Hvað getum við gert fyrir ESB? 24. apríl 2009 06:00 Grímur Atlason skrifar um Evrópumál Við verðum að skipta um gjaldmiðil – það er staðreynd. Kerfið, sem kallað var íslenska efnahagsundrið, bjó hér til loftbóluhagkerfi sem sprakk í andlitið á okkur með hrikalegum afleiðingum. Vaxtamunur og ónýtur gjaldmiðill hafa síðan gert það að verkum að við erum í algjörri pattstöðu. Nú er svo komið að þessi fyrirtæki eru flest farin að pakka niður og ætla sér annað. Við verðum að bregðast við. Verkefni stjórnvalda eftir þessar kosningar eru eftirfarandi: 1. Setja sér samningsmarkmið og sækja um aðild að Evrópusambandinu og lýsa yfir eindregnum vilja okkar til þess að leggja af krónuna sem gjaldmiðil og taka upp evru. 2. Þjóðnýta kvótann og tryggja þannig að auðlindin haldist hjá þjóðinni og að byggðir landsins geti blómstrað á ný. 3. Ofangreindar aðgerðir ásamt samningum við lánardrottna okkar og jöklabréfaeigendur gerir það að verkum að hægt verður að lækka vexti fljótt og örugglega og verðbólga lækkar í kjölfarið. 4. Menntun menning og aftur menntun og menning eru lykilhugtök uppbyggingarinnar. 5. Styrkja sveitarstjórnarstigið þannig að nærsamfélagið verði starfhæft – en það er lykillinn að uppbyggingu. 6. Veðja á margt smátt í stað þess að veðja á eina patent lausn: Álver og bankar eru ágæt með en bara álver og bara bankar er fullreyndur stígur. 7. Fæðuöryggi þjóðarinnar verður best tryggt með því að hlúa að og styrkja íslenska matvælaframleiðslu – það fer ágætlega saman við inngöngu í Evrópusambandið. Það er klárt mál að samningsmarkmið okkar eiga að vera skýr þegar kemur að samningum við ESB. Sérstaða íslensks landbúnaðar og sjávarútvegs liggur fyrir. Við erum eyþjóð og það er klárt að óheftur innflutningur t.d. á hráu kjöti gengur ekki upp. Það er líka rétt að 90% af pakkanum liggur ljós fyrir. En það er ekki eins og það sé slæmt. Það er ekki stefna ESB að ofveiða fisk. Reglur ESB stuðla að hlutfallslegum stöðugleika og tryggja að íslenskur sjávarútvegur nýtur nálægðarinnar við miðin og hefðarréttar á stofnum sem ekki eru deilistofnar. Innan ESB verðum við ein af þremur stærstu fiskveiðiþjóðum sambandsins og í sterkri stöðu til að hafa mikil áhrif á mótun nýrrar fiskveiðistefnu. Þessu verður að halda til haga fyrir grátkórnum. Stöðu sveitarfélaga á Íslandi, ekki síst þeirra sem eru á landsbyggðinni, er betur borgið innan Evrópusambandsins. Mýmargar áætlanir sem miða að uppbyggingu á harðbýlum svæðum og köldum hagkerfum innan einstakra landa eru í gangi. Þessar áætlanir hafa skilað umtalsverðum árangri m.a. í Portúgal, Spáni, Svíþjóð, Finnlandi, Slóveníu og Póllandi. Hverfum frá haftastefnunni, hún er vond og mun ekki byggja upp blómlega byggð á Íslandi. Losum bændur, sjómenn og aðra undan klöfum ofurvaxta og einhæfni. Tökum þátt í samfélagi þjóða og öxlum okkar ábyrgð. Höfum trú á okkur sjálfum og því sem við getum gert fyrir Evrópu. Spyrjum ekki bara; hvað getur Evrópusambandið gert fyrir okkur? Spyrjum líka: Hvað getum við gert fyrir Evrópu? Okkur mun farnast vel sem fullgildum þátttakanda í samfélagi Evrópuríkja. Þess vegna er ég sammála því að gengið verði til aðildarviðræðna við Evrópusambandið strax að loknum kosningum. Ef þú ert sammála skráðu þig þá á www.sammala.is. Höfundur er í 6. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Grímur Atlason skrifar um Evrópumál Við verðum að skipta um gjaldmiðil – það er staðreynd. Kerfið, sem kallað var íslenska efnahagsundrið, bjó hér til loftbóluhagkerfi sem sprakk í andlitið á okkur með hrikalegum afleiðingum. Vaxtamunur og ónýtur gjaldmiðill hafa síðan gert það að verkum að við erum í algjörri pattstöðu. Nú er svo komið að þessi fyrirtæki eru flest farin að pakka niður og ætla sér annað. Við verðum að bregðast við. Verkefni stjórnvalda eftir þessar kosningar eru eftirfarandi: 1. Setja sér samningsmarkmið og sækja um aðild að Evrópusambandinu og lýsa yfir eindregnum vilja okkar til þess að leggja af krónuna sem gjaldmiðil og taka upp evru. 2. Þjóðnýta kvótann og tryggja þannig að auðlindin haldist hjá þjóðinni og að byggðir landsins geti blómstrað á ný. 3. Ofangreindar aðgerðir ásamt samningum við lánardrottna okkar og jöklabréfaeigendur gerir það að verkum að hægt verður að lækka vexti fljótt og örugglega og verðbólga lækkar í kjölfarið. 4. Menntun menning og aftur menntun og menning eru lykilhugtök uppbyggingarinnar. 5. Styrkja sveitarstjórnarstigið þannig að nærsamfélagið verði starfhæft – en það er lykillinn að uppbyggingu. 6. Veðja á margt smátt í stað þess að veðja á eina patent lausn: Álver og bankar eru ágæt með en bara álver og bara bankar er fullreyndur stígur. 7. Fæðuöryggi þjóðarinnar verður best tryggt með því að hlúa að og styrkja íslenska matvælaframleiðslu – það fer ágætlega saman við inngöngu í Evrópusambandið. Það er klárt mál að samningsmarkmið okkar eiga að vera skýr þegar kemur að samningum við ESB. Sérstaða íslensks landbúnaðar og sjávarútvegs liggur fyrir. Við erum eyþjóð og það er klárt að óheftur innflutningur t.d. á hráu kjöti gengur ekki upp. Það er líka rétt að 90% af pakkanum liggur ljós fyrir. En það er ekki eins og það sé slæmt. Það er ekki stefna ESB að ofveiða fisk. Reglur ESB stuðla að hlutfallslegum stöðugleika og tryggja að íslenskur sjávarútvegur nýtur nálægðarinnar við miðin og hefðarréttar á stofnum sem ekki eru deilistofnar. Innan ESB verðum við ein af þremur stærstu fiskveiðiþjóðum sambandsins og í sterkri stöðu til að hafa mikil áhrif á mótun nýrrar fiskveiðistefnu. Þessu verður að halda til haga fyrir grátkórnum. Stöðu sveitarfélaga á Íslandi, ekki síst þeirra sem eru á landsbyggðinni, er betur borgið innan Evrópusambandsins. Mýmargar áætlanir sem miða að uppbyggingu á harðbýlum svæðum og köldum hagkerfum innan einstakra landa eru í gangi. Þessar áætlanir hafa skilað umtalsverðum árangri m.a. í Portúgal, Spáni, Svíþjóð, Finnlandi, Slóveníu og Póllandi. Hverfum frá haftastefnunni, hún er vond og mun ekki byggja upp blómlega byggð á Íslandi. Losum bændur, sjómenn og aðra undan klöfum ofurvaxta og einhæfni. Tökum þátt í samfélagi þjóða og öxlum okkar ábyrgð. Höfum trú á okkur sjálfum og því sem við getum gert fyrir Evrópu. Spyrjum ekki bara; hvað getur Evrópusambandið gert fyrir okkur? Spyrjum líka: Hvað getum við gert fyrir Evrópu? Okkur mun farnast vel sem fullgildum þátttakanda í samfélagi Evrópuríkja. Þess vegna er ég sammála því að gengið verði til aðildarviðræðna við Evrópusambandið strax að loknum kosningum. Ef þú ert sammála skráðu þig þá á www.sammala.is. Höfundur er í 6. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun