Fleiri fréttir

Ný landsýn – breytt stefna

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar

Ein dýpsta heimskreppa hagsögunnar skall á í september 2008 þegar burðarvirki hins reglulausa hnattræna fjármagnsmarkaðar leystist upp fyrir augliti allrar heimsbyggðarinnar.

Setti ég Ísland á hausinn?

Jón Ásgeir Jóhannesson skrifar

Sumir halda því fram að ég beri ábyrgð á því íslenskt fjármálalíf fór á hliðina nú í haust. Ég hef verið kallaður óreiðumaður, glæpamaður, fjárglæframaður, „þúsundmilljarðamaðurinn", ég hafi „komið Íslandi á hausinn" og svo framvegis. Þessa viðhorfs virðist gæta víða í þjóðfélaginu, meira að segja á Alþingi og í Seðlabankanum. Þessi viðurnefni og upphrópanir byggjast ekki á mikilli yfirvegun eða ígrundun, en eru að einhverju leyti skiljanleg í andrúmslofti reiði og öryggisleysis. Ég tek þessa dóma nærri mér og er ekki sáttur við þá. Ég er hins vegar reiðubúinn að ræða mín viðskiptamál með rökum og staðreyndum, og axla þá sanngjörnu ábyrgð sem mér ber.

Útkall í desember

Desembermánuður hefur verið annasamur hjá sjálfboðaliðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þúsundir klukkustunda hafa farið í aðstoð við samborgarana. Ekki skiptir máli hvort fergja þurfi þakplötu á höfuðborgarsvæðinu eða aðstoða fastan bíl á fjallvegi á Hellisheiði; björgunarsveitirnar eru alltaf viðbúnar og sinna kallinu.

Innlendir vendipunktar: Íslenska krónan - in memoriam

Staða íslensku krónunnar hefur líklega aldrei verið veikari en eftir hrakningar haustsins og ófáir telja að hún eigi sér ekki viðreisnar von. Benedikt Jóhannesson segir að enn um sinn verði krónan gjaldmiðill þjóðarinnar - engum til gleði eða gagns.

Innlendir vendipunktar: Flugleiðin til Íslands

Stefán Jón Hafstein skrifar

Frá Malaví og heim er 32ja tíma ferð úr höfga regntímabilsins í hvítan jólasnjó. Í kjöltu mér þegar flugvélin brunar í átt að þrumuskýjum: Ræða seðlabankastjóra hjá Viðskiptaráði. Ég undirbý mig andlega fyrir heimkomu. Niðri sprettur maís á ökrum.

SÍBS í þágu landsmanna

Hinn 24. október 1938 komu berklasjúklingar saman á Vífilsstaðahæli til að stofna Samband íslenskra berklasjúklinga. Tilgangurinn var að hjálpa útskrifuðum berklasjúklingum að ná fótfestu í lífinu, eftir ára eða áratuga dvöl á heilsuhælum. mína að éta og aldrei holla fæðu, skjólföt sæmileg átti ég engin."

Forgangsraða!

Ísland þarf nú að endurbyggja samfélagið á jöfnuði. Vinda ofan af misskiptingunni sem seinasta ríkisstjórn hafði unnið leynt og ljóst að. Til þess þarf að beina hugarfarsbreytingunni sem er að verða, í réttan farveg. Augljós farvegur eru fjárlög íslenska ríkisins sem nú eru til umræðu.

Bændabylting?

Í nýju fjárlagafrumvarpi boðar ríkisstjórnin einhliða riftun á búvörusamningum til bænda. Ríkisstjórnin ætlar að fella niður þá vísitölutengingu sem bundin er í búvörusamningum. Þetta þýðir, ef verðbólguspár ganga eftir, skerðingu upp á 9-10 prósent. Þetta er skerðing á tekjum til bænda sem nemur 700-800 milljónum.

Þvæla útvarpsstjóra

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Í reglum um fréttir og dagskrárefni tengt þeim í Ríkisútvarpinu, segir meðal annars: "Útvarpsstjóri setur starfsmönnum Ríkisútvarpsins sem vinna að fréttaskrifum, fréttaflutningi og tengdu dagskrárefni eftirfarandi reglur: [...] 9. "Óheimilt er að útvarpa án leyfis ummælum manns ef hann vissi ekki að þau voru hljóð- eða myndrituð, nema ummælin hafi verið viðhöfð á opnum vettvangi."

Náttúruvernd

Umhverfisráðherra hefur nýverið lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um náttúruverndaráætlun til næstu 5 ára. Samkvæmt tillögunni er friðuðum svæðum í náttúru Íslands enn fjölgað.

Hrímaðar kveðjur

Á gráum og votum haustdögum tóku stúdenta- og námsmannahreyfingar landsins höndum saman og sameinuðust um óskir til ríkisstjórnar. Helsta beiðnin var sú að fjármagn til LÍN yrði ekki skert enda vissum við öll af hættunni: að sneiðar Lánasjóðsins og háskólanna frá ríkinu yrðu minni en vonir stæðu til. Fáir gerðu ráð fyrir þeim óðaniðurskurði tveggja fyrrnefndra eininga sem nýjustu fjárlög gera ráð fyrir. Ríkisstjórn mælir fyrir 1.360 milljóna niðurskurði hjá LÍN nú þegar hlutverk sjóðsins er margfalt brýnna en í góðæri. Hvernig sú ákvörðun ætlar að mæta þeirri fjölgun stúdenta sem neyðast til að taka námslán á komandi misserum er óskiljanlegt. Nú þegar hefur óðaverðbólga étið upp hækkun námslána síðan í vor og útlit fyrir góða Lánasjóðssamninga næsta vor er sótsvart.

Við þurfum samvinnu

Á götum úti heyrist kallað eftir nýrri hugsun og nýjum hugmyndum fyrir nýtt Ísland. Vinstri grænir segja að best sé að gera ekki neitt, á meðan Samfylkingin telur að Evrópusambandið leysi öll heimsins vandamál. Sjálfstæðisflokkurinn neitar að gera upp við frjálshyggjuna og skilur ekki hvað hugtakið að axla ábyrgð þýðir og Frjálslyndi flokkurinn veit ekki hvort hann er að koma eða fara. Eini flokkurinn sem virðist ætla að svara kalli almennings eftir endurnýjun og uppgjör við fortíðina er Framsóknarflokkurinn.

Fjármálaeftirlitið og Fiskistofa

Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og einn ráðherra hafa nýlega, í blaðagrein og blaðaviðtali, borið saman starfsmannafjölda Fjármálaeftirlitsins og Fiskistofu. Það er mér hulið hvað þessi samanburður á að þýða, ég kem ekki auga á hvað geti verið sambærilegt í starfsemi þessara stofnana. Þjónar það einhverjum tilgangi að bera saman starfsmannafjölda í Fjármálaeftirlitinu og fjölda veiðieftirlitsmanna Fiskistofu til sjós og lands? Ég get ekki séð það, en get upplýst að eftirlitsmenn Fiskistofu, í almennu eftirliti, á aðalskrifstofunni, á 6 starfsstöðvum úti á landi og í fullvinnsluskipum, eru samtals 42.

Gefins þrotabú

Nú berast almenningi fréttir af því að ,,nýju” bankarnir hafi verið að endurselja aðilum sem farnir eru í þrot, gömlu fyrirtækin þeirra á bakvið luktar dyr. Ekkert auglýst! Ekkert uppi á borðum! Í Kastljósi 10. desember síðastliðinn var fjallað um að Apple-verslanirnar, hérlendis og á Norðurlöndunum, hefðu ekki verið auglýstar til sölu, heldur hefði verið samið við fyrrum eigendur um kaup á þrotabúinu. Að sögn skiptastjóra lá svo mikið á af því verslanirnar máttu ekki loka svo verðmæti færu ekki forgörðum. Þá má spyrja: Gat bankinn ekki rekið verslanirnar í nokkrar vikur á meðan reynt var að fá gott verð fyrir þær, hvort sem væri hér innanlands eða erlendis? Eiga þeir aðilar sem fóru með félag í þrot allt í einu nóga peninga til að kaupa þrotabúið?

Staða Íslands í samfélagi þjóðanna

Það er vaxandi þungi í umræðunni um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök á Íslandi eru að endurmeta sína afstöðu til Evrópusambandsins og hefur Sjálfstæðisflokkurinn ákveðið að taka málið til athugunar á komandi landsfundi í janúar.

Frumvarpið færir RÚV auknar tekjur

Frumvarp menntamálaráðherra sem takmarkar umsvif RÚV á auglýsingamarkaði miðar að því að gera starfsemi stofnunarinnar gagnsærri og bæta samkeppnisumhverfi fjölmiðla. Hér er stigið jákvætt skref, en frumvarpið þyrfti að styrkja með ákveðnum áherslubreytingum.

Sparisjóðirnir í höndum fjárglæframanna

Eftir að íslenska bankakerfið hrundi fyrir um tveimur mánuðum hefur mikið af fólki fært viðskipti sín yfir til sparisjóðanna. Fólk leitar í öryggið á þessum óvissutímum og sparisjóðirnir eru þekktir fyrir að vera hófsamar fjármálastofnanir sem bera hag almennings fyrir brjósti. Mestur hefur flóttinn verið yfir til Byrs Sparisjóðs og tilkynntu stjórnendur hans um daginn að innlánaaukningin frá hruni bankanna væri komin upp í 60 milljarða. Eflaust spilar auglýsingaherferð Páls Óskars þar inn í en ég held að aðalástæðan sé samt sú að fólk lítur á Byr sem traustan og heiðarlegan sparisjóð.

Að byggja brú

Brýr eru stórkostleg uppfinning. Þær tengja saman lönd og landsvæði á snilldarlegan hátt.

Aftur til samvinnu

Íslenskur almenningur situr nú í brunarústum óhefts kapítalisma. Hin ósýnilega hönd hins frjálsa markaðar var eftir allt saman ekkert ósýnileg, hún var hreinlega ekki til. Sýnin um að sífellt væri hægt að stækka kökuna með því að ýta undir græðgi einstaklinganna reyndist vera draumsýn, fals eitt þar sem engin raunveruleg verðmæti voru sköpuð. Óheftur kapítalismi er hruninn líkt og kommúnisminn í lok síðustu aldar.

Endurreisn á nýjum grunni

Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson skrifar

Á andartaki færðumst við Íslendingar úr því að vera í fremstu röð þjóða hvað lífsgæði áhrærir yfir í að leita alþjóðlegrar ásjár til þess að koma landinu úr efnahagslegri herkví og gera gjaldmiðilinn gjaldgengan. Þessi umskipti kalla á uppgjör, krafan um skýringar er ekki bara sjálfsögð og eðlileg, hún er nauðsynleg forsenda þess að við getum endurreist efnahagslífið á traustum grunni og komið sjálfu þjóðlífinu í eðlilegan farveg á ný.

Mannréttindi kvenna ekki munaður

Nýlega var haldið 16 daga átak gegn kynbundu ofbeldi í 18. sinn. Með átakinu hefur frá 1991 verið unnið að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot en samtök um allan heim nýta það til að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa fórnarlömbum ofbeldis,

Atvinna eða efniskaup?

Fái borgin lánsfé til framkvæmda er mikilvægt að það verði nýtt með sem bestum hætti, að framkvæmdirnar séu nauðsynlegar og að þeim sé forgangsraðað þannig að hlutfall efniskostnaðar sé sem minnst á móti launakostnaði, til að hægt sé að skapa sem flest störf

Helsjúkur hæringur

Sýkingin sem komin er upp í íslenska sumargotssíldarstofninum eru alvarleg tíðindi. Þau verstu sem dunið hafa á þjóðinni þegar sjávarútvegur er annars vegar, síðan hin „snjalla“ ríkisstjórn Íhalds og Samfylkingar ákvað að fara í þriðjungs skerðingu á þorskveiðum sumarið 2007.

Rannsóknir á kynferðis- og heimilisofbeldi

Stefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur frá stofnun embættisins verið að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa. Til þess að vinna að þessum mikilvægu markmiðum hefur verið horft til nokkurra lykilatriða á sviði löggæslu, eins og t.d. aukins sýnileika lögreglu og öflugrar hverfa- og grenndarlöggæslu.

Jólagjöf Íslendinga í ár

Benedikt S. Lafleur skrifar

Aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdavalds er einn helsti hornsteinn lýðræðissamfélags. Það hlýtur því að sæta undrun að langflest lagafrumvörp skuli koma frá handhöfum framkvæmdavalds en ekki löggjafarvaldinu. Óhóflegt vald hefur í gegnum tíðina safnast saman á hendur örfárra manna sem hafa í raun mótað samtíð okkar og hagkerfi, þó þeir hafa jú haft meirihluta þings á bak við sig og vissulega sótt vald sitt upphaflega til þjóðarinnar.

Tvíþætt þörf jafn brýn

Á ferð í Eþíópíu í október fór ég um austurhluta landsins, hrjóstrugt nágrenni Jijigaborgar. Þar styður Hjálparstarf kirkjunnar nýtt verkefni á vegum Lútherska heimssambandsins af því að aðstæður þar eru ömurlegar og engin önnur hjálparstofnun er þar að verki.

Nýsköpun og ræktun frumkvöðla

Sigmundur Guðbjarnason skrifar

Á liðnum áratugum hafa Íslendingar af og til gert átak til að efla nýsköpun í atvinnulífi og leitað ýmissa leiða í þeim tilgangi. Viðleitnin hefur verið mest á tímum aflabrests og efnahagslægða en með batnandi hag hefur áhuginn á nýsköpun minnkað.

Höfuðborg í herkví

Örn Sigurðsson skrifar

Vegna greinar Birnu Lárusdóttur 6.12. 2008 er bent á eftirfarandi: Flugvöllur í Vatnsmýri er aðalorsakavaldur þess að miðbær Reykjavíkur koðnaði niður, útþensla byggðar á höfuðborgarsvæðinu er stjórnlaus (135 km² svæði á við París og San Francisco), fæstir komast erinda sinna gangandi, grunnur nærþjónustu og Strætó hrundi, mestöll verslun er í „kringlum“, þar er nú bílasamfélag án hliðstæðu.

Veljum íslenskt og gerum betur

Þegar við veljum íslenska framleiðslu er verið að gera margt fleira í leiðinni en einungis að versla því það kemur svo margfalt inn í kerfið um leið. Þá er greitt fyrir vöru með pening sem skilar sér út í laun til þess sem vinnur við framleiðsluna.

Á bara að spila fyrri hálfleikinn?

Tryggvi Gunnarsson skrifar

Undanfarna mánuði hafa lögregluembættin á Norðurlandi verið í átaki vegna fíkniefna. Aldrei áður hafa komið upp fleiri fíkniefnamál og ekki hefur verið lagt hald á meira efni en í þessu átaki. Hafa lögreglumenn gert víðreist svo sem í skólum, heimavistum, pósthúsum, flugvöllum, heimilum og víðar. Það má því með sanni segja að átakið er að skila tilteknum árangri.

Svar til riddara niðurrifsins

Svo virðist - eftir allt sem á undan er gengið - að Hallgrímur Helgason rithöfundur vilji halda áfram að rífa niður og eyðileggja. Í Fréttablaðinu 7. desember slær hann sig til riddara niðurrifsins og þykist vita allt betur en aðrir. Betur en Sjálfstæðisflokkurinn. Betur en Samfylkingin. Úthrópar þá sem eru að vinna þjóðinni allt til heilla. Og reynir að kynda undir pólitískri hatursumræðu á Íslandi ofan á allt annað.

Djúpt mat á ESB

Í leiðara Fréttablaðsins, þriðjudaginn 9. desember, skrifar Þorsteinn Pálson um ESB-umræðuna. Hann vill forðast slag­orðakenningar og vill dýpka umræðuna í breitt og málefnalegt mat á heildarhagsmunum þjóðarinnar.

Ár og dagar íslenskrar tónlistar

Jakob Frímann Magnússon skrifar

Íslensk tónlist nýtur um þessar mundir meiri hylli hérlendis en áður hefur þekkst sé miðað við almenna útbreiðslu, flutning í útvarpi og sölu hljóm­diska. Um þessar mundir er hlutfall íslenskra hljómplatna allt að 90% miðað við sölu- og vinsældalista. Fyrir áratug var það hlutfall einungis um 30%.

Eru fordómar fyndnir?

Eitt af höfuðmarkmiðum samtakanna HIV-Ísland er að vinna gegn fordómum. Þess vegna nýtum við hvert tækifæri sem okkur gefst til að koma fram með ábyrgum hætti í fjölmiðlum.

Ofbeldi gegn konum kemur niður á næstu kynslóð

Konur njóta sérstakrar verndar undir alþjóðlegum mannúðarlögum. Engu að síður er kynbundið ofbeldi notað sem vopn á átakasvæðum - vopn sem ekki aðeins hefur áhrif á konurnar sem fyrir ofbeldinu verða heldur einnig á fjölskyldur þeirra, maka og börn. Kynbundið ofbeldi er klárt brot á mannúðarlögum, og ber að fordæma í hverri mynd sem það birtist.

Mannréttindayfirlýsingin 60 ára

Guðrún Dögg Guðmundsdóttir skrifar

Árið 1948, í kjölfar voðaverka heimsstyrjaldarinnar síðari, samþykkti alþjóðasamfélagið skjal sem ætlað var að leggja hornsteininn að nýrri heimsskipan.

Einangrunarótti og þjóðremba

Íslendingar minntust 90 ára afmælis fullveldisins við býsna dapurlegar aðstæður. Sjálfan fullveldisdaginn gekk ríkisstjórnin með betlistaf í hendi land úr landi eins og verið hafði vikum saman frá því að forsætisráðherra tilkynnti að „þjóðargjaldþrot“ lægi við.

Um sjúklingahótel

Ólafur Ólafsson skrifar

Það var ánægjulegt að lesa viðtal við Huldu Gunnlaugsdóttur, forstjóra Landspítalans, í Fréttablaðinu 21. nóvember sl., en þar viðraði hún hugmyndir um sjúklingahótel.

Mikilvægi leikskólans á umbrotatímum

Sverrir Sverrisson skrifar

Það er fátt sem virðist ganga með eðlilegum hætti þessa dagana. Bankar fallnir, fyrirtæki riða til falls og atvinnuleysi og fjöldagjaldþrot blasa við. Hver höndin upp á móti annarri og ásakanir og dylgjur fljúga um allt.

ESB, Bretar og við

Það er ljóst að Ísland sækir um aðild að ESB við fyrsta tækifæri. Þetta vita allir, bæði við, ESB og Bretar. ESB er eina lausnin úr þessu fyrir okkur, en við verðum að vara okkur mjög á Bretum. Þeir munu vísast vinna gegn okkur bak við tjöldin og gera okkur lífið leitt.

Þjóðin á að eiga bankana

Björgvin Guðmundsson skrifar

Einkavæðing bankanna mistókst. Sala Landsbankans og Búnaðarbankans til einkaaðila var algert klúður. Í fyrstu var ákveðið að hafa dreifða eignaraðild að einkavæddu bönkunum og að enginn mætti eiga meira en 3-5% eignarhlut.

Úthlutum fleiri lóðum til ræktunar matjurta

Lilja Sigrún Jónsdóttir skrifar

Það er margt í deiglunni um þessar mundir og umræða samfélagsins nokkuð miðuð við hvað eigi að gera til skemmri tíma. Án þess að vilja gera lítið úr mikilvægi þess, er tilefni þessara skrifa hvað við gætum verið að gera núna, sem mun örugglega koma sér vel á næsta ári.

Okkar stefna í framkvæmd: Að standa með fólkinu

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Magnaðir eru tímarnir fyrir margra hluta sakir. Bankahrun og kollsteypur fjölskyldna og fyrirtækja. Við stjórnvölinn er svo ríkisstjórn sem hefur glatað öllu trausti kjósenda ef marka má skoðanakannanir

Við treystum ykkur ekki

Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórnina var nýverið felld á Alþingi. Stjórnarliðar hristu hausinn yfir þessu áhlaupi minnihlutans, glottu út í annað og fóru svo heim og sofnuðu svefni hinna samviskulausu. En það kemur dagur eftir þennan dag.

Afdráttarlaust!

Það kann að skjóta skökku við um þessar mundir þegar einhverjir stinga niður penna til að skrifa um annað en efnahagsástandið, enda er fátt annað fréttnæmt. En þær vöktu samt athygli mína fréttirnar af nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup lét nýverið gera um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Sjá næstu 50 greinar