„Ráðherrar sömdu spurningar“ 15. janúar 2009 06:00 Menn muna nú þegar Ríkissjónvarpið var hér eitt á markaðnum og ráðherrar sömdu spurningar fyrir fréttamennina." Þetta sagði Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður í úrvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni, 17. desember síðastliðinn. Þessi orð lét hann falla þegar hann skýrði frá því að hann væri að fjalla um það í menntamálanefnd Alþingis að takmarka auglýsingar í Sjónvarpinu. Ég tel ástæðu til að hrekja þessa staðhæfingu, vegna þess að hún er árás á starfsheiður allra þeirra fréttamanna, sem störfuðu hjá Sjónvarpinu frá því að það var stofnað 1966, þar til Stöð 2 var stofnuð 1986 og Sjónvarpið ekki lengur „eitt á markaðnum". Þessi staðhæfing Sigurðar Kára felur í sér að allir þessir fréttamann hafi verið þær undirlægjur að láta stjórnmálamenn ráða því um hvað þeir væru spurðir. Þetta gefur í skyn að við höfum ekki haft kjark til að standa í fæturna frammi fyrir valdhöfum landsins og spyrja þá þeirra spurninga, sem við töldum þurfa, þó óþægilegar kynnu að vera. Þessar ásakanir í garð okkar fréttamanna voru einnig settar fram í hátíðardagskrá í tilefni af 40 ára afmæli sjónvarpsins 2006. Þá var það Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Eiður Guðnason sendiherra bar þennan áburð til baka í grein í tímaritinu Þjóðlífi, þar sem hann fjallaði um fyrstu ár Sjónvarpsins. Það er einkennilegt að þeir Sigurður Kári og Ólafur Ragnar skuli segja þetta, því að það hittir þá sjálfa fyrir sem stjórnmálamenn. Með þessu saka þeir sína líka um að hafa vitandi vits komið í veg fyrir opna lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu. Strax eftir að Sjónvarpið hóf göngu sína varð það einn helsti vettvangur stjórnmálaumræðu og er það enn. Stjórnmálamenn voru fljótir að tileinka sér þennan nýjan miðil og samskipti fréttamanna við þá urðu mikil, bæði í fréttum og umræðuþáttum. Í ljósi þess verður það að teljast bæði athyglisvert og lofsvert, að stjórnmálamenn létu okkur fréttamenn í friði með fréttaflutning. Ég var aldrei beittur þrýstingi eða hótunum eða boðum um einhver gæði af stjórnmálamanni, til að hafa áhrif á minn fréttaflutning. Ég veit að samstarfsmenn mínir hafa sömu sögu að segja. Ég tel að stjórnmálamenn eigi að njóta sannmælis í þessu máli. Stjórnmálamenn höfðu hins vegar oft afskipti af fjármálum og annarri stjórn stofnunarinnar. Til að ganga úr skugga um að þessi áburður þeirra Ólafs Ragnars og Sigurðar Kára sé rangur hafði ég samband við alla þá fréttamenn, sem til náðist og störfuðu hjá Sjónvarpinu frá stofnun, „þegar Ríkissjónvarpið var hér eitt á markaðnum". Fyrst talaði ég við þá Magnús Bjarnfreðsson og Markús Örn Antonsson, fyrstu fréttamennina, og hvorugur kannaðist við að hafa tekið við spurningum eða öðrum fyrirmælum frá stjórnmálamönnum. Enginn hinna kannast heldur við þetta og hér eru nöfnin í stafrófsröð: Bogi Ágústsson, Eiður Guðnason, Guðjón Einarsson, Helgi E. Helgason, Ingvi Hrafn Jónsson, Jón Hákon Magnússon, Magnús Bjarnfreðsson, Markús Örn Antonsson, Ólafur Sigurðsson, Ómar Ragnarsson, Sigrún Stefánsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Sonja Diego, Svala Thorlacius og Ögmundur Jónasson. Allir þessir menn segja einum rómi að þeir Ólafur Ragnar og Sigurður Kári fari með rangt mál. Þeir hafa báðir aðgang að símaskrá og hefðu getað hringt í hvert okkar sem er og komist að hinu sanna, en gerðu það ekki. Við sem í hlut eigum viljum hafa það sem sannara reynist. Ekki þætti mér óeðlilegt að þeir stjórnmálamenn, sem þeir félagar hafa fyrir rangri sök, svöruðu fyrir sig sjálfir. Að lokum er það umhugsunarefni hvernig Sigurður Kári og sex aðrir þingmenn í menntamálanefnd eyða sínum tíma, þegar menntakerfið er að hruni komið vegna fjármálakreppu. Sigurður Kári sagði í sama útvarpsþætti: „Við ætlum að sitja núna frá hálf níu til tólf og fjalla einmitt um þetta auglýsingamál...", sem sé hvernig draga megi úr auglýsingatekjum Sjónvarpsins til ágóða fyrir aðrar sjónvarpsstöðvar. Höfundur er fyrrverandi varafréttastjóri Sjónvarps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Um atvinnuöryggi starfsstétta Ég uppgötvaði um daginn að ég hef ekki hugmynd um hvernig íslenskt lýðræði virkar. Ég veit að við kjósum flokka til að fara með völd í fjögur ár en þar með virðumst við ekki hafa meira með málin að gera. Stjórnmálaflokkur með lítið sem ekkert fylgi getur samt samið sig inná stjórnvölinn. Við höfum ekkert um það að segja hver tekur að sér hvaða ráðuneyti í ríkisstjórn né hvernig sá hinn sami hagar sér svo í vinnunni. 15. janúar 2009 06:00 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Menn muna nú þegar Ríkissjónvarpið var hér eitt á markaðnum og ráðherrar sömdu spurningar fyrir fréttamennina." Þetta sagði Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður í úrvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni, 17. desember síðastliðinn. Þessi orð lét hann falla þegar hann skýrði frá því að hann væri að fjalla um það í menntamálanefnd Alþingis að takmarka auglýsingar í Sjónvarpinu. Ég tel ástæðu til að hrekja þessa staðhæfingu, vegna þess að hún er árás á starfsheiður allra þeirra fréttamanna, sem störfuðu hjá Sjónvarpinu frá því að það var stofnað 1966, þar til Stöð 2 var stofnuð 1986 og Sjónvarpið ekki lengur „eitt á markaðnum". Þessi staðhæfing Sigurðar Kára felur í sér að allir þessir fréttamann hafi verið þær undirlægjur að láta stjórnmálamenn ráða því um hvað þeir væru spurðir. Þetta gefur í skyn að við höfum ekki haft kjark til að standa í fæturna frammi fyrir valdhöfum landsins og spyrja þá þeirra spurninga, sem við töldum þurfa, þó óþægilegar kynnu að vera. Þessar ásakanir í garð okkar fréttamanna voru einnig settar fram í hátíðardagskrá í tilefni af 40 ára afmæli sjónvarpsins 2006. Þá var það Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Eiður Guðnason sendiherra bar þennan áburð til baka í grein í tímaritinu Þjóðlífi, þar sem hann fjallaði um fyrstu ár Sjónvarpsins. Það er einkennilegt að þeir Sigurður Kári og Ólafur Ragnar skuli segja þetta, því að það hittir þá sjálfa fyrir sem stjórnmálamenn. Með þessu saka þeir sína líka um að hafa vitandi vits komið í veg fyrir opna lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu. Strax eftir að Sjónvarpið hóf göngu sína varð það einn helsti vettvangur stjórnmálaumræðu og er það enn. Stjórnmálamenn voru fljótir að tileinka sér þennan nýjan miðil og samskipti fréttamanna við þá urðu mikil, bæði í fréttum og umræðuþáttum. Í ljósi þess verður það að teljast bæði athyglisvert og lofsvert, að stjórnmálamenn létu okkur fréttamenn í friði með fréttaflutning. Ég var aldrei beittur þrýstingi eða hótunum eða boðum um einhver gæði af stjórnmálamanni, til að hafa áhrif á minn fréttaflutning. Ég veit að samstarfsmenn mínir hafa sömu sögu að segja. Ég tel að stjórnmálamenn eigi að njóta sannmælis í þessu máli. Stjórnmálamenn höfðu hins vegar oft afskipti af fjármálum og annarri stjórn stofnunarinnar. Til að ganga úr skugga um að þessi áburður þeirra Ólafs Ragnars og Sigurðar Kára sé rangur hafði ég samband við alla þá fréttamenn, sem til náðist og störfuðu hjá Sjónvarpinu frá stofnun, „þegar Ríkissjónvarpið var hér eitt á markaðnum". Fyrst talaði ég við þá Magnús Bjarnfreðsson og Markús Örn Antonsson, fyrstu fréttamennina, og hvorugur kannaðist við að hafa tekið við spurningum eða öðrum fyrirmælum frá stjórnmálamönnum. Enginn hinna kannast heldur við þetta og hér eru nöfnin í stafrófsröð: Bogi Ágústsson, Eiður Guðnason, Guðjón Einarsson, Helgi E. Helgason, Ingvi Hrafn Jónsson, Jón Hákon Magnússon, Magnús Bjarnfreðsson, Markús Örn Antonsson, Ólafur Sigurðsson, Ómar Ragnarsson, Sigrún Stefánsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Sonja Diego, Svala Thorlacius og Ögmundur Jónasson. Allir þessir menn segja einum rómi að þeir Ólafur Ragnar og Sigurður Kári fari með rangt mál. Þeir hafa báðir aðgang að símaskrá og hefðu getað hringt í hvert okkar sem er og komist að hinu sanna, en gerðu það ekki. Við sem í hlut eigum viljum hafa það sem sannara reynist. Ekki þætti mér óeðlilegt að þeir stjórnmálamenn, sem þeir félagar hafa fyrir rangri sök, svöruðu fyrir sig sjálfir. Að lokum er það umhugsunarefni hvernig Sigurður Kári og sex aðrir þingmenn í menntamálanefnd eyða sínum tíma, þegar menntakerfið er að hruni komið vegna fjármálakreppu. Sigurður Kári sagði í sama útvarpsþætti: „Við ætlum að sitja núna frá hálf níu til tólf og fjalla einmitt um þetta auglýsingamál...", sem sé hvernig draga megi úr auglýsingatekjum Sjónvarpsins til ágóða fyrir aðrar sjónvarpsstöðvar. Höfundur er fyrrverandi varafréttastjóri Sjónvarps.
Um atvinnuöryggi starfsstétta Ég uppgötvaði um daginn að ég hef ekki hugmynd um hvernig íslenskt lýðræði virkar. Ég veit að við kjósum flokka til að fara með völd í fjögur ár en þar með virðumst við ekki hafa meira með málin að gera. Stjórnmálaflokkur með lítið sem ekkert fylgi getur samt samið sig inná stjórnvölinn. Við höfum ekkert um það að segja hver tekur að sér hvaða ráðuneyti í ríkisstjórn né hvernig sá hinn sami hagar sér svo í vinnunni. 15. janúar 2009 06:00
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar