Fleiri fréttir Er rógur lævís flótti frá raunveruleikanum? Hjörleifur Jakobsson skrifar Sem fyrrverandi stjórnarmanni í Kaupþingi blöskrar mér hin ósanngjarna umræða að undanförnu um málefni bankans. Markvisst hefur verið lekið óljósum og misvísandi upplýsingum til fjölmiðla til að þyrla upp moldviðri og lævísar smjörklípur ganga ómeltar á milli fjölmiðla og almennings. 31.1.2009 06:00 Ég er enn mótmælandi Arnar Guðmundsson skrifar Ég mótmæli því að við stefnum tækifærum barnanna okkar til að búa við góð lífskjör og öflugt velferðar- og menntakerfi í hættu með ábyrgðarleysi í kjölfar fjármálakreppunnar. Þess vegna eru mínar kröfur í mótmælunum fáar en efnislegar og óháðar ríkisstjórnarmynstri. Ég krefst þess að stjórnvöld, framfylgi hratt og fumlaust þeirri aðgerðaáætlun sem sett var fram í Viljayfirlýsingu ríkisstjórnar til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að leysa hér úr bráðri gjaldeyris- og fjármálakreppu og skapi þannig eðlilegar forsendur fyrir tekjuöflun þjóðarinnar, atvinnu og velferð með endurreisn atvinnulífs og utanríkisviðskipta. 28.1.2009 05:00 Þak á innheimtukostnað og lækkun dráttarvaxta Björgvin G. Sigurðsson skrifar Björgvin G. Sigurðsson skrifar um innheimtu Nú um miðja þessarar stormasömu viku undirritaði ég reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar sem tekur gildi um næstu mánaðamót. Reglugerðin byggir á innheimtulögum er öðluðust gildi nú um áramót. Kjarni hennar er að sett er þak á þá fjárhæð sem krefja má skuldara um við innheimtu gjaldfallinna peningakrafna fyrir aðra eða vegna eigin starfsemi. Í lögunum og reglugerðinni er m.a. kveðið á um góða innheimtuhætti þannig að ekki má t.d. beita skuldara óhæfilegum þrýstingi eða valda honum óþarfa tjóni eða óþægindum. 24.1.2009 07:00 Burt með Ísraelsher! Neyðaraðstoð til Gaza Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sveinn Rúnar Hauksson skrifar um Gaza Eins og við hafði verið búist þá linnti árásum Ísraelshers á Gaza um síðustu helgi, að minnsta kosti í bili? Það þurfti að sópa gólf áður en nýr Bandaríkjaforseti tæki við. Enda þótt dauðinn og eyðileggingin af völdum Ísraelshers sé ægileg en hún blasir við sjónum hvarvetna á Gazasvæðinu, þá er önnur eyðilegging sú sem Ísraelsstjórn hefur valdið sjálfri sér og Ísraelsríki um langa framtíð. Hann verður seint máður af morðingjabletturinn sem nú stingur í augun meira en nokkru sinni fyrr í sex áratuga blóðugri hernámssögu Ísraelsríkis gagnvart nágrönnum sínum. 24.1.2009 06:00 Hvernig verjast smáríki ytri áföllum? Baldur Þórhallson skrifar Hér birtist lengri útgáfa greinar sem Baldur Þórhallsson prófessor skrifaði í Fréttablaðið í dag: Smáríki, eins og Ísland, þarf á öflugu efnahagslegu skjóli að halda hjá voldugum nágrönnum eða fjölþjóðastofnunum til að standa af sér alþjóðlegar hagsveiflur og tryggja hagsmuni sína í alþjóðasamfélaginu. Í þessari grein er því haldið fram að íslenskum stjórnvöldum hafi mistekist að tryggja landinu efnahagslegt skjól. 23.1.2009 06:00 Af lýðræðishalla ESB Ríki, til dæmis Íslandi, er stjórnað af ríkisstjórn sem samanstendur af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem valdir eru í beinum kosningum til Alþingis. Kjörnir þingmenn verða ráðherrar og mynda framkvæmdavald. Á löggjafarþinginu sitja svo aðrir þingmenn kosnir í sömu kosningum. 23.1.2009 05:00 Vopnahlé á Gaza Elsa Dóróthea Daníelsdóttir skrifar Fólk mér kærkomið hefur haft samband við mig og beðið mig um að skrifa meira til að upplýsa Íslendinga um ástandið hérna megin í heiminum. Svo ég ákvað að segja ykkur frá einhverju af því sem ég hef heyrt og séð síðustu daga. Ég hef margar sorgarsögur að segja, hér á eftir eru aðeins örfáar þeirra. 22.1.2009 06:00 Slæm staða Hafnarfjarðar Illa hefur verið haldið á fjármálum Hafnarfjarðarbæjar á undanförnum árum. Dapurlegt er að meirihlutinn í bæjarstjórn skyldi ekki haustið 2007 taka tilboði Orkuveitu Reykjavíkur í eignarhlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja eins og sjálfstæðismenn lögðu til og sveitarfélög á Suðurnesjum höfðu gert. 22.1.2009 06:00 Hvað er fram undan? Fólk heldur áfram að efna til mótmæla, sem ég skil vel. Hef jafnvel mætt á suma þessara funda og klappað fyrir ræðumönnum. Enda af nógu að taka og margt mætti betur fara. Fólk kallar eftir kosningum og ég tek undir þá kröfu að þjóðin veiti Alþingi nýtt umboð til að takast á við vandann. Þess vegna sömu flokkum og nú stjórna. Það ræðst af því sem kemur upp úr kjörkössunum. Þetta snýst um lýðræði. 22.1.2009 06:00 Háskólasjúkrahús Jón Gunnarsson alþingismaður birti grein í Fréttablaðinu 19. janúar undir fyrirsögninni „Hátæknisjúkrahús“. Þar lýsir hann efasemdum um að byggt verði „hátæknisjúkrahús“ í Vatnsmýrinni og að nær væri að efla og sérhæfa starfsemi stærri sjúkrahúsa á nokkrum stöðum á landinu. Hlutverk Landspítala og sjúkrahússtarfsemi almennt nú á dögum þarf að skýra. 22.1.2009 06:00 Aðgerðir gegn atvinnuleysi Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um atvinnuleysi Félags- og tryggingamálaráðuneytið leggur kapp á að virkja og efla vinnumarkaðsúrræði sem ráðuneytið og stofnanir þess hafa yfir að ráða og finna nýjar leiðir til að sporna við vaxandi atvinnuleysi. Breytingar hafa verið gerðar á lögum og nýlega voru settar reglugerðir um fjölbreytt vinnumarkaðsúrræði sem eiga að auðvelda fólki án atvinnu að halda virkni sinni, stuðla að tengslum þess við atvinnulífið og skapa því leiðir til að bæta möguleika sína til atvinnuþátttöku á ný. Hækkun atvinnuleysisbóta var flýtt og tók hækkunin gildi 1. janúar sl. í stað 1. mars eins og áður hafði verið ákveðið. 21.1.2009 05:00 Kjósum um nýtt Ísland Þær raddir gerast nú æ háværari að lýðveldi Íslendinga sé gengið sér til húðar og að við endurreisn þess þurfi að gera grundvallarbreytingar á stjórnskipan landsins; stofna nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá. Meðal talsmanna þessara sjónarmiða eru rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson og Njörður P. Njarðvík. 21.1.2009 04:00 Stórfyrirtækjum er það ljóst Allir stjórnendur skilja nauðsyn þess að halda starfsmönnum upplýstum. Þeir taka því hins vegar oft sem gefnu að starfmenn viti fyrir hvað fyrirtækin þeirra standa. Raunin er oft önnur því á sumum stöðum hafa starfsmenn ekki hugmynd um það. Á öðrum stöðum er þekkingin til staðar en þeir hafa hins vegar ekki þau tól né umboð til þess að geta unnið samkvæmt því. Í þessum tilfellum eru ytri markaðsherferðir alltaf að segja eitt, en starfsfólkið segir og gerir annað. 21.1.2009 03:45 Samkeppni hraðar endurreisn Í kjölfar bankarhrunsins er mikilvægt að hefja strax endurreisn á íslensku viðskipta- og efnahagslífi. Til að það sé mögulegt á sem stystum tíma verður að ríkja öflug samkeppni hér á landi. Af þeim sökum lagði ég fram þingsályktunartillögu fyrir jól um heildarendurskoðun á samkeppnisumhverfi íslenskra fyrirtækja. 21.1.2009 03:30 Atlaga að almannahag Gunnar Tómasson skrifar Upplýsingar á vefsíðu Seðlabanka Íslands um greiðslujöfnuð þjóðarbúsins gagnvart útlöndum frá 2004 til septemberloka 2008 endurspegla stórfellda aukningu vaxtatekna og vaxtagjalda á þessu tímabili. 20.1.2009 07:00 Hátæknisjúkrahús Hörð viðbrögð hafa víða komið vegna tillagna heilbrigðisráðherra um hagræðingu í heilbrigðiskerfinu. Hlutverk hans við þær erfiðu aðstæður sem nú eru í samfélaginu er ekki öfundsvert. Málaflokkurinn er mikilvægur og sterkar tilfinningar eru gagnvart sjúkrastofnunum. 19.1.2009 04:00 Örþjóð á krossgötum Á síðustu árum hefur verið mikill uppgangur í íslensku efnahagskerfi. Frá árinu 2004 til loka september 2008 jókst verg landsframleiðsla um 54% og útflutningstekjur um 69%. Frá 2004 til 2007 jókst kaupmáttur launa um 9%. Menn trúðu því að hér væri mikil velmegun á ferð, sem byggðist á áræðni og dugnaði þjóðarinnar. Þegar betur er að gáð var ekki um vöxt að ræða, sem byggðist á aukinni framleiðni og verðmætasköpun, heldur vöxt sem að stórum hluta var byggður á erlendri skuldasöfnun. 16.1.2009 06:00 Framsókn til framtíðar Stjórnmálaflokkarnir eru ein meginstoð þess lýðræðiskerfis sem við búum við. Því miður hefur það hins vegar gerst á síðustu áratugum að fólk hefur í minna mæli sinnt starfi innan stjórnmálaflokka en áður. Þetta hefur leitt til þess að færri einstaklingar taka ákvarðanir, marka stefnu og velja frambjóðendur en áður var. Áhugi fólks á stjórnmálum hefur samt sem áður ekki minnkað og við breyttar aðstæður í þjóðfélaginu má búast við að fólk hafi meiri tíma og hvata til að taka þátt í stjórnmálastarfi. 16.1.2009 05:00 Neyðarlögin og framkvæmd þeirra Í byrjun október tókst að koma í veg fyrir að bankastarfsemi stöðvaðist, þrátt fyrir fall viðskiptabankanna þriggja sem náðu yfir um 85% af bankakerfi landsins. Öll hefðbundin innlend bankaþjónusta gekk áfallalaust, bankaútibú voru opin og greiðslukort virkuðu. Stofnaðir voru nýir bankar til að sinna innlendri bankaþjónustu og ráðstafanir gerðar til að vernda og vinna úr eignum gömlu bankanna. Þessar aðgerðir voru framkvæmdar á grundvelli svokallaðra neyðarlaga sem Alþingi samþykkti 6. október sl. 15.1.2009 07:30 „Ráðherrar sömdu spurningar“ Menn muna nú þegar Ríkissjónvarpið var hér eitt á markaðnum og ráðherrar sömdu spurningar fyrir fréttamennina." Þetta sagði Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður í úrvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni, 17. desember síðastliðinn. Þessi orð lét hann falla þegar hann skýrði frá því að hann væri að fjalla um það í menntamálanefnd Alþingis að takmarka auglýsingar í Sjónvarpinu. 15.1.2009 06:00 Nýtt Ísland; nýtt lýðveldi Líf okkar er í eðli sínu sáraeinfalt; við stefnum að hamingju. Við viljum eignast skjól í heiminum, viljum elska og vera elskuð, og viljum eignast heimili, um þetta snýst allt saman, þarna er kjarninn. Og flest eigum við það sameiginlegt að vilja búa í réttlátu þjóðfélagi, viljum gæsku fremur en græðgi, öryggi framyfir gróða, traust umfram hagsmuni. Viljum ekki samfélag þar sem fáir ráða en fjöldinn hefur engin áhrif - og á heldur ekki að hafa. En þannig er Ísland samt í dag. Örfáir ráðamenn ráða því sem þeir vilja ráða, Alþingið lítið annað en áhrifalaus afgreiðslustaður, þingmenn kontóristar sem greiða atkvæði eftir flokkslínum. 15.1.2009 05:00 Skuldbreyting heimilanna Stjórnvöldum hefur loksins skilist að almenningur lætur ekki lengur bjóða sér samtryggingu fjármálakerfisins og fyrirskipuðu breytingar á stjórn nýju ríkisbankanna. Betra seint en aldrei. Stjórnmálamennirnir eru samt áfram fastir í gamaldags samtryggingarhugarfari þar sem þeir skipuðu bankaráðin pólitískt en ekki á faglegum grunni. 15.1.2009 04:30 Dagur 17… Elsa Dóróthea Daníelsdóttir skrifar Ég vaknaði í morgun, fékk mér kaffi og kveikti á Aljazeera sjónvarpsstöðinni eins og ég geri alla morgna frá því þann 28. desember 2008. Svona er líf mitt orðið hér í Jerúsalem, eðlilegur morgunn í þessari fallegu borg margra trúarbragða. 14.1.2009 05:00 Ekki er eftir neinu að bíða Nú bíðum við Samfylkingarfólk. Bíðum eftir landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Bíðum þess að vita hvort breyting verði á stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum, hvort samþykkt verði að fara í aðildarviðræður. 14.1.2009 07:30 Að veðja á veikingu krónunnar? 14.1.2009 06:00 Undir hulinshjálmi Einhverfa var mér ekki merkingarmikið orð - fyrr en ég sá heimildamyndina um Sólskinsdrenginn. Þar er farið með okkur í ferðalag um slóðir, sem ég vissi ekki að væru til. Einhverfa getur verið margrar gerðar og haft í för með sér mismikla röskun. 14.1.2009 06:00 Nýtt lýðveldi Njörður P. Njarðvík skrifar Lýðveldi Íslendinga, stofnað 1944, er því miður gengið sér til húðar. Spilltir stjórnmálamenn hafa breytt því í flokksveldi og þar með í reynd gengið af því dauðu. Þrískipting stjórnvalds er hunsuð, Alþingi breytt í afgreiðslustofnun framvæmdavalds - og meira að segja skipan dómara fer eftir geðþótta valdsmanna. Þetta blasir við nú eftir hrun efnahagsins - sem hvorki má líkja við hamfarir né snjóskafla - því að það varð ekki af náttúrunnar völdum heldur fjárglæframanna sem fengu að leika lausum hala meðan sjálfumglaðir stjórnmálamenn horfðu á með glýju í augum, og hylltu þá jafnvel með eggjunarorðum. Íslensk stjórnvöld brugðust þeirri skyldu að gæta hagsmuna þjóðarinnar. 14.1.2009 04:00 Baneitruð ástarbréf Björn Ingi Hrafnsson skrifar Hinn 21. október síðastliðinn skýrði Fréttablaðið frá því í forsíðufrétt, að svo gæti farið að stærstur hluti krafna Seðlabankans vegna veðlána í endurhverfum viðskiptum gæti tapast. 14.1.2009 00:01 Myndastyttur í kreppu Nú er kreppa í þjóðfélaginu. Ég þarf að forgangsraða launum fyrir nauðsynjum, eins og mat, húsnæði, hita, rafmagni og læknisþjónustu. Vasapeningar og frístundaþátttaka eru skorin niður, bíóferðir, fatakaup og ferðalög eru slegin af. Fjölskyldan sammælist um að þreyja þorrann og taka slátur og borða hafragraut. Allir sameinast um að skera niður eins og hægt er. Þrátt fyrir það er fyrirséð að endar munu ekki ná saman. 13.1.2009 06:00 Stjórnvöld fordæma árásina Strax og árás Ísraelsmanna hófst á Gasasvæðið lýsti utanríkisráðherra Íslands því yfir fyrir hönd íslenskra stjórnvalda að hún væri óverjandi. Engin önnur stjórnvöld í Evrópu tóku svo sterkt til orða strax í upphafi, en þeim ríkjum fer sem betur fer fjölgandi sem beita röddu sinni á alþjóðavettvangi á sama hátt. 13.1.2009 04:30 Ný stjórnarskrá – stjórnlagaþing Jón Kristjánsson skrifar Lýðveldisstjórnarskráin sem gekk í gildi á Þingvöllum árið 1944 hefur nú gilt í 62 ár. Að stofni til er stjórnarskráin 135 ára gömul í þessum mánuði. Hún hefur aldrei verið endurskoðuð í heild sinni, en nokkrar atrennur hafa verið gerðar, svo sem breytingar á kjördæmaskipan og endurskoðun á mannréttindakaflanum á tíunda áratugnum. Tilraunir sem gerðar voru til endurskoðunar á síðasta kjörtímabili báru ekki árangur. 12.1.2009 06:00 Sköpunarkraftur gegn kreppu Össur Skarphéðinsson skrifar Jákvæða hliðin á kreppunni er að það er einsog hún hafi leyst fjötra af sköpunargleði Íslendinga. Nýjar hugmyndir vella fram úr háskólum, fyrirtækjum og bílskúrum einsog úr sjóðandi hver. 11.1.2009 10:17 Opið bréf til viðskiptaráðherra Íslendingar treysta ekki Íslendingum og útlendingar ekki Íslendingum. Þetta er staða sem við verðum að breyta strax. Undirstöður samfélags okkar eru í húfi. Mikill fjöldi frétta, blaðagreina og bloggfærslna eru skrifaðar þar sem bent er á hvernig hitt og þetta hefði mátt betur fara í bankahruninu. 9.1.2009 06:00 Til varnar biskupi og „hyski“ hans Elínborg Sturludóttir skrifar Elínborg Sturludóttir svarar leiðara í Fréttablaðinu Mér brá í brún á dögunum þegar ég las ritstjórnargrein í Fréttablaðinu eftir Pál Baldvin Baldvinsson. Hann kallar greinina: „Haltu kjafti og vertu þæg." Þar eys hann úr skálum reiði sinnar svo ekki sé meira sagt. Hann hneykslast á biskupnum og hans „hyski" sem hann heldur fram að séu í liði með ráðamönnum í því að þagga niður í þjóðinni. Hyskið, sem Páll Baldvin Baldvinsson er að tala um, er víst við prestarnir. 9.1.2009 04:00 Samstaða - um hvað? 'Nær allir leiðtogar þjóðarinnar hafa í áramótahugleiðingum sínum lagt áherslu á að nú þurfi þjóðin að standa saman. 8.1.2009 06:00 Hverju einustu krónu til baka Auðmenn Íslands sem gert hafa þjóðina nánast gjaldþrota eru sjálfir ekki á flæðiskeri staddir. Það virðist alla vega eiga við um þá marga. Reglulega berast fréttir af stórfelldu braski þeirra, myndir af eignum bæði hér á landi og erlendis. Þetta er okkur sagt á sama tíma og verið er að hlaða skuldaklyfjunum upp á bakið á skattgreiðendum næstu ár og jafnvel áratugi vegna Icesave-lána Landsbankans. 8.1.2009 00:01 Draumur á jólanótt Geir Sigurður Jónsson skrifar Mig dreymdi lítinn draum. Ég kveikti lítinn eld við Kirkjusand. Það kom mér á óvart að neistinn varð skyndilega að stóru báli. Til að koma í veg fyrir álitshnekki, rændi ég slökkviliðsbíl bæjarins og læsti slökkviliðsmennina inni. Þegar á vettvang var komið fór í verra því ég vissi ekki alveg hvernig átti að skrúfa frá á vatninu. 6.1.2009 10:54 Horfst í augu við bankahrunið Bjarni Ármannsson skrifar Það skipbrot sem orðið hefur á fjármálamörkuðum heimsins kallar á endurskoðun og greiningu þess sem úrskeiðis fór í aðdragandunum. Slíkt endurmat þarf bæði að snúa að því umhverfi sem skapaði slíkt hrun, en ekki síður krefst það þess að við sem unnum í þessu umhverfi og stuðluðum að framgangi þess lítum í eigin barm og tökumst á við eigið gildismat í ljósi þess sem gerst hefur. Hvort tveggja er nauðsynleg forsenda fyrir endurreisn fjármálakerfisins. 5.1.2009 07:00 Tækifæri í súginn Svandís Svavarsdóttir skrifar Milli jóla og nýárs var haldinn fundur í stjórn Orkuveitunnar en þar var samþykkt að undirrita samning við Norðurál Helguvík ehf um sölu á orku fyrir álver sem gert er ráð fyrir að framleiði 360 þúsund tonn af áli á ári. Gildandi starfsleyfi gerir ráð fyrir 250 þúsund tonnum þannig að hér er um aukningu að ræða og hlýtur að þurfa nýtt starfsleyfi. 5.1.2009 06:00 Bréf til Þorsteins Pálssonar Víglundur Þorsteinsson skrifar um Evrópumál Sæll Þorsteinn Ég ætla að byrja á að færa fram þá ósk að árið 2009 reynist okkur öllum farsælt. Ég var rétt í þessu að ljúka við lestur fyrsta leiðara þíns á þessu ári þar sem þú taldir upp þau helstu verkefni sem bíða okkar íslendinga á nýbyrjuðu ári. Um margt af því get ég verið þér sammála þó ekki um þá staðhæfingu þína að tækifærin til hagstjórnar séu betri í Evrulandi en á Íslandi og að Evran sé tæki sem gefi okkur betri færi en íslenska krónan. Einu þýðingarmiklu atriði gleymdir þú eða slepptir í leiðara þínum en það er sú endurnýjun kjarasamninga sem framundan er nú í byrjun ársins. 5.1.2009 05:00 Hverjir mega brjóta lög? Rétt fyrir áramótin kvað umboðsmaður Alþingis upp tvo úrskurði sem vakið hafa nokkra athygli. Annars vegar taldi umboðsmaðurinn að Árni Matthiesen hafi, sem settur dómsmálaráðherra, brotið gegn góðum stjórnsýsluvenjum með því að skipa Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara. Hins vegar hafi Geir H. Haarde forsætisráðherra brotið lög þegar hann fyrir nokkru skipaði í embætti skrifstofustjóra nýrrar efnahagsskrifstofu ráðuneytis síns án auglýsingar. 5.1.2009 04:00 Sókn til nýrra starfa Össur Skarphéðinsson. skrifar Á nýju ári verða Íslendingar að bretta upp ermar, og notfæra sér þá einstöku stöðu, að þrátt fyrir djúpa heimskreppu, og bankahrun á heimaslóð eiga fáar þjóðir jafnmikla möguleika og við til að vinna sig hratt út úr kreppunni. Tækifæri okkar liggja í einstökum náttúruauðlindum, sterkum innviðum, öflugu velferðarkerfi og velmenntuðum mannafla. Þetta er undirstaða þess að á árinu 2009 geta Íslendingar snúið vörn í sókn - ef þjóðin er samstillt og samhent. Vílið og bölmóðurinn mega ekki verða að sjálfstæðu efnahagsvandamáli. 3.1.2009 10:12 Sjá næstu 50 greinar
Er rógur lævís flótti frá raunveruleikanum? Hjörleifur Jakobsson skrifar Sem fyrrverandi stjórnarmanni í Kaupþingi blöskrar mér hin ósanngjarna umræða að undanförnu um málefni bankans. Markvisst hefur verið lekið óljósum og misvísandi upplýsingum til fjölmiðla til að þyrla upp moldviðri og lævísar smjörklípur ganga ómeltar á milli fjölmiðla og almennings. 31.1.2009 06:00
Ég er enn mótmælandi Arnar Guðmundsson skrifar Ég mótmæli því að við stefnum tækifærum barnanna okkar til að búa við góð lífskjör og öflugt velferðar- og menntakerfi í hættu með ábyrgðarleysi í kjölfar fjármálakreppunnar. Þess vegna eru mínar kröfur í mótmælunum fáar en efnislegar og óháðar ríkisstjórnarmynstri. Ég krefst þess að stjórnvöld, framfylgi hratt og fumlaust þeirri aðgerðaáætlun sem sett var fram í Viljayfirlýsingu ríkisstjórnar til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að leysa hér úr bráðri gjaldeyris- og fjármálakreppu og skapi þannig eðlilegar forsendur fyrir tekjuöflun þjóðarinnar, atvinnu og velferð með endurreisn atvinnulífs og utanríkisviðskipta. 28.1.2009 05:00
Þak á innheimtukostnað og lækkun dráttarvaxta Björgvin G. Sigurðsson skrifar Björgvin G. Sigurðsson skrifar um innheimtu Nú um miðja þessarar stormasömu viku undirritaði ég reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar sem tekur gildi um næstu mánaðamót. Reglugerðin byggir á innheimtulögum er öðluðust gildi nú um áramót. Kjarni hennar er að sett er þak á þá fjárhæð sem krefja má skuldara um við innheimtu gjaldfallinna peningakrafna fyrir aðra eða vegna eigin starfsemi. Í lögunum og reglugerðinni er m.a. kveðið á um góða innheimtuhætti þannig að ekki má t.d. beita skuldara óhæfilegum þrýstingi eða valda honum óþarfa tjóni eða óþægindum. 24.1.2009 07:00
Burt með Ísraelsher! Neyðaraðstoð til Gaza Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sveinn Rúnar Hauksson skrifar um Gaza Eins og við hafði verið búist þá linnti árásum Ísraelshers á Gaza um síðustu helgi, að minnsta kosti í bili? Það þurfti að sópa gólf áður en nýr Bandaríkjaforseti tæki við. Enda þótt dauðinn og eyðileggingin af völdum Ísraelshers sé ægileg en hún blasir við sjónum hvarvetna á Gazasvæðinu, þá er önnur eyðilegging sú sem Ísraelsstjórn hefur valdið sjálfri sér og Ísraelsríki um langa framtíð. Hann verður seint máður af morðingjabletturinn sem nú stingur í augun meira en nokkru sinni fyrr í sex áratuga blóðugri hernámssögu Ísraelsríkis gagnvart nágrönnum sínum. 24.1.2009 06:00
Hvernig verjast smáríki ytri áföllum? Baldur Þórhallson skrifar Hér birtist lengri útgáfa greinar sem Baldur Þórhallsson prófessor skrifaði í Fréttablaðið í dag: Smáríki, eins og Ísland, þarf á öflugu efnahagslegu skjóli að halda hjá voldugum nágrönnum eða fjölþjóðastofnunum til að standa af sér alþjóðlegar hagsveiflur og tryggja hagsmuni sína í alþjóðasamfélaginu. Í þessari grein er því haldið fram að íslenskum stjórnvöldum hafi mistekist að tryggja landinu efnahagslegt skjól. 23.1.2009 06:00
Af lýðræðishalla ESB Ríki, til dæmis Íslandi, er stjórnað af ríkisstjórn sem samanstendur af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem valdir eru í beinum kosningum til Alþingis. Kjörnir þingmenn verða ráðherrar og mynda framkvæmdavald. Á löggjafarþinginu sitja svo aðrir þingmenn kosnir í sömu kosningum. 23.1.2009 05:00
Vopnahlé á Gaza Elsa Dóróthea Daníelsdóttir skrifar Fólk mér kærkomið hefur haft samband við mig og beðið mig um að skrifa meira til að upplýsa Íslendinga um ástandið hérna megin í heiminum. Svo ég ákvað að segja ykkur frá einhverju af því sem ég hef heyrt og séð síðustu daga. Ég hef margar sorgarsögur að segja, hér á eftir eru aðeins örfáar þeirra. 22.1.2009 06:00
Slæm staða Hafnarfjarðar Illa hefur verið haldið á fjármálum Hafnarfjarðarbæjar á undanförnum árum. Dapurlegt er að meirihlutinn í bæjarstjórn skyldi ekki haustið 2007 taka tilboði Orkuveitu Reykjavíkur í eignarhlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja eins og sjálfstæðismenn lögðu til og sveitarfélög á Suðurnesjum höfðu gert. 22.1.2009 06:00
Hvað er fram undan? Fólk heldur áfram að efna til mótmæla, sem ég skil vel. Hef jafnvel mætt á suma þessara funda og klappað fyrir ræðumönnum. Enda af nógu að taka og margt mætti betur fara. Fólk kallar eftir kosningum og ég tek undir þá kröfu að þjóðin veiti Alþingi nýtt umboð til að takast á við vandann. Þess vegna sömu flokkum og nú stjórna. Það ræðst af því sem kemur upp úr kjörkössunum. Þetta snýst um lýðræði. 22.1.2009 06:00
Háskólasjúkrahús Jón Gunnarsson alþingismaður birti grein í Fréttablaðinu 19. janúar undir fyrirsögninni „Hátæknisjúkrahús“. Þar lýsir hann efasemdum um að byggt verði „hátæknisjúkrahús“ í Vatnsmýrinni og að nær væri að efla og sérhæfa starfsemi stærri sjúkrahúsa á nokkrum stöðum á landinu. Hlutverk Landspítala og sjúkrahússtarfsemi almennt nú á dögum þarf að skýra. 22.1.2009 06:00
Aðgerðir gegn atvinnuleysi Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um atvinnuleysi Félags- og tryggingamálaráðuneytið leggur kapp á að virkja og efla vinnumarkaðsúrræði sem ráðuneytið og stofnanir þess hafa yfir að ráða og finna nýjar leiðir til að sporna við vaxandi atvinnuleysi. Breytingar hafa verið gerðar á lögum og nýlega voru settar reglugerðir um fjölbreytt vinnumarkaðsúrræði sem eiga að auðvelda fólki án atvinnu að halda virkni sinni, stuðla að tengslum þess við atvinnulífið og skapa því leiðir til að bæta möguleika sína til atvinnuþátttöku á ný. Hækkun atvinnuleysisbóta var flýtt og tók hækkunin gildi 1. janúar sl. í stað 1. mars eins og áður hafði verið ákveðið. 21.1.2009 05:00
Kjósum um nýtt Ísland Þær raddir gerast nú æ háværari að lýðveldi Íslendinga sé gengið sér til húðar og að við endurreisn þess þurfi að gera grundvallarbreytingar á stjórnskipan landsins; stofna nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá. Meðal talsmanna þessara sjónarmiða eru rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson og Njörður P. Njarðvík. 21.1.2009 04:00
Stórfyrirtækjum er það ljóst Allir stjórnendur skilja nauðsyn þess að halda starfsmönnum upplýstum. Þeir taka því hins vegar oft sem gefnu að starfmenn viti fyrir hvað fyrirtækin þeirra standa. Raunin er oft önnur því á sumum stöðum hafa starfsmenn ekki hugmynd um það. Á öðrum stöðum er þekkingin til staðar en þeir hafa hins vegar ekki þau tól né umboð til þess að geta unnið samkvæmt því. Í þessum tilfellum eru ytri markaðsherferðir alltaf að segja eitt, en starfsfólkið segir og gerir annað. 21.1.2009 03:45
Samkeppni hraðar endurreisn Í kjölfar bankarhrunsins er mikilvægt að hefja strax endurreisn á íslensku viðskipta- og efnahagslífi. Til að það sé mögulegt á sem stystum tíma verður að ríkja öflug samkeppni hér á landi. Af þeim sökum lagði ég fram þingsályktunartillögu fyrir jól um heildarendurskoðun á samkeppnisumhverfi íslenskra fyrirtækja. 21.1.2009 03:30
Atlaga að almannahag Gunnar Tómasson skrifar Upplýsingar á vefsíðu Seðlabanka Íslands um greiðslujöfnuð þjóðarbúsins gagnvart útlöndum frá 2004 til septemberloka 2008 endurspegla stórfellda aukningu vaxtatekna og vaxtagjalda á þessu tímabili. 20.1.2009 07:00
Hátæknisjúkrahús Hörð viðbrögð hafa víða komið vegna tillagna heilbrigðisráðherra um hagræðingu í heilbrigðiskerfinu. Hlutverk hans við þær erfiðu aðstæður sem nú eru í samfélaginu er ekki öfundsvert. Málaflokkurinn er mikilvægur og sterkar tilfinningar eru gagnvart sjúkrastofnunum. 19.1.2009 04:00
Örþjóð á krossgötum Á síðustu árum hefur verið mikill uppgangur í íslensku efnahagskerfi. Frá árinu 2004 til loka september 2008 jókst verg landsframleiðsla um 54% og útflutningstekjur um 69%. Frá 2004 til 2007 jókst kaupmáttur launa um 9%. Menn trúðu því að hér væri mikil velmegun á ferð, sem byggðist á áræðni og dugnaði þjóðarinnar. Þegar betur er að gáð var ekki um vöxt að ræða, sem byggðist á aukinni framleiðni og verðmætasköpun, heldur vöxt sem að stórum hluta var byggður á erlendri skuldasöfnun. 16.1.2009 06:00
Framsókn til framtíðar Stjórnmálaflokkarnir eru ein meginstoð þess lýðræðiskerfis sem við búum við. Því miður hefur það hins vegar gerst á síðustu áratugum að fólk hefur í minna mæli sinnt starfi innan stjórnmálaflokka en áður. Þetta hefur leitt til þess að færri einstaklingar taka ákvarðanir, marka stefnu og velja frambjóðendur en áður var. Áhugi fólks á stjórnmálum hefur samt sem áður ekki minnkað og við breyttar aðstæður í þjóðfélaginu má búast við að fólk hafi meiri tíma og hvata til að taka þátt í stjórnmálastarfi. 16.1.2009 05:00
Neyðarlögin og framkvæmd þeirra Í byrjun október tókst að koma í veg fyrir að bankastarfsemi stöðvaðist, þrátt fyrir fall viðskiptabankanna þriggja sem náðu yfir um 85% af bankakerfi landsins. Öll hefðbundin innlend bankaþjónusta gekk áfallalaust, bankaútibú voru opin og greiðslukort virkuðu. Stofnaðir voru nýir bankar til að sinna innlendri bankaþjónustu og ráðstafanir gerðar til að vernda og vinna úr eignum gömlu bankanna. Þessar aðgerðir voru framkvæmdar á grundvelli svokallaðra neyðarlaga sem Alþingi samþykkti 6. október sl. 15.1.2009 07:30
„Ráðherrar sömdu spurningar“ Menn muna nú þegar Ríkissjónvarpið var hér eitt á markaðnum og ráðherrar sömdu spurningar fyrir fréttamennina." Þetta sagði Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður í úrvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni, 17. desember síðastliðinn. Þessi orð lét hann falla þegar hann skýrði frá því að hann væri að fjalla um það í menntamálanefnd Alþingis að takmarka auglýsingar í Sjónvarpinu. 15.1.2009 06:00
Nýtt Ísland; nýtt lýðveldi Líf okkar er í eðli sínu sáraeinfalt; við stefnum að hamingju. Við viljum eignast skjól í heiminum, viljum elska og vera elskuð, og viljum eignast heimili, um þetta snýst allt saman, þarna er kjarninn. Og flest eigum við það sameiginlegt að vilja búa í réttlátu þjóðfélagi, viljum gæsku fremur en græðgi, öryggi framyfir gróða, traust umfram hagsmuni. Viljum ekki samfélag þar sem fáir ráða en fjöldinn hefur engin áhrif - og á heldur ekki að hafa. En þannig er Ísland samt í dag. Örfáir ráðamenn ráða því sem þeir vilja ráða, Alþingið lítið annað en áhrifalaus afgreiðslustaður, þingmenn kontóristar sem greiða atkvæði eftir flokkslínum. 15.1.2009 05:00
Skuldbreyting heimilanna Stjórnvöldum hefur loksins skilist að almenningur lætur ekki lengur bjóða sér samtryggingu fjármálakerfisins og fyrirskipuðu breytingar á stjórn nýju ríkisbankanna. Betra seint en aldrei. Stjórnmálamennirnir eru samt áfram fastir í gamaldags samtryggingarhugarfari þar sem þeir skipuðu bankaráðin pólitískt en ekki á faglegum grunni. 15.1.2009 04:30
Dagur 17… Elsa Dóróthea Daníelsdóttir skrifar Ég vaknaði í morgun, fékk mér kaffi og kveikti á Aljazeera sjónvarpsstöðinni eins og ég geri alla morgna frá því þann 28. desember 2008. Svona er líf mitt orðið hér í Jerúsalem, eðlilegur morgunn í þessari fallegu borg margra trúarbragða. 14.1.2009 05:00
Ekki er eftir neinu að bíða Nú bíðum við Samfylkingarfólk. Bíðum eftir landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Bíðum þess að vita hvort breyting verði á stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum, hvort samþykkt verði að fara í aðildarviðræður. 14.1.2009 07:30
Undir hulinshjálmi Einhverfa var mér ekki merkingarmikið orð - fyrr en ég sá heimildamyndina um Sólskinsdrenginn. Þar er farið með okkur í ferðalag um slóðir, sem ég vissi ekki að væru til. Einhverfa getur verið margrar gerðar og haft í för með sér mismikla röskun. 14.1.2009 06:00
Nýtt lýðveldi Njörður P. Njarðvík skrifar Lýðveldi Íslendinga, stofnað 1944, er því miður gengið sér til húðar. Spilltir stjórnmálamenn hafa breytt því í flokksveldi og þar með í reynd gengið af því dauðu. Þrískipting stjórnvalds er hunsuð, Alþingi breytt í afgreiðslustofnun framvæmdavalds - og meira að segja skipan dómara fer eftir geðþótta valdsmanna. Þetta blasir við nú eftir hrun efnahagsins - sem hvorki má líkja við hamfarir né snjóskafla - því að það varð ekki af náttúrunnar völdum heldur fjárglæframanna sem fengu að leika lausum hala meðan sjálfumglaðir stjórnmálamenn horfðu á með glýju í augum, og hylltu þá jafnvel með eggjunarorðum. Íslensk stjórnvöld brugðust þeirri skyldu að gæta hagsmuna þjóðarinnar. 14.1.2009 04:00
Baneitruð ástarbréf Björn Ingi Hrafnsson skrifar Hinn 21. október síðastliðinn skýrði Fréttablaðið frá því í forsíðufrétt, að svo gæti farið að stærstur hluti krafna Seðlabankans vegna veðlána í endurhverfum viðskiptum gæti tapast. 14.1.2009 00:01
Myndastyttur í kreppu Nú er kreppa í þjóðfélaginu. Ég þarf að forgangsraða launum fyrir nauðsynjum, eins og mat, húsnæði, hita, rafmagni og læknisþjónustu. Vasapeningar og frístundaþátttaka eru skorin niður, bíóferðir, fatakaup og ferðalög eru slegin af. Fjölskyldan sammælist um að þreyja þorrann og taka slátur og borða hafragraut. Allir sameinast um að skera niður eins og hægt er. Þrátt fyrir það er fyrirséð að endar munu ekki ná saman. 13.1.2009 06:00
Stjórnvöld fordæma árásina Strax og árás Ísraelsmanna hófst á Gasasvæðið lýsti utanríkisráðherra Íslands því yfir fyrir hönd íslenskra stjórnvalda að hún væri óverjandi. Engin önnur stjórnvöld í Evrópu tóku svo sterkt til orða strax í upphafi, en þeim ríkjum fer sem betur fer fjölgandi sem beita röddu sinni á alþjóðavettvangi á sama hátt. 13.1.2009 04:30
Ný stjórnarskrá – stjórnlagaþing Jón Kristjánsson skrifar Lýðveldisstjórnarskráin sem gekk í gildi á Þingvöllum árið 1944 hefur nú gilt í 62 ár. Að stofni til er stjórnarskráin 135 ára gömul í þessum mánuði. Hún hefur aldrei verið endurskoðuð í heild sinni, en nokkrar atrennur hafa verið gerðar, svo sem breytingar á kjördæmaskipan og endurskoðun á mannréttindakaflanum á tíunda áratugnum. Tilraunir sem gerðar voru til endurskoðunar á síðasta kjörtímabili báru ekki árangur. 12.1.2009 06:00
Sköpunarkraftur gegn kreppu Össur Skarphéðinsson skrifar Jákvæða hliðin á kreppunni er að það er einsog hún hafi leyst fjötra af sköpunargleði Íslendinga. Nýjar hugmyndir vella fram úr háskólum, fyrirtækjum og bílskúrum einsog úr sjóðandi hver. 11.1.2009 10:17
Opið bréf til viðskiptaráðherra Íslendingar treysta ekki Íslendingum og útlendingar ekki Íslendingum. Þetta er staða sem við verðum að breyta strax. Undirstöður samfélags okkar eru í húfi. Mikill fjöldi frétta, blaðagreina og bloggfærslna eru skrifaðar þar sem bent er á hvernig hitt og þetta hefði mátt betur fara í bankahruninu. 9.1.2009 06:00
Til varnar biskupi og „hyski“ hans Elínborg Sturludóttir skrifar Elínborg Sturludóttir svarar leiðara í Fréttablaðinu Mér brá í brún á dögunum þegar ég las ritstjórnargrein í Fréttablaðinu eftir Pál Baldvin Baldvinsson. Hann kallar greinina: „Haltu kjafti og vertu þæg." Þar eys hann úr skálum reiði sinnar svo ekki sé meira sagt. Hann hneykslast á biskupnum og hans „hyski" sem hann heldur fram að séu í liði með ráðamönnum í því að þagga niður í þjóðinni. Hyskið, sem Páll Baldvin Baldvinsson er að tala um, er víst við prestarnir. 9.1.2009 04:00
Samstaða - um hvað? 'Nær allir leiðtogar þjóðarinnar hafa í áramótahugleiðingum sínum lagt áherslu á að nú þurfi þjóðin að standa saman. 8.1.2009 06:00
Hverju einustu krónu til baka Auðmenn Íslands sem gert hafa þjóðina nánast gjaldþrota eru sjálfir ekki á flæðiskeri staddir. Það virðist alla vega eiga við um þá marga. Reglulega berast fréttir af stórfelldu braski þeirra, myndir af eignum bæði hér á landi og erlendis. Þetta er okkur sagt á sama tíma og verið er að hlaða skuldaklyfjunum upp á bakið á skattgreiðendum næstu ár og jafnvel áratugi vegna Icesave-lána Landsbankans. 8.1.2009 00:01
Draumur á jólanótt Geir Sigurður Jónsson skrifar Mig dreymdi lítinn draum. Ég kveikti lítinn eld við Kirkjusand. Það kom mér á óvart að neistinn varð skyndilega að stóru báli. Til að koma í veg fyrir álitshnekki, rændi ég slökkviliðsbíl bæjarins og læsti slökkviliðsmennina inni. Þegar á vettvang var komið fór í verra því ég vissi ekki alveg hvernig átti að skrúfa frá á vatninu. 6.1.2009 10:54
Horfst í augu við bankahrunið Bjarni Ármannsson skrifar Það skipbrot sem orðið hefur á fjármálamörkuðum heimsins kallar á endurskoðun og greiningu þess sem úrskeiðis fór í aðdragandunum. Slíkt endurmat þarf bæði að snúa að því umhverfi sem skapaði slíkt hrun, en ekki síður krefst það þess að við sem unnum í þessu umhverfi og stuðluðum að framgangi þess lítum í eigin barm og tökumst á við eigið gildismat í ljósi þess sem gerst hefur. Hvort tveggja er nauðsynleg forsenda fyrir endurreisn fjármálakerfisins. 5.1.2009 07:00
Tækifæri í súginn Svandís Svavarsdóttir skrifar Milli jóla og nýárs var haldinn fundur í stjórn Orkuveitunnar en þar var samþykkt að undirrita samning við Norðurál Helguvík ehf um sölu á orku fyrir álver sem gert er ráð fyrir að framleiði 360 þúsund tonn af áli á ári. Gildandi starfsleyfi gerir ráð fyrir 250 þúsund tonnum þannig að hér er um aukningu að ræða og hlýtur að þurfa nýtt starfsleyfi. 5.1.2009 06:00
Bréf til Þorsteins Pálssonar Víglundur Þorsteinsson skrifar um Evrópumál Sæll Þorsteinn Ég ætla að byrja á að færa fram þá ósk að árið 2009 reynist okkur öllum farsælt. Ég var rétt í þessu að ljúka við lestur fyrsta leiðara þíns á þessu ári þar sem þú taldir upp þau helstu verkefni sem bíða okkar íslendinga á nýbyrjuðu ári. Um margt af því get ég verið þér sammála þó ekki um þá staðhæfingu þína að tækifærin til hagstjórnar séu betri í Evrulandi en á Íslandi og að Evran sé tæki sem gefi okkur betri færi en íslenska krónan. Einu þýðingarmiklu atriði gleymdir þú eða slepptir í leiðara þínum en það er sú endurnýjun kjarasamninga sem framundan er nú í byrjun ársins. 5.1.2009 05:00
Hverjir mega brjóta lög? Rétt fyrir áramótin kvað umboðsmaður Alþingis upp tvo úrskurði sem vakið hafa nokkra athygli. Annars vegar taldi umboðsmaðurinn að Árni Matthiesen hafi, sem settur dómsmálaráðherra, brotið gegn góðum stjórnsýsluvenjum með því að skipa Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara. Hins vegar hafi Geir H. Haarde forsætisráðherra brotið lög þegar hann fyrir nokkru skipaði í embætti skrifstofustjóra nýrrar efnahagsskrifstofu ráðuneytis síns án auglýsingar. 5.1.2009 04:00
Sókn til nýrra starfa Össur Skarphéðinsson. skrifar Á nýju ári verða Íslendingar að bretta upp ermar, og notfæra sér þá einstöku stöðu, að þrátt fyrir djúpa heimskreppu, og bankahrun á heimaslóð eiga fáar þjóðir jafnmikla möguleika og við til að vinna sig hratt út úr kreppunni. Tækifæri okkar liggja í einstökum náttúruauðlindum, sterkum innviðum, öflugu velferðarkerfi og velmenntuðum mannafla. Þetta er undirstaða þess að á árinu 2009 geta Íslendingar snúið vörn í sókn - ef þjóðin er samstillt og samhent. Vílið og bölmóðurinn mega ekki verða að sjálfstæðu efnahagsvandamáli. 3.1.2009 10:12
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun