Bréf til Þorsteins Pálssonar 5. janúar 2009 05:00 Víglundur Þorsteinsson skrifar um Evrópumál Sæll Þorsteinn Ég ætla að byrja á að færa fram þá ósk að árið 2009 reynist okkur öllum farsælt. Ég var rétt í þessu að ljúka við lestur fyrsta leiðara þíns á þessu ári þar sem þú taldir upp þau helstu verkefni sem bíða okkar íslendinga á nýbyrjuðu ári. Um margt af því get ég verið þér sammála þó ekki um þá staðhæfingu þína að tækifærin til hagstjórnar séu betri í Evrulandi en á Íslandi og að Evran sé tæki sem gefi okkur betri færi en íslenska krónan. Einu þýðingarmiklu atriði gleymdir þú eða slepptir í leiðara þínum en það er sú endurnýjun kjarasamninga sem framundan er nú í byrjun ársins. Verðbólgan á Íslandi árið 2008 telst mér til að mælist um 18 % frá upphafi til loka ársins. Ég tel að hana megi að mestu rekja til þriggja þátta. Í fyrsta lagi verulegrar hækkunar innflutningsverðlags fyrri hluta árs henni til viðbótar komu ábyrgðarlausir kjarasamninga sem tóku tappann úr og gáfu öllu lausan tauminn. Fyrirtækjunum í verðlagsmálum( ég ekki undanskilinn í því )og bönkunum sem nýttu tækifærið til hluta sem engan óraði fyrir það er yfirgengilegra árása á krónuna sem þeir og stærstu eigendur þeirra stóðu fyrir í tilraun til stundarhagnaðar. Sem á endanum reyndust svo örlagaríkar að þeir tortímdu sér sjálfum. Gengisvístalan nú um áramót er í slíkum lægðum að útflutningsgreinar sem og samkeppnisgreinar geta miklu meir en vel við unað. Gengið stendur það lágt í dag að með öllu hefur tekið fyrir innflutning dýrari neysluvara og einkaneyslan hrunið saman með tilheyrandi samdrætti í hagkerfinu og miklu atvinnuleysi sem enn mun aukast. Staða okkar nú við þessi áramót er slík að enginn mannlegur máttur fær forðað því að yfir okkur gangi frekari kjarskerðing en orðið er. Spurningin er eingöngu sú hvernig við getum lágmarkað þá skerðingu og komið beislinu á gamla verðbólgudrauginn sem við báðir höfðum mikil kynni af á sínum tíma í fyrri störfum. Fyrsta verkefnið sem bíður er að taka afstöðu til þeirra kjarasamninga sem gerðir voru og nú eiga að koma til endurskoðunar. Kaupmáttarviðmiðun þeirra er kaupmáttur janúarmánaðar 2008. Lauslega mælt sýnist mér að til að þau markmið verði haldin sem er að sjálfsögðu ekki hægt þurfi að hækka laun um meir en 10 % til viðbótar þeim samningsbundnum hækkunum sem samningurinn hefur að geyma en það er annars vegar krónutöluhækkun á öll laun upp á tæplega 390 þúsund og hinsvegar launahækkun 3.5 % á öll laun þar fyrir ofan. Þessir samningar eru nú í upphafi ársins fyrsta og alvarlegasta verkefnið á vegi okkar til að endurreisa íslenska hagkerfið og meðan ekki sér fyrir lausn á því verki verður hér ríkjandi óvissa og vantrú sem torveldar hitt meginverkefnið sem er að endurreisa íslensku krónuna sem við verðum að styðjast við til þeirrar endurreisnar hvað sem öllu gjaldmiðlaskiptahjali eða evrutauti líður. Eitt er það sem veldur mér svartsýni nú að ríkisstjórnin hljóp á sig l nú um áramót með því að flýta hækkun atvinnuleysisbóta um 13.500 kr á mánuði þrátt fyrir að þessi hækkun hefði átt að fylgja niðurstöðum þeirrar endurskoðunar kjarasamninga sem framundan er. En gefum okkur að samningsaðilar sjái ljósið og viðurkenni að kjarasamningurinn er hvellsprunginn og gefi sér andrými til að leyfa hagkerfinu að rétta við á þessu ári án launahækkana. Hvers er þá að vænta? Ég tel nokkuð víst að þá megum við vænta þess að verðbólgan frá upphafi til loka ársins verði lægri en 5 % verðbólguhraðinn í árslok innan við 3% krónan muni styrkast hratt og að stýrivextir Seðlabankans verði komnir vel niður fyrir 10% um mitt þetta ár. Okkur til hjálpar í þessu eru nú þær ytri aðstæður með lækkun innflutningsverðlags í erlendum myntum sem okkur voru mótdrægar á síðasta ári. Það er nokkuð sem gefur okkur nú tækifærið til að leiðrétta þá innlendu þætti sem við höfum vald á og stýra til nýs stöðugleika í okkar búskap. Verði þessi leið ofan á er það besta vörnin við þeirri kjaraskerðingu sem enn bíður okkar á þessu ári og mun um leið hafa þau áhrif að viðsnúningur í atvinnulífinu getur hafist mun fyrr en ella og atvinnuleysið getur tekið að dragast varanlega saman að nýju um mitt þetta ár. Ef vel tækist til þá gætum við jafnvel skilað lánalínum IMF fyrir árslok. Til þess að svo megi verða þurfum við að ná sátt við þá erlendu kröfuhafa sem nýju bankarnir í raun skulda fjármagn í gegnum þá gömlu. Við Íslendingar þurfum nú enn á ný að rifja upp þau grunngildi að undir hagvaxtarstólnum er fjórir fætur og hann mun ekki hér frekar en með öðrum þjóðum standa á þeirri einu löpp peningamálstjórnunar sem í tísku hefur verið í heiminum síðastliðin ár. jafnt hjá okkur sem í „Evrulandi", USA sem og annarsstaðar með þeim skelfilegum afleiðingum sem við okkur blasa. Þessir fjórir fætur eru og verða ávallt: 1. Hófstillt fjármálastjórn hins opinbera. Á það hefur mikið vantað hér á landi hjá sveitarfélögum og einnig hjá ríkinu þó þess hafi verið gætt að greiða niður skuldir þá féllu menn engu að síður í þá freistni að nota skammtímaþenslugróða til að þenja út ríkiskerfið. 2. Peningmálastjórn, þ.e. vaxtastefna sem stýrir gengi krónunnar til jafnvægis í utanríkisviðskiptum en samhliða því þurfa til að koma fætur 3 og 4. Raunsæ launapólitík sem leggur grunn að verðlagsstöðugleika. Allt eru þetta gömul og ný sannindi sem þarft er að rifja upp með reglubundnum hætti. Á næstunni mun reyna á hvernig til tekst hjá okkur og þar reynir á kjark forystumanna í íslenskum þjóðmálum hvort heldur hinna kjörnu fulltrúa á þingi eða á öðrum vettvangi. Ef illa tekst til í kjaramálum er það alveg víst að þá mun það gerast að: ATVINNULEYSI VEX OG VERÐBÓLGAN HJAÐNAR EKKI. Hér skiptir máli að kjörnir fulltrúar fari að segja fólki sannleikann í þessum efnum en séu ekki að flýja veruleikann og eða blekkja almenning með loforðum um „skógarferðir" eins og athugun á inngöngu í ESB sem engu bjargar fyrir okkur íslendinga í dag. Skapar hinsvegar þá hættu að menn gleymi því verkefni sem ekki verður umflúið Endurreisn íslensks efnahags með íslenskri krónu. Hún er sá gjaldmiðill sem við verðum að styðjast við í þeirri björgunarvinnu. Hér er mörgu við bæta um þessa kjánalegu Evrópu og Evru umræðu sem geisað hefur hér en ég læt það bíða betri tíma. Þó vil ég minna menn á að bankarnir í Evrulandi hrynja líka og stundum svo að ríkisstjórnir falla með þeim eins og í Belgíu. Á Írlandi tók ríkisstjórnin lífeyrissjóð opinberra starfsmanna til handargagns til að bjarga sínum bönkum. Ekki veit ég hvað opinberir starfsmenn segðu hér á landi við slíku ? Í Grikklandi berjast menn á götum úti vegna efnahagsvandræðanna sem fylgja í kjölfar eyðslufyllerís þeirra við að halda Ólympíuleikana árið 2004 án þess að hafa efni á o.s.frv. o.s.frv. Af nógu er að taka í þessum efnum og efni í margar blaðagreinar. Eitt er alveg ljóst þrátt fyrir að ábyrgðarlausir stjórmálamenn reyni að að gefa annað í skyn . Það er enga hjálp að hafa í hinum Evrópska seðlabanka. Í þeim hremmingum sem nú ríða yfir heiminn rær hver þjóð fyrir sig og er ekki aflögufær öðrum til hjálpar svo nokkru nemi. ECB er ekkert annað en hatturinn á á Evrukerfinu ESCB sem er skammstöfun fyrir European System of Central Banks sem eru seðlabankar hinna einstöku evrulanda og það eru þeir sem halda á gjaldeyrisvarasjóðunum EKKI ECB sem er lítið annað en þjóðhagsstofnun og fjölmiðlafulltrúi ef ekki er samstöðu að finna hjá seðlabönkunum 16. Við skulum hafa í huga við þetta verkefni að við erum betur á vegi stödd en flestar aðrar þjóði ef við berum gæfu til að halda rétt á málum Stór hluti þess fjármagns sem endurgreiða þarf til erlendra aðila er ekki glatað fé. Það fjármagn hefur verið notað hér innanlands til fjárfestinga í atvinnulífi almennt sem og í orkufrekum iðnaði ýmissi uppbyggingu sveitarfélaga sem og fjárfestingum einstaklinga. Þær fjárfestingar munu nú margar hverjar skilar sér í auknum útflutningi og aukinni framleiðslu hér innanlands til „heimabrúks". Ljóst er þó að miklir fjármunir hafa brunnið upp og er þar fyrst að nefna markaðsverð alls þess hlutafjár íslensku fyrirtækjanna sem brann. Síðan er til að taka þær erlendu útrásarfjárfestingar sem eru horfnar eða koma til með að hverfa og hinna sem selja þarf með tapi. Skiptir miklu að reynt sé að halda vel á spöðunum um þá úrvinnslu eins og mér sýnist menn vera að reyna . EINN LÆRDÓM SKULUM VIÐ DRAGA AF ÞESSU. Á Íslandi verður ekki í framtíðinni frekar en annarsstaðar rekið stórt alþjóðlegt bankakerfi sem grundvallast á erlendum lánum. Þar þurfa aðrar aðferðir til að koma. Það eru sömuleiðis gömul sannindi og ný að þjóð sem ástundar ráðdeild og eyðir ekki um efni fram er ekki í neinum vandræðum með sinn gjaldmiðil. Höfundur er stjórnarformaður BM-Vallár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Víglundur Þorsteinsson skrifar um Evrópumál Sæll Þorsteinn Ég ætla að byrja á að færa fram þá ósk að árið 2009 reynist okkur öllum farsælt. Ég var rétt í þessu að ljúka við lestur fyrsta leiðara þíns á þessu ári þar sem þú taldir upp þau helstu verkefni sem bíða okkar íslendinga á nýbyrjuðu ári. Um margt af því get ég verið þér sammála þó ekki um þá staðhæfingu þína að tækifærin til hagstjórnar séu betri í Evrulandi en á Íslandi og að Evran sé tæki sem gefi okkur betri færi en íslenska krónan. Einu þýðingarmiklu atriði gleymdir þú eða slepptir í leiðara þínum en það er sú endurnýjun kjarasamninga sem framundan er nú í byrjun ársins. Verðbólgan á Íslandi árið 2008 telst mér til að mælist um 18 % frá upphafi til loka ársins. Ég tel að hana megi að mestu rekja til þriggja þátta. Í fyrsta lagi verulegrar hækkunar innflutningsverðlags fyrri hluta árs henni til viðbótar komu ábyrgðarlausir kjarasamninga sem tóku tappann úr og gáfu öllu lausan tauminn. Fyrirtækjunum í verðlagsmálum( ég ekki undanskilinn í því )og bönkunum sem nýttu tækifærið til hluta sem engan óraði fyrir það er yfirgengilegra árása á krónuna sem þeir og stærstu eigendur þeirra stóðu fyrir í tilraun til stundarhagnaðar. Sem á endanum reyndust svo örlagaríkar að þeir tortímdu sér sjálfum. Gengisvístalan nú um áramót er í slíkum lægðum að útflutningsgreinar sem og samkeppnisgreinar geta miklu meir en vel við unað. Gengið stendur það lágt í dag að með öllu hefur tekið fyrir innflutning dýrari neysluvara og einkaneyslan hrunið saman með tilheyrandi samdrætti í hagkerfinu og miklu atvinnuleysi sem enn mun aukast. Staða okkar nú við þessi áramót er slík að enginn mannlegur máttur fær forðað því að yfir okkur gangi frekari kjarskerðing en orðið er. Spurningin er eingöngu sú hvernig við getum lágmarkað þá skerðingu og komið beislinu á gamla verðbólgudrauginn sem við báðir höfðum mikil kynni af á sínum tíma í fyrri störfum. Fyrsta verkefnið sem bíður er að taka afstöðu til þeirra kjarasamninga sem gerðir voru og nú eiga að koma til endurskoðunar. Kaupmáttarviðmiðun þeirra er kaupmáttur janúarmánaðar 2008. Lauslega mælt sýnist mér að til að þau markmið verði haldin sem er að sjálfsögðu ekki hægt þurfi að hækka laun um meir en 10 % til viðbótar þeim samningsbundnum hækkunum sem samningurinn hefur að geyma en það er annars vegar krónutöluhækkun á öll laun upp á tæplega 390 þúsund og hinsvegar launahækkun 3.5 % á öll laun þar fyrir ofan. Þessir samningar eru nú í upphafi ársins fyrsta og alvarlegasta verkefnið á vegi okkar til að endurreisa íslenska hagkerfið og meðan ekki sér fyrir lausn á því verki verður hér ríkjandi óvissa og vantrú sem torveldar hitt meginverkefnið sem er að endurreisa íslensku krónuna sem við verðum að styðjast við til þeirrar endurreisnar hvað sem öllu gjaldmiðlaskiptahjali eða evrutauti líður. Eitt er það sem veldur mér svartsýni nú að ríkisstjórnin hljóp á sig l nú um áramót með því að flýta hækkun atvinnuleysisbóta um 13.500 kr á mánuði þrátt fyrir að þessi hækkun hefði átt að fylgja niðurstöðum þeirrar endurskoðunar kjarasamninga sem framundan er. En gefum okkur að samningsaðilar sjái ljósið og viðurkenni að kjarasamningurinn er hvellsprunginn og gefi sér andrými til að leyfa hagkerfinu að rétta við á þessu ári án launahækkana. Hvers er þá að vænta? Ég tel nokkuð víst að þá megum við vænta þess að verðbólgan frá upphafi til loka ársins verði lægri en 5 % verðbólguhraðinn í árslok innan við 3% krónan muni styrkast hratt og að stýrivextir Seðlabankans verði komnir vel niður fyrir 10% um mitt þetta ár. Okkur til hjálpar í þessu eru nú þær ytri aðstæður með lækkun innflutningsverðlags í erlendum myntum sem okkur voru mótdrægar á síðasta ári. Það er nokkuð sem gefur okkur nú tækifærið til að leiðrétta þá innlendu þætti sem við höfum vald á og stýra til nýs stöðugleika í okkar búskap. Verði þessi leið ofan á er það besta vörnin við þeirri kjaraskerðingu sem enn bíður okkar á þessu ári og mun um leið hafa þau áhrif að viðsnúningur í atvinnulífinu getur hafist mun fyrr en ella og atvinnuleysið getur tekið að dragast varanlega saman að nýju um mitt þetta ár. Ef vel tækist til þá gætum við jafnvel skilað lánalínum IMF fyrir árslok. Til þess að svo megi verða þurfum við að ná sátt við þá erlendu kröfuhafa sem nýju bankarnir í raun skulda fjármagn í gegnum þá gömlu. Við Íslendingar þurfum nú enn á ný að rifja upp þau grunngildi að undir hagvaxtarstólnum er fjórir fætur og hann mun ekki hér frekar en með öðrum þjóðum standa á þeirri einu löpp peningamálstjórnunar sem í tísku hefur verið í heiminum síðastliðin ár. jafnt hjá okkur sem í „Evrulandi", USA sem og annarsstaðar með þeim skelfilegum afleiðingum sem við okkur blasa. Þessir fjórir fætur eru og verða ávallt: 1. Hófstillt fjármálastjórn hins opinbera. Á það hefur mikið vantað hér á landi hjá sveitarfélögum og einnig hjá ríkinu þó þess hafi verið gætt að greiða niður skuldir þá féllu menn engu að síður í þá freistni að nota skammtímaþenslugróða til að þenja út ríkiskerfið. 2. Peningmálastjórn, þ.e. vaxtastefna sem stýrir gengi krónunnar til jafnvægis í utanríkisviðskiptum en samhliða því þurfa til að koma fætur 3 og 4. Raunsæ launapólitík sem leggur grunn að verðlagsstöðugleika. Allt eru þetta gömul og ný sannindi sem þarft er að rifja upp með reglubundnum hætti. Á næstunni mun reyna á hvernig til tekst hjá okkur og þar reynir á kjark forystumanna í íslenskum þjóðmálum hvort heldur hinna kjörnu fulltrúa á þingi eða á öðrum vettvangi. Ef illa tekst til í kjaramálum er það alveg víst að þá mun það gerast að: ATVINNULEYSI VEX OG VERÐBÓLGAN HJAÐNAR EKKI. Hér skiptir máli að kjörnir fulltrúar fari að segja fólki sannleikann í þessum efnum en séu ekki að flýja veruleikann og eða blekkja almenning með loforðum um „skógarferðir" eins og athugun á inngöngu í ESB sem engu bjargar fyrir okkur íslendinga í dag. Skapar hinsvegar þá hættu að menn gleymi því verkefni sem ekki verður umflúið Endurreisn íslensks efnahags með íslenskri krónu. Hún er sá gjaldmiðill sem við verðum að styðjast við í þeirri björgunarvinnu. Hér er mörgu við bæta um þessa kjánalegu Evrópu og Evru umræðu sem geisað hefur hér en ég læt það bíða betri tíma. Þó vil ég minna menn á að bankarnir í Evrulandi hrynja líka og stundum svo að ríkisstjórnir falla með þeim eins og í Belgíu. Á Írlandi tók ríkisstjórnin lífeyrissjóð opinberra starfsmanna til handargagns til að bjarga sínum bönkum. Ekki veit ég hvað opinberir starfsmenn segðu hér á landi við slíku ? Í Grikklandi berjast menn á götum úti vegna efnahagsvandræðanna sem fylgja í kjölfar eyðslufyllerís þeirra við að halda Ólympíuleikana árið 2004 án þess að hafa efni á o.s.frv. o.s.frv. Af nógu er að taka í þessum efnum og efni í margar blaðagreinar. Eitt er alveg ljóst þrátt fyrir að ábyrgðarlausir stjórmálamenn reyni að að gefa annað í skyn . Það er enga hjálp að hafa í hinum Evrópska seðlabanka. Í þeim hremmingum sem nú ríða yfir heiminn rær hver þjóð fyrir sig og er ekki aflögufær öðrum til hjálpar svo nokkru nemi. ECB er ekkert annað en hatturinn á á Evrukerfinu ESCB sem er skammstöfun fyrir European System of Central Banks sem eru seðlabankar hinna einstöku evrulanda og það eru þeir sem halda á gjaldeyrisvarasjóðunum EKKI ECB sem er lítið annað en þjóðhagsstofnun og fjölmiðlafulltrúi ef ekki er samstöðu að finna hjá seðlabönkunum 16. Við skulum hafa í huga við þetta verkefni að við erum betur á vegi stödd en flestar aðrar þjóði ef við berum gæfu til að halda rétt á málum Stór hluti þess fjármagns sem endurgreiða þarf til erlendra aðila er ekki glatað fé. Það fjármagn hefur verið notað hér innanlands til fjárfestinga í atvinnulífi almennt sem og í orkufrekum iðnaði ýmissi uppbyggingu sveitarfélaga sem og fjárfestingum einstaklinga. Þær fjárfestingar munu nú margar hverjar skilar sér í auknum útflutningi og aukinni framleiðslu hér innanlands til „heimabrúks". Ljóst er þó að miklir fjármunir hafa brunnið upp og er þar fyrst að nefna markaðsverð alls þess hlutafjár íslensku fyrirtækjanna sem brann. Síðan er til að taka þær erlendu útrásarfjárfestingar sem eru horfnar eða koma til með að hverfa og hinna sem selja þarf með tapi. Skiptir miklu að reynt sé að halda vel á spöðunum um þá úrvinnslu eins og mér sýnist menn vera að reyna . EINN LÆRDÓM SKULUM VIÐ DRAGA AF ÞESSU. Á Íslandi verður ekki í framtíðinni frekar en annarsstaðar rekið stórt alþjóðlegt bankakerfi sem grundvallast á erlendum lánum. Þar þurfa aðrar aðferðir til að koma. Það eru sömuleiðis gömul sannindi og ný að þjóð sem ástundar ráðdeild og eyðir ekki um efni fram er ekki í neinum vandræðum með sinn gjaldmiðil. Höfundur er stjórnarformaður BM-Vallár.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun