Horfst í augu við bankahrunið Bjarni Ármannsson skrifar 5. janúar 2009 07:00 Bjarni Ármannsson skrifar um bankahrunið Það skipbrot sem orðið hefur á fjármálamörkuðum heimsins kallar á endurskoðun og greiningu þess sem úrskeiðis fór í aðdragandunum. Slíkt endurmat þarf bæði að snúa að því umhverfi sem skapaði slíkt hrun, en ekki síður krefst það þess að við sem unnum í þessu umhverfi og stuðluðum að framgangi þess lítum í eigin barm og tökumst á við eigið gildismat í ljósi þess sem gerst hefur. Hvort tveggja er nauðsynleg forsenda fyrir endurreisn fjármálakerfisins.Ofgnótt lánsfjárÁ sl. 12-18 mánuðum hafa eignabólur sprungið um allan heim. Í slíku umhverfi hverfur traustið þar sem óvissa um gæði eigna er gríðarleg. Hefðbundar fjármögnunarleiðir fyrirtækja og banka lokuðust og hlutabréfamarkaðir hríðféllu. Í kölfarið á þessu horfum við fram á dýpstu efnahagslægð síðan í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Á tímum langvarandi uppgangs og velmegunar vanmat markaðurinn áhættu og verðlagði hana þar af leiðandi of lágt. Það, ásamt lágu alþjóðlegu vaxtastigi og ójöfnuðar í vöruviðskiptum, stuðlaði að gríðarlegu ójafnvægi í heimsbúskapnum. Ódýrt fjármagn í miklu magni, sem flaut frjálst milli hagkerfa, stuðlaði að óhóflegri hækkun eignaverðs og mikilli skuldsetningu einstaklinga og fyrirtækja.Ísland, sem bjó við takmarkað frelsi í viðskiptum og lokað hagkerfi stærstan hluta 20 aldarinnar, opnaðist skyndilega með EES samningnum. Þetta greiddi leið okkar inn á alþjóðamarkaðinn og við gripum tækifærið. Í sjálfu sér er ekkert nýtt í að við nýtum okkur erlent lánsfé. Ríkisbankarnir fyrir einkavæðingu gerðu það, sem og sjóðir atvinnuveganna. Þeir voru nánast alfarið fjármagnaðir með erlendu lánsfé sem var endurlánað í erlendri mynt til íslenskra atvinnufyrirtækja. Með auknu frelsi jókst aðgengi smærri fyrirtækja og síðar heimila til muna að erlendu lánsfé.Lærdómurinn ekki nýtturÞarna sköpuðust kjöraðstæður ofvaxtar. Vöxtur fjármálakerfisins í tífalda þjóðarframleiðslu, fljótandi sjálfstæður gjaldmiðill frá mars 2001 ásamt óheftu peningaflæði var samsetning sem gat varla endað með öðru en harðri lendingu hagkerfisins. Við „eðlilegar“ aðstæður á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hefði mögulega verið hægt að vinda ofan af slíkri stöðu, en þegar fjármálakreppan skall á með fullum þunga snemma árs 2008 var vandi kerfisins orðinn grafalvarlegur.Sú krísa sem bankarnir fóru í gegnum eftir að matsfyrirtækið Fitch lækkaði mat sitt á horfum íslenska ríkisins snemma árs 2006 var öllum bönkunum lærdómsrík. Þá ávannst margt í að vinda ofan af óæskilegri þróun, minnka áhættu, auka gagnsæi og bæta upplýsingagjöf. Það mótlæti reyndist vera blessun og styrkti innviði íslenska fjármálakerfisins. Á þeim tíma bar okkur gæfa til að meðtaka efnislega gagnrýni á fjármálakerfið og bregðast við henni á uppbyggilegan hátt. Ef áfram hefði verið haldið á þeirri braut má vera að öðruvísi væri umhorfs nú.Því miður virðist sem önnur leið hafi verið farin haustið 2007, þegar verulega dró úr aðgangi að lánsfé á alþjóðamörkuðum. Á síðustu 12 mánuðum hefðu bankarnir þurft að selja eignir og starfsemi erlendis og minnka þannig umsvifin, jafnvel þótt verðlagning væri ekki í hámarki. Útlánastarfsemi sem byggði á vaxtamun annars vegar og alþjóðlegri skuldabréfaútgáfu hins vegar var á árinu 2008 orðið viðskiptamódel sem gekk ekki upp.Í bankakrísunni 2006 lagði ég mitt á vogarskálar þess að endurheimta traust á íslenskt bankakerfi. Ég taldi þá og tel enn að varfærni væri þörf til að treysta stoðir kerfisins. Sá lærdómur leiddi einnig til þess að ég taldi tímabært að hætta störfum hjá Glitni vorið 2007.Ábyrgðin okkar sem stýrðumÁ sama tíma lagði ég til að Fjármálaeftirlitið yrði stóreflt, það væri hagur fjármálakerfisins. Ég tek ábyrgð á því að hafa fyrir þennan tíma unnið að uppbyggingu fjármálakerfisins á Íslandi sem forstjóri fjármálafyrirtækis í meira en 10 ár. Mikil áræðni og þor einkenndi þennan tíma og þó sárt sé að horfa á eftir fjármálakerfinu veit ég að sú þekking sem þar var byggð upp í frábæru starfsfólki á eftir að skila sér í framtíðinni, reynslunni ríkari.Fyrir þann sem hefur tekið þátt í slíkri uppbyggingu er hörmulegt að horfa á það hrun sem hefur orðið á bönkunum og afleiðingar þess fyrir fólkið í landinu. Ég get verið sjálfum mér reiður fyrir að hafa tekið ákvarðanir í uppbyggingu kerfis sem ekki stóðst, en með þeim ákvörðunum verð ég að lifa.Ég tel að allir þeir sem stýrðu fjármálakerfi okkar Íslendinga beri sína ábyrgð og að þeim beri að meta með ábyrgum hætti hvernig þeir axli hana. Þar undanskil ég ekki sjálfan mig og á jafnt við trú mína á krónuna, uppbyggingu launakerfis sem fór úr böndunum og hjarðhegðun sem leiddi til útlánaþenslu.Í fjölmörgum atriðum hefur okkur því miður farist óhönduglega: Í raun hlúðum við ekki að því hvernig við vildum að fjármálakerfið liti út í upphafi einkavæðingar. Þegar dreifðu eignarhaldi var kastað fyrir róða vorum við að búa til of sókndjarft kerfi. Samhliða þessu héldum við ekki úti nógu ströngu eftirlitskerfi. Okkur tókst heldur ekki að skapa nauðsynlegar hefðir í fjármálageiranum, þrátt fyrir viðleitni þar að lútandi. Trú mín og margra annarra á að markaðurinn gæti smíðað sitt eigið regluverk og framfylgt því reyndist ekki byggð á nægjanlega traustum grunni.Skorti aga fyrir krónunaNú er ljóst að sú umgjörð sem smíðuð var um fjármálageirann dugði ekki. Skorti þar bæði á skilning okkar sem störfuðum í fjármálageiranum á því að það lesa samfélag okkar og gæta samhengis við það. Sömuleiðis skorti á skilning stjórnmálamanna á starfsemi alþjóðlegra fjármálafyrirtækja og þar með hvers konar ramma þau þurfa að búa við.Ofan á þetta bætist að við höfum ekki náð, hvorki í pólitík né viðskiptum, að höndla sveigjanleikann sem fylgir krónunni og hún gaf okkur ekki þá umgjörð sem langvarandi verðmætasköpun krefst. Án stöðugleika erum við ofurseld sveiflum eins og þeirri sem við glímum nú við afleiðingarnar af. Það hefur því miður sýnt sig að við höfum ekki þann aga sem til þarf til að stýra eigin gjaldmiðli og nota hann sem efnahagslegt stjórntæki.Hluti af því að tryggja stöðugleika íslensks efnahagslífs til framtíðar litið hlýtur því að vera að kanna hug íslensku þjóðarinnar til fullrar aðildar að Evrópusambandinu með þeim kostum og göllum sem því fylgja.Kerfið of veikbyggtSetning neyðarlaga og aðdragandi þeirra ber merki þess að stjórnvöld hafi ekki verið nægjanlega undirbúin til mæta þessari stöðu. Á margan hátt er þátttakendum í slíkum aðstæðum vorkunn, því þar voru þeir að fást við vandamál sem þeir á engan hátt þekktu eða gátu fyllilega gert sér grein fyrir hvert leiddu. Á hinn bóginn lögðu stjórnmálamenn á árinu 2008 ekki við hlustir þegar varnaðarorð voru höfð uppi. Ábyrgð þeirra er því ekki síður mikil í aðdraganda hinna örlagaríku daga í byrjun október.Að sama skapi er ábyrgð Seðlabanka Íslands mikil. Hvort sem er í því hlutverki að vera lánveitandi til þrautarvara eða með því að halda úti peningamálastefnu sem reyndist vera helstefna eins og ýmsir höfðu varað harkalega við. Ábyrgð Seðlabankans á fjármálastöðugleika er lögbundin og hlýtur að felast í viðeigandi ráðstöfunum þegar stöðugleikanum telst ógnað.Alþjóðleg fjármálakreppa er undirrót þess að fjármálakerfi okkar hrundi og í raun hefur ekkert vestrænt kerfi staðist storminn án ríkisaðstoðar.Við sem leiddum mismunandi þætti íslenska fjármálakerfisins sköpuðum of veikan grunn til að standast sviptingarnar. Þar gerðum við mistök í því að byggja upp of stórt kerfi á of skömmum tíma, reiða okkur á lítinn gjaldmiðil og peningamálastefnu sem ekki gat gengið til lengdar í heimi alþjóðaviðskipta. Við létum einnig glepjast af hraða og skammtímaárangri og misstum þar með sjónar á langtímahagsmunum og gildum samfélagsins.Ég og aðrir þeir sem unnu að framgangi fjármálageirans hljótum að viðurkenna mistök okkar, læra af þeim og nýta lærdóminn til að byggja upp til framtíðar. Mikilvægt er að við náum að vinna okkur hratt út úr vandanum og byggja upp traust í samfélaginu á nýjan leik. Mistök fortíðar leiddu okkur á þann stað sem við erum á núna. Eins mikilvægt og það er að rannsaka ítarlega hvað gerðist, skiptir ekki síður máli að hver og einn horfi í eigin barm og bregðist við því sem hann þar finnur.Höfundur er fyrrverandi forstjóri Glitnis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Bjarni Ármannsson skrifar um bankahrunið Það skipbrot sem orðið hefur á fjármálamörkuðum heimsins kallar á endurskoðun og greiningu þess sem úrskeiðis fór í aðdragandunum. Slíkt endurmat þarf bæði að snúa að því umhverfi sem skapaði slíkt hrun, en ekki síður krefst það þess að við sem unnum í þessu umhverfi og stuðluðum að framgangi þess lítum í eigin barm og tökumst á við eigið gildismat í ljósi þess sem gerst hefur. Hvort tveggja er nauðsynleg forsenda fyrir endurreisn fjármálakerfisins.Ofgnótt lánsfjárÁ sl. 12-18 mánuðum hafa eignabólur sprungið um allan heim. Í slíku umhverfi hverfur traustið þar sem óvissa um gæði eigna er gríðarleg. Hefðbundar fjármögnunarleiðir fyrirtækja og banka lokuðust og hlutabréfamarkaðir hríðféllu. Í kölfarið á þessu horfum við fram á dýpstu efnahagslægð síðan í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Á tímum langvarandi uppgangs og velmegunar vanmat markaðurinn áhættu og verðlagði hana þar af leiðandi of lágt. Það, ásamt lágu alþjóðlegu vaxtastigi og ójöfnuðar í vöruviðskiptum, stuðlaði að gríðarlegu ójafnvægi í heimsbúskapnum. Ódýrt fjármagn í miklu magni, sem flaut frjálst milli hagkerfa, stuðlaði að óhóflegri hækkun eignaverðs og mikilli skuldsetningu einstaklinga og fyrirtækja.Ísland, sem bjó við takmarkað frelsi í viðskiptum og lokað hagkerfi stærstan hluta 20 aldarinnar, opnaðist skyndilega með EES samningnum. Þetta greiddi leið okkar inn á alþjóðamarkaðinn og við gripum tækifærið. Í sjálfu sér er ekkert nýtt í að við nýtum okkur erlent lánsfé. Ríkisbankarnir fyrir einkavæðingu gerðu það, sem og sjóðir atvinnuveganna. Þeir voru nánast alfarið fjármagnaðir með erlendu lánsfé sem var endurlánað í erlendri mynt til íslenskra atvinnufyrirtækja. Með auknu frelsi jókst aðgengi smærri fyrirtækja og síðar heimila til muna að erlendu lánsfé.Lærdómurinn ekki nýtturÞarna sköpuðust kjöraðstæður ofvaxtar. Vöxtur fjármálakerfisins í tífalda þjóðarframleiðslu, fljótandi sjálfstæður gjaldmiðill frá mars 2001 ásamt óheftu peningaflæði var samsetning sem gat varla endað með öðru en harðri lendingu hagkerfisins. Við „eðlilegar“ aðstæður á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hefði mögulega verið hægt að vinda ofan af slíkri stöðu, en þegar fjármálakreppan skall á með fullum þunga snemma árs 2008 var vandi kerfisins orðinn grafalvarlegur.Sú krísa sem bankarnir fóru í gegnum eftir að matsfyrirtækið Fitch lækkaði mat sitt á horfum íslenska ríkisins snemma árs 2006 var öllum bönkunum lærdómsrík. Þá ávannst margt í að vinda ofan af óæskilegri þróun, minnka áhættu, auka gagnsæi og bæta upplýsingagjöf. Það mótlæti reyndist vera blessun og styrkti innviði íslenska fjármálakerfisins. Á þeim tíma bar okkur gæfa til að meðtaka efnislega gagnrýni á fjármálakerfið og bregðast við henni á uppbyggilegan hátt. Ef áfram hefði verið haldið á þeirri braut má vera að öðruvísi væri umhorfs nú.Því miður virðist sem önnur leið hafi verið farin haustið 2007, þegar verulega dró úr aðgangi að lánsfé á alþjóðamörkuðum. Á síðustu 12 mánuðum hefðu bankarnir þurft að selja eignir og starfsemi erlendis og minnka þannig umsvifin, jafnvel þótt verðlagning væri ekki í hámarki. Útlánastarfsemi sem byggði á vaxtamun annars vegar og alþjóðlegri skuldabréfaútgáfu hins vegar var á árinu 2008 orðið viðskiptamódel sem gekk ekki upp.Í bankakrísunni 2006 lagði ég mitt á vogarskálar þess að endurheimta traust á íslenskt bankakerfi. Ég taldi þá og tel enn að varfærni væri þörf til að treysta stoðir kerfisins. Sá lærdómur leiddi einnig til þess að ég taldi tímabært að hætta störfum hjá Glitni vorið 2007.Ábyrgðin okkar sem stýrðumÁ sama tíma lagði ég til að Fjármálaeftirlitið yrði stóreflt, það væri hagur fjármálakerfisins. Ég tek ábyrgð á því að hafa fyrir þennan tíma unnið að uppbyggingu fjármálakerfisins á Íslandi sem forstjóri fjármálafyrirtækis í meira en 10 ár. Mikil áræðni og þor einkenndi þennan tíma og þó sárt sé að horfa á eftir fjármálakerfinu veit ég að sú þekking sem þar var byggð upp í frábæru starfsfólki á eftir að skila sér í framtíðinni, reynslunni ríkari.Fyrir þann sem hefur tekið þátt í slíkri uppbyggingu er hörmulegt að horfa á það hrun sem hefur orðið á bönkunum og afleiðingar þess fyrir fólkið í landinu. Ég get verið sjálfum mér reiður fyrir að hafa tekið ákvarðanir í uppbyggingu kerfis sem ekki stóðst, en með þeim ákvörðunum verð ég að lifa.Ég tel að allir þeir sem stýrðu fjármálakerfi okkar Íslendinga beri sína ábyrgð og að þeim beri að meta með ábyrgum hætti hvernig þeir axli hana. Þar undanskil ég ekki sjálfan mig og á jafnt við trú mína á krónuna, uppbyggingu launakerfis sem fór úr böndunum og hjarðhegðun sem leiddi til útlánaþenslu.Í fjölmörgum atriðum hefur okkur því miður farist óhönduglega: Í raun hlúðum við ekki að því hvernig við vildum að fjármálakerfið liti út í upphafi einkavæðingar. Þegar dreifðu eignarhaldi var kastað fyrir róða vorum við að búa til of sókndjarft kerfi. Samhliða þessu héldum við ekki úti nógu ströngu eftirlitskerfi. Okkur tókst heldur ekki að skapa nauðsynlegar hefðir í fjármálageiranum, þrátt fyrir viðleitni þar að lútandi. Trú mín og margra annarra á að markaðurinn gæti smíðað sitt eigið regluverk og framfylgt því reyndist ekki byggð á nægjanlega traustum grunni.Skorti aga fyrir krónunaNú er ljóst að sú umgjörð sem smíðuð var um fjármálageirann dugði ekki. Skorti þar bæði á skilning okkar sem störfuðum í fjármálageiranum á því að það lesa samfélag okkar og gæta samhengis við það. Sömuleiðis skorti á skilning stjórnmálamanna á starfsemi alþjóðlegra fjármálafyrirtækja og þar með hvers konar ramma þau þurfa að búa við.Ofan á þetta bætist að við höfum ekki náð, hvorki í pólitík né viðskiptum, að höndla sveigjanleikann sem fylgir krónunni og hún gaf okkur ekki þá umgjörð sem langvarandi verðmætasköpun krefst. Án stöðugleika erum við ofurseld sveiflum eins og þeirri sem við glímum nú við afleiðingarnar af. Það hefur því miður sýnt sig að við höfum ekki þann aga sem til þarf til að stýra eigin gjaldmiðli og nota hann sem efnahagslegt stjórntæki.Hluti af því að tryggja stöðugleika íslensks efnahagslífs til framtíðar litið hlýtur því að vera að kanna hug íslensku þjóðarinnar til fullrar aðildar að Evrópusambandinu með þeim kostum og göllum sem því fylgja.Kerfið of veikbyggtSetning neyðarlaga og aðdragandi þeirra ber merki þess að stjórnvöld hafi ekki verið nægjanlega undirbúin til mæta þessari stöðu. Á margan hátt er þátttakendum í slíkum aðstæðum vorkunn, því þar voru þeir að fást við vandamál sem þeir á engan hátt þekktu eða gátu fyllilega gert sér grein fyrir hvert leiddu. Á hinn bóginn lögðu stjórnmálamenn á árinu 2008 ekki við hlustir þegar varnaðarorð voru höfð uppi. Ábyrgð þeirra er því ekki síður mikil í aðdraganda hinna örlagaríku daga í byrjun október.Að sama skapi er ábyrgð Seðlabanka Íslands mikil. Hvort sem er í því hlutverki að vera lánveitandi til þrautarvara eða með því að halda úti peningamálastefnu sem reyndist vera helstefna eins og ýmsir höfðu varað harkalega við. Ábyrgð Seðlabankans á fjármálastöðugleika er lögbundin og hlýtur að felast í viðeigandi ráðstöfunum þegar stöðugleikanum telst ógnað.Alþjóðleg fjármálakreppa er undirrót þess að fjármálakerfi okkar hrundi og í raun hefur ekkert vestrænt kerfi staðist storminn án ríkisaðstoðar.Við sem leiddum mismunandi þætti íslenska fjármálakerfisins sköpuðum of veikan grunn til að standast sviptingarnar. Þar gerðum við mistök í því að byggja upp of stórt kerfi á of skömmum tíma, reiða okkur á lítinn gjaldmiðil og peningamálastefnu sem ekki gat gengið til lengdar í heimi alþjóðaviðskipta. Við létum einnig glepjast af hraða og skammtímaárangri og misstum þar með sjónar á langtímahagsmunum og gildum samfélagsins.Ég og aðrir þeir sem unnu að framgangi fjármálageirans hljótum að viðurkenna mistök okkar, læra af þeim og nýta lærdóminn til að byggja upp til framtíðar. Mikilvægt er að við náum að vinna okkur hratt út úr vandanum og byggja upp traust í samfélaginu á nýjan leik. Mistök fortíðar leiddu okkur á þann stað sem við erum á núna. Eins mikilvægt og það er að rannsaka ítarlega hvað gerðist, skiptir ekki síður máli að hver og einn horfi í eigin barm og bregðist við því sem hann þar finnur.Höfundur er fyrrverandi forstjóri Glitnis.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun