkisstjórn. Sá árangur var þeirrar stærðar, að það þurfti sterk rök fyrir því að halda ekki því samstarfi áfram eftir kosningarnar 1991. Þau sterku rök voru, að án þess að skipta um ríkisstjórn var aðild Íslands að EES í sjálfheldu og væri það enn. Ef Alþýðuflokkurinn hefði ekki látið því samstarfi lokið hefði Ísland aldrei hafið samningaviðræður um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Landsmenn væru þá enn að rífast um hvort leita ætti slíkra samninga eins og þeir hafa þrætt um það nú í 14 ár hvort ætti að spyrjast fyrir um kjör Íslands hjá Evrópusambandinu. Þegar Samfylkingin var stofnuð kynnti hún sig sem valkost við Sjálfstæðisflokkinn. Loks væri kominn flokkur, sem gæti náð þeirri stærð að geta axlað stjórnarforystu í samkeppni við Sjálfstæðisflokkinn. Annað hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn – um það stæði valið. Hvaða rök voru þá fyrir því að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn árið 2007? Sömu rök og réðu valinu eftir kosningarnar 1991 – að einungis þannig gæti Samfylkingin náð sérstöku baráttumáli sínu í höfn? Evrópumálunum. Það héldum við margir. Við héldum að sátt hefði náðst milli forystumanna um að leiða það mál til lykta á kjörtímabilinu. Eða voru það meginrökin að koma bara í veg fyrir að aðrir aðrir flokkar en Samfylkingin veldust til stjórnarsetu? Tíminn virðist nú hafa svarað þeirri spurningu. Hvað annað stendur eftir? Það svar er mér ekki að skapi. Svo er um fleiri af mínum félögum. Samfylkingin stendur ekki lengur nánast ein í afstöðu til Evrópu. Hún hefur fengið liðsinni atvinnulífsins og samtaka launafólks við þá stefnu að leita eftir viðræðum við Evrópusambandið. Allir þessir aðilar gera sér ljósa grein fyrir því að það er orðið lífsspursmál fyrir þjóðina að láta á það reyna strax hvaða skilmála Íslendingar geta fengið sæki þeir um aðild að Evrópusambandinu og að þjóðin fái svo að taka afstöðu til þeirra skilmála í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef Samfylkingin ekki situr við sinn keip, ef hún selur þetta baráttumál sitt fyrir kosningar fyrir völd eftir kosningar þá er aðild sú, sem ég átti að stofnun hennar, ein mestu mistök sem ég hef gert á mínum stjórnmálaferli. Svo einfalt er það. Svo skýrt. Höfundur stóð sem formaður Alþýðuflokksins að stofnun Samfylkingarinnar.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun