Dagur 17… Elsa Dóróthea Daníelsdóttir skrifar 14. janúar 2009 05:00 Ég vaknaði í morgun, fékk mér kaffi og kveikti á Aljazeera sjónvarpsstöðinni eins og ég geri alla morgna frá því þann 28. desember 2008. Svona er líf mitt orðið hér í Jerúsalem, eðlilegur morgunn í þessari fallegu borg margra trúarbragða. Tala látinna er komin upp í 917, 284 börn og 100 konur eða um 40%. Hversu margir af þeim 60% sem eftir eru, eru saklausir menn, feður, synir og bræður? Móðir missti 5 dætur sínar á aldrinum 1 árs til 12 ára. Faðir missti eiginkonu sína, foreldra og 4 ung börn í einni árásinni. Með morgunmatnum fæ ég myndir af myrtum börnum, konum og sundursprengdum byggingum, þar á meðal skólum, moskum og íbúðum. Ég fæ það ekki af mér að skipta um stöð, ég fæ samviskubit því mér finnst ég þurfa að horfa, ég þarf að sjá allt. Annars verð ég eins og langflestir í heiminum sem hafa horft í hina áttina síðastliðin 60 ár. Lygarnar sem vella úr Ísraelsmönnum eru fyrir neðan allar hellur. Vopnahléið sem á að vera daglega í 3 tíma er ekki til staðar, þeir halda áfram að sprengja á meðan íbúar Gaza hætta sér út fyrir hússins dyr til að sækja sér eitthvað matarkyns. Þeir eru matarlausir, vatnslausir, olíulausir og rafmagnslausir. Ísraelar segjast vera að forðast það að drepa saklausa borgara, hvert er þá markmiðið með að smala saklausu fólki, þar á meðal börnum, í skólabyggingu og sprengja hana svo? Þeir eru búnir að sprengja sjúkrabíla og lækna, bæði úr lofti og á landi. Ég er saklaus Íslendingur, fædd frjáls, ég skil ekki svona ofbeldi. Ég skil ekki hvernig fólk getur búið svona en íbúar Gaza hafa búið við þetta stríðsástand í fjöldamörg ár. Ég fór að sofa í gærkvöldi hugsandi hvort ég gæti sofið eitthvað þessa nóttina því yngri dóttir mín er að taka tennur og hefur sofið illa síðustu nætur. Eftir örskamma stund af þessum hugsunarhætti fylltist ég af skömm. Kvöld eftir kvöld fara íbúar Gaza að sofa í köldum húsum, svangir og hræddir, líklega hugsa þeir um alla þá hluti sem þá langar til að gera í framtíðinni á meðan þau kreista börnin sín af ótta við að húsið verði sprengt um nóttina. Kannski verður þetta síðasta nóttin þeirra. Í þessu stríðsástandi er það ekki ólíklegt, heilu fjölskyldurnar hafa verið myrtar með þessum hætti síðustu 17 daga. Hversu mikið get ég þolað að horfa á? Ég get ekki annað en fylgst með öllu sem gerist á Gaza, annars líður mér illa, mér líður eins og ég sé að bregðast fólkinu sem er að deyja til einskis ef ég horfi ekki á. Á meðan líkin hrannast upp sitjum við í hlýjunni heima hjá okkur og hugsum um alla þessa litlu óþarfa hluti sem okkur vantar eða langar í. Lítill 8 ára drengur kom á spítalann á Gaza. Þegar hann loks fór að tala, þá fór hann að gráta móðursýkislega, hann sagði að hann hefði séð svo mikið af látnu fólki á götunni og að skriðdrekarnir hefðu keyrt yfir öll líkin. Engin virðing fyrir þeim látnu, engin virðing fyrir þeim lifandi. Fyrir Ísraelum eru Palestínumenn skepnur eða vírus sem á ekki heima á "þeirra" landi og þeir ætla sér að útrýma þeim með einum eða öðrum hætti. Þvílík vanvirðing á mannslífi hefur ekki verið sýnd síðan Stalín, já og Hitler, voru á þessari jörð. Með réttu er hægt að kalla þetta fjöldamorð, helför. Helför Palestínumanna hefur staðið í rúm 60 ár, er ekki nóg komið? Áratugi eftir áratugi hafa Ísraelsmenn misþyrmt Palestínumönnum andlega jafnt sem líkamlega. Þeir gera allt sem þeir geta til að Palestínumönnum líði illa í sínu eigin landi. Þeir eru óvelkomnir hér og þeir fá að vita það daglega, meira að segja mörgum sinnum á dag. Sem dæmi má nefna að umferðaljósin á gatnamótum þar sem Ísraelar keyra í eina áttina og Palestínumenn í hina, þar eru ljósin stillt þannig að Palestínumenn fá aðeins örfáar sekúndur til að koma sér yfir gatnamótin en Ísraelar 2-3 mínútur. Þeir mega ekki einu sinni keyra allar götur, því sumar eru aðeins fyrir ísraelska landnema. Palestínumenn þurfa að standa í löngum biðröðum til að endurnýja öll skírteini og dvalarleyfi, þeir þurfa að koma aftur og aftur og aftur til útlendingaeftirlitsins með nýja og nýja pappíra til að fá öll tilskilin leyfi fyrir búsetu í eigin landi. Bróðir mannsins míns fór um daginn í útlendingaeftirlitið til að endurnýja ferðaleyfið sitt. Hann fékk það endurnýjað en konan sem afgreiddi hann spurði hann af hverju hann færi ekki bara til Íslands eins og bróðir sinn? En hún lét það fylgja með að hann ætti ekki að koma aftur eins og bróðir sinn eða eins og hún orðaði það "ekki vera eins vitlaus og bróðir þinn að koma hingað aftur með fjölskyldu". Ég hef margar svona sögur að segja, þessar eru þær skárstu, þið ættuð að heyra sögurnar frá tengdamömmu og tengdapabba. Það er ekki skrítið að ég gráti hér, ég græt öll börnin, ég græt alla misþyrminguna, ég græt öll lífin sem hafa misfarist vegna kúgunar og ofbeldis. Hvað er hægt að gera? Þú og við öll getum hjálpað með því að standa saman og sniðganga vörur Ísraelsmanna. Við getum ákveðið að styrkja EKKI stríðsrekstur þeirra og þar með verið að ýta undir kúgun Palestínumanna með því að versla af þeim. Á heimasíðu félagsins Ísland-Palestína (www.palestina.is) er hægt að nálgast lista yfir vörur og einnig lista yfir erlendar síður með fleiri listum yfir vörur og vörumerki sem þú getur sniðgengið ef þú vilt leggja þitt af mörkum. Einnig er þar að finna ýmsar aðrar upplýsingar og leiðir fyrir fólk sem hefur áhuga á að gera meira. Við getum einnig þrýst á íslensk yfirvöld til að hafa sama hugrekki og staðfestu eins og ríkisstjórn Venesúela til að hætta öllum samskiptum við Ísrael. VINNUM SAMAN - SNIÐGÖNGUM ÍSRAEL! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Ég vaknaði í morgun, fékk mér kaffi og kveikti á Aljazeera sjónvarpsstöðinni eins og ég geri alla morgna frá því þann 28. desember 2008. Svona er líf mitt orðið hér í Jerúsalem, eðlilegur morgunn í þessari fallegu borg margra trúarbragða. Tala látinna er komin upp í 917, 284 börn og 100 konur eða um 40%. Hversu margir af þeim 60% sem eftir eru, eru saklausir menn, feður, synir og bræður? Móðir missti 5 dætur sínar á aldrinum 1 árs til 12 ára. Faðir missti eiginkonu sína, foreldra og 4 ung börn í einni árásinni. Með morgunmatnum fæ ég myndir af myrtum börnum, konum og sundursprengdum byggingum, þar á meðal skólum, moskum og íbúðum. Ég fæ það ekki af mér að skipta um stöð, ég fæ samviskubit því mér finnst ég þurfa að horfa, ég þarf að sjá allt. Annars verð ég eins og langflestir í heiminum sem hafa horft í hina áttina síðastliðin 60 ár. Lygarnar sem vella úr Ísraelsmönnum eru fyrir neðan allar hellur. Vopnahléið sem á að vera daglega í 3 tíma er ekki til staðar, þeir halda áfram að sprengja á meðan íbúar Gaza hætta sér út fyrir hússins dyr til að sækja sér eitthvað matarkyns. Þeir eru matarlausir, vatnslausir, olíulausir og rafmagnslausir. Ísraelar segjast vera að forðast það að drepa saklausa borgara, hvert er þá markmiðið með að smala saklausu fólki, þar á meðal börnum, í skólabyggingu og sprengja hana svo? Þeir eru búnir að sprengja sjúkrabíla og lækna, bæði úr lofti og á landi. Ég er saklaus Íslendingur, fædd frjáls, ég skil ekki svona ofbeldi. Ég skil ekki hvernig fólk getur búið svona en íbúar Gaza hafa búið við þetta stríðsástand í fjöldamörg ár. Ég fór að sofa í gærkvöldi hugsandi hvort ég gæti sofið eitthvað þessa nóttina því yngri dóttir mín er að taka tennur og hefur sofið illa síðustu nætur. Eftir örskamma stund af þessum hugsunarhætti fylltist ég af skömm. Kvöld eftir kvöld fara íbúar Gaza að sofa í köldum húsum, svangir og hræddir, líklega hugsa þeir um alla þá hluti sem þá langar til að gera í framtíðinni á meðan þau kreista börnin sín af ótta við að húsið verði sprengt um nóttina. Kannski verður þetta síðasta nóttin þeirra. Í þessu stríðsástandi er það ekki ólíklegt, heilu fjölskyldurnar hafa verið myrtar með þessum hætti síðustu 17 daga. Hversu mikið get ég þolað að horfa á? Ég get ekki annað en fylgst með öllu sem gerist á Gaza, annars líður mér illa, mér líður eins og ég sé að bregðast fólkinu sem er að deyja til einskis ef ég horfi ekki á. Á meðan líkin hrannast upp sitjum við í hlýjunni heima hjá okkur og hugsum um alla þessa litlu óþarfa hluti sem okkur vantar eða langar í. Lítill 8 ára drengur kom á spítalann á Gaza. Þegar hann loks fór að tala, þá fór hann að gráta móðursýkislega, hann sagði að hann hefði séð svo mikið af látnu fólki á götunni og að skriðdrekarnir hefðu keyrt yfir öll líkin. Engin virðing fyrir þeim látnu, engin virðing fyrir þeim lifandi. Fyrir Ísraelum eru Palestínumenn skepnur eða vírus sem á ekki heima á "þeirra" landi og þeir ætla sér að útrýma þeim með einum eða öðrum hætti. Þvílík vanvirðing á mannslífi hefur ekki verið sýnd síðan Stalín, já og Hitler, voru á þessari jörð. Með réttu er hægt að kalla þetta fjöldamorð, helför. Helför Palestínumanna hefur staðið í rúm 60 ár, er ekki nóg komið? Áratugi eftir áratugi hafa Ísraelsmenn misþyrmt Palestínumönnum andlega jafnt sem líkamlega. Þeir gera allt sem þeir geta til að Palestínumönnum líði illa í sínu eigin landi. Þeir eru óvelkomnir hér og þeir fá að vita það daglega, meira að segja mörgum sinnum á dag. Sem dæmi má nefna að umferðaljósin á gatnamótum þar sem Ísraelar keyra í eina áttina og Palestínumenn í hina, þar eru ljósin stillt þannig að Palestínumenn fá aðeins örfáar sekúndur til að koma sér yfir gatnamótin en Ísraelar 2-3 mínútur. Þeir mega ekki einu sinni keyra allar götur, því sumar eru aðeins fyrir ísraelska landnema. Palestínumenn þurfa að standa í löngum biðröðum til að endurnýja öll skírteini og dvalarleyfi, þeir þurfa að koma aftur og aftur og aftur til útlendingaeftirlitsins með nýja og nýja pappíra til að fá öll tilskilin leyfi fyrir búsetu í eigin landi. Bróðir mannsins míns fór um daginn í útlendingaeftirlitið til að endurnýja ferðaleyfið sitt. Hann fékk það endurnýjað en konan sem afgreiddi hann spurði hann af hverju hann færi ekki bara til Íslands eins og bróðir sinn? En hún lét það fylgja með að hann ætti ekki að koma aftur eins og bróðir sinn eða eins og hún orðaði það "ekki vera eins vitlaus og bróðir þinn að koma hingað aftur með fjölskyldu". Ég hef margar svona sögur að segja, þessar eru þær skárstu, þið ættuð að heyra sögurnar frá tengdamömmu og tengdapabba. Það er ekki skrítið að ég gráti hér, ég græt öll börnin, ég græt alla misþyrminguna, ég græt öll lífin sem hafa misfarist vegna kúgunar og ofbeldis. Hvað er hægt að gera? Þú og við öll getum hjálpað með því að standa saman og sniðganga vörur Ísraelsmanna. Við getum ákveðið að styrkja EKKI stríðsrekstur þeirra og þar með verið að ýta undir kúgun Palestínumanna með því að versla af þeim. Á heimasíðu félagsins Ísland-Palestína (www.palestina.is) er hægt að nálgast lista yfir vörur og einnig lista yfir erlendar síður með fleiri listum yfir vörur og vörumerki sem þú getur sniðgengið ef þú vilt leggja þitt af mörkum. Einnig er þar að finna ýmsar aðrar upplýsingar og leiðir fyrir fólk sem hefur áhuga á að gera meira. Við getum einnig þrýst á íslensk yfirvöld til að hafa sama hugrekki og staðfestu eins og ríkisstjórn Venesúela til að hætta öllum samskiptum við Ísrael. VINNUM SAMAN - SNIÐGÖNGUM ÍSRAEL!
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar