Er rógur lævís flótti frá raunveruleikanum? Hjörleifur Jakobsson skrifar 31. janúar 2009 06:00 Sem fyrrverandi stjórnarmanni í Kaupþingi blöskrar mér hin ósanngjarna umræða að undanförnu um málefni bankans. Markvisst hefur verið lekið óljósum og misvísandi upplýsingum til fjölmiðla til að þyrla upp moldviðri og lævísar smjörklípur ganga ómeltar á milli fjölmiðla og almennings. Ég er hinsvegar fullviss sem fyrr um að þegar að rykið sest og umrædd mál hafa verið rannsökuð ofan í kjölinn, muni hið sanna koma í ljós. Ég sakna hinsvegar dýpri og upplýstari umræðu um ástæður þess að við Íslendingar erum í svona slæmum málum og hvernig hinn raunverulegi kostnaður þjóðarinnar er tilkominn. Slæm staða þjóðarinnarAð mínu mati eru það einkum fimm atriði sem valda því að staða okkar sem þjóðar er jafn slæm í dag og raun ber vitni: 1. Íslenska krónan, peningamálastefna Seðlabankans og framkvæmd hennar undanfarin ár. Það virðist nú fallið í gleymskunnar dá að flestir hagfræðingar spáðu því að þessi stefna myndi óhjákvæmilega ein og sér leiða til kreppu á Íslandi og skerðingar lífskjara. Nú er auðvelt að kenna heimskreppu og hruni bankanna um öll okkar vandamál. Því miður er þetta ekki svona einfalt. Íslenskt hagkerfi var í stórkostlegum vandræðum fyrir vegna þess að þjóðin hafði búið við falskan kaupmátt árum saman og var búin að eyða langt um efni fram. Þetta á við um alla: ríki, sveitarfélög, fyrirtæki og almenning. Einstaklingar og fyrirtæki voru í raun þvinguð til að taka erlend lán á sínar íslensku eignir með velþóknun Seðlabankans og síðan eru menn gagnrýndir fyrir að „fara á móti krónunni" þegar þeir vilja frekar hafa lánin sín í íslenskum krónum! 2. Íslensku bankarnar uxu of hratt og voru of stórir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Stuðningur Seðlabankans við viðskiptabankana var lítill. Viðbrögð hans við stækkun bankanna var að stinga hausnum í sandinn og sama átti við þegar að kreppti. 3. Alþjóðlega fjármálakreppan, nú nefnd heimskreppa. Fróðlegt er að lesa skýrslu IMF um framtíðarhorfur einstakra landa. 4. Aðgerðarleysi Fjármálaeftirlitsins og Viðskiptaráðuneytis við óábyrgri útþenslu Icesave á reikning þjóðarinnar. 5. Aðferðarfræðin við þjóðnýtingu Glitnis og setning neyðarlaganna. Sagan mun sýna að þessi nálgun var stórkostleg mistök og lykilatriði í falli bankanna. Athyglisvert er að skoða hvernig seðlabankastjóri gjörsamlega vanmat stöðuna og áhrif aðgerða sinna eins og ágætlega er fjallað er um í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu s.l. fimmtudag. Tap þjóðar og almenningsAthyglisvert er að skoða hvert menn beina spjótum sínum í dag og hins vegar hverjir eru ábyrgir fyrir tapi þjóðar og almennings. Þar er lítil samsvörun.Hluthafar. Hluthafar bankanna hafa tapað öllu og hluthafar annarra fyrirtækja tapað miklu. Mikil lækkun hlutabréfa er því miður ekki séríslenskt fyrirbæri. Hluthafar eiga ekki að biðja um samúð. Þeir taka áhættu; tapa stundum en hagnast vonandi oftar. Viðskiptavinir bankanna. Útlit er fyrir að allar innistæður í Kaupþingi fáist greiddar öfugt við innistæður þeirra sem lögðu sitt fé t.d. inn í dótturbanka annarra íslenskra banka. Einnig er áhugavert að skoða afkomu lífeyrissjóða í vörslu bankanna. Persónulega hef ég lagt minn viðbótarsparnað í Frjálsa 3 sem er varfærnasta sparnaðarleiðin hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum sem er í rekstri Kaupþings. Þessi sparnaðarleið gaf viðskiptavinum sjóðsins 23,1% jákvæða ávöxtun fyrstu 11 mánuði 2008 meðan sambærilegir sjóðir annarra íslenskra banka gáfu verulega neikvæða ávöxtun. Þar munar tugmilljörðum í ávöxtun fyrir íslenska launþega. Ávöxtun peningamarkaðssjóða var einnig áberandi best hjá Kaupþingi þrátt fyrir sérstaka innspýtingu inn í sjóði Glitnis og Landsbankans með velþóknun ráðamanna. Þjóðin. Tjón þjóðarinnar er margvíslegt. Eftir stendur stór erlend skuld vegna Icesave sem útlit er fyrir að þjóðin þurfi að greiða. Endanlegur reikningur er ókominn en ég er hræddur um að hann verði á bilinu 300-500 milljarðar króna. Þjóðin mun hinsvegar ekki þurfa að borga eina einustu krónu vegna Kaupþing Edge. Ónýtur gjaldmiðill. Erlendir fjárfestar eiga nú hundruð milljarða króna á Íslandi sem þeir vilja losna við og kaupa evrur í staðinn. Þetta myndar tappa í gjaldeyriskerfinu sem er tilkominn vegna peningamálastefnunnar þegar fjármunir soguðust til Íslands vegna fáránlegra hárra vaxta í boði Seðlabanka og ríkisstjórnar. Þessi tappi verður ekki leystur nema með áframhaldandi gjaldeyrishöftum eða að þjóðin noti lánið frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og auki þannig vaxtagjöld þjóðarinnar um tugi milljarða á ári. Lífeyrissjóðirnir gætu hugsanlega komið að lausninni með að selja hluta af erlendum eignum sínum í þessu skyni. Tap Seðlabankans af lánum til íslenskrar fjármálafyrirtækja verður afgreitt með prentun peninga, tilheyrandi verðbólgu og veikingu krónunnar. Dæmi eru um að Seðlabankinn hafi lánað einstökum bönkum upphæðir sem nema þrettánföldu eigin fé viðkomandi banka! Endurfjármögnun viðskiptabankanna krefst útgjalda en vonandi fær þjóðin þann kostnað endurgreiddan síðar við sölu þeirra eða í formi arðgreiðslna. Eitt stærsta tjónið er þó að mínu mati sá missir sem bankaumhverfið er fyrir allan þann mannauð sem þar starfaði og í þeim ráðgjafafyrirtækjum sem þjónuðu þessum fyrirtækjum. Þau þekkingarstörf koma því miður ekki aftur í bráð. Fýsir fjölmiðla ekki að fjalla um framangreint? Þetta er það sem við þurfum að lifa við næstu árin. Eitt að því fyrsta sem ég lærði í stjórnun er það verklag að búta stór verkefni niður í smærri; þú gleypir ekki fílinn í einum bita. Þannig er það líka með vandamál þjóðarinnar í dag. Ástæður vandans eru margþættar eins og hér hefur verið tæpt á. Full ástæða er til að rannsaka öll þau mál ofan í kjölinn. Ég fagna slíkri rannsókn og hef trú á að hluthafar og stjórnendur Kaupþings komi sterkir frá þeim leik. Á sama hátt er uppbyggingin stórt verkefni þar sem mikilvægt er að leiðin sé rétt vörðuð. Höfundur sat í stjórn Kaupþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Sem fyrrverandi stjórnarmanni í Kaupþingi blöskrar mér hin ósanngjarna umræða að undanförnu um málefni bankans. Markvisst hefur verið lekið óljósum og misvísandi upplýsingum til fjölmiðla til að þyrla upp moldviðri og lævísar smjörklípur ganga ómeltar á milli fjölmiðla og almennings. Ég er hinsvegar fullviss sem fyrr um að þegar að rykið sest og umrædd mál hafa verið rannsökuð ofan í kjölinn, muni hið sanna koma í ljós. Ég sakna hinsvegar dýpri og upplýstari umræðu um ástæður þess að við Íslendingar erum í svona slæmum málum og hvernig hinn raunverulegi kostnaður þjóðarinnar er tilkominn. Slæm staða þjóðarinnarAð mínu mati eru það einkum fimm atriði sem valda því að staða okkar sem þjóðar er jafn slæm í dag og raun ber vitni: 1. Íslenska krónan, peningamálastefna Seðlabankans og framkvæmd hennar undanfarin ár. Það virðist nú fallið í gleymskunnar dá að flestir hagfræðingar spáðu því að þessi stefna myndi óhjákvæmilega ein og sér leiða til kreppu á Íslandi og skerðingar lífskjara. Nú er auðvelt að kenna heimskreppu og hruni bankanna um öll okkar vandamál. Því miður er þetta ekki svona einfalt. Íslenskt hagkerfi var í stórkostlegum vandræðum fyrir vegna þess að þjóðin hafði búið við falskan kaupmátt árum saman og var búin að eyða langt um efni fram. Þetta á við um alla: ríki, sveitarfélög, fyrirtæki og almenning. Einstaklingar og fyrirtæki voru í raun þvinguð til að taka erlend lán á sínar íslensku eignir með velþóknun Seðlabankans og síðan eru menn gagnrýndir fyrir að „fara á móti krónunni" þegar þeir vilja frekar hafa lánin sín í íslenskum krónum! 2. Íslensku bankarnar uxu of hratt og voru of stórir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Stuðningur Seðlabankans við viðskiptabankana var lítill. Viðbrögð hans við stækkun bankanna var að stinga hausnum í sandinn og sama átti við þegar að kreppti. 3. Alþjóðlega fjármálakreppan, nú nefnd heimskreppa. Fróðlegt er að lesa skýrslu IMF um framtíðarhorfur einstakra landa. 4. Aðgerðarleysi Fjármálaeftirlitsins og Viðskiptaráðuneytis við óábyrgri útþenslu Icesave á reikning þjóðarinnar. 5. Aðferðarfræðin við þjóðnýtingu Glitnis og setning neyðarlaganna. Sagan mun sýna að þessi nálgun var stórkostleg mistök og lykilatriði í falli bankanna. Athyglisvert er að skoða hvernig seðlabankastjóri gjörsamlega vanmat stöðuna og áhrif aðgerða sinna eins og ágætlega er fjallað er um í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu s.l. fimmtudag. Tap þjóðar og almenningsAthyglisvert er að skoða hvert menn beina spjótum sínum í dag og hins vegar hverjir eru ábyrgir fyrir tapi þjóðar og almennings. Þar er lítil samsvörun.Hluthafar. Hluthafar bankanna hafa tapað öllu og hluthafar annarra fyrirtækja tapað miklu. Mikil lækkun hlutabréfa er því miður ekki séríslenskt fyrirbæri. Hluthafar eiga ekki að biðja um samúð. Þeir taka áhættu; tapa stundum en hagnast vonandi oftar. Viðskiptavinir bankanna. Útlit er fyrir að allar innistæður í Kaupþingi fáist greiddar öfugt við innistæður þeirra sem lögðu sitt fé t.d. inn í dótturbanka annarra íslenskra banka. Einnig er áhugavert að skoða afkomu lífeyrissjóða í vörslu bankanna. Persónulega hef ég lagt minn viðbótarsparnað í Frjálsa 3 sem er varfærnasta sparnaðarleiðin hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum sem er í rekstri Kaupþings. Þessi sparnaðarleið gaf viðskiptavinum sjóðsins 23,1% jákvæða ávöxtun fyrstu 11 mánuði 2008 meðan sambærilegir sjóðir annarra íslenskra banka gáfu verulega neikvæða ávöxtun. Þar munar tugmilljörðum í ávöxtun fyrir íslenska launþega. Ávöxtun peningamarkaðssjóða var einnig áberandi best hjá Kaupþingi þrátt fyrir sérstaka innspýtingu inn í sjóði Glitnis og Landsbankans með velþóknun ráðamanna. Þjóðin. Tjón þjóðarinnar er margvíslegt. Eftir stendur stór erlend skuld vegna Icesave sem útlit er fyrir að þjóðin þurfi að greiða. Endanlegur reikningur er ókominn en ég er hræddur um að hann verði á bilinu 300-500 milljarðar króna. Þjóðin mun hinsvegar ekki þurfa að borga eina einustu krónu vegna Kaupþing Edge. Ónýtur gjaldmiðill. Erlendir fjárfestar eiga nú hundruð milljarða króna á Íslandi sem þeir vilja losna við og kaupa evrur í staðinn. Þetta myndar tappa í gjaldeyriskerfinu sem er tilkominn vegna peningamálastefnunnar þegar fjármunir soguðust til Íslands vegna fáránlegra hárra vaxta í boði Seðlabanka og ríkisstjórnar. Þessi tappi verður ekki leystur nema með áframhaldandi gjaldeyrishöftum eða að þjóðin noti lánið frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og auki þannig vaxtagjöld þjóðarinnar um tugi milljarða á ári. Lífeyrissjóðirnir gætu hugsanlega komið að lausninni með að selja hluta af erlendum eignum sínum í þessu skyni. Tap Seðlabankans af lánum til íslenskrar fjármálafyrirtækja verður afgreitt með prentun peninga, tilheyrandi verðbólgu og veikingu krónunnar. Dæmi eru um að Seðlabankinn hafi lánað einstökum bönkum upphæðir sem nema þrettánföldu eigin fé viðkomandi banka! Endurfjármögnun viðskiptabankanna krefst útgjalda en vonandi fær þjóðin þann kostnað endurgreiddan síðar við sölu þeirra eða í formi arðgreiðslna. Eitt stærsta tjónið er þó að mínu mati sá missir sem bankaumhverfið er fyrir allan þann mannauð sem þar starfaði og í þeim ráðgjafafyrirtækjum sem þjónuðu þessum fyrirtækjum. Þau þekkingarstörf koma því miður ekki aftur í bráð. Fýsir fjölmiðla ekki að fjalla um framangreint? Þetta er það sem við þurfum að lifa við næstu árin. Eitt að því fyrsta sem ég lærði í stjórnun er það verklag að búta stór verkefni niður í smærri; þú gleypir ekki fílinn í einum bita. Þannig er það líka með vandamál þjóðarinnar í dag. Ástæður vandans eru margþættar eins og hér hefur verið tæpt á. Full ástæða er til að rannsaka öll þau mál ofan í kjölinn. Ég fagna slíkri rannsókn og hef trú á að hluthafar og stjórnendur Kaupþings komi sterkir frá þeim leik. Á sama hátt er uppbyggingin stórt verkefni þar sem mikilvægt er að leiðin sé rétt vörðuð. Höfundur sat í stjórn Kaupþings.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar