Undir hulinshjálmi 14. janúar 2009 06:00 Einhverfa var mér ekki merkingarmikið orð - fyrr en ég sá heimildamyndina um Sólskinsdrenginn. Þar er farið með okkur í ferðalag um slóðir, sem ég vissi ekki að væru til. Einhverfa getur verið margrar gerðar og haft í för með sér mismikla röskun. Í þessari stórkostlegu mynd sjáum við hvernig þrautseigja, þolinmæði - og móðurást lyfta huliðshjálminum og opna dyr á vegg þar sem engar dyr virtust vera. Þar sem ótrúlegir hæfileikar birtast hjá þeim, sem virtust í upphafi allar bjargir bannaðar. Það er sem sé mögulegt að leysa einstaklinga úr viðjum einhverfunnar. Þegar ég heyrði að Margrét Dagmar Ericsdóttir, ætlaði að gera mynd um drenginn sinn einhverfa, hann Kela, þá hugsaði ég eitthvað á þá leið, já, einmitt það. Erfitt verður líklega að fjármagna slíkt verk. Peningar liggja ekki lausu til kvikmyndagerðar og hver hefur svo sem áhuga á einhverfu utan þeirra fjölskyldna sem glíma við þennan vanda? Þessi hugsun var auðvitað röng. Margrét lét ekkert stöðva sig. Saman hefur hún, fjölskyldan og Friðrik Þór (sem heldur lætur ekkert stöðva sig) og allt það ágætis fólk, sem kom að gerð myndarinnar gert kraftaverk og opnað okkur nýjan heim. Þau hafa leitt okkur um slóðir sem líklega hafa aldrei verið kannaðar svo gaumgæfilega í kvikmynd og áhorfendum opnast þar ný veröld. Keli er ellefu ára. Kannski fáum við aðra mynd þegar hann verður fimmtán ára eða tvítugur. Vonandi. Það er óhætt að hvetja alla til að gera sér ferð í kvikmyndahús til fundar við Sólskinsdrenginn. Það svíkur engan. Þessi kvikmynd ætti raunar að vera hluti af námsefni allra grunnskóla. Hún er öllum holl, ekki síst börnum og unglingum. Kærar þakkir fyrir ógleymanlega kvöldstund. Þetta voru ótrúlega stuttar níutíu mínútur. Mínútur, sem lifa munu lengi með öllum sem myndina sjá. Höfundur er sendiherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Einhverfa var mér ekki merkingarmikið orð - fyrr en ég sá heimildamyndina um Sólskinsdrenginn. Þar er farið með okkur í ferðalag um slóðir, sem ég vissi ekki að væru til. Einhverfa getur verið margrar gerðar og haft í för með sér mismikla röskun. Í þessari stórkostlegu mynd sjáum við hvernig þrautseigja, þolinmæði - og móðurást lyfta huliðshjálminum og opna dyr á vegg þar sem engar dyr virtust vera. Þar sem ótrúlegir hæfileikar birtast hjá þeim, sem virtust í upphafi allar bjargir bannaðar. Það er sem sé mögulegt að leysa einstaklinga úr viðjum einhverfunnar. Þegar ég heyrði að Margrét Dagmar Ericsdóttir, ætlaði að gera mynd um drenginn sinn einhverfa, hann Kela, þá hugsaði ég eitthvað á þá leið, já, einmitt það. Erfitt verður líklega að fjármagna slíkt verk. Peningar liggja ekki lausu til kvikmyndagerðar og hver hefur svo sem áhuga á einhverfu utan þeirra fjölskyldna sem glíma við þennan vanda? Þessi hugsun var auðvitað röng. Margrét lét ekkert stöðva sig. Saman hefur hún, fjölskyldan og Friðrik Þór (sem heldur lætur ekkert stöðva sig) og allt það ágætis fólk, sem kom að gerð myndarinnar gert kraftaverk og opnað okkur nýjan heim. Þau hafa leitt okkur um slóðir sem líklega hafa aldrei verið kannaðar svo gaumgæfilega í kvikmynd og áhorfendum opnast þar ný veröld. Keli er ellefu ára. Kannski fáum við aðra mynd þegar hann verður fimmtán ára eða tvítugur. Vonandi. Það er óhætt að hvetja alla til að gera sér ferð í kvikmyndahús til fundar við Sólskinsdrenginn. Það svíkur engan. Þessi kvikmynd ætti raunar að vera hluti af námsefni allra grunnskóla. Hún er öllum holl, ekki síst börnum og unglingum. Kærar þakkir fyrir ógleymanlega kvöldstund. Þetta voru ótrúlega stuttar níutíu mínútur. Mínútur, sem lifa munu lengi með öllum sem myndina sjá. Höfundur er sendiherra.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar