Tækifæri í súginn Svandís Svavarsdóttir skrifar 5. janúar 2009 06:00 Svandís Svavarsdóttir skrifar um álver í Helguvík Milli jóla og nýárs var haldinn fundur í stjórn Orkuveitunnar en þar var samþykkt að undirrita samning við Norðurál Helguvík ehf um sölu á orku fyrir álver sem gert er ráð fyrir að framleiði 360 þúsund tonn af áli á ári. Gildandi starfsleyfi gerir ráð fyrir 250 þúsund tonnum þannig að hér er um aukningu að ræða og hlýtur að þurfa nýtt starfsleyfi. Samningurinn þýðir að 250 megavött frá Hellisheiðarvirkjun, Hverahlíð auk Gráhnjúka fara öll í álframleiðslu. Á mannamáli þýðir þetta að möguleikar Orkuveitunnar til að snúa við blaðinu í stóriðju- og atvinnumálum eru fyrir bí. Við stjórnvölinn í Orkuveitunni sitja flokkarnir sem leiddu mesta stóriðjutímabil Íslandssögunnar. Þessir sömu flokkar bera nú ábyrgð á nýsamþykktum samningi. Fyrri samningur milli Orkuveitunnar og Norðuráls rann út um áramótin og hefði því verið um að ræða einstakt tækifæri til að endurmeta orkusölu frá Orkuveitu Reykjavíkur til framtíðar í þágu sjálfbærrar þróunar og fjölbreytts atvinnulífs. Margítrekað hefur verið mikilvægi þess að dreifa áhættunni, setja ekki öll eggin í sömu körfuna og nýta orkuauðlindirnar í þágu fjölbreytni og vistvænnar framleiðslu. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Norðurál geti vænst sérstakra ívilnana ríkisstjórnarinnar vegna framkvæmdarinnar, verið undanþegið hluta opinberra gjalda auk annarra tilhliðrana sem hlýtur meðal annars að fela í sér nýtt starfsleyfi fyrir stærra álver. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur engin fyrirheit uppi um að snúa af braut stjóriðjustefnunnar. Fagra Ísland Samfylkingarinnar er endanlega fyrir bí. Samningurinn kom til afgreiðslu með afar stuttum fyrirvara, leynd hvílir yfir orkuverðinu og kunnuglegt pukur umlykur umræðuna alla. Hér er um að ræða verðmæti sem almenningur á í félagi og er óverjandi með öllu að ráðstafa þeim án þess að fram fari upplýst og heiðarleg umræða um þann gjörning sem hér hefur farið fram og þá forgangsröðun sem þar endurspeglast. Undirrituð greiddi ein atkvæði gegn samningnum á stjórnarfundinum. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir skrifar um álver í Helguvík Milli jóla og nýárs var haldinn fundur í stjórn Orkuveitunnar en þar var samþykkt að undirrita samning við Norðurál Helguvík ehf um sölu á orku fyrir álver sem gert er ráð fyrir að framleiði 360 þúsund tonn af áli á ári. Gildandi starfsleyfi gerir ráð fyrir 250 þúsund tonnum þannig að hér er um aukningu að ræða og hlýtur að þurfa nýtt starfsleyfi. Samningurinn þýðir að 250 megavött frá Hellisheiðarvirkjun, Hverahlíð auk Gráhnjúka fara öll í álframleiðslu. Á mannamáli þýðir þetta að möguleikar Orkuveitunnar til að snúa við blaðinu í stóriðju- og atvinnumálum eru fyrir bí. Við stjórnvölinn í Orkuveitunni sitja flokkarnir sem leiddu mesta stóriðjutímabil Íslandssögunnar. Þessir sömu flokkar bera nú ábyrgð á nýsamþykktum samningi. Fyrri samningur milli Orkuveitunnar og Norðuráls rann út um áramótin og hefði því verið um að ræða einstakt tækifæri til að endurmeta orkusölu frá Orkuveitu Reykjavíkur til framtíðar í þágu sjálfbærrar þróunar og fjölbreytts atvinnulífs. Margítrekað hefur verið mikilvægi þess að dreifa áhættunni, setja ekki öll eggin í sömu körfuna og nýta orkuauðlindirnar í þágu fjölbreytni og vistvænnar framleiðslu. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Norðurál geti vænst sérstakra ívilnana ríkisstjórnarinnar vegna framkvæmdarinnar, verið undanþegið hluta opinberra gjalda auk annarra tilhliðrana sem hlýtur meðal annars að fela í sér nýtt starfsleyfi fyrir stærra álver. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur engin fyrirheit uppi um að snúa af braut stjóriðjustefnunnar. Fagra Ísland Samfylkingarinnar er endanlega fyrir bí. Samningurinn kom til afgreiðslu með afar stuttum fyrirvara, leynd hvílir yfir orkuverðinu og kunnuglegt pukur umlykur umræðuna alla. Hér er um að ræða verðmæti sem almenningur á í félagi og er óverjandi með öllu að ráðstafa þeim án þess að fram fari upplýst og heiðarleg umræða um þann gjörning sem hér hefur farið fram og þá forgangsröðun sem þar endurspeglast. Undirrituð greiddi ein atkvæði gegn samningnum á stjórnarfundinum. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar